TF útileikarnir byrja á hádegi á laugardag, standa í 2 sólarhringa og lýkur á hádegi á mánudag. Vakin er athygli á uppfærðum keppnisreglum samanber fyrri tilkynningar.

Félagsstöðin TF3IRA verður virkjuð frá Skeljanesi a.m.k. á laugardag, frá kl. 12-18 og verður félagsaðstaðan opin á sama tíma.

Félagsmenn eru hvattir til að líta við og hjálpa við að setja félagsstöðina í loftið og taka í hljóðnema og/eða morslykil. Heitt verður á könnunni.

Stjórn ÍRA.

Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33 við innganginn í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 28. júlí frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að  flokka innkomin kort.

Góður félagsskapur og nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fundarsal.
Radíó- og tölvudót sem barst nýlega. Ljósmyndir: TF3JB.

TF útileikarnir 2022 fara fram um verslunarmannahelgina, 30. júlí til 1. ágúst næstkomandi. Reglur hafa verið uppfærðar. Megin breytingin felst í því að stytta tímabilið úr þremur í tvo sólarhringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda. Sjá reglurnar neðar.

Heimilt er að hafa sambönd á 160-10 metrum á tali og morsi (SSB og CW) – en áhersla er lögð á lægri böndin; 160m (t.d. 1845 kHz) 80m (t.d. 3637 kHz), 60m (t.d. 5363 kHz) og 40m (t.d. 7.120 kHz).

Fjarskiptastofa hefur fallist á beiðni ÍRA þess efnis, að veita leyfishöfum tímabundna heimild til að nota allt að 100W á 60 metra bandi í leikunum – án þess að þurfa að sækja sérstaklega um það til stofnunarinnar.

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com

Vefslóð á keppnisreglur: http://www.ira.is/tf-utileikar/
Vefslóð á heimasíðuna fyrir leikana: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Vefslóð á erindi Einars um útileikana: http://eik.klaki.net/tmp/utileikar18.pdf

Dagbókareyðublöð

Vefslóð á dagbókareyðublað á Word-sniði: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/07/Loggur-TF-utileikar-2022.docx
Vefslóð á dagbókareyðublað á PDF-sniði: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/07/Loggur-TF-utileikar-2022.pdf

Sýnishorn af útfylltri keppnisdagbók: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/07/Loggur-TF-utileikar-synishorn.pdf
Þetta er úr dagbók TF3IRA frá 2020, til glöggvunar fyrir þá sem ekki þekkja vel til.

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!

Stjórn ÍRA.

(ATH. UPPFÆRÐAR UPPLÝSINGAR 25.7.2022).

————–

TF ÚTILEKAR, REGLUR 2022

Uppfærðar reglur útileikanna. Megin breytingin felst í því að stytta tímabilið úr þremur í tvo sólar-hringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda,

1. Almennt

TF útileikar eru haldnir um verslunarmannahelgi, hefjast á hádegi á laugardegi og lýkur á hádegi á mánudegi. Markmið er m.a. að auka færni amatöra í fjarskiptum innanlands og þekkingu á útbreiðslu á MF og HF bylgjum milli staða á Íslandi. Radíóamatörar sem staddir eru á Íslandi geta tekið þátt.

2. Bönd

Hafa má sambönd á 4 böndum: 160 m, 80 m, 60 m og 40 m. Sambönd á hærri tíðnum teljast eins og sambönd á 40 m. Athugið að Fjarskiptastofa hefur heimilað þátttakendum að nota allt að 100W á 60 metra bandi í leikunum 2022.

3. Þátttökutímabil

17-19 laugardag
09-12 sunnudag
21-24 sunnudag
08-10 mánudag

Þó má hafa samband hvenær sem er um verslunarmannahelgina, enda fari heildar þátttökutími hverrar stöðvar ekki yfir 9 klst. miðað við höfð QSO. Sé stöð opnuð og samband haft, telst tíminn minnst 30 mínútur, jafnvel þótt aðeins sé um eitt samband að ræða. Hver byrjaður hálftími til viðbótar reiknast 30 mín. Samband við sömu stöð á sama bandi telst gilt svo fremi að a.m.k. 8 klst. séu liðnar frá fyrra sambandi.

4. Upplýsingar

Lágmarks upplýsingar sem skipst er á eru hlaupandi númer sambands (QSO) og staðsetning, QTH. Viðbótarstig fæst ef einnig er skiptist á RS(T) og afli. QTH má gefa upp sem sem fjögurra eða sex stafa Maidenhead locator, t.d. HP94bc (sjá t.d. http://www.arrl.org/grid-squares ). RS(T) táknar læsileika, styrk og tóngæði merkis (tóngæði eru aðeins notuð á morsi). Afl er frá sendi í wöttum.

