Icom IC-FR5000 25W VHF endurvarpi er tengdur við TF3RPI í Ljósheimum í Reykjavík.

Slökkt var á TF1RPB í Bláfjöllum í morgun, 13. febrúar, kl. 10:30. Endurvarpinn verður hafður í hvíld þar til gengið hefur verið úr skugga um að hann trufli örugglega ekki aðrar þjónustur.

Á meðan Bláfjöll verða úti, er TF3RPI sem er staðsettur í Ljósheimum í Reykjavík,til þjónustu. Hann notar tíðnirnar: 145.075 MHz (RX) og 145.675 MHz (TX). Notuð er 88,5 riða CTCSS tónlæsing líkt og til að opna varpann í Bláfjöllum. Hægt er að hlusta á sendingar frá TF3RPI í venjulegu viðtæki eða stöð, þ.e. ekki þarf að afkóða sendingar í móttöku.

Annar endurvarpi er einnig til þjónustu. Það er TF3RPA sem er staðsettur á Skálafelli. Hann notar tíðnirnar: 145.000 MHz (RX) og 145.600 MHz (TX). Ekki þarf að nota tónlæsingu á sendingu til að opna hann líkt og varpann í Ljósheimum.

Vakin er athygli á, að TF3RPC sem var staðsettur við Hagatorg í Reykjavík varð QRT vegna byggingaframkvæmda í húsinu þann 8. febrúar s.l. og verður QRT í a.m.k. tvo mánuði – þannig að það er eðlilegt að hann komi ekki inn.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Sigurði Harðarsyni, TF3WS; Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI og Benedikt Guðnasyni, TF3TNT, fyrir aðstoð í sambandi við mál endurvarpans í Bláfjöllum.

Sigurður R. Jakobsson TF3CW í fjarskiptaherbergi TF3IRA í október s.l. Ljósmynd: TF3LMN.

Morshluti ARRL International DX keppninnar 2013 verður haldinn um komandi helgi, 16.-17. febrúar n.k. ARRL keppnin er tveggja sólarhringa keppni og hefst á miðnætti á laugardag (kl. 00:00) og lýkur á sunnudagskvöld kl. 23:59. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, verður QRV frá félagsstöðinni TF3W í keppninni, og hóf hann undirbúninginn þegar fyrir rúmri viku.

Markmið keppninnar er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tveimur sólarhringum við
aðrar amatörstöðvar í Bandaríkjunum og Kanada. Mest er hægt að hafa 63 margfaldara á einu bandi. Hvert ríki í Bandaríkjunum og hvert fylki í Kanada telja. Öll ríki í Bandaríkjunum gilda þannig sem margfaldarar nema KH6 og KL7 en “District of Columbia, DC” kemur inn sem margfaldari í keppninni.

Í Kanada gilda fylkin: NB (VE1, 9); NS (VE1); QC (VE2); ON (VE3); MB (VE4); SK (VE5); AB (VE6);
BC (VE7); NWT (VE8); NF (VO1); LB (VO2); NU (VYØ); YT (VY1); og PEI (VY2). Frestur til að skila
inn keppnisdagbókum er til 19. mars n.k.

Vefslóð fyrir upplýsingar um keppnina og keppnisreglur: http://www.arrl.org/arrl-dx

Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX ásamt John Devoldere ON4UN við bíl Vilhjálms sem hann hefur notað til fjarskipta undanfarin ár. Myndin var tekin þegar John ON4UN heimsótti Vilhjálm og konu hans Guðrúnu Hannesdóttur TF3GD sumarið 2011. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3LMN.

Næsti viðburður á yfirstandandi vetrardagskrá Í.R.A. verður haldinn í félagsaðstöðuinni í Skeljanesi,  fimmtudaginn 14. febrúar kl. 20:30. Þá flytur Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX,erindi sitt, sem hann nefnir: “Sögur úr bílnum” í máli og myndum. Sjá nánar neðar.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að láta þennan viðburð ekki fram hjá sér fara og mæta stundvíslega.


Vilhjálmur Þór hefur náð frábærum árangri í DX úr bílnum í gegnum árin. Skemmst er að minnast frábærum árangri hans úr bílnum í október 2011 þegar hann náði að hafa sambönd við stöðina T32C, sem var staðsett á Austur-Kiribati í norðurhluta Line eyjaklasans í Kyrrahafi, á samtals 9 böndum, þ.e. 1.8 – 3.5 – 7 – 10 – 14 – 18 – 21 – 24 og 28 MHz. Vilhjálmur sagði þá, aðspurður, að þetta hafi verið mjög spennandi og bætti síðan við, “…að hefði stöðin mín haft 6 metra bandið, hefði verið mjög gaman að prófa þar líka…”. Þess má geta, að fjarlægðin á milli TF og T32 er tæplega 12 þúsund kílómetrar. Öll samböndin voru höfð á morsi.

