Ég vek athygli á frétt á heimasíðu Sænskra radíóamatöra, www.SSA.se þar sem sagt er frá því að bandarískir operatorar hafi með fjaraðgangi stýrt sænskri HQ stöð. Sjá brot af fréttinni hér fyrir neðan og hlekk á fréttina í heild sinni.

SK9HQ MED AMERIKANSKA OPERATÖRER

Här hemma i Sverige gjordes en stor satsning med vår egen HQ-station: SK9HQ. Det var SJ2W, SK3W och SK0UX som ställde upp i den speciella HQ-klassen för att representera SSA i testen. Alla HQ-stationer är egna multipliers, så det blir ett högt tryck på dessa. På SK3W upplät man en av operatörsplatserna till remote-körning från WRTC-högkvarteret i Boston, där bland annat W1VE körde som operatör. Klicka igång videon nedan för att se och höra hur enkelt det är att köra contest remote.

Hér fyrir neðan er hlekkur á fréttina í heild sinni.

frétt

73 Guðmundur, TF3SG

Lauslega þýdd frétt

Það er að koma í ljós skortur á tíðnisviðum

ARCEP, franska fjarskiptastofnunin, hefur sent frá sér almenna könnun, fyrirspurn og kynningu á opnu tíðnisviði fyrir tengingu ýmiskonar  hluta og lifandi vera um internetið með ýmiskonar þráðlausum aðferðum yfir stuttar vegalengdir.

Eins og alltaf við almenna könnun og þegar leitað er ráða hjá almenningi er þetta fyrsta skrefið á langri skriffinnskuleið sem getur leitt til niðurstöðu og aðgerða.

sjá frétt

Hér á Íslandi geta radíóamatörar fengið sérleyfi til að nota 60 metra bandið sem hefur reynst vel til fjarskipta innan lands. Leyfilegt tíðnisvið nær frá 5260 kHz að 5410 kHz. Ekki er einhlítt hvernig leyfi hafa verið veitt í öðrum löndum á þessu bandi. Sagt er frá því í frétt á hlaðvarpi sem nefnist Amateur Radio Newsline, vísun á þetta óháða hlaðvarp hefur um nokkurn tíma verið hér neðarlega til hægri á síðunni, að Spánverjar hafi fengið framlengingu á tilraunanotkun tíðna á bandinu. Spánverjar hafa leyfi til að nota tíðnirnar 5268, 5295, 5313, 5382, 5430 and 5439 kHz á 100 wöttum PEP. Þessar tíðnir falla ekki alveg saman við íslenska leyfið og Spánverjarnir sjá ástæðu til að vara amatöra við því að halda sig innan leyfðs tíðnisviðs í hverju landi. Rétt er að minna á að leyft hámarksafl er 100W og að heimildin er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi, verður að hætta sendingum strax. Hver og einn radíóamatör sækir sérstaklega um leyfi fyrir 60 metrunum. Upplýsingar um íslenska sérleyfið eru á: FLUTT Tíðnisvið radíóamatöra á Íslandi..

Tilkynning hefur borist frá andorranska félaginu um að þeir hafi fengið víkjandi aðgang að tíðnisviðinu 5275 til 5450 KHz ( 60 m ) á CW og SSB. Leyft hámarksafl er 100 w PEP og hámarksbandbreidd 3 KHz. Leyfið gildir fram að WRC-15 ráðstefnunni, sem haldin verður 2. til 27. nóvember 2015.

TF3GB

Kallmerkið er skráð á QRZ og aðstoð óskast við að safna sem bestum upplýsingum þar inn.

Tækniminjasafn Austurlands

Upphaf radíótækninnar

 

Á aðalfundi félagsins, 17. maí síðastliðinn, var lögð fram tillaga að ályktun um tvö meginefni, svokallað fjaraðgangsmál og svokallað lærlingsmál, sem þá voru í gangi. Í ályktuninni var gefið í skyn að félagið gætti ekki hagsmuna félaganna og að stjórn félagsins hefði haft óeðlileg afskipti af afgreiðslu þessara mála hjá PoF. Ýmis köpuryrði flugu í umræðunni, sem óþarft er að hafa eftir. Forsvarsmaður ályktunarinnar, TF3GL, var ekki á aðalfundinum og ekki þeir sem málin spruttu  útaf heldur.  Með atkvæðagreiðslu var ályktuninni vísað frá. Núverandi stjórn félagsins getur lítið talað fyrir fyrri stjórn, en gengur út frá því sem vísu, að hún hafi gætt hagsmuna félaganna eftir bestu getu. Núverandi  stjórn ákvað hins vegar að rannsaka málið, vegna hins slæma andrúmslofts, sem hafði skapast. Eftir miklar bréfaskriftir, tvo stjórnarfundi, annar með TF3GL,  og fund með fulltrúa PoF, varð niðurstaðan þessi:

