Í dag eru 150 dagar þar til ITU verður 150 ára, upprunalega “the International Telegraph Union” fylgist með á vef ITU, ITU150.

MORSE er ennþá virkasti og hagkvæmasti fjarskiptahátturinn

QSL-stjóri minnir á hreinsunina í buroinu og að síðasti dagur til að

koma kortum í útsendinguna er fimmtudagurinn 8. janúar 2015.

TF3GB, ritari.

Kynning vegna námskeiðs til amatörprófs verður í félagsheimili ÍRA í

Skeljanesi, fimmtudaginn 8.janúar 2015, kl. 20.30  Verið öll velkomin.

TF3GB, ritari ÍRA.

Intrepid-DX hópurinn stefnir að DX-leiðangri til Suður-Georgíu- og Suður-Sandvíkureyja í janúar til febrúar á árinu 2016.

“Velkomin á vefsíðu Suður Sandvíkur- og Suður Georgíueyja DX leiðangursins, heimasíða leiðangursins. þar sem IntrepidDX hópurinn kynnir stoltur áætlaðan leiðangur til tveggja sjaldgæfustu kallmerkjasvæða heimsins í janúar-febrúar 2016. Fjórtán radíóamatörar ætla að byrja á því að fara í land á Suður Sandvíkureyju og virkja fjórða mest eftirsóttasta DX forskeyti radíóamatöra í átta daga. Eftir það verður haldið til Suður-Georgíueyjar og níunda mest eftirsótta forskeyti radíóamatöra virkjað í átta daga. Öll áætlunin er háð veðri, vindum og velvild ýmissa aðila.

Áætlað er að leiðangurinn kosti tæpa hálfa milljón bandaríkja dala og nýtur styrkja víða en er að miklu leyti kostaður af þeim sem í ferðina fara.”

Heimasíða leiðangursins

Heimasíða Intrepid DX hópsins

… og þar stendur meðal annars:

Við erum alþjóðlegur hópur radíóamatöra. Við erum frá Ameríku, Bosníu, Búlgaríu, Kúbu, Frakklandi, Írak, Rússlandi, Serbíu og Spáni. Við bjóðum radíóamatörum frá öllum þjóðum heims að slást í lið með okkur.

Námskeið til amatörprófs verður haldið 12. janúar til 9. apríl 2015

í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Kennt verður tvo daga í viku, á

mánudögum og fimmtudögum, frá 20.00 til 22.00, samkvæmt dagskrá.

Einnig er ráðgert að þrjá sunnudagsmorgna verði verkleg kennsla

í félagsheimili ÍRA. 

Dagskráin verður send sérstaklega þeim sem skráð eru til þátttöku.

Þátttökugjald, 20.000,- krónur, greiðist við móttöku námsgagna.

Námskeiðinu lýkur með prófi, fljótlega eftir 9. apríl.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

 

TF2LL staddur suður í höfum skrifaði á póstlistann í morgun:

Sælir félagar,

ég setti fram spurningu hér á grúppuna fyrir nokkrum mánuðum. Hef pláss á milli mastra ca 25 metra, hvaða loftnet gæti komið til greina. Þá var ég að hugsa um að nýta lengdina sem best og hafa sem flest bönd. Slatti af tillögum komu fram. Niðurstaðan hjá mér var sú að setja saman hjámiðju fæddann dípól. Sem næst plássinu sem er til staðar. En að endingu setti ég saman dípól úr jökla vír sem ég gat vélað út úr TF3IG og 1:4 balun ættuðu frá HRO í usa. 17,38 m og 3,65 m. Pælingin á bak við OFC er jú að hafa sem mestan möguleika á banda fjölda og einnig og ekki síst aðstæður hér um borð í skipinu. Með OFC liggur fæðilínan nánast lóðrétt niður og inn um glugga inn í íbúðina hjá mér. Við loftnetið er svo tengdur blár kassi sem á stendur Flex 3000. Flexinn er með innbyggðan tuner eða loftnetsaðlögunartæki sem margir vilja kalla svo.  Skemmst er frá því að segja að þetta svínvirkar. Flex tækið stillir sig sjálft út í loftnetið og það þarf ekki mikið og ekkert að hugsa um það en ég hef tekið eftir því að útgeislað afl fer ekki mikið yfir 50 wött. Ég var áður með Icom 706 um borð og á gamla skipinu mínu miklu lengra loftnet, nær 100 metrum en það kom mér verulega á óvart hversu þetta loftnet virkar vel. Sem er svo miklu styttra. Þessa stundina er ég staddur fyrir utan Kýpur og er nú þegar búinn að hafa samband við TF stöðvar á 10 metrunum og núna síðast samband við TF3JB á 20 m er hann var í gríðarmikilli “kös” en náði samt að lesa mig.  CW kallinn JB kemur nefnilega ekki oft á SSB og kannski var kösin þess vegna ! En kvað um það. Það sem ég vildi segja að það þarf ekki stór eða merkileg loftnet til þess að komast í loftið. Ekki pæla of mikið í kringumstæðum fram og til baka. Henda út vír og koma sér í loftið. Mig nefnilega rennur grun í að einhverjir eigi kallmerki en komi sér ekki til þess að fara í loftið.Ég hef áður sagt að félagið eigi að styðja nýliða til þess að yfirstíga míkrafónfælnina. Félagið á að styðja við nýliða fram og til baka. En niðurstaðan er: hengja upp vír og koma sér í loftið.
73 de TF2LL

Tveir hlekkir á sjónmyndir frá stórum keppnisstöðvum:

NR5M

og RU1A

Leirvogur

Heimsókn í segulmælingastöðina í Leirvogi um hádegisbil miðvkudaginn 10. desember 2014. Í segulmælingastöðinni er fylgst með breytingum á styrk og stefnu segulsviðs jarðar. Styrkur sviðsins er mældur í nanoTESLA, með einstökum heimasmíðuðum mæli, mælistærðin styrkur seglusviðs jarðar er um 52000 nanoTESLA og mælt er með eins nanoTESLA nákvæmni. Stefnan er mæld miðuð við áttina að ákveðinni vörðu ekki langt frá stöðinni en ekkert sást til vörðunnar í óveðrinu. Ætlunin var að taka mikið af myndum og fræðast betur um stöðina ásamt því hvernig hægt er að nýta mælingarnar til að spá í HF skilyrðin og hvort hægt væri að sjá fyrir á mælingunum þegar ástæða væri til að óttast yfirvofandi sólgos. En veðrið setti heldur betur strik í reikninginn því á staðnum var ekki fært milli húsa og lítið að sjá nema inni í gamla mælahúsinu. Ferðin var í boði Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands, mælingamennirnir eru Pálmi Ingólfsson tæknimaður og Gunnlaugur Björnsson stjörnufræðingur. Ferðin var skemmtileg og verður endurtekin einhvern góðviðriðsdag á næstunni.

TESLA er afleidd SI eining af segulflæðiþéttleika, B. Eitt TESLA jafngildir einu weber á fermetra. Einingin var kynnt til sögunnar á árinu 1960 og nefnd í höfuðið á Nicola Tesla. Sterkasta manngerða segulsvið sem búið hefur verið til er nálægt 100 TESLA eða tíu milljón sinnum sterkara en segulsvið jarðar.

Vísun á mynd: Pálmi og Gunnlaugur

Virka svæðið AR 12192 á sólinni gaus fyrst 24. október með mikilli eldtungu…

AR 12192 er búinn að fá nýtt nafn og heitir núna, þegar bletturinn er kominn aftur í ljós, AR 12209. Bletturinn er ennþá stór og 10 jarðir kæmust fyrir í honum. Bletturinn er 33. að stærð frá því byrjað var að halda skrá um sólbletti á árinu 1874. Á því herrans ári kom Kristján níundi til Íslands og afhenti okkur nýja stjórnarskrá.