Árangur Vilhjálms er einkar athyglisverður hvað varðar lægri böndin, þ.e. 3.5 MHz og 1.8 MHz þar sem sambönd úr farartækjum á þessum tíðnisviðum eru erfið enda bylgjulegndin 80 metrar annarsvegar og 160 metrar hinsvegar og loftnet þar af leiðandi stutt og tapsmikil. Loftnet Vilhjálms eru heimasmíðuð og hann hefur sjálfur sagt að sér reiknist til að nýtnin sé um 2,5% á 160 metrum sem er mjög góð útkoma.

Hann segir nánar um loftnetsbúnaðinn: “Ég er með 2 toppa í takinu, sá styttri er tæpir 2m og sá lengri 3,3m. Með þeim styttri sleppur spólan ein í aðlögunartækinu niður á 160 m, ekki nauðsynlegt að hafa spólu úti þó það sé betra. Með þeim lengri er loftnetið 4,75 m að lengd og nær upp í 6 m yfir götu, um 0,3 m betur ef spóla er í stönginni. Það eru smellitengi á þessu öllu, svo það tekur bara augnablik að breyta loftnetinu”. Þess má geta að lokum, að Vilhjálmur notar mest 100W í bílnum.

Háskólinn í Reykjavík

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs hefst þriðjudaginn 12. febrúar í Háskólanum í Reykjavík. Kennt verður í stofu V108 sem er staðsett á 1. hæð byggingarinnar. Kennt verður á þriðjudögum og föstudögum til og með 3. maí. Kennsla hefst (öll 23 skiptin) kl. 18:30 og lýkur kl. 20:30, en þátttakendur eru beðnir um að reikna með að í einstaka tilvikum fari kennsla fram yfir þann tíma (mest þó til kl. 21). Námskeiðinu lýkur síðan með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis sem haldið verður í HR laugardaginn 4. maí n.k.

Enn er möguleiki er að bæta við örfáum á námskeiðið og geta menn skráð þátttöku allt til hádegis þriðjudaginn 12. febrúar. Hafa má samband í tölvupósti á ira (hjá) ira.is eða hringja í umsjónarmannn námskeiðsins, Jónas Bjarnason, TF3JB, í GSM síma: 898-0559.

Námskeiðsgjald er 14 þúsund krónur fyrir félagsmenn en 19 þúsund krónur fyrir aðra. Inni í því verði fylgja öll námskeiðsgögn. Greiða má gjaldið beint inn á bankareikning Í.R.A. sem er: 0116-26-7783; kennitala: 610174-2809. Beðið er um, að láta fylgja í athugasemdadálki frá hverjum greiðslan er (þ.e. nafn og kennitölu). Námskeiðgögn verða til afhendingar í kennslustofu námskeiðsins (V108) í HR á þriðjudag.

Stjórn Í.R.A. óskar þátttakendum góðs gengis og þakkar forráðamönnum Póst- og fjarskiptastofnunar, forráðamönnum Háskólans í Reykjavík og Prófnefnd Í.R.A. fyrir góðan stuðning við undirbúning námskeiðsins.

CQ World-Wide RTTY WPX keppnin 2013 verður haldin um helgina 9.-10. febrúar. Keppnin er tveggja
sólarhringa keppni og er markmiðið að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heim-
inn með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt. Keppnin hefst á 00:00 á laugardag og lýkur
kl. 23:59 á sunnudag. RTTY keppnin sker sig frá öðrum WPX keppnum í nokkrum meginatriðum:

  • Fer ekki fram á 160 metrum.
  • Aðstoð er heimil, þar sem ekki er í boði sérstakur einmenningsflokkur með aðstoð.
  • Mest 30 klst. keppnisþátttaka er heimil í flokki einmenningsstöðva og hlé verða að lágmarki að vera 60 mínútur.
  • Önnur stigagjöf. QSO frá TF innan Evrópu = 2 til 4 stig (eftir bandi) og 2 stig innan TF á lægri böndunum.

Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings- og fleirmenningsþátttöku (sjá reglur). Skilaboð eru:
RST + hlaupandi raðtala (001 og s.frv.). Keppnisgögnum ber að skila til keppnisnefndar CQ eigi síðar en 15. febrúar n.k.

