Guðmundur Sveinsson, TF3SG

Síðari hluti vetrardagskrár félagsins á þessu starfsári hefst næstkomandi fimmtudagskvöld, þ.e. 3. febrúar kl. 20:30 í félagsaðstöðunni við Skeljanes með sýningu DVD heimildarmyndar frá DX-leiðangri í Kyrrahafið. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, er sýningarstjóri kvöldsins og mun hann kynna myndina. Myndin er í boði Þorvaldar Stefánssonar, TF4M, sem gaf félaginu safn slíkra mynda fyrir nokkru.

Kaffiveitingar verða í boði félagsins.

Frá prófdegi 23. janúar 2010; alls gengust 30 nemendur undir próf til amatörréttinda á árinu 2010.

Ákveðið hefur verið að Í.R.A. standi fyrir námskeiði til amatörréttinda sem haldið verður í Reykjavík á tímabilinu frá
7. mars til 11. maí n.k. Námskeiðinu lýkur með prófi hjá Póst- og fjarskiptastofnun laugardaginn 14. maí.
Þeir sem ekki hafa þegar skráð sig geta gert það til 28. febrúar n.k. (sjá annars staðar á heimasíðunni).

Í.R.A. efnir til sérstaks kynningarkvölds miðvikudaginn 2. mars n.k. kl. 20:00 í félagsaðstöðunni við Skeljanes.
Þar verður fyrirkomulag námskeiðsins nánar kynnt og leiðbeinendur verða til svara um einstaka hluta þess. Miðað er við að
dagskránni ljúki um kl. 21. Þangað er öllum frjálst að mæta og mun félagið bjóða upp á kaffiveitingar.

Skólastjóri námskeiðsins er Kjartan H. Bjarnason verkfræðingur, TF3BJ. Hann er reyndur leyfishafi og hefur sinnt mörgum
trúnaðarstörfum fyrir félagið í gegnum tíðina.

Í janúarhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ WW WPX keppninni árið 2010, en SSB-hluti hennar fór fram helgina 30.-31. október s.l. Alls sendu fjórar TF-stöðvar inn keppnisdagbækur að þessu sinni. Keppt var í tveimur flokkum, þ.e. einmenningsflokki, öllum böndum á hámarksafli og í einmenningsflokki á 7 MHz á hámarksafli. Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX, var með bestan árangur í fyrri flokknum, eða 601,869 punkta og Sigurður R. Jakobsson, TF1CW, var með 383,088 punkta í þeim síðari.

Niðurstöður í keppninni fyrir TF-stöðvar urðu að öðru leyti samkvæmt eftirfarandi:

Keppnisflokkur Kallmerki Árangur, punktar QSO Forskeyti
Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl TF8GX*
Unknown macro: {center}601,869

Unknown macro: {center}874

Unknown macro: {center}457

Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl TF3AO
Unknown macro: {center}280,847

Unknown macro: {center}540

Unknown macro: {center}371

Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl TF3SG
Unknown macro: {center}101,790

Unknown macro: {center}218

Unknown macro: {center}174

Einmenningsflokkur, 7 MHz, hámarksafl TF1CW*
Unknown macro: {center}323,088

Unknown macro: {center}440

Unknown macro: {center}318

*Viðkomandi stöð fær heiðursskjal frá CQ Magazine fyrir bestan árangur í sínum keppnisflokki.

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.

Lyklararnirnir á myndinni byggja á hönnun K1EL og voru smíðaðir af TF3VO og TF3VHN.

Nú styttist í næsta smíðanámskeið, sem verður haldið þriðjudagskvöldin 8. og 15. febrúar n.k. fari af stað. Að þessu sinni verður smíðaður lyklari sem byggir á K10 rásinni frá K1EL. Reiknað er með að smíðin taki bæði kvöldin. Verð á efni og íhlutum er 5.000 krónur. Áformað er að smíða lyklarann og setja í hentugan kassa sem hafi alla hnappa og tengi sem þarf, hljóðgjafa og rafhlöðu auk tengis fyrir veituspennu. Svo vill til að Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS (leiðbeinandi á námskeiðinu) á rásir sem Steve, K1EL, sérforritaði fyrir hann, sem hafa íslensku stafina þ, æ og ö í kennsluham. Lyklari þessi er afar fjölhæfur, stilliviðnám með hnappi setur hraðann, hann hefur 4 minnishólf, ýmsar stillingar og þar að auki tvo kennsluhami, bæði til að æfa hlustun og einnig sendingu (hvort sem er með tveggja spaða lykli eða venjulegum einföldum).

Á meðfylgjandi mynd má sjá tvo svona lyklara sem voru smíðaðir af TF3VO og TF3VHN. Annar er með innbyggðri rafhlöðu tengdur einföldum lykli en hinn spaðalykli og utanáliggjandi rafhlöðu. Þeir hafa báðir heimasmíðaða spaða áfasta en þeir hafa ekki reynst vel og verður ekki reiknað með slíkum frágangi núna. Allt um lyklarann má sjá á síðu Steve: www.k1el.com

Þar sem fjöldi er takmarkaður, eru væntanlegir þátttakendur beðnir um að skrá sig sem fyrst á tölvupóstfangið: tf3vs hjá ritmal.is til þess að hægt sé að útvega allt efni og undirbúa rafrásina áður en smíðakvöldin hefjast.