5. Stig

Stigafjöldi fyrir hvert samband fer eftir staðsetningu í reitum sem skilgreindir eru með 4 stafa Maidenhead locator, t.d. HP94. Eitt eða tvö stig fást fyrir sambönd innan sama reits, fyrir sambönd milli reita bætist við samanlagður mismunur á númerum reita norður og austur, þannig gefur fullt samband milli HP83 og HP94 4 stig en samband milli HP94 og IP04 gefur 3 stig.

Einn margfaldari, sem fer eftir fjölda reita sem sent er frá, er notaður til að reikna endanlegan stigafjölda. Margfaldarinn er 3 ef öll sambönd eru frá sama reit, ef sent er frá fleiri reitum bætist einn við fyrir hvern reit, þó verður margfaldarinn ekki hærri en 6.

6. Loggar

Loggar innihalda dagsetningu, tíma, tíðni (kHz), kallmerki, QSO sent, QTH sent, RS(T) sent, afl sent, QSO móttekið, QTH, RS(T) móttekið og afl móttekið.

Loggum má skila með því að fylla út eyðublað á vefnum. Einnig má senda logga í tölvupósti á ira@ira.is

Frestur til að ganga frá loggum rennur út á miðnætti næsta mánudag eftir verslunarmannahelgi.

7. Annað

Stjórn IRA, eða aðili sem hún tilnefnir, sker úr um vafaatriði varðandi túlkun á þessum reglum.

(Reglur voru uppfærðar 24.7.2022).

Myndin er af verðlaunum og viðurkenningum í fjarskiptaviðburðum ÍRA. Í TF útileikunum er veittur glæsilegur verðlaunaplatti á viðargrunni í 1. verðlaun og skrautrituð viðurkenningaskjöl fyrir fyrstu 5 sætin. Ljósmynd: TF3JB.

Heimasíða félagsins kemur ekki alltaf inn þegar notað „IRA.IS“. Sundum nægir að smella á „RELOAD“ þegar það kemur upp, en stundum þarf að slá inn „WWW.IRA.IS“ – þá kemur síðan upp með smá töf.

Vefstjóri félagsins vinnur að lausn.

Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum.

Stjórn ÍRA.

„Yongsters On The Air“ verkefnið í IARU Svæði 1 gengst fyrir þremur YOTA keppnum á ári á HF.  

Markmiðið stuðla að virkni ungra leyfishafa um allan heim. Allir leyfishafar eru velkomnir að taka þátt, burtséð frá aldri. Þrír keppnisdagar eru á ári og er hver keppni 12 klst.

1. hluti fór fram 21. maí s.l.

2. hluti fer fram laugardaginn 23. júlí kl. 10:00 til 21:59.

3. hluti fer fram 30. desember n.k.

Keppnin fer fram á SSB og CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS(T) + aldur leyfishafa.

YOTA verkefnið „Youngsters on the air“ er sameiginlegt verkefni landsfélaga radíóamatöra innan IARU. Verkefnið hófst árið 2018 og hefur ÍRA hefur tekið þátt frá upphafi. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ er ungmennafulltrúi ÍRA og YOTA verkefnisstjóri og Árni Freyr Rúnarsson, TF8RN, aðstoðarverkefnisstjóri YOTA.

Stjórn ÍRA.

https://www.ham-yota.com/contest/

Elín Sigurðardóttir TF2EQ og Árni Freyr Rúnarsson TF8RN í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Ljósmynd: TF3JB.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 21. júlí frá kl. 20-22.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólf félagsins og flokka innkomin kort.

Góður félagsskapur og nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi. Kaffiveitingar.

Ath. að töluvert hefur bæst við af radíó- og tölvudóti sem er í fundarsal.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fundarsal í Skeljanesi.
Radíó- og tölvudót sem barst nýlega.
 Radíódót á gangi í Skeljanesi. Ljósmyndir: TF3JB.

Í skipulagi vornámskeiðs ÍRA 2022 sem lauk með prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis 21. maí s.l. var gert ráð fyrir sérstökum degi (eftir prófið) í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Þar segir m.a.: „Farið í félagsaðstöðu ÍRA og fjarskiptaherbergi og loftnet skoðuð. Nemendur gera prufuútsendingar undir nafni TF3IRA með stöðvarstjóra. Útfært síðar með tíma“.