Vefslóð á keppnisreglurnar:
http://www.cqwpxrtty.com/rules.htm

Vefslóð á heimasíðu keppnisnefndar:
http://www.cqwpxrtty.com/index.html

Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS flutti fimmtudagserindið í félagsaðstöðnni í Skeljanesi 7. febrúar.

Vetrardagskrá Í.R.A. var haldið áfram í félagsaðstöðunni fimmtudagskvöldið 7. febrúar. Að þessu sinni kom Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS, í Skeljanes með erindi sem hann nefndi: PSK-31 og aðrar tegundir stafrænnar mótunar fyrir byrjendur. Erindið var bæði fróðlegt og áhugavert. Vilhjálmur er vel heima í þessari tegund mótunar (sem og öðrum stafrænum tegundum) þar sem hann var með fyrstu radíóamatörum í heiminum sem varð QRV á PSK-31, þegar á árinu 1999.

Vilhjálmur fór rækilega yfir upphaf og þróun PSK-31. Þá kynnti hann vel hvað menn þurfa til, hafi þeir áhuga á að komast í loftið og fór í þeim efnum yfir nauðsynlegan hug- og vélbúnað. Þá tengdi hann Icom IC-703 Plus HF-stöð sína sem var tengd við LP-200 gerviálag frá N8LP með innbyggðum aflmæli og sýndi lyklun á PSK-31 og hvað bæri að varast við stillingar.

Loks ræddi Vilhjálmur “praktísk” mál í sambandi við þessa tegund mótunar, m.a. aflþörf og sagðist alls ekki mæla með meira afli en 40 Wöttum. Hann ræddi einnig upplýsingagjöf í loftinu og sagðist ráðleggja mönnum fremur að svara spurningum heldur en senda út mikið magn upplýsinga, sem væri algengt. Alls mættu 29 félagsmenn í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld.

Stjórn Í.R.A. þakkar Vilhjálmi Ívari Sigurjónssyni, TF3VS, fyrir heppnað erindi.

Fram kom m.a. hjá Vilhjálmi, að PSK-31 var fundið upp árið 1998 af pólskum radíóamatör, SP9VRC.

Skeljanesi 7. febrúar. Hluti fundarmanna sem hlýddi á erindi TF3VS um PSK-31 tegund mótunar.

Á glærunni mátti greinilega sjá hvernig sendir með PSK-31 tegund mótunar er rétt stilltur út í álag.

Hluti af QRP búnaði Vilhjálms Ívars, sem hann hefur haganlega komið fyrir í þar til gerðri burðartösku.

Stefán Arndal, TF3SA, við stjórnvölinn á TF3W í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi 17. september. Ljósm.: TF3JA.

Stefán Arndal, TF3SA, byrjar útsendingar morsæfinga á 3540 kHz mánudaginn 11. febrúar n.k.
Æfingarnar verða í boði alla mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga til og með 15.
mars n.k. og hefjast stundvíslega kl. 21:00. Sendingarkvöld verða alls tuttugu, sbr. töflu.

Hugmyndin með æfingunum er að aðstoða félagsmenn við að ná upp leikni í viðtöku morsmerkja
fyrir stöðutöku í morsi sem haldin verður laugardaginn 16. mars n.k. (verður kynnt síðar). Stefán
hvetur menn til að koma inn á tíðnina eftir útsendingu, þótt ekki sé nema til að láta vita af sér.
Athugið að uppgefin tíðni getur breyst eitthvað vegna QRM eða annarra truflana.

Stjórn Í.R.A. þakkar Stefáni fyrir þetta mikilvæga framlag og hvetur félagsmenn til að láta það ekki
framhjá sér fara.

Nr.

Mánaðardagur

Vikudagur

GMT

QRG

1. 11. febrúar Mánudagur 21:00 3540 kHz
2. 12. febrúar Þriðjudagur 21:00 3540 kHz
3. 13. febrúar Miðvikuagur 21:00 3540 kHz
4. 15. febrúar Föstudagur 21:00 3540 kHz
5. 18. febrúar Mánudagur 21:00 3540 kHz
6. 19. febrúar Þriðjudagur 21:00 3540 kHz
7. 20. febrúar Miðvikudagur 21:00 3540 kHz
8. 22. febrúar Föstudagur 21:00 3540 kHz
9. 25. febrúar Mánudagur 21:00 3540 kHz
10. 26. febrúar Þriðjudagur 21:00 3540 kHz
11. 27. febrúar Miðvikuagur 21:00 3540 kHz
12. 1. mars Föstudagur 21:00 3540 kHz
13. 4. mars Mánudagur 21:00 3540 kHz
14. 5. mars Þriðjudagur 21:00 3540 kHz
15. 6. mars Miðvikudagur 21:00 3540 kHz
16. 8. mars Föstudagur 21:00 3540 kHz
17. 11. mars Mánudagur 21:00 3540 kHz
18. 12. mars Þriðjudagur 21:00 3540 kHz
19. 13. mars Miðvikudagur 21:00 3540 kHz
20. 15. mars Föstudagur 21:00 3540 kHz

