Opið verður í kvöld í Skeljanesi 20 – 22 og ágætt tækifæri til að hefja umræðu um vorverkin og undirbúning að aðalfundi sem halda á á tímabilinu frá 15. febrúar til 15. mars samkvæmt lögum, sem samþykkt voru á aðalfundi ÍRA í fyrra.

Tillaga hefur komið fram um að ÍRA taki þátt í RTTY keppni um aðra helgi og hér með eru félagar sem áhuga hafa á að vera með hvattir til að hafa samband við stjórn ÍRA.

11.-12. febrúar Laugardagur 0000 – Sunnudagur 2359
CQ World Wide WPX RTTY keppnin
RTTY keppnisreglur

SteppIR-greiðan þarfnast viðgerðar og fleiri verkefni bíða betra veðurs. Einn valkostur væri reyndar að selja SteppIR greiðuna í því ástandi sem hún er í dag, koparþynnan í einum af þremur miðeiningum loftnetsins er skemmd. Einn amatör hefur sýnt áhuga á að kaupa loftnetið og ef fleiri hafa áhuga á kaupum eða vilja hafa skoðun þá gefum við vikufrest og stjórnin mun taka ákvörðun um sölu eða viðgerð eftir viku.

fh. stjórnar 73 de TF3JA

Krækja á hugbúnað fyrir stafræna mótunarhætti og fleira.

SteppIR greiða félagsins þarfnast viðgerðar en hér eru myndir sem sýna félagsmenn vinna að samsetningu loftnetsins fyrir tíu árum.

Truflunum í radíókerfum heldur áfram að fjölga. Geta haft alvarlegar afleiðingar.

26. janúar 2017

Truflunum í almennum radíókerfum hefur fjölgað mjög hér á landi en slíkar truflanir geta haft alvarlegar afleiðingar, jafnvel gert hluta farneta ónothæf og haft áhrif á stóran hóp notenda. Ef um útbreidda truflun er að ræða getur hún haft áhrif á tugi eða hundruð notenda. Póst- og fjarskiptastofnun vaktar slíkar truflanir og grípur til aðgerða þegar þörf er á.

Radíókerfi eru undirstaða samskipta í nútíma samfélagi og við tökum það sem sjálfsagðan hlut að kerfin virki. Þau eru ekki eingöngu notuð í samskiptum milli manna heldur ekki síður í ýmsum samskiptakerfum sem stjórna búnaði, s.s. við flugumsjón, vöktun, boðun (t.d. í heilbrigðisþjónustu og í náttúruvá) og í framleiðslufyrirtækjum (iðnstýringar sem nota radíó). Truflanir í slíku umhverfi geta valdið hættuástandi eða fjártjóni. Það getur því valdið verulegum óþægindum og jafnvel hættu ef ekki er brugðist við truflunum í tæka tíð.

Fjölgun truflana hefur verið það mikil á undanförnum árum að þrátt fyrir að mannafli og tækjabúnaður í truflanavakt PFS hafi verið aukinn umtalsvert getur stofnunin ekki sinnt viðbrögðum við radíótruflunum að fullu og neyðist til að forgangsraða tilkynningum vegna truflana með tilliti til mikilvægis þeirra kerfa sem fyrir truflun verða. Öryggiskerfi, s.s. vegna flugs, eru t.d. alltaf í forgangi.

Þessi skortur á mannafla og tækjum gerir stofnuninni erfitt fyrir að sinna truflunum utan höfuðborgarsvæðisins og umfangsmiklum truflunum sem hafa áhrif á marga er frekar sinnt en þar sem færri notendur verða fyrir áhrifum. T.d. getur truflun úti á landi þurft að bíða í talsverðan tíma ef hún telst ekki í forgangsflokki, þar sem starfsmenn komast ekki til að sinna henni vegna anna. Nokkur verkefni af þessu tagi voru í bið um nýliðin áramót, bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu.

Alls var tilkynnt um 89 fjarskiptatruflanir á árinu 2016  og á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig þær skiptust eftir því hvar þær komu fram.  Eins og sjá má voru þær langflestar í farsímanetum, eða 69%.

Skífurit yfir truflanir 2016. Farsímakerfi 69%, talstöðvarásir 9%, hljóðvarp (FM) 8%, sjónvarp 6%, leiðsögukerfi eða samskipti tengd flugrekstri 3%, Wifi/opin svið 3%, fastasambönd 1%, önnur fjarskipti 1%.

Annað flöskuskeytið sem Ævar vísindamaður stóð fyrir, bottlegram, fundið á skoskri eyju, Tiree = Kornland.

Flöskuskeyti

YHDX 80m

Annað kvöld koma TF3UA og TF3Y í Skeljanes og fjalla um truflanir frá sendingum radíóamtörs inná önnur kerfi.

Þeir félagarnir í EMC-nefnd ÍRA ætla sérstaklega að fjalla um vandamál sem kom upp hjá amatör í Mosfellsbæ þegar Síminn breytti DSL tenginu úr ADSL í VDSL.
Kaffi og kleinur.

Bréf frá Herði Harðasyni hjá Póst og Fjarskiptastofnun 4.1.2017.

“Meðbréfi 2014120011 dags 2.12.2014 heimilaði PFS radíóáhugamönnum tímabundna notkun tíðnisviðsins 5260-5410 kHz út árið 2016.  25 radíóáhugamenn sóttu um slíka heimild og fengu. Ofangreind heimild framlengist hér með til 1.5.2017 á meðan framhaldið er skoðað.

Með kveðju

Hörður R. Harðarson

Sérfræðingur í tíðnimálum / Head of Frequency Management”

 

Kæru félagar og aðrir radíóáhugamenn,

Við í stjórn ÍRA sendum ykkur bestu óskir um heillaríkt komandi ár og þökkum stuðning ykkar við félagið á liðnum árum.

Við byrjum nýja árið næsta fimmtudagskvöld á að fara yfir Útileika síðustu tveggja ára og ræða um okkar reynslu af Útileikunum og hugmyndir sem komið hafa fram sem leitt gætu til aukinnar þáttöku. Ýmislegt annað verður til umræðu allt eftir tíma og ykkar áhuga.

Nú fer að styttast í aðalfund og frestur til að skila tillögum um breytingar á lögum félagsins rennur út 14. janúar.

Við minnum ykkur líka á að muna eftir að endurnýja  sérleyfin á 1850-1900 kHz, 160 metrum og 70.000-70.200 MHz, 4 metrum ef þið ætlið að nota þau tíðnibönd. Sjá nánar á: Tíðnisvið radíóamatöra á Íslandi. Sérleyfið á 60 metrum er í skoðun og endurmati en þau leyfi sem veitt hafa verið gilda áfram eða þar til PFS gefur út endurnýjað leyfi eða sérleyfi. Þeir sem eru með gilt sérleyfi til 31.12.2016 þurfa ekkert að gera í bili en þeir sem ekki hafa haft leyfi á 60 metrunum en vilja fara í loftið á bandinu núna næstu daga ættu að senda póst á Hörð hjá PFS hrh@pfs.is, við látum ykkur vita hvernig þessu verður háttað eins fjótt og niðurstaðan verður ljós.

f.h. stjórnar ÍRA 73 de TF3JA

Hörður Harðarson hjá PFS staðfesti í vikunni í símtali að sérleyfið á 60 metrunum gildir áfram óbreytt þar til annað verður ákveðið. sjá: Sérheimild á 60 metrum.

f.h. stjórnar ÍRA

73 de TF3JA