Gísli G. Ófeigsson, TF3G, les upp ársreikning félagssjóðs 2010-2011 á aðalfundinum. Ljósmynd: TF2JB.


Aðalfundur Í.R.A. var haldinn 21. maí 2011 í Princeton fundarsal Radisson Blu Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf; kosin ný stjórn, samþykktar lagabreytingar ásamt samþykkt undir liðnum önnur mál. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Kristinn Andersen, TF3KX, fundarstjóri og Erling Guðnason, TF3EE, fundarritari. Alls sóttu 24 félagsmenn fundinn úr kallsvæðum TF1, TF2, TF3, TF5 og TF8, samkvæmt skráningu í viðverubók (sem er sami fjöldi og á fyrra ári). Fundurinn hófst kl. 13:05 og var slitið kl. 15:20.

Eftirtaldir skipa nýja stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2011-2012: Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður; Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA; Gísli G. Ófeigsson, TF3G; Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ; og Benedikt Sveinsson, TF3CY. Í varastjórn: Erling Guðnason, TF3EE; og Guðmundur Sveinsson, TF3SG. TF3UA og TF3G sitja sitt síðara ár, en TF3BJ og TF3CY voru kjörnir til tveggja ára. Stjórnin mun skipta með sér verkum fljótlega. Félagsgjald var samþykkt óbreytt, þ.e. 4000 krónur fyrir árgjaldaárið 2011-2012.

Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir þeir Óskar Sverrisson, TF3DC og Haukur Konráðsson, TF3HK; og til vara, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS.

Skýrsla stjórnar og reikningur félagssjóðs mun fljótlega verða birtur hér á heimasíðunni ásamt fundargerð og upplýsingum um lagabreytingar og aðrar samþykktir.

Tvö ný skjöl með námsefni hafa verið sett inn á heimasíðu félagsins er varða nemendur á yfirstandandi námskeiði Í.R.A. til amatörleyfis. Það eru annars vegar Merki og mótun og hins vegar Merki og mótun, viðbót. Höfundur er Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX.

Leiðbeiningar: Þegar heimasíðan er opnuð, er farið upp í vinstra horn hennar, undir Vefsíða og leit. Þar er smellt á Upplýsingar og þá birtist undirsíða með fyrirsögninni Ýmsar upplýsingar fyrir radíóamatöra. Í 6. línu má sjá Námsefni og er smellt á það og þá koma ofangreind skjöl í ljós

Í maíhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ WW RTTY DX keppninni sem fram fór dagana 25.-26. september 2010.
Ágæt þáttaka var frá TF, en alls sendu fimm stöðvar inn keppnisdagbækur.

Andrés Þórarinsson, TF3AM, var með bestan árangur, bæði í sínum keppnisflokki og í heild, eða 647,752 stig.
Að baki þeim árangri voru alls 1,122 QSO, 165 DXCC einingar (e. entities); 43 svæði (e. zones) og 61 fylki/ríki í USA og Kanada.
Þeir Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG og Ársæll Óskarsson, TF3AO, voru einnig með mjög góðan árangur.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur, stig

QSO

DXCC

Svæði

US/VE

Skýringar

Öll bönd TF3AM*

Unknown macro: {center}647,752

Unknown macro: {center}1,122

Unknown macro: {center}165

Unknown macro: {center}43

Unknown macro: {center}61

Hámarks útgangsafl
Öll bönd TF3IG

Unknown macro: {center}496,052

Unknown macro: {center}948

Unknown macro: {center}155

Unknown macro: {center}44

Unknown macro: {center}45

Hámarks útgangsafl
Öll bönd TF8SM

Unknown macro: {center}314,703

Unknown macro: {center}634

Unknown macro: {center}127

Unknown macro: {center}38

Unknown macro: {center}54

Hámarks útgangsafl
Öll bönd (A) TF3AO*

Unknown macro: {center}405,328

Unknown macro: {center}952

Unknown macro: {center}118

Unknown macro: {center}33

Unknown macro: {center}45

Hámarks útgangsafl, aðstoð
Öll bönd (A) TF3PPN

Unknown macro: {center}252,822

Unknown macro: {center}687

Unknown macro: {center}112

Unknown macro: {center}31

Unknown macro: {center}31

Mest 100W útgangsafl, aðstoð

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.

Bestu hamingjuóskir til þátttakenda.

Aðalfundur Í.R.A. 2011 verður haldinn laugardaginn 21. maí n.k. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Radisson Blu hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00.
Dagskrá er eftirfarandi:
1. Kosinn fundarstjóri.
2. Kosinn fundarritari.
3. Könnuð umboð.
4. Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði.
5. Formaður gefur skýrslu um stafsemi félagsins.
6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta.
7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.
8. Lagabreytingar.
9. Stjórnarkjör.
10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
11. Ákvörðun árgjalds.
12. Önnur mál.
a. Inntaka nýs félagsmanns með tilvísan til ákvæðis í 7. gr. félagslaga.
Einungis skuldlausir félagar hafa kosningarrétt og kjörgengi. Skylt er að veita árgjöldum viðtöku við upphaf fundar sé þess óskað. Félagslögum verður aðeins breytt á aðalfundi, enda hafi frumvarp að nýjum eða breyttum greinum borist stjórn félagsins fyrir 15. apríl og verið dreift með aðalfundarboði. Sjá nánar ákvæði í 10., 11., 12., 13. og 26. gr. félagslaga hvað varðar framangreind atriði. Félagslög Í.R.A. eru birt á heimasíðunni, sbr. meðfylgjandi hlekk: http://www.ira.is/log-og-reglugerdir/

F.h. stjórnar Í.R.A.,
Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.

