Ágúst H. Bjarnason, TF3OM efndi til óformlegs „netstpjalls“ meðal félagsmanna ÍRA fimmtudaginn 19. nóvember. Hann ræddi hugmyndina fyrst 7. þ.m. á FB síðu félagsins og svo á ný 10 dögum síðar þegar hann skrifaði: „Ég stefni á að boða til óformlegs hittings eða spjalls næsta fimmtudag 19/11 klukkan 20:00“.

Í stuttu máli sagt, fór viðburðurinn fram á tilsettum tíma og kom glimrandi vel út. Þátttakendur voru mjög ánægðir með reynsluna af þessu fyrsta „netspjalli“ sem varði í um eina og hálfa klukkustund og ekki skorti umræðuefni. 12 höfðu lýst yfir áhuga en 5 mættu á netið: TF3OM, TF3PW, TF3DC, TF3Y og TF3JB.

Notað var forritið Zoom sem er frítt og gerir kleift að eiga í rauntímasamskiptum í videomynd, tali og skrifuðum texta. Ekki þarf mikinn tækjabúnað og flestir, ef ekki allir, eiga snjallsíma sem er með öllu sem til þarf. Skjá, hljóðnema og videomyndavél. Sama er að segja um ferðatölvur, þær eru með öllu.

Hugmyndin er að endurtaka viðburðinn næsta fimmtudag, 26. nóvember kl. 20. Málið verður kynnt þegar nær dregur. Bestu þakkir til Ágústar, TF3OM fyrir gott frumkvæði.

Stjórn ÍRA.

.

.

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð áfram næstu tvo fimmtudaga, þ.e. 19. og 26. nóvember vegna Covid-19 faraldursins.

Góðar vísbendingar eru um að sóttvarnalæknir muni slaka á kröfum vegna farsóttarinnar í nýrri umsögn til heilbrigðisráðherra í lok mánaðarins (eða fyrr). Gangi mál á besta veg, ættum við að geta opnað á ný 3. desember n.k.

Stjórn félagsins mun hittast á fundi síðar í þessum mánuði. Þá verður tekin ákvörðun um að bjóða upp á starfsemi á vegum félagsins yfir netið. Niðurstaða verður kynnt sérstaklega.

Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.

Stjórn ÍRA.

.

.

Stöplaritið sýnir fjölda smita innanlands frá 16.6.-15.11. Þessar upplýsingar vekja vonir um að slakað verði á kröfum í lok mánaðarins (eða fyrr) þegar ráðherra gefur út nýja reglugerð fyrir tímabilið 1.-14. desember n.k. Heimild Covid.is

Dr. Scott McInthoch, aðstoðarforstjóri National Center for Athmospheric Research; High Altitude Observeratory, flutti erindi yfir netið á vegum Front Range 6 Meter Group í Bandaríkjunum þann 11. nóvember s.l.

Yfirskrift erindis hans er: “Solar Cycle 25 Prediction and Why It Will Be Huge!” Efnið er mjög áhugavert og sérstaklega, að nýbyrjuð lota 25 verði ein af 6-7 stærstu lotum frá því mælingar hófust, en kerfisbundin skráning sólbletta hófst um miðja 18. öld.

Hægt er að sjá erindi Dr. Scotts á síðunni sem opnast þegar smellt er á myndina til vinstri. Erindið er í heild um 1 klst. og 20 mínútur.

Fyrir áhugasama má benda á fróðlegt erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX sem hann flutti í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi 25.11.2010; „Sólblettir og útbreiðsla radíóbylgna“ og er þrískipt:

Jónahvolfið:
Sólblettir: og
Sólblettir og skilyrðin.

Vefslóð: http://www.ira.is/itarefni/

Síðustu vikur hefur Fux og sólblettafjöldi verið með því mesta sem hefur sést í meir en 3 ár. Góð skilyrði hafa verið á HF allt upp í 28 MHz. Árstíðabundin skilyrði á lægri böndunum eru að auki farin að skila sér.

