TF2LL vakti athygli okkar í gær á nýju frímerki með mynd af Dyrhólavita. Á teikningum má sjá að þar hefur verið gert ráð fyrir loftneti, löngum vír með upphækkuðu jarðneti og á vefnum eru myndir sem sýna gamlar stagfestur eða undirstöður. TF3G, Gísli segir að samkvæmt Vitaskrá 1937 hafi verið radíóviti á langbylgju í Dyrhólaey. Afl út í loftnet var 50 wött og útgeislað afl 9 wött. Að sögn Gísla settu Bretar upp búnað og tengdu við loftnetið í Dyrhólaey á stríðsárunum fyrir fjarskipti við skipalestirnar sem sigldu yfir Atlantshafið. “Morselykill var skilinn eftir þarna og gamall starfsmaður Vitastjórnar hirti hann og gaf mér svo 1981.  Frekar ómerkilegur, satt að segja.” segir Gísli. Samskonar loftnet voru sett upp á fleiri stöðum um landið, Malarrifi, Hornbjargi, Raufarhöfn, Dalatanga og standa enn. Loftnetið á Raufarhöfn er enn í notkun fyrir útsendingu GPS leiðréttingarmerkis á langbylgju að sögn Gísla.

TF3DX segir á irapóstinum í dag “að Google hafi gefið sér vísun á Sjóminjar Íslandsþar sem kemur fram að þetta var fyrsti radíóvitinn á Íslandi, tekinn í gagnið 1928 og því eðlilegt að loftnetið sé á teikningunni frá 1927. Hann var starfræktur fram yfir síðari heimsstyrjöld. Á árum mínum hjá radíóverkstæði Landssímans um og upp úr 1960 var Reynisfjall vettvangur radíómála á svæðinu, en þar hafði verið reist Loran-A stöð. Ríkharður Sumarliðason, TF3RS og yfirmaður radíóverkstæðisins, setti upp sendi á fjallinu fyrir bílabylgjuna 2790 kHz, sem hægt var að fjarstýra frá Gufunesi. Þetta var einhver gamall sendir frá stríðsárunum ef ég man rétt, sem gekk brösulega. Man líka eftir umræðum um erfiðleika þess að fá góða RF jörð í grjótinu á fjallinu, kannski hefði fljótandi mótvægi verið lausnin!”

Í vitaskránni á heimasíðu Sjóminja Íslands er skráð: “Fyrst var reistur viti í Dyrhólaey árið 1910. Þetta var sænskur járngrindarviti og var fyrsti járngrindarvitinn sem settur var upp hér á landi. Núverandi viti var byggður árið 1927. Í þessu reisulega steinsteypumannvirki var komið fyrir ljóssterkum vitatækjum sem sendu frá sér ljósgeisla sem sást langt á haf út. Dyrhólaeyjarvitinn var og er ljóssterkasti viti landsins og fyrsti eiginlegi landtökuvitinn sem hér var byggður. Auk ljósvitans var radíóviti í Dyrhólaey frá árinu 1928 fram yfir seinni heimsstyrjöld og tæki hans voru á annarri og þriðju hæð vitahússins. Var þetta fyrsti radíóviti sem starfræktur var hérlendis. Í annarri viðbyggingunni var gashylkjageymsla, en hin öflugu vitatæki kröfðust allmikils eldsneytis. Í hinni var varðstofa fyrir vitavörð þar sem gert var ráð fyrir því að vitavörður gæti þurft að hafa viðdvöl í vitanum ef veður spilltist þegar hann var þar við umhirðu og eftirlitsstörf. Gasljóstæki var í vitanum frá 1927 til 1964 að hann var rafvæddur. Ljóshúsið er sænsk smíð og ljóstæki einnig. Linsan er 1000 mm snúningslinsa og er öflugasta linsa í vita hér á landi.”

