Frekari fréttir frá niðurstöðum ráðstefnunnar verða birtar hér um leið og fundargerðir og gögn frá ráðstefnunni birtast á vef IARU. Margir bíða eflaust eftir fréttum af hvernig IARU ætlar að taka á fjarstýringu amatörstöðva milli landa og hvaða leiðir IARU finnur til að auka áhuga ungs fólk á radíóamatöráhugamálinu.

Nýr formaður hefur tekið við, Don Beattie, G3BJ, ýmislegt áhugavert kom fram á ráðstefnunni eins og það sem…

Mats SM6EAN setti á heimasíðu sænska amatörfélagsins, ssa.se um kynningu á FUNcube-1 CubeSat og fleira.

“Graham Shirville G3VZV sagði frá FUNcube-1 gervihnettinum sem settur var á loft í nóvember 2013. Gervihnötturinn er teningur að rúmmáli einn líter eða 1x1x1 desimeter. Með fartölvu, FUNcube SDR dongle og krossloftneti í höndunum á  Kjetil Toresen LA8KV, tók Graham á móti gagnastraumi og sýndi á tölvunni. Gagnastraumurinn frá gervihnettinum á 145.935 MHz heyrðist einnig á handstöð sem stillt var á SSB móttöku.

 

Graham Shirville G3VZV sýnir FUNcube-1 með Kjetil Toresen LA8KV á loftnetinu

Hamnet háhraðanet sem er víða í uppbyggingu var kynnt og rætt um hvernig IARU gæti stutt þróun þess.”

Póst frá Mats SM6EAN má lesa á sænsku http://www.ssa.se/iaru-reg-1-dag-4/

FUNcube http://FUNcube.org.uk/

FUNcube SDR Dongle http://FUNcubeDongle.com/

Hamnet http://hamnetdb.net/

IARU svæðis 1 ráðstefnuskjöl og -myndir eru á http://iarur1con2014.bfra.bg/

Vísun á skilaboð frá ITU til allra radíóamatöra

ITU 150 ára

Í ræðu Dr. Hamadoun Touré, HB9EHT, kemur fram að ITU þakkar IARU fyrir gott samstarf og að á næsta ári eigi ITU 150 ára afmæli sem minnst verður á ýmsan hátt. Haldið verður uppá World Radio Day á næsta ári á afmælisdegi ITU, 13. febrúar. Aðalritarinn segir einnig frá gjöf, sendiviðtæki, ITU til IARU sem þakklætisvott fyrir gott samstarf.

Ræða eða skilaboð aðalritarans marka á margan hátt tímamót og tímanum vel varið við að hlusta nokkrum sinnum á hans orð. Hann segir IARU hafi verið miklvægur þáttakandi í starfi ITU og að það samstarf muni halda áfram og ITU muni halda áfram að starfrækja 4U1ITU amatörstöðina. Á afmælisárinu verður notað kallmerkið 4U0ITU til að marka tímamótin. Hann talar líka um áframhaldandi mikilvægi radíóamatöra, framlag amatöra til friðsamlegra samskipta um allan heim og örvun, hvatningu amatöra til tæknilegrar sjálfsþjálfunar ungs fólks.

Sælir félagar.

Ég setti fyrir stuttu nýjan tengil á aðalsíðuna vinstra megin. Hann heitir “Fyrir fundinn”. Þarna eru gögn sem tengjast umræðuefni fundarins næsta fimmtudag. Hvet ég alla til að kynna sér þessi gögn. 73 de TF3GB

TF3TNT, TF3HP og TF3JA sem tók myndina.

Formaðurinn var mættur snemma og heitt kaffi tilbúið á könnunni um 9:30. Benni klifraði í mastrið og sá að stýrikaballinn var í sundur og festing mastursins við skorsteininn brotin. Áður var búið að meta rótorinn og ákveða að opna hann. Ákveðið var að stefna að viðgerð á fimmtudeginum í næstu viku en skv spánni á að geta verið ágætis veður þann dag utandyra. Ýmislegt vantaði til að hægt væri að fella turninn í dag og stendur upp úr að fleiri hendur þarf við það verk og einnig að slökunarbúnaður sem félagið á fannst ekki á staðnum.

Ef vel er gáð má sjá slitna kapla á myndinni.

Fastursfóturinn er ílla ryðgaður.

Aðalloftnet ÍRA í Skeljanesi þarfnast viðhalds, snúningsvélin situr sem fastast og neitar að hreyfa sig. Ýmislegt fleira verður að laga í mastrinu fyrir veturinn en fyrsta skrefið gæti verið að fella mastrið, taka loftnetið af  og gefa sér tíma til að lagfæra það sem þarf.

Slálfboðaliða vantar í Skeljanesið klukkan tíu á laugardagsmorgun til að aðstoða við að fella mastrið og taka loftnetið af. Ef allt gengur að óskum er þetta um tveggja tíma vinna. Boðið verður uppá kaffi, meðlæti og skemmtilegan félagsskap. Benni TF3TNT stöðvarstjóri stýrir framkvæmdinni og gott væri að þeir sem hafa tök á að koma til aðstoðar létu Benna vita í dag eða kvöld.