TF1JI festir nýtt loftnet fyrir TF1RPB á stöðvarhúsið í Bláfjöllum þann 5. febrúar. Ljósmynd: TF3ARI.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI og Jón Ingvar Óskarsson, TF1JI, fengu far í Bláfjöll í gærmmorgun, þann 5. febrúar, með Guðmundi Sigurðssyni, TF3GS. Við það tækifæri var endurvarpi félagsins, TF1RPB („Páll”), tengdur við nýtt sambyggt “co-linear” VHF/UHF húsloftnet frá Workman af gerðinni UVS-200. Nýja loftentið kom í stað ¼-bylgju GP loftnets sem félagið hafði fengið heimild til að nota til bráðabirgða. Nýja loftnetið er 2,54 metrar á hæð og gefur 6dB ávinnig á VHF og er loftnetið gjöf frá Ara til félagsins.

Í ferðinni notaði Ari tækifærið og forritaði út svokallaðan „suð-trailer” sem áður var að plaga þegar sendingu var lokið frá endurvarpanum (valkvæð stilling). Einnig voru fínstillingar á „cavity” síum yfirfarðar. Fyrstu prófanir sýna, að sviðsstyrkur „Páls” er allt annar og verulega betri en var á bráðabirgðaloftnetinu. Félagsmenn eru hvattir til að prófa endurvarpann og gera tilraunir með útbreiðsluna.

Stjórn Í.R.A. þakkar Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI og Jóni Ingvari Óskarssyni, TF1JI, fyrir að hafa tekist á hendur þessa ferð og Guðmundi Sigurðssyni, TF3GS, fyrir aðstoð við flutning þeirra félaga og búnaðar á fjallið. Loks eru Ara færðar sérstakar þakkir félagsins fyrir þá veglegu gjöf sem loftnetið er fyrir endurvarpann.

TF3GS og TF3JI á vélsleðanum sem flutti þá félaga á fjallið. Ljósmynd: TF3ARI.

Þeir félagar voru heppnir með veður eins og sjá má á myndinni, en frostþokan var þó ekki langt undan. Ísing er mikil á fjallinu eins og gefur að skilja enda eru mannvirkin í 690 metra hæð yfir sjávarmáli. Ljósmynd: TF3ARI.

Ágætu félagsmenn í ÍRA,

mér veitist sú ánægja að senda ykkur 1. tölublað CQ TF þessa nýja árs og á það nú að hafa borist
öllum í tölvupósti. Mestan heiður af blaðinu eiga þeir Jónas formaður og Vilhjálmur uppsetningarmaður, TF3JB og TF3VS. Þeim vil ég þakka sérstaklega mikla vinnu við blaðið. Einnig þakka ég öllum höfundum efnis og sendi þakkir til fráfarandi ritstjóra sem hefur stutt okkur með ráðum og dáð. Sjálfur hef ég verið í hlutverki aðstoðarritstjóra við þessa útgáfu.

CQ TF er að þessu sinni 35 blaðsíður að stærð. Ef ykkur finnst upplausnin ófullnægjandi getið þið sótt blaðið fljótlega í betri upplausn inn á vefsvæði CQ TF á heimasíðu félagsins. Vonandi njótið þið blaðsins vel.

73 de Sæmi, TF3UA.

P.s. Hafi blaðið ekki borist má tilkynna það á ira (hjá) ira.is

Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS

Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS, flytur næsta erindi á vetrardagskrá félagsins. Það verður haldið fimmtudaginn 7. febrúar n.k. kl. 20:30 í félagsaðstöðunnni við Skeljanes. Erindi Vilhjálms nefnist: PSK-31 og aðrar tegundir stafrænnar mótunar fyrir byrjendur.

Vilhjálmur Ívar hefur mikla reynslu af stafrænum tegundum mótunar og hefur verið QRV á amatörböndum á flestum þeirra s.l. 15 ár. Hann skrifaði m.a. áhugaverðar greinar í CQ TF þegar notkun þeirra var að ryðja sér til rúms hér á landi (og víðar) sbr. grein um Tölvur og fjarskipti í 4. tbl. CQ TF 2001 og grein um PSK-31 fjarskipti í 5. tbl. CQ TF sama ár, þar sem hann fjallaði einnig um Gator, Clover og Packet.

Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.