TF3GB segir á irapóstinum, “1993 var farinn fjarskiptaleiðangur í Dyrhólaey. Ég sá um HF hlutann. TF3CY (þá BNT), TF3SNN, TF3BRT, TF3WOT og TF3TXT, sáu um VHF/UHF hlutann. Þetta var litlu eftir að ég fékk B-leyfið, sem þá var í gangi. Ég lenti í miklu kraðaki, hvort sem ég var á morsi eða tali og réði ekki meira en svo við það. Stöðin var Kenwood TS520, sem félagið átti og langur vír. Hinir settu upp heilmikinn staur og langar greiður, sem sveiflað var með AZ/EL rótorum. Þeir höfðu dágóðan slatta af samböndum. QSL kortið sem ég notaði fyrir þessi sambönd var venjulegt póstkort með mynd af eyjunni og vitanum. Hef oft hugsað um það síðan að gaman væri að taka þátt í keppni frá þessum stað. Man enn hvað gulræturnar, sem bóndinn í Dyrhólaey nestaði okkur með á heimleiðinni, voru safaríkar.”

Hringvíðsýn frá Raufarhöfn

Hringvíðsýn frá Dyrhólaey

Vísun á frímerkið

Stagfestan, undirstaðan sést á annarri myndinni.

 

 

 

 

Framtíðin er að birtast yfir sjóndeilarhringinn, í dag klukkan 11.45 – 12.30 ætlar James Coxon, M6JCX að halda fyrirlestur um: Ukhasnet – Tæknin og aðferðafræðin. UKHASnet er lágafls samtengt pakkanet…net á opnum tíðnum sem ekki þarf sérstakt leyfi fyrir og ef notendum tekst að halda sig innan þeirra regla sem um þessar tíðnir, tíðnisvið gilda getur netið fljótlega orðið vísir að framtíðinni sem gjörbreyta mun öllu fjarskiptaumhverfinu.

Vísun á upplýsingar um UKHAS-netið

Á RSGB samkomunni eru margir áhugaverðir fyrirlestrar sjá: RSGB 2014

TF3GB í stiganum, TF3AO, TF8HP og TF3FIN.

Í dag mættu 5 manns og felldu turninn í Skeljanesi. í ljós kom að rótorinn var bilaður. Sennilega er legukransinn bilaður. Bjarni TF3GB tók hann að sér og ætlar að athuga skemmdir. Festingar við turninn voru í lagi og verða málaðar. Loftnetið verður óvirkt í einhvern tíma.

Myndin hér fyrir neðan er frá Friedrichshafen í sumar og sýnir sterkbyggðan rótor.

Í dag fréttist að breskir radíóamatörar í efsta leyfisþrepi fengju leyfi fyrir stækkuðu tíðnisviði á 2m. Ákveðið hefur verið að þeir sem sækja um geti fengið leyfi til að nota tíðnisviðið 146 – 147 MHz með einhverjum takmörkunum þó, bæði svæðisbundnum og tæknilegum.

Hér er vísun á fréttina

Athyglisvert er að fram kemur í fréttinni að CB áhugamenn í Bretlandi hafi sótt um tíðnisvið á VHF en ekki ljóst hvort þeir hafa fengið eitthvert tíðnisvið þar, heimurinn er að breytast. Rétt að minna á að breska amatörleyfið er í endurskoðun þessar vikurnar og Bretar hafa til 20. október til að koma með athugasemdir og ábendingar við þær tillögur. Vísun á tillögur um endurskoðun á breska amatörleyfinu.

Sæl öll.

Undirritaður var að vafra á netinu og datt inn á “Rafhlöðuna” hjá Landsbókasafninu. Þar er að finna gömul CQ TF, bæði blöð og fréttabréf, allt frá fyrsta tölublaði 1964. Það kann að vera að einhver tölublöð vanti, en sá sem á eintak ætti þá að koma því til skönnunar hjá Landsbókasafninu. Eldri blöðin á heimasíðunni opnast ekki.  Blöðin eru sem sagt fundin aftur. Tengillinn verður einnig undir tenglinum ” CQ TF ” á aðalsíðunni.

vísun á gömul CQ TF blöð

73 de TF3GB

SAC SSB um næstu helgi

frétt frá keppnisnefnd SAC via SM5AJV

“The Scandinavian Activity Contest on SSB 11-12 October 1200-1159 UTC. All Scandinavias are excited to hear your voices with or without the Aurora flutter.”

Munið að lesa reglurnar. Nokkrum keppnisflokkum hefur verið bætt við, verðlaunaskildir í boði ýmissa aðila og skilafrestur logga hefur verið styttur í 7 daga. Vinsamlega sendið loggana strax að lokinni keppni.

Norðurljósin eru fögur, en geta skemmt fyrir HF fjarskiftum í Scandinaviu sem gerir SAC að sérstöku ævintýri. Verða Norðurljós eða ekki?

