IC-7610, arftaki IC-7600 var kynnt til sögunnar einu ári á eftir fyrsta SDR sendiviðtækinu frá ICOM, IC-7300, á Tokyo Ham Fair í ágúst. Tækið er í hönnunarferli og áætlað í sölu á næsta ári. Verðið er áætlað um 3000 $.

IC-7610

Ekki er mikið vitað um eiginleika IC-7610 nema að tækið verður á svipaðri línu og IC-7300 en með ýmsum bætingum eins og tengi fyrir aukaskjá.

  • Háskerpu rauntíma TFT snertiskjár
  • HF+50 MHz
  • 100 wött
  • Samtíma tvíhlustun
  • Innbyggð loftnetsaðlögun
  • Tengi fyrir aukaskjá

Núna 10. desember opnaði Icom Japan dyrnar á aðalskrifstofu sinni í Osaka fyrir gesti og gangandi á sýningu sem kölluð er “Icom amateur radio festival”. Aðal athygli vakti nýja IC-7610 HF+50MHz stöðin.

Sýningareintak var sett á borð fyrir gesti til að skoða og prófa. Tækið er ekki fullbúið og ennþá vantar ýmsa fyrirhugaða virkni í tækið.

IC-7610 er 100 watta HF plús 50 MHz stöð með verulega bættum eiginleikum frá IC-7600.

Aðalbreytingin er að tækið er ekki lengur með millitíðni heldur með beinni afmótun “direct sampling”. Í tækinu er engin tíðnibreyting heldur er merkið úr loftinu tekið beint inná AD-breytu.

Viðtækið verður mun betra en í IC-7300 með tveimur aðskildum viðtökurásum og fullkominni tvíhlustun eins og er í IC-7851. Tíðnival verður aðskilið milli viðtökurásanna og hægt verður að taka á móti mismunandi mótunum á sitt hvorri rásinni á sitt hvorri tíðninni á sama tíma.

Jafnvel verður hægt að vera með tvö mismunandi loftnet á sama tíma og hlusta á sitt hvora rásina í heyrnatólum eða hátölurum samtímis.

Skjárinn er 7 tommur, innbyggður hátalari verður stærri, tvö USB tengi, DVI tengi og  SD-flögu rauf.

Allt sem komið hefur fram bendir til þess að tækið gæti jafnvel orðið enn betra en IC-7851.

IC-7610 verð og fyrsti söludagur.

Aðspurður svaraði sölumaður Icom verð á IC-7610 væri ekki ákveðið, en yrði í meðalflokki og sett í sölu sumarið 2017.

 

Radíóamatörar athugið að um áramótin renna út sérleyfin á fjórum og sextíu metrum.

Eins og fram kom í tölvupósti sem við sendum á irapóstinn í gær verða þeir sem ætla að nota áfram 4 metra bandið að endurnýja sín leyfi frá næstu áramótum. Tólf íslenskir radíóamatörar hafa haft leyfi til að nota 4 metra bandið samkvæmt upplýsingum PFS.

Um áramótin rennur líka út sérleyfið fyrir sextíu metra bandið og allar líkur á að þá taki gildi ákvörðum WRC-15 frá því í fyrra:

Radíóamatörar óskuðu eftir nokkuð víðtækri heimild til tíðnibands og afls á 60 metrunum en niðurstaðan varð málamiðlun sem tekur gildi um næstu áramót að öllu óbreyttu.

Radíóamatörar fá leyfi til að nota bandið 5351,5 – 5366,5 kHz eða í allt 15 kHz og mega mest senda út 15 wött e.i.r.p. með þeirri undantekningu að í Mexíkó mega radíóamatörar senda út 20 wött og 25 wött í suður- og mið-Ameríku.

Ekki þarf að sækja sérstaklega um leyfi til að nota 60 metra bandið frá áramótum ef þetta verður niðurstaðan. Rétt er að benda á að innan alheimssamtaka radíóamatöra fer fram umræða um hvernig bandið verður best nýtt og sterkar óskir hafa komið upp um að nota bandið fyrst og fremst fyrir stafræna mjóbandshætti. Rétt er líka að benda á að radíóamatörar fá leyfið á “secondary basis” sem þýðir að radíóamatörar verða að víkja fyrir umferð af annnarri tegund og mikilvægt að tryggja að útgeislað afl fari ekki yfir 15 wött.

60mR1

Hér fyrir ofan er mynd af afriti úr tilmælum IARU R1 um hvernig radíóamatörar noti 60 m bandið. Eins og sjá má leggur IARU ríka áherslu á að radíóamatörar noti, 15 kHz bandskákina sem WRC-15 úthlutaði radíóamatörum, ekki nema ef radíóamatörar í viðkomandi landi hafa ekki leyfi fyrir víðara bandi á 60 metrum eins og við hér á landi höfum haft undanfarin ár leyfi fyrir tíðnisviðinu 5260 til 5410 kHz.

Óskir um að halda áður útgefnum leyfum á 60 metrum hafa komið fram hjá amatörum í öðrum löndum og við munum fylgjast með hver þróunin verður hjá okkar nágrönnum.

PFS 4 metrar

f.h. stjórnar

73 de TF3JA

Stew Perry Topband Keppnin á 160 metrun verður haldin um helgina, 17.-18. desember.

