Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum verða radíóamatörar í tveimur vitum á Íslandi um næstu helgi, Garðskagavita og Knararrósvita. Báðir vitarnir voru skráðir fyrir þó nokkru síðan til þáttöku. Á Garðskaga verður notað kallmerkið  TF8IRA og á Knarrarósi verður notað kallmerkið TF1IRA. Ef einhverjir fleiri ætla að virkja vita er velkomið að setja hér inn upplýsingar um það og eins líka væri áhugavert og gaman að fá frétt eftir helgina með myndum af því hvernig til tekst.

Hópar í báðum vitum bjóða öllum áhugasömum að koma og taka þátt eða bara til að spjalla yfir kaffibolla.

ÍRA getur aðstoðað með lán á búnaði og fleira, áhugasamir hafi samband við ira@ira.is, eða TF8KY í tölvupósti hrafnk@gmail.com eða síma 860 0110.

Við í stjórn ÍRA óskum báðum hópum góðs gengis á helginni og munum að hobbíið er eitt af því skemmtilegra sem hægt er að verja sínum frítima í og við erum að þessu til að hafa gaman af.

Garðskagaviti – mynd TF8VET

 

TF3AO skrifar á fésbók:

Sem fyrri ár mun Knarrarósviti verða með á Vitahelginni 2017 og kallmerkið verður: TF1IRA.
Það var líklega 1998 sem vitinn var með í fyrsta skipti og þá í fyrsta skipti sem íslenskur viti var virkjaður þessa helgi. Nokkrir þeirra sem byrjuðu á ævintýrinu hafa haldið tryggð við vitann og gera enn. Má nefna TF3AO, TF3GB og TF8HP sem og fleiri.
Hvetjum við áhugasama að hafa samband við Svan, TF3AB, óski þeir frekari upplýsinga.
Einhverjir okkar verða komnir á staðinn seinnipart föstudags, og fleiri bætast í hópinn á laugardegi.
Þegar er búið að skrá 414 vita, víðsvegar um heiminn.
73 de TF3AO

Knarrarósviti – ljósmynd TF3AO

Í Útvarpstíðindum á árinu 1946, septemberblaði er grein um stofnun ÍRA og eftirtektarvert að 140 manns mættu á stofnfund og mánuði seinna var félagatalan farin að nálgast 200..

SM6EAN, Mats Espling

Í lok NRAU fundar í Óðinsvéum í gær tók Mats, SM6EAN við formennsku í NRAU af Ivan, OZ7IS. Á myndinn heldur Mats á nýjum fundarhamri og bjöllu. Fyrir par árum síðan týndist fundarhamar NRAU líklega einhversstaðar í Noregi og þrátt fyrir miklar leitir hefur ekki fundist. Fráfarandi formaður Ivan, OZ7IS ákvað þess vegna að gefa NRAU fundarbjöllu sem var óspart notuð á nýafstöðnum NRAU fundi í Óðinsvéum til að kalla fundarmenn saman og ekki síður til að stöðva pískur milli fundarmanna inni á fundum. Mats hafði hinsvegar ákveðið að gefa NRAU nýjan fundarhamar eins og sjá má á myndinni og lofaði Mats að nota bæði bjöllu og hamar óspart á næsta fundi NRAU enda ekki vanþörf á.

SM6EAN tekur við af OZ7IS í lok NRAU fundar í höfuðstöðvum EDR í Óðinsvéum 2017.

 

TF3IK segir frá sinni þátttöku í Útileikunum:
“Svona var þetta hjá mér, TF3IK-5, á útileikunum 2017. Er á Akureyri í orlofshúsi við Furulund. Notaði ICOM IC-7300 stöðina en var líka með Kenwood TK-90 fyrir Landsbjargartíðnirnar (sem voru þó ekki notaðar á útileikunum). Tengdi stöðvarnar með coax skipti út á sameiginlegt net sem er ca 40 metra vír sem myndar 1/2 bylgju á 80 metrunum. Festi 4:1 UnUn við girðinguna bakvið húsið og lyfti 40 metra vírnum (hvítum) upp í röð af öspum sem eru þarna bakvið húsið. Er svo heppinn að hafa mjög gott pláss. Notaði lítinn krók sem ég festi við toppinn á 10 metra telescopic fiberstöngina minni til að lyfta vírnum og fékk aðstoð við þetta frá 15 ára syni mínum. Mótvægið var ca 15 metra vír (rauður) sem ég lagði eftir jörðinni. Hafði engan tíma til að prófa mismunandi útfærslur eða lengdir. Náði held ég bara ágætis neti með þessu en allar ábendingar um að bæta þessa útfærslu eru vel þegnar. Með þessu gat ég tjúnnað með innbyggða tjúnnernum í IC-7300 stöðinni á öllum böndum nema 160 metrunum. Loftnetamælirinn (RigExpert AA-170) sýndi góðan resonance á 3637. Skora á fleiri að lýsa sinni útfærslu.”