 

Haukur Nikulásson, TF3HN, er látinn. Fregn þessa efnis barst frá frænda hans, Yngva Harðarsyni, TF3Y, í morgun.

Haukur var handhafi leyfisbréfs nr. 129 og lengst af félagsmaður í Í.R.A. Hann var á 56. aldursári.

Stjórn Í.R.A. sendir fjölskyldu Hauks hugheilar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans.

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA.

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, hefur ákveðið að þiggja boð um þátttöku í DX-leiðangi til Jan Mayen í sumar og mun leiðangurinn virkja kallmerkið JX5O. Alls verða átta radíóamatörar sem annast fjarskiptin frá JX5O. Aðrir leyfishafar (auk Jóns) eru: Stan SQ8X; Vicky SV2KBS/LA7VPA; Bernhard HB9ASZ; Leszek NI1L; Björn SM0MDG; Tom SQ9C; og Pete SQ9DIE.

Stefnt er að starfrækslu JX5O dagana 6.-14. júlí og er miðað við að nota öll bönd frá 40m til 6m. Megináhersla verður lögð á CW og RTTY en einnig verður farið í loftið á SSB og PSK63, ef tími og aðstæður leyfa. Sérstakar vinnutíðnir eftir böndum eru gefnar upp á heimasíðu leiðangursins (sjá hlekk neðar).

Fyrirhugað er, að leiðangursmenn hittist í Reykjavík þann 2. júlí n.k. og haldi til Dalvíkur tveimur dögum síðar. Síðan verður lagt upp frá Dalvík að kvöldi 4. júlí. Farkosturinn er seglskúta og er áætlað að koma í höfn á Jan Mayen að morgni 6. júlí. Haldið verður til Íslands á ný að morgni 15. júlí og áætlað er að leiðangurinn komi til Ísafjarðar um hádegisbilið þann 16. júlí.

Stjórn Í.R.A. óskar Jóni Ágúst og öðrum leiðangursmönnum góðrar ferðar.


Sjá heimasíðu leiðangursins: http://janmayen2011.org/jx7vpa

og http://janmayen2011.org/

(þess má geta, að Jón Ágúst er sonur Erlings Guðnasonar, TF3EE).

Carlo Consoli, IK0YGJ, rithöfundur.

Carlo Consoli, IKØYGJ, hefur gefið út bókina Zen and the Art of Radiotelegraphy. Eins og nafn bókarinnar ber með sér, tengir hann Zen búddisma og listina að læra og iðka mors og nálgast þennan samskiptahátt radíóamatöra út frá athöfn og iðkun. Hann bendir á nýjan flöt í að nálgast morsið, þ.e. á heimspekilegan hátt út frá Zen búddisma.

Í bókinni útskýrir Carlo að til að ná árangri í að læra mors þurfum við að breyta viðteknum aðferðum við lærdóminn. Mikilvægt sé t.d. að hugurinn sé í jafnvægi og nemandinn sé afslappaður. Hann leggur sérstaka áherslu á hughrifin. Sem dæmi segir hann að mikilvægt sé að kappkosta að æfa sig ætíð á sama tíma dags og í þægilegu og vinsamlegu umhverfi sem veitir ánægjutilfinningu. Hann talar um þegar nemandinn gerir mistök í móttöku morsmerkja, að ásaka sig ekki hvorki né líta á það sem mistök, heldur túlka það með sjálfum sér sem jákvæða upplifun á leið til að ná fullkomnun. Loks leggur hann áherslu á að eftir ákveðinn tíma, sé mikilvægt að hætta að skrifa morsmerkin niður á blað og byrja að taka á móti merkjunum „í höfuðið”. Hugurinn sé besta verkfærið.

Bókin er einvörðungu gefin út á netinu og er fáanleg hvorutveggja á ensku og ítölsku. Það er félagsmaður okkar, Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, sem hefur aflað heimildar hjá höfundi til að bókin megi nýtast félagsmönnum Í.R.A. án kostnaðar.

Stjórn Í.R.A. þakkar Sigurbirni Þór „Dodda” gott framtak.


Bókina má nálgast hér á heimasíðunni með því að fara undir „Veftré og leit” og velja þar „Upplýsingar“. Þá birtist fyrirsögnin „Ýmsar upplýsingar fyrir radíóamatöra” og þar beint fyrir neðan undirsíðan „Áhugavert lesefni“. Smella má á hana og hala niður bókinni.