Stefán Arndal, TF3SA, heldur áfram að senda út morsæfingar á 3,540 MHz og byrjar í kvöld kl. 21.00. Stefán sendir út í um 30 mínútur. Útsendingar eru flesta daga á þessum tíma, nema fimmtudaga og sunnudaga. Á eftir eru allir hvattir til að taka virkan þátt í og æfa sig með því að senda á morsi á reynda CW-Operatora.

73,

Guðmundur, TF3SG.

Janúarhefti CQ TF (1. tbl. 2011) er komið út. Blaðið má finna á vefslóðinni

http://dev.ira.is/wp-content/uploads/2016/09/cqtf_29arg_2011_01tbl.pdf

Smellið á framangreinda slóð til að opna síðuna með blaðinu á PDF formi. Athugið að eingöngu félagar ÍRA hafa aðgang að þessari vefslóð.

73 – Kristinn Andersen, TF3KX, ritstjóri CQ TF
Netfang: cqtf@ira.is

 

Axel Sölvason, TF3AX, kennir byrjendum mors í félagsaðstöðu Í.R.A. veturinn 2009-2010. Ljósm.: TF3LMN.

Axel Sölvason, TF3AX, verður áttræður þann 15. janúar n.k. Fjölskylda hans stendur fyrir móttöku í tilefni þessara tímamóta laugardaginn 15. janúar n.k. á milli kl. 17-19 í Safnaðarheimili Kópavogskirkju, sem er staðsett skammt frá kirkjunni, þ.e. á ská á móti Gerðasafni í Kópavogi. Félagsmenn Í.R.A. eru boðnir velkomnir að líta við og heilsa upp á afmælisbarnið.

Stjórn Í.R.A. sendir Axel hjartanlegar afmælisóskir í tilefni dagsins.

 TF2JB

Í.R.A. hefur borist erindi Póst- og fjarskiptastofnar dagsett fimmtudaginn 6. janúar 2011 þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veittur aðgangur að tíðnisviðinu 1850-1900 kHz í tilgreindum alþjóðlegum keppnum radíóamatöra. Í annan stað er G-leyfishöfum nú heimilt að nota fullt afl í sviðinu (þ.e. 1kW). Erindi Póst- og fjarskiptastofnunar er í samræmi við beiðni félagsins þessa efnis, sem send var stofnuninni þann 30. desember s.l.

Heimildin er tímabundin, þ.e. gildir fyrir almanaksárið 2011. Hún er veitt á víkjandi grundvelli (forgangsflokkur 2). Þeir leyfishafar sem óska að vinna í umræddu tíðnisviði í einhverri neðangreindra keppna framangreindri aflheimild, þurfa að sækja um það sérstaklega til stofnunarinnar hverju sinni, á netfangið: hrh hjá pfs.is.

Heimild PFS gildir um eftirfarandi tilgreindar alþjóðlegar keppnir í meðfylgjandi töflu (í tímaröð eftir mánuðum):

Keppni Teg. útg. Hefst Lýkur Tímalengd
CQ World-wide 160 metra keppnin
Unknown macro: {center}CW

Föstudag 28. janúar kl. 22:00 Sunnudag 30. janúar kl. 22:00
Unknown macro: {center}48 klst.

ARRL DX keppnin
Unknown macro: {center}CW

Laugardag 19. febrúar kl. 00:00 Sunnudag 20. febrúar kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

CQ World-wide 160 metra keppnin
Unknown macro: {center}SSB

Föstudag 25. febrúar kl. 22:00 Sunnudag 27. febrúar kl. 22:00
Unknown macro: {center}48 klst.

ARRL DX keppnin
Unknown macro: {center}SSB

Laugardag 5. mars kl. 00:00 Sunnudag 6. mars kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

CQ WPX keppnin
Unknown macro: {center}SSB

Laugardag 26. mars kl.00:00 Sunnudag 27. mars kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

CQ WPX keppnin
Unknown macro: {center}CW

Laugardag 28. maí kl. 00:00 Sunnudag 29. maí kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

IARU HF Championship keppnin
Unknown macro: {center}CW/SSB

Laugardag 9. júlí kl. 12:00 Sunnudag 10. júlí kl. 12:00
Unknown macro: {center}24 klst.

CQ World-wide DX keppnin
Unknown macro: {center}SSB

Laugardag 29. október kl. 00:00 Sunnudag 30. október kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

CQ World-wide DX keppnin
Unknown macro: {center}CW

Laugardag 26. nóvember kl. 00:00 Sunnudag 27. nóvember kl. 23.59
Unknown macro: {center}48 klst.

ARRL 160 metra keppnin
Unknown macro: {center}CW

Föstudag 2. desember kl. 22:00 Sunnudag 3. desember kl. 16:00
Unknown macro: {center}40 klst.