Skoðið þetta fallega myndskeið frá Hannu Hoffrén í Finnlandi:

73 SAC Contest Committee

þýtt og endursagt í boði TF3JA

“ARRL Investigating Web Server Breach”

ARRL frétt

Nýlega var brotist inn á vef ARRL, allt skoðað og líklega kallmerkjaskrám og aðgangsorðum niðurhalað, stolið. Að sögn ARRL er ekkert þar inni sem einhver verðmæti eru í og svo virðist sem þjófarnir hafi ekki haft áhuga á að lesa QST né aðrar tækniupplýsingar. ARRL vill þó benda á að notendur sem hafa aðgang að vefnum og hafa ekki breytt sínum aðgangi frá 2010, breyti sínum lykilorðum og hafi það sem reglu að breyta þeim öðru hvoru.

TF3AO sendi okkur vísun á myndskeið frá klúbbstöð Álasundarhópsins, gerast ekki flottari…

Myndskeið frá LA1Z

Myndir frá þáttöku LA1Z í Vitahelginni í sumar, þeir höfðu um 100 sambönd, þar af 30 vita.

Bruce Kelley 1929 QSO gleði eða keppni ársins 2014 verður haldin fyrstu tvær helgarnar í desember. BK 1929 keppnin er árlegur viðburður á vegum AWA, Antique Wireless Association. Fyrir þessa keppni smíða þáttakendur sinn eigin sendi með þeirri tækni sem til var á árinu 1929 eða fyrir þann tíma. Það sem gerir keppnina skemmtilega er að i loftinu heyrast allskonar óhljóð eða eins og segir á ensku “cacophony of whooping, chirping, buzzing, clicking, drifting, swishing, swaying, warbling” og öðrum áhugaverðum óhljóðum. Þannig heyrðust radíóamatörar í loftinu á árinu 1929 og aftur núna tvær helgar í desember.

Núna verður í fyrsta skipti sett upp sérstök stöð með kallmerkið W2ICE sem ekki hefur heyrst í loftinu frá því að stofnandi þessarar árlegu keppni, Bruce Kelly W2ICE, lést. Áður en Bruce lést bað hann vini sína um að halda keppninni lifandi eftir sinn dag og ákváðu þeir að nefna keppnina í höfuðið á Bruce, BK 1929. Keppnin varð til á árunum kringum 1990 og hét upphaflega “1929 QSO gleðin”.

Mesta leyfilega afl er 10 wött, þó á vissum tímum allt að 20 wött. Kristalstýrðir sendar eru ekki leyfðir í keppninni og sendarnir verða að vera með lömpum sem til voru 1929 eða fyrir þann tíma. Algengar sendagerðir eru sveiflugjafar eins og Hartley, TNT, PP, MOPA, Colpitts.  Algengir lampar frá þeim tíma eru 10, 45, 27, 211, 71A. Leyfilegt er að nota allar gerðir af viðtækjum. Keppnin fer fram á lægri böndunum þremur, 160, 80, og 40. Stöðvarnar halda sig yfirleitt innan 1800 to 1810 kHz, 3550 to 3580 kHz og 7100 to 7125 kHz tíðnimarkanna.

Hlustiði á þetta

Frekari upplýsingar eru á síðunni AWA

Hartley sendir, teikning og lýsing

 

Smávaxin Echo/IRLP hnútur hefur litið dagsins ljós. Echo/IRLP tæknin hefur verð í notkun meðal amatöra um mjög langan tíma. Amatörar nota alheims internetið til að tengja saman VHF/UHF stöðvar um allan heim. Ein Echolink tengistöð hefur verið í gangi hjá TF3GW hér á landi í mörg ár og eru upplýsingar um Echo-gáttina hér á heimasíðu ÍRA á ECHOLINK . Þessi nýji Echo/IRLP-hnútur er ekki stór 13x8x4 sentimetrar og inniheldur bæði stýritölvu og sendiviðtæki með 0,2 watta útangsafli. Tölvan er með uppsettu stýrikerfi og auðveld í uppsetningu án mikillar sérþekkingar á forritun. Echolink er simplex kerfi, inngangstíðni gáttarinnar/hnútsins hjá TF3GW er 144,325 MHz.

Á hlið kassans er snertiskjár til að setja upp og stjórna búnaðinum.

Nánari upplýsingar eru hér .