Upp með húmörinn og mætum sem flest þó ekki væri nema til að spjalla um loftnetamál ÍRA.

Húsið verður opnað og byrjað að brugga kaffið klukkan 9:30.

Stjórnin.

Góðir félagar.

Stjórn ÍRA boðar hér með til almenns félagsfundar fimmtudaginn 4. september kl. 20.00. Fundarstaður verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Umræðuefnið er tillaga að ályktun sem fram kom á síðasta aðalfundi, undirrituð af TF3GL, með áorðnum breytingum. Þar er fjallað um lærlingamál, fjaraðgangsmál og fleira því tengt. Stjórnin hvetur alla félagsmenn til að kynna sér tillögur GL mjög vel, svo menn geti rætt þær á fundinum. Stjórnin hvetur félagsmenn einnig til að kynna sér það sem frá stjórninni hefur komið og vistað er á heimasíðu félagsins undir liðnum CEPT o.fl. og í fréttastraumnum á síðunni. Áréttað skal að einungis skuldlausir félagsmenn miðað við 2013 hafa atkvæðisrétt á fundinum. Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.

<Tenglar sem fylgdu fréttinni voru allir brotnir – TF3WZ>

 

Fundarboð þetta verður sent á irapóstinn og tölvupóstföng allra samkvæmt félagatalinu á heimasíðu félagsins.

73 de TF3GB, ritari ÍRA.

Árleg alþjóða neyðarfjarskiptaráðstefna radíóamatöra, GAREC 2014, var haldin um miðjan ágústmánuð í Huntsville Alabama. Á ráðstefnunni var helst rætt um framtíð amatörradíóáhugamálsins og hvernig hægt væri að nýta þáttöku radíóamatöra í neyðarfjarskiptum til að efla amatörradíó. Til viðbótar venjulegri ráðstefnuvinnu við skýrslur og IARU málefni var fjallað um SATERN verkefni Hjálpræðishersins, ýmsar stafrænar mótunaraðferðir og fjarstýringu amatörstöðva. Einnig var fyrirlestur um nýtingu fjarskiptabúnaðar ýmissa herja heimsins í neyðarástandi og náttúruhamförum og byggingu sameinlegra fjarskiptamiðstöðva svipaðar þeirri sem byggð hefur verið upp í Skógarhlíð á undanförnum árum og er ein sú fyrsta ef ekki fyrsta fjarskiptamiðstöð í okkar heimi sem sameinar allar fjarskiptaleiðir og samtengingu þeirra á einum stað.

Ýmis mál og framtíðarverkefni fæddust á GAREC 2014 eins og skoðun á þörfum ýmiskonar stofnana og samtaka fyrir fjarskipti og hvernig best væri að kynna amatörradíó sem traustverðan aðila í hamfarafjarskiptum. Rætt var einnig um hvernig best væri staðið því að koma á framfæri samstundis upplýsingum til almennings um hamfarir og þróun þeirra.

Næsta GAREC ráðstefna verður haldin í júní 2015 í Tampere Finnlandi.

Nánari fréttir verða sagðar frá GAREC 2014 um leið og fundargerðir berast.

Ég held að ég tali fyrir munn allra radíóamatöra þegar ég segi frá því og fagna að í september verður kallmerkið TF4X með í SAC CW 2014 í flokknum Multi Op./Single TX/All Band [MULTI-ONE]. Þetta er nú hægt með því að tengjast við stöðina í Otradal, TF4X með Remote búnaði sem keyptur hefur verið til landsins.  Remote búnaðurinn verður í Reykjavík.

Nú er skorað á áhugasama og færa CW leyfishafa að slást í hópinn.  Þetta er einstakt tækifæri til þess að taka þátt í SAC með nýjum búnaði og nýrri tækni og kynnast því um leið hvað amatörradíó getur verið skemmtilegt.  Fyrir hina sem ekki geta tekið þátt þá eru þeir boðnir velkomnir í heimsókn til þess að skoða og þiggja kaffibolla.

73 Guðmundur, TF3SG

SAC keppnin, Morse-hlutinn er í næsta mánuði. Gerðar hafa verið breytingar á reglum keppninnar, þar sem nýir flokkar koma til sögunnar, “assisted” og “low band” flokkar. “National Team Contesting” flokkurinn er aflagður. Skilafrestur á loggum er færður niður í 7 daga.

Breytingarnar er að finna hér:  http://www.sactest.net/blog/

Heildarreglurnar eru hér:   http://www.sactest.net/blog/rules/

73 de TF3GB

Hér er listi yfir þau mál sem tekin verða fyrir á ráðstefnunni í Varna. Einungis er sagt í grófum dráttum um hvað þau fjalla og hvaða númer þau hafa. Númeraröðin segir ekki til um mikilvægi eða neitt þess háttar. Málið er varðar athugasemdir Íslendinga við kaflann um Morse-samskipti í siðfræðibókinni er neðst á listanum.

73 de TF3GB