Fjaraðgangsmálið er óafgreitt að hluta, þar sem sá hluti fer fyrir ráðstefnu IARU í Varna í Búlgaríu. Í lærlingsmálinu kom í ljós að ÍRA hafði engin afskipti af því máli áður en til afgreiðslu PoF kom. Niðurstaðan var kynnt TF3GL um leið og hún varð ljós. Stjórn ÍRA lýkur með þessu málarekstri vegna ofangreindrar ályktunar og vonar að framvegis ríki sátt í félaginu.

73 Bjarni Sverrisson, TF3GB, ritari ÍRA.

Nú eru 36. TF-útileikarnir framundan og vonast er eftir góðri þátttöku.

Leikarnir fara fram 2. til 4. ágúst.

Aðalþátttökutímabilin eru :
1700 til 1900 á laugardag
0900 til 1200 á sunnudag
2100 til 2400 á sunnudag
0800 til 1000 á mánudag

Heildarþátttökutími má mestur verða 9 klukkust. samtals. Reglur útileikanna eru hér undir þessum tengli: FLUTT – Útileikarnir Þar eru einnig stöðluð dagbókarblöð, kallsvæðaskipting o. fl. Á dagbókarblöðunum koma fram þær upplýsingar sem þarf til að fá sem flesta punkta út úr hverju sambandi. Radíódagbækur sendist til TF3GB.

Heyrumst !

Dagana 25. – 27. júlí verður á Smiðjuhátíð á Seyðisfirði þess minnst að 100 ár eru liðin frá fyrstu radíófjarskiptunum til og frá Íslandi.

Í frétt Þjóðviljans þann 16. júní 1985 segir:

…Eftir Titanic-slysið 1913 vaknaði áhugi fyrir skiparadíói í Reykjavík eða nágrenni. Alþingi fól ráðherra að koma upp stöðinni en ekkert gerðist í málinu fyrr en 1915. Það ár komu fyrstu skip Eimskipafélags íslands, Gullfoss og Goðafoss, til landsins með radíótæki innanborðs. Þegar Goðafoss kom til landsins í júnímánuði 1915 var hann fyrsta íslenska skipið sem var búið loftskeytatækjum. í þessum mánuði eru því 70 ár liðin frá þeim atburði. Við komu Fossanna varð augljós þörfin fyrir loftskeytastöð í landi. Eina loftskeytastöðin, sem til var, bæði til sendinga og móttöku, var tilraunastöð er Þorsteinn Gíslason, síðar símstjóri á Seyðisfirði, hafði smíðað og náði hann sambandi við Goðafoss þegar hann var á siglingu til landsins út af Austfjörðum. Var þetta fyrsta loftskeytasamband milli skips og lands, en þremur árum áður höfðu þeir Þorsteinn og Friðbjörn Aðalsteinsson, síðar stöðvarstjóri loftskeytastöðvarinnar á Melunum við Reykjavík, sent loftskeyti milli Gíslahúss og Stefánshúss (Th.jónssonar) á Seyðisfirði. Tæki Þorsteins munu enn varðveitt…

ÍRA hefur tekið að sér að aðstoða við að koma upp loftneti og sendibúnaði á gömlu ritsímastöðinni á Seyðisfirði. Ætlunin er að kynna þar félagið, starfssemi þess og radíóamatöráhugamálið. Kallmerki stöðvarinnar verður TF6TFY,  en kallmerki fjarskiptastöðvarinnar á Seyðisfirði var TFY.

Dagskrá Smiðjuhátíðarinnar er á heimasíðu Tækniminjasafnsins á Seyðisfirði, tekmus.is.

Teikning af tilrauna neistasendi sem Hertz smíðaði 1887

Af gefnu tilefni.

Innlegg frá TF3JA um mælitæki á vefsíðu félagsins fyrir skömmu, var rætt á síðasta stjórnarfundi. Niðurstaða umræðunnar er sú, að ekkert sé athugavert við innlegg þetta og önnur af sama toga, sem einungis eru sett inn til að vekja athygli á amatörtengdum nýjungum eða fróðleiksmolum úr fortíðinni í örstuttu máli.

73 de Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.