TF3EO skrifar í morgun:

Þessi sólblettur kom fram “vinstra megin” á sólardisknum og er búinn að fara næstum  einn hring á sólinni. Hann er nýkominn fram “jarðarmegin” á sólinni aftur og styttist í að hann miði þráðbeint á jörðu. Hann hefur ekki framkallað neitt ennþá en það hlýtur að vera tímaspursmál, en vonum það besta.

vísun á umfjöllun risasólblettur og önnur umfjöllun

Eftirtaldar íslenskar stöðvar sendu inn upplýsingar um þáttöku í CQ WW DX CW keppninni sem var síðustu helgina í nóvember:

 Stöð Flokkur  Aðstoð Bönd Afl QSO Lönd Zone  Skor
TF3CW SOP NA öll H 3464 287 94*  2.814.066
TF3DC SOP A öll L 499 276 91*  383.418
TF3DX/M SOP A öll L 437 181 86*  244.305
TF3EO SOP NA ROOKIE 10 m L 179  12.466
TF3GB SOP NA öll L 1886  91  27  1.089.918
TF3JB SOP NA öll L  26.000
TF3SG SOP NA 80 m H 688 64 17  88.954
TF3VS CL ·0 ·0 0 0 0 0  0
TF4M CL  0  0 0 0 0 0  0
TF8GX SOP  NA CLASSIC  öll  L  5.251

og TF8HP hafði eitt samband í keppninni.

*zonemargfaldari, heildarfjöldi zones á okkar jörð er 40.

 

TF3EO sagði:

Ég náði aðeins  179 QSO samtals, 4 QSO á 15M, restina á 10M og ákvað því að senda inn fyrir 10M eingöngu. Eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá mér því mér gékk erfiðlega að tjúna á öðru en 10M bandinu og netið datt alveg niður kl 1630 á sunnudeginum. Fann ekki út úr því áður en ég þurfti að mæta til vinnu. Náði aðeins að vinna 9 tíma alls og öll QSOin voru í EU og USA. Netið er 39M vír upp í tré tengdur við 1:1 currentbalun sem tengdur er við atu út í garði (ekki sami vírinn og á myndinni) Yaesu FT-767GX

Sendi gamlar myndir enda staddur í Edmonton í Canada.

Egill Ibsen TF3EO

Egill Ibsen, TF3EO

TF3EO – Loftnet

 

 

 

 

 

 

 

 

 

TF3DX/M Loftskeytaklefinn, tjúnerinn til hægri er liprari á hærri böndunum. Milli sætanna eru Kent spaðar, Winkeyer og spýtulykill TF3DX á hliðinni vegna plássleysis!  FT-900 er aftan við farþegasætið með framstykkið fyrir ofan spegilinn. Farþeginn er heimshornaflakkarinn Nigel, G3TXF. Starfræki alla jafna, líka í CQWW 2014, sitjandi í ökumannssætinu. Myndina tók Ian, G3WVG.

TF3DX segir frá keppninni

 

 

 

 

 

 

TF3SG var á suðurströndinni: það gekk bara fínt, var SOSB á 80HP.  QTH Reynisfjara.  vildi hafa þetta fyrir mig, var ekkert að auglýsa QTH, 73 Guðmundur, TF3SG.

Vísun á frásögn Guðmundar af sinni keppnisþáttöku á 3830scores .

Keppnisfrásögn TF3GB:

Hjá mér voru þetta 1886 sambönd sem dreifðust þannig:

10M = 297

15M = 302

20M = 602

40M = 685

Frá dragast 6 sambönd sem ekki gáfu stig en gáfu margfaldara eða ekkert. „Claimed-score“  1.076.400,- Loftnet: vaff á hvolfi á 7 MHz og Cobwebb fyrir hærri tíðnir. Sendiviðtæki: Kenwood TS830S, 100 w útafl. Viðvera samtals um 38 tímar. 73, TF3GB

Keppnisfrásögn TF3CW:

Gekk bara vel. 3464 QSO. 2,8 milljónir punkta. SOAB HP flokkur, hægt að sjá skil á : CQWW logs , Sjak CW

Vísun á frásögn Sigga á 3830scores