Stjórn Í.R.A. fagnar þessum áfanga fyrir hönd íslenskra leyfishafa.

Myndir úr félagsstarfi Í.R.A. 2009-2010. Ljósmyndir: TF3LMN og TF2JB.

Fyrsta opnunarkvöld ársins í félagsaðstöðunni í Skeljanesi verður fimmtudagskvöldið 6. janúar n.k. kl. 20-22. Heitt verður á könnunni.

 TF2JB

Unnið við SteppIR 3E Yagi loftnet TF3IRA veturinn 2009/2010. Ljósmynd: TF2JB.

Vetraráætlun félagsins fyrir tímabilið febrúar-apríl 2011 liggur nú fyrir sbr. meðfylgjandi töflu. Áætlunin verður nánar til kynningar í nýju tölublaði CQ TF (1. tbl. 2011). Samkvæmt áætluninni eru alls 10 erindi í boði (jafn marga fimmtudaga), auk smíðanámskeiðs og “Win-Test” námskeiðs. Þá hefjast sunnudagsopnanir í félagsaðstöðunni á ný þann 12. febrúar n.k. Alls er um að ræða um 20 viðburði, en flóamarkaður að vori verður auglýstur sérstaklega þegar það að kemur í byrjun maí n.k. Það er skoðun undirritaðs, að afar vel hafi til tekist með skipulagningu verkefnisins, sem var í höndum Erlings Guðnasonar, TF3EE, varaformanns.

F E B R Ú A R
Mánaðard. Vikudagur Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/leiðbeinandi Tímasetning Skýringar
3. febrúar fimmtudagur Heimildarmynd DVD mynd frá DX leiðangri í boði TF4M Guðmundur Sveinsson, TF3SG 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:00
8. febrúar þriðjudagur Smíðakvöld (fyrra) Smíðakvöld C (verður kynnt síðar) Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS 20:00-22:30 Skráning: ritari@ira.is
10. febrúar fimmtudagur Erindi Keppnir og keppnisþátttaka Sigurður Jakobsson, TF3CW og Yngvi Harðarson, TF3Y 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
13. febrúar sunnudagur Opið hús Umræðuþema: Quad loftnet Jón Ingvar Óskarsson, TF1JI 10:30-12:00 1. sunnudagsopnun
15. febrúar þriðjudagur Smíðakvöld (síðara) Verkefni C, framhald frá 8. febrúar Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS 20:00-22:30 Kaffi á könnunni
17. febrúar fimmtudagur Erindi APRS verkefnið í höfn Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
20. febrúar sunnudagur Opið hús Umræðuþema: Að læra mors Guðmundur Sveinsson, TF3SG 10:30-12:00 2. sunnudagsopnun
24. febrúar fimmtudagur Erindi Efni erindis er til nánari ákvörðunar Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21.15
27. febrúar sunnudagur Opið hús Umræðuþema: Fæðilínur Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA 10:30-12:00 3. sunnudagsopnun
M A R S
Mánaðard. Vikudagur Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/leiðbeinandi Tímasetning Skýringar
3. mars fimmtudagur Erindi Viðurkenningaskjöl radíóamatöra Jónas Bjarnason, TF2JB og Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
6. mars sunnudagur Opið hús Umræmuþema: RTTY Ársæll Óskarsson, TF3AO 10:30-12:00 4. sunnudagsopnun
10. mars fimmtudagur Erindi Loftnet sem allir geta smíðað Andrés Þórarinsson, TF3AM 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
13. mars sunnudagur Opið hús Umræðuþema: Reglugerðarmál Jónas Bjarnason, TF2JB 10:30-12:00 5. sunnudagsopnun
17. mars fimmtudagur Erindi Efni erindis er til nánari ákvöðrunar Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
24. mars fimmtudagur Erindi Reynslan af rekstri “EchoLink” á Íslandi Þór Þórisson, TF3GW 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
31. mars fimmtudagur Erindi Loftnet og útgeislun á lægri böndum Henrý Arnar Hálfdánarson, TF3HRY 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
A P R Í L
Mánaðard. Vikudagur Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/leiðbeinandi Tímasetning Skýringar
5. apríl þriðjudagur “WinTest” fyrri dagur “WinTest” keppnisforritið Yngvi Harðarson, TF3Y 18:30-21:00 Skráning: ritari@ira.is
7. apríl fimmtudagur Erindi QRV á amatörböndum erlendis? Jónas Bjarnason, TF2JB 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
12. apríl þriðjudagur “WinTest” síðari dagur “WintestTest” keppnisforritið Yngvi Harðarson, TF3Y 18:30-21:00 Kaffi á könnunni
14. apríl fimmtudagur Heimildarmynd DVD mynd frá DX leiðangri í boði TF4M Guðmundur Sveinsson, TF3SG 20:30-21:30 Kaffihlé kl. 21:00
28. apríl fimmtudagur Erindi SDR sendi-/móttökutæki Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15

73 de TF2JB.