Góð skilyrði hafa verið á 160 metrum að undanförnu og TF stöðvar hafa m.a. verið með sambönd við stöðvar í Japan og víðar í Asíu. Eftir að japanskir leyfishafar fengu uppfærðar tíðniheimildir í apríl s.l., hefur m.a. verið hægt að hafa sambönd á FT8 samskiptahætti á 1840 kHz í stað þess að hafa sambönd á skiptri tíðni (hlustað á 1908 kHz).

Fyrir þá sem vantar QSO við Jan Mayen á 160 metrum má benda á að Erik, JX2US hefur undanfarið verið með góð merki á bandinu. Erik er annars QRV á morsi og FT8 á 160m, 80m, 40m, 30m og 20m.

Meðfylgjandi teikning er af einföldu loftneti G3YCC fyrir 160 metra. Sjá umfjöllun í 1. tbl. CQ TF 2018, bls. 28. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/05/cqtf_32arg_2018_01tbl.pdf

Ein af stóru keppnum ársins er Worked All Europe (WAE) keppnin. RTTY hlutinn verður haldinn 14.-15. nóvember. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð í mest 36 klst. Keppnin fer fram á 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.

Þótt markmiðið sé að hafa sambönd við stöðvar utan Evrópu, er gerð undantekning í WAE RTTY keppninni, þ.e. sambönd innan Evrópu eru líka heimiluð. Sjá nánar í keppnisreglum. Skilaboð: RST+raðnúmer. Í WAE gefa QTC skilaboð punkta aukalega.

Margfaldarar hafa aukið vægi eftir böndum; á 80 metrum fjórir, á 7 MHz þrír og á 14/21/28 MHz tveir. Sjá nánar í keppnisreglum.

Bestu óskir um gott gengi,

Stjórn ÍRA.

https://www.darc.de/der-club/referate/referat-conteste/worked-all-europe-dx-contest/en/

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A  tilkynnti á FB síðum í kvöld 10. nóvember að KiwiSDR viðtækið í Bláfjöllum væri komið í lag.

Viðtækið var upphaflega sett upp 27. júní s.l. með bráðabirgðaloftneti . Þann 8. október því skipt út fyrir nýtt LW loftnet en þá komu upp truflanir þar sem mikið RF svið er á fjallinu. Viku síðar, 15. október var á ný lagt á fjallið og sérstök sía tengd við loftnetið. Það gekk vel og hefur viðtækið síðan haft truflanafría viðtöku á tíðnisviðinu frá 1,6 til 30 MHz. Hins vegar hefur gengið misvel að tengjast viðtækinu yfir netið. Í dag, 10. nóvember, tókst hins vegar að staðsetja bilunina og er aðgangur nú hnökralaus.

Vefslóðir á Bláfjöll eru: http://bla.utvarp.com   og  http://blafjoll.utvarp.com

Hin tvö KiwiSDR viðtækin sem eru virk í dag yfir netið, eru staðsett á Bjargtöngum í Vesturbyggð, vestasta tanga Íslands og ysta oddi Látrabjargs og á Raufarhöfn. Vefslóðir:

Bjargtangar: http://bjarg.utvarp.com
Raufarhöfn: http://raufarhofn.utvarp.com

Stjórn ÍRA þakkar þeim Ara Þórólfi Jóhannessyni TF1A, Georg Kulp TF3GZ og Árna Helgasyni TF4AH ásamt fleirum fyrir verðmætt framlag. Hér um að ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Myndin er af aðstöðunni í Bláfjöllum sem er í 690 metra hæð yfir sjávarmáli. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.

Íslandsvinurinn John Devoldere, ON4UN hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Claude, ON4CK, formaður landsfélags radíóamatöra í Belgíu (UBA) tilkynnti um lát hans í dag, þriðjudaginn 10. nóvember. John var á 80. aldursári.