Einnig má smella á eftirfarandi hlekk: http://www.ira.is/itarefni/

Stundatafla vegna þriðja og síðasta hluta námskeiðs Í.R.A. til amatörréttinda sem hófst 7. mars s.l. fylgir hér á eftir.
Hún nær yfir tímabilið frá 2. maí til 25. maí. Félaginu hefur borist staðfesting Póst- og fjarskiptastofnunar þess efnis,
að próf fari fram laugardaginn 28. maí kl. 10:00-12:00. Það verður haldið í félagsaðstöðunni við Skeljanes. Nánari
upplýsingar veitir Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, skólastjóri námskeiðsins. Tölvupóstur: kjartan.bjarnason hjá nyherji.is.

Mán.d.

Vikudagur

Tímasetning

Kennsluefni

Leiðbeinandi

2. maí mánudagur 19:00-22:00 Fæðilínur og truflanir Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY
4. maí miðvikudagur 19:00-22:00 Dæmaútreikningur Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY
9. maí mánudagur 19:00-22:00 Merki og mótun Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX
11. maí miðvikudagur 19:00-22:00 Dæmareikningur Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX
16. maí mánudagur 19:00-22:00 Öryggisatriði, reglur og viðskipti Þór Þórisson, TF3GW
18. maí miðvikudagur 19:00-22:00 Dæmareikningur Þór Þórisson, TF3GW
23. maí mánudagur 19:00-22:00 Upprifjun Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ og fleiri
25. maí miðvikudagur 19:00-22:00 Upprifjun og prófæfing Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ og fleiri
28. maí laugardagur 10:00-12:00 Próf Póst- og fjarskiptastofnun

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, útskýrir uppbyggingu SDR sendi-/móttökutækninnar.

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, verkfræðingur og Stefán Þorvarðarson, verk- og tölvunarfræðingur fluttu afar áhugavert og vel heppnað erindi um SDR sendi-/móttökutæki (hugbúnaðar radíó) og það nýjasta sem er að gerast í þessu sviði í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 28. apríl. Þeir félagar svöruðu fjölda spurninga í lok erindisins. Alls mættu um 25 manns í Skeljanesið að þessu sinni.

Hugtakið “SDR” er skammastöfun fyrir Software Defined Radio sem mætti kalla “hugbúnaðar radíó” á íslensku. Þar ræður hugbúnaður í tölvu því um hvers konar tæki er að ræða. Vélbúnaður tækisins er eins konar alhliða viðmót milli loftnets og notanda og skilgreinir ekki hvort um AM, FM, CW o.s.frv. tæki er að ræða. Mótun og afmótun fer fram í forriti sem ræður þessu, svo það eru engar sérstakar mótara- eða afmótararásir fyrir mismunandi hátt.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Sæmundi og Stefáni fyrir vel heppnað erindi og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatökuna.

Hlekkur-1: http://en.wikipedia.org/wiki/Software-defined_radio

Hlekkur-2: http://en.wikipedia.org/wiki/GNU_Radio

Stefán Þorvarðarson fjallaði sérstaklega um “GNU Radio og USRP” hugbúnaðarkerfin.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, handleikur eitt af sýnishornum SDR-tækninnar sem lágu frammi á fundinum.

Andrés Þórarinsson, TF3AM, skoðar eitt af sýnishornunum gaumgæfilega.

Nokkur sýnishorn af tækjum sem nýta SDR tæknina og menn gátu skoðað.

Power Point glærur erindis Sæmundar eru komnar inn á heimasíðuna undir “Upplýsingar” og kemur þá upp undirsíðan: Ítarefni – glærur og fleira frá fræðslukvöldum.
Einnig má smella á þennan hlekk: http://www.ira.is/itarefni/

Alls hafa sjö fimmtudagserindi (á Power Point glærum) nú verið færð inn á heimasíðu Í.R.A. Erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX: Sólblettir og úrbreiðsla radíóbylgna bættist við 28. apríl og í dag, 30. apríl, bættist við erindi Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA: SDR sendi-/móttökutæki. Erindin eru öll nýleg, þ.e. frá þessu og síðasta ári. Þau eru, nánar til tekið:

JT65A og WSPR tegundir útgeislunar; erindi Halldórs Guðmundssonar, TF3HZ, flutt 11. mars 2010.
Sólblettir og útbreiðsla radíóbylgna; erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX, flutt 25. október 2010.
Keppnir og keppnisþátttaka; erindi Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW og Yngva Harðarsonar, TF3Y, flutt 17. febrúar 2011.
Sendiloftnet TF4M á 160 metrunum; sjónarmið við hönnun, fyrri hluti; erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX, flutt 24. febrúar 2011.
Sendiloftnet TF4M á 160 metrunum; sjónarmið við hönnun, síðari hluti; erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX, flutt 17. mars 2011.
QRV á amatörböndum erlendis?; erindi Jónasar Bjarnasonar, TF2JB, flutt 7. apríl 2011.
SDR sendi-/móttökutæki; erindi Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA, flutt 28. apríl 2011.


Erindin má finna undir veftré og leit á heimasíðu, undir “Upplýsingar” og kemur þá upp undirsíðan: Ítarefni – glærur og fleira frá fræðslukvöldum.

Einnig má slá beint á þennan hlekk: http://www.ira.is/itarefni/