Af ýmsum ástæðum frestaðist þessi sérstaki dagur þar til í morgun, laugardaginn 16. júlí kl. 10:00. Sendur var tölvupóstur á þá sem stóðust próf (alls 11 manns) með boð um að mæta í Skeljanes. Svör bárust frá 6 sem ýmist voru erlendis eða í sumarfríi innanlands þannig að ljóst var að mest fimm mundu geta mætt. Engu að síður var ákveðið að halda sig við auglýstan dag og mættu tveir nýir leyfishafar í Skeljanes.

Við byrjum daginn á að fá okkur morgunkaffi í salnum þar sem farið var yfir helstu þætti í starfsemi ÍRA og var byggt á nýju ávarpsbréfi og kynningarriti félagsins. Fjallað var m.a. um félagsstarfið undir „eðlilegum kringumstæðum“; nú þegar Covid-19 faraldurinn er frá. Vakin var athygli á vor- og vetrardagskrám félagsins sem í boði eru á tímabilinu febrúar-maí og í október-desember. Stuttlega var skýrt frá fjarskiptaviðburðum á vegum ÍRA, þ.e. Páskaleikunum, VHF/UHF leikunum og TF útileikunum. Einnig skýrt frá útgáfustarfseminni, þ.e. félags-blaðiðnu CQ TF, ársskýrslu og heimsíðu og vakin athygli á undirsíðu CQ TF þar sem lesa má öll félagsblöðin frá upphafi. Einnig var farið yfir framboð endurvarpa í V HF og UHF tíðnisviðunum, vakin athygli á viðtækjunum fjórum yfir netið og radíóvitunum tveimur á 50 og 70 MHz. Einnig var almennt rætt um HF tíðnisviðin og bandplön þar að lútandi.

Í fjarskiptaherbergi TF3IRA var forprentuðum fjarskiptadagbókum TF3IRA dreift og farið yfir skráningu í „logg“. Síðan voru útskýrðar hefðir í fjarskiptum radíóamatöra [og farið yfir] hvernig kallað er CQ og CQ DX. Þátttakendur spurðu spurninga og var nokkrum sinnum æft hvernig QSO fara fram.

Ekki voru skilyrðin beint fýsileg; K-gildi var hátt og fá merki á 20M SSB nema nokkur rússnesk, en Russian Radio Team keppnin stóð yfir frá kl. 07-15 í dag. Í ljósi þessa var kallað CQ en ekkert svar. Við svo búið mátti ekki standa og því gripið til þess ráðs að hringja í Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN sem kom strax á bandið og hafði samband, bæði við Antoniu (TF3ST) og Guðmund (TF3VL). Þegar þeim samböndum var að ljúka kom á tíðnina hollenskur leyfishafi sem var /P og rúmlega S9 á mæli og töluðu þau bæði við hann. Segja má að fyrstu QSO þeirra beggja – hvorutveggja við íslenskan leyfishafa og DX stöð hafi gengið prýðilega. Þar fyrir utan var Óðinn Þór mjög hvetjandi í tali, bauð þau velkomið í loftið og sagði sína reynslu frá því þegar hann byrjaði sjálfur fyrst í loftinu árið 2011.

Þrátt fyrir lítt spennandi skilyrði, voru þau bæði MJÖG ánægð. Það var því gerð tillaga um að þau mæti í Skeljanes eitthvert fimmtudagskvöld á næstunni og þá verði þau æfð í að fara í loftið. Þau tóku vel í það. Í framhaldi færðum við okkur yfir í herbergi QSL stofunnar og var virkni QSL Bureau‘sins skýrð.

Að lokum var aftur farið niður í sal og mikið rætt. Þegar klukkan var að verða 13:30 var húsið yfirgefið. Þakkir til Jóns Björnssonar, TF3PW umsjónarmanns námskeiða ÍRA og Kristjáns Benediktssonar NRAU/IARU tengiliðar ÍRA fyrir að mæta á staðinn, hjálpa til og vera til svara. Sérstakar þakkir til Óðins Þórs Hallgrímssonar, TF2MSN fyrir að koma á netið og ræða við nýju leyfishafana. Skemmtilegur og vel heppnaður dagur!