Margir íslenskir leyfishafar þekktu John og höfðu sambönd við hann í gegnum áratugina en John var mikill CW maður, auk þess að vera virkur á SSB. Hann átti langan feril innan UBA og var þar í trúnaðarstörfum frá árinu 1963 uns hann var skipaður heiðursformaður UBA árið 2009. John var mikilhæfur í skrifum um málefni radíóamatöra og skrifaði m.a. bækur um loftnet og útbreiðslu radíóbylgna. Hann heimsótti Ísland síðast árið 2011.

Um leið og við minnumst Johns með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður

John Devoldere, ON4UN, gerði góðan stans á landinu þann 4. ágúst 2011 á leið vestur um haf. Þetta var einkaheimsókn til Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX og konu hans, Guðrúnar Hannesdóttur, TF3GD. Jónas Bjarnason, TF3JB og Kristján Benediktsson, TF3KB, áttu þess kost að hitta John á heimili þeirra hjóna. Við það tækifæri var honum formlega afhent eintak af ritinu Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatöra sem er þýðing Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS, á riti þeirra John Devoldere, ON4UN og Mark Demeuleneere, ON4WW, Ethics and Operating Procedures for the Radio Amateur. Fram kom, að íslenska þýðingin, sem ÍRA gaf út þann 13. ágúst 2009 var 2. tungumálið sem ritið var þýtt á yfir heiminn.

Við sama tækifæri afhenti John ÍRA að gjöf bókina ON4UN‘s Low-Band DXing. Um er að ræða 5. útgáfu bókarinnar. Á myndinni að ofan tekur Jónas Bjarnason TF3JB formaður ÍRA við gjöfinni. John áritaði bókina með eftirfarandi texta: „To all Í.R.A. members. Enjoy the book and good luck on the low bands. Iceland, 4. August 2011, John Devoldere, ON4UN“. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3JON.

Stjórn félagsins hefur ákveðið að félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verði lokuð næsta fimmtudag, 12. nóvember vegna Covid-19.

Vísbendingar eru um að sóttvarnalæknir muni slaka á kröfum vegna farsóttarinnar í nýrri umsögn til heilbrigðisráðherra 16. nóvember n.k. (eða fyrr). Gangi mál á besta veg, ættum við að geta opnað á ný 19. nóvember n.k.

Stjórn félagsins hefur rætt um að bjóða upp á starfsemi á vegum félagsins yfir netið. Ákvörðun þess efnis verður kynnt sérstaklega verði útséð með opnun 19. nóvember n.k.

Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.

Stjórn ÍRA.

Uppfærð staða fyrir nokkrar af eftirsóttustu viðurkenningum radíóamatöra:

CQ 5 banda Worked All Zones (5BWAZ):
TF3DC: 174 svæði; TF4M: 188 svæði og TF5B: 158 svæði.

CQ WPX Award of Excellence:
TF3Y (ásm. sérviðurkenningum fyrir 12, 17m, 30M) og TF8GX.

CQ USA COUNTIES AWARD:
TF4M (USA-500) og TF5B (USA-500).

ARRL DXCC 5 banda DXCC (5BDXCC):
TF3DC; TF3JB; TF3Y og TF4M.

ARRL DXCC Challenge:
TF2LL; TF3DC; TF3JB; TF3Y; TF4M; TF5B og TF8GX.

ARRL DXCC HEIÐURSLISTI:
TF3Y (344 DXCC einingar).

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

https://drive.google.com/file/d/1xVpo8UxpBLv3_29oyLQ48Z6ePAKmuOO1/view

Skilyrðin á HF hafa verið áhugaverð að undanförnu. Hærri böndin hafa lifnað og 12 metra bandið var t.d. opið í gær (6. nóvember) og 10 metrarnir við það að opnast.

Flux‘inn (SFI) stóð í 94 í morgun (7. nóvember) og er sama gildi spáð fyrir tvo næstu daga, sunnudag og mánudag. Þetta hæsta gildi sem hefur sést í meir en þrjú ár.

Sólblettafjöldi stendur í dag í 35.

https://www.solarham.net/

https://dx.qsl.net/propagation/