Krækja á reglur keppninnar.

Keppnin er Morse-keppni og hefst á laugardag kl. 15:00. Keppninni  lýklur á sunnudag kl. 15:00.

TF4M 160m

Myndin sýnir sendiloftnet TF4M á 160 metrum í Otradal. Myndin er úr fyrirlestri sem TF3DX hélt í ÍRA á árinu 2011.

Kaffi og piparkökur í Skeljanesi í kvöld.

fh. stjórnar ÍRA

73 de TF3JA

Næsta IARU svæðis 1 ráðstefna verður haldin í Landshut Þýskalandi dagana 16. – 23. september á næsta ári.

Landshut-Trausnitz

Upplýsingar um ráðstefnuna eru á: http://www.iaru-r1.org/index.php/general-conference/landshut-2017

Síðasti dagur til að tilkynna þáttöku er föstudagurinn 16. desember eftir viku.

f.h. stjórnar ÍRA, 73 de TF3JA

Næsta alheims ráðstefna um radíómálefni:

World Radiocommunication Conference 2019, WRC-19.

verður haldin haustið 2019, 28. október til 22. nóvember. Upplýsingar um undirbúningsvinnu radíóamatöra eru á http://www.iaru-r1.org/.

Við í stjórn ÍRA stefnum að upplýsinga- og vinnufundi félagsins um WRC-19 núna fyrir eða fljótlega uppúr áramótum. Við hvetjum alla radíóamatöra til að kynna sér hvað helst er á döfinni hjá radíóamatörum um allan heim og ekki síst hvaða hugmyndir eru meðal amatöra um framtíð áhugamálsins. Einn stór þáttur í eflingu amatörhreyfingarinnar er fræðsla og leyfisveitingar til nýrra radíóahugamanna og virk þáttaka núverandi leyfishafa í starfssemi radíóamatöra.

f.h. stjórnar ÍRA 73 de TF3JA

Á opnu húsi í Skeljanesi í gærkvöldi var TF3EK með kynningu á ýmsum gerðum radfhlaða.

Að sögn eins af nýju radíóamatörunum var kvöldið skemmtilegt og fræðandi og að loknum umræðum um rafhlöður var farið vandlega yfir hvernig auðvelt væri fyrir nýjan radíóamatör að koma sér upp loftneti til að geta hafið ferðina um loftin blá.

Sverrir Helgason, TF3FM, er látinn.

Sverrir lauk prófi frá loftskeytaskólanum 1958 og var loftskeytamaður á sjó og hjá Landhelgisgæslunni fyrstu árin. Seinna varð Sverrir rafverktaki og rak eigið fyrirtæki allt sitt líf. Sverrir var amatörleyfishafi nr. 83 og virkur radíóamatör á áttunda og níunda áratugum síðustu aldar.

Við íslenskir radíóamatörar sendum syni Sverris, Óskari TF3DC og öðrum aðstandendum okkar samúðarkveðjur.

Í opnu húsi næst komandi fimmtudagskvöld, 8 desember, ætla ég að fjalla um hleðslurafhlöður. Nú fæst fjölbreytt úrval af hleðslurafhlöðum sem hafa um margt ólíka eiginleika sem henta fyrir mismunandi þarfir. Viðhald og sérstaklega það sem þarf að varast í umgengni, er mjög mismunandi eftir tegundum af rafhlöðum.

Kaffi og með því!

ISS SSTV mynd sem Mike Rupprecht DK3WN tók á móti 12. apríl, 2016 kl. 15:56.

ISS SSTV mynd sem Mike Rupprecht DK3WN tók á móti 12. apríl, 2016 kl. 15:56.

Löturskannað sjónvarp, SSTV, er áætlað frá alþjóða geimstöðinni, ISS, dagana 8. og 9. desember.

SSTV myndirnar eru hluti af MAI-75 tilrauninni á 145.800 MHz FM og sendar út með Kenwood TM-D710 rx/tx sem er í rússneska hluta ISS.

MAI-75 virknin er áætluð 8. desember á tímabilinu 12:35 til 18:00 GMT og 9. desember á tímabilinu 12:40 til 17:40 GMT.

ISS sendir út á FM með 5 kHz mótunarfráviki á 145.800 MHz  5 kHz en ekki 2,5 kHz sem venjulega er notað í Evrópu. Ef þitt sendiviðtæki er með síuval er best að nota breiðari síuna.

Á heimasíðu ISS Fan Club http://www.issfanclub.com/ er hægt að sjá hvenær geimstöðin er innan seilingar frá þínum stað á jörðinni.

ISS SSTV upplýsingar og krækjur eru á: https://amsat-uk.org/beginners/iss-sstv/

ARISS-SSTV myndir á: http://ariss-sstv.blogspot.co.uk/

Hlustaðu á ISS þegar stöðin er yfir Rússlandi á R4UAB netviðtækinu:  websdr.r4uab.ru

Hlustaðu á ISS þegar stöðin er yfir London  á SUWS netviðtækið: http://websdr.suws.org.uk/

Ef þú nærð heilli eða hlutamynd er hugsanlegt að dagblað á þínum stað vilji nota: http://www.southgatearc.org/news/2016/july/now-is-a-great-time-to-get-ham-radio-publicity.htm