VHF/UHF leikar félagsins fóru fram 1.-3. júlí. Alls var 21 kallmerki skráð til leiks en 19 sendu inn dagbókarupplýsingar. Niðurstöður voru eftirfarandi:

1. sæti Andrés Þórarinsson, TF1AM – 139.440 heildarstig.
2. sæti Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY – 64.125 heildarstig.
3. sæti Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN – 55.440 heildarstig.
4. sæti Eiður Kristinn Magnússon, TF1EM – 19.619 heildarstig.
5. sæti Sigmundur Karlsson, TF3VE – 15.540 heildarstig.
6. sæti Benedikt Sveinsson, TF3T – 9.870 heildarstig.
7. sæti Jón Óskarsson, TF1JI – 7.500 heildarstig.
8. sæti Erling Guðnason, TF3E – 6.642 heildarstig.
9. sæti Jón Guðmundsson, TF3LM – 5.985 heildarstig.
10. sæti Smári Hreinsson, TF8SM – 3.838 heildarstig.
11. sæti Íslenskir radíóamatörar, TF3IRA – 3.696 heildarstig.
12. sæti Heimir Konráðsson, TF1EIN – 2.676 heildarstig.
13. sæti Georg Magnússon, TF2LL – 2.611 heildarstig.
14. sæti Jónas Bjarnason, TF3JB – 2.124 heildarstig.
15. sæti Björn Þór Hrafnkelsson, TF8TY – 1.428 heildarstig.
16. sæti Mathías Hagvaag, TF3MH – 800 heildarstig.
17. sæti Guðmundur Sveinsson, TF3SG – 36 heildarstig.
18. sæti Kristján Benediktsson, TF3KB – 6 heildarstig.
19. sæti Jón Þ. Jónsson, TF3JA – 4 heildarstig.

Hamingjuóskir til TF1AM, TF8KY og TF2MSN fyrir verðskuldaðan árangur í fyrstu þremur sætununum. Þeir hljóta verðlaunagripi félagsins að launum.

Í ár eru einnig veittar viðurkenningar til þeirra þriggja þátttakenda sem höfðu fyrir flest sambönd í leikunum. Niðurstöður voru eftirfarandi:

1. Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN – 171 QSO.
2. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY – 140 QSO.
3. Eiður Kristinn Magnússon, TF1EIM – 121 QSO.

Hamingjuóskir til TF2MSN, TF8KY og TF1EM fyrir verðskuldaðan árangur í fyrstu þremur sætunum. Þeir hljóta viðurkenningar félagsins að launum.

Sérstakar þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY, umsjónarmanns VHF/UHF leikanna fyrir vel heppnaðan viðburð, frábæran gagnagrunn og framúrskarandi gott utanumhald. Síðast en ekki síst,bestu þakkir til félagsmanna fyrir góða þátttöku.

Stjórn ÍRA.

Verðlaunagripir félagsins í VHF/UHF leikunum í fyrra (2021). Ljósmynd: TF3JB.

Í skipulagi vornámskeiðs ÍRA 2022 sem lauk með prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis 21. maí s.l. var gert ráð fyrir sérstökum degi (eftir prófið) í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Þar segir m.a.: „Farið í félagsaðstöðu ÍRA og fjarskiptaherbergi og loftnet skoðuð. Nemendur gera prufuútsendingar undir nafni TF3IRA með stöðvarstjóra. Útfært síðar með tíma“.

Af ýmsum ástæðum frestaðist þessi sérstaki dagur þar til í morgun, laugardaginn 16. júlí kl. 10:00. Sendur var tölvupóstur á þá sem stóðust próf (alls 11 manns) með boð um að mæta í Skeljanes með viku fyrirvara. Svör bárust frá 6 sem ýmist voru erlendis eða í sumarfríi innanlands þannig að ljóst var að mest 5 mundu geta mætt. Engu að síður var ákveðið að halda sig við auglýstan dag og mættu tveir nýir leyfirshafar í Skeljanes.

Við byrjum daginn á að fá okkur morgunkaffi í salnum þar sem farið var yfir helstu þætti í starfsemi ÍRA og var byggt á nýju ávarpsbréfi og kynningarriti félagsins. Fjallað var m.a. um félagsstarfið undir „eðlilegum kringumstæðum“; nú þegar Covid-19 faraldurinn er frá. Vakin var athygli á vor- og vetrardagskrám félagsins sem í boði eru á tímabilinu febrúar-maí og í október-desember. Stuttlega var skýrt frá fjarskiptaviðburðum á vegum ÍRA, þ.e. Páskaleikunum, VHF/UHF leikunum og TF útileikunum. Einnig var skýrt frá útgáfustarfseminni, þ.e. félagsblaðinu CQ TF, ársskýrslu og heimsíðu og vakin athygli á undirsíðu CQ TF þar sem lesa má öll félagsblöðin frá upphafi. Einnig var farið yfir framboð endurvarpa í VHF og UHF tíðnisviðunum, vakin athygli á viðtækjunum fjórum yfir netið og radíóvitunum tveimur á 50 og 70 MHz. Einnig var almennt rætt um HF tíðnisviðin og bandplön þar að lútandi.

Í fjarskiptaherbergi TF3IRA var forprentuðum fjarskiptadagbókum TF3IRA dreift og farið yfir skráningu í „logg“. Síðan voru útskýrðar hefðir í fjarskiptum radíóamatöra [og farið yfir] hvernig kallað er CQ og CQ DX. Þátttakendur spurðu spurninga og var nokkrum sinnum æft hvernig QSO fara fram.

TF3ST í 1sta QSO’i við TF2MSN.
Í fjarskiptaherbergi TF3IRA. TF3JB hringdi í Óðinn Þór TF2MSN sem strax kom á 20 metrana.



TF3VL í 1sta QSO’i við TF2MSN.

Ekki voru skilyrðin beint fýsileg; K-gildi var hátt og fá merki á 20M SSB nema nokkur rússnesk, en Russian Radio Team keppnin stóð yfir frá kl. 07-15 í dag. Í ljósi þessa var kallað CQ en ekkert svar. Við svo búið mátti ekki standa og því gripið til þess ráðs að hringja í Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN sem kom strax á bandið og hafði samband, bæði við Antoniu (TF3ST) og Guðmund (TF3VL).

Þegar þeim samböndum var að ljúka kom á tíðnina hollenskur leyfishafi sem var /P og var rúmlega S9 á mæli og töluðu þau bæði við hann. Segja má að fyrstu QSO þeirra beggja – hvorutveggja við íslenskan leyfishafa og DX stöð hafi gengið prýðilega. Þar fyrir utan var Óðinn Þór mjög hvetjandi; bauð þau velkomið í loftið og sagði sína reynslu frá því þegar hann byrjaði sjálfur fyrst í loftinu árið 2011.

Þrátt fyrir lítt spennandi skilyrði, voru þau bæði ánægð. Það var því gerð tillaga um að þau mæti í Skeljanes eitthvert fimmtudagskvöld á næstunni og þá verði þau æfð í að fara í loftið. Þau tóku vel í það. Í framhaldi færðum við okkur yfir í herbergi QSL stofunnar og var virkni QSL Bureau’sins skýrð út.

Að lokum var aftur farið niður í sal og mikið rætt. Þegar klukkan var að verða 13:30 var húsið yfirgefið. Þakkir til Jóns Björnssonar, TF3PW umsjónarmanns námskeiða ÍRA og Kristjáns Benediktssonar NRAU/IARU tengiliðar ÍRA fyrir að mæta á staðinn, hjálpa til og vera til svara. Sérstakar þakkir til Óðins Þórs Hallgrímssonar, TF2MSN fyrir að koma á 20M og ræða við nýju leyfishafana. Síðast en ekki síst þakkir til þeirra Antoniu Sabrinu Stevens, TF3ST og Guðmundar Veturliða Einarssonar, TF3VL fyrir að mæta í Skeljanes. Skemmtilegur og vel heppnaður laugardagur!

Stjórn ÍRA.

Í salnum í Skeljanesi skömmu áður en staðurinn var yfirgefinn kl. 13:30. Þakkir til Kristjáns Benediktssonar TF3KB fyrir ljósmyndir.

DXTO M4-EX er nýr tíðnibreytir (e. transverter) fyrir Es’hail 2 / QO-100 gervitunglið. Tækið er hannað af tveimur indverskum leyfishöfum, VU2XTO og VU2KGB og framleitt þar í landi.

Tækið vinnur sjálfstætt og breytir merkjum á 28 MHz upp á 2.4 GHz þannig að tölva er óþörf. Útgangsafl er mest 10W á CW. Tækinu fylgir breytt LNB og GPS loftnet. Það eina sem þarf að bæta við er loftnetsdiskur og henta gervihnattadiskar sem eru seldir hér á landi. Innkaupsverð er 990 evrur (138.000 krónur) auk flutningskostnaðar til landsins.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A fékk sýningareintakið lánað í Friedrichshafen í síðasta mánuði til kynningar hér á landi. Hann hyggst m.a. taka það með sér í sumarfríið og vera QRV um gervitunglið frá mismunandi reitum á landinu, auk þess sem hann mun sýna félagsmönnum tækið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fljótlega.

Vefslóð á upplýsingar um DXTO: https://hamphotos.com/DXTO

Stjórn ÍRA.

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A tekur við DXTO M4-EX tíðnibreytinum á Ham Radio sýningunni í Friedrichshafen 25. júní s.l. Ljósmynd: Ham Photos.