Hér á eftir eru nokkrar myndir sem TF3IK sendi með fréttinni:

 

Hlustari sendi inn yfirlit:
“Eftirfarandi kallmerki heyrst í loftinu um helgina á stuttbylgjunni innan lands TF2GZ,  TF2AO, TF3GB/2, TF2LL/9, TF3IK/5, TF1GW, TF3OM/1, TF1JA, TF3VS/1, TF1EIN, TF3ARI, TF3DX, TF3Y, TF8KY, TF3EK, TF5VJN, TF1PB, TF3IG/1 og flestir ef ekki allir hafa tekið þátt að einhverju leyti í Útileikunum 2017. Allir voru á SSB en TF3Y, TF3DX og TF3GB/2 voru líka eitthvað á CW. Einnig heyrðist í OZ1OM Ómari frá Danmörku bæði á SSB og CW. Kallmerkin eru listuð með fyrirvara um að einhver kallmerki geti hafa farið fram hjá hlustara.”

 

Fámennt en góðmennt var í Skeljanesi í gærkvöldi þar sem TF3EK fór yfir framkvæmd komandi Útileika og sýndi á grasflötinni við Skeljanes hve auðvelt er að setja upp loftnet í fljótheitum og fara í loftið á 80 og 20 metrum. Allt sem þarf er stöð með aflgjafa, 2o metra langur vír, rápstöng eða eitthvað til að binda endann á loftnetinu í og lyfta því yfir jörð og bíll eða radíóamatör sem mótvægi.

TF3EK og TF3DT skeggræða um upphitun alheims og loftnet.

Þegar líða tók á kvöldið kom einn nýorðinn radíóamatör, TF3PW Jón Björnsson, í heimsókn og sagðist stefna að koma í loftið um hegina frá Skorradal.

Inni í húsi sátu TF3MH og TF3JA og ræddu um félagsheimilið og framtíð þess.

Radíómatörar eru hvattir til að taka þátt í Útileikunum um helgina þrátt fyrir að verulegar líkur séu á slæmum HF skilyrðum. Þessa stundina er k stuðullinn 4.

Sérheimild til að nota 60 metra bandið óbreytt var í maí á þessu ári framlengd til 31. desember 2017 meðan verið er að skoða framhaldið.
 
Bréf frá Pfs 12. maí á þessu ári:
Með bréfi 2014120011 dags 2.12.2014 heimilaði PFS radíóáhugamönnum tímabundna notkun tíðnisviðsins 5260-5410 kHz út árið 2016. Heimildin var síðan framlengd til 1.5.2017.
25 radíóáhugamenn hafa sótt um slíka heimild og fengið ..
Ofangreind heimild framlengist hér með til 31.12.2017 á meðan framhaldið er skoðað.
Með kveðju
PÓST- OG FJARSKIPTASTOFNUN
Hörður R. Harðarson
f.h. stjórnar ÍRA,
góða helgi
73 de TF3JA

Á útileikum reynir  á samskpti innannlands með HF og MF bylgjum. Víða í óbyggðum, inn á milli fjalla og í þröngum dölum er ekki hægt að treysta á  að hægt sé að ná sambandi með farsímum og öðurm tækjum sem byggja á VHF eða hærri tíðnum. Góð loftnet fyrir bylgjulengdir á bilinu 40 til 160 metrar þurfa ekki að vera flókin smíð, en þau eru plássferk. Fáir þeirra sem búa í þéttbýli hafa t.d. pláss fyrir hálfbylgju loftnet fyrir 80 eða 160 metra heima hjá sér.

Einfalt loftnet, sem ekki þarf aðlögun á 80m, er 20 m langur vír sem tengdur er beint í miðju loftnetstengis á stöð sem fær rafmagn frá bíl. Í þessu tilfelli virkar bíllinn sem mótvægi. Með tjúner má nota 50 til 60 m langan vír á öllum útileikja böndum, þar sem bíll er mótvægi. Dæmi um vír sem ódýr og þjáll í notkun:  www.reykjafell.is/vorur
Í opnu húsi í Skeljanesi í kvöld verða sýnd dæmi um vír loftnet sem henta fyrir útileika.

Hér eru frekari upplýsingar um útileikana.

 

Eitt af markmiðum við endurskoðun á reglum um TF útileika, var að gera rafræn skil og úrvinnslu á radíó dagbókum auðveldari. Nú verður hægt að skrá dagbókina inn jafnóðum og jafnframt fylgjast með stöðu annara þáttakenda. Vinnan við verkfærin er það langt komin að hægt er að sjá formið á færslum og stigaútreikning hér.

Viðmót radídagbókar fyrir TF útileika 2017.

TF3GD og TF3DX verða á 145.500 FM og 14.034 CW í Hrafntinnuskeri um hádegisbil í dag sunnudaginn 30. júlí.

Vonumst vera Hrafntinnuskeri hádegisbil, 3GD m. gott loftn. 145.500,  3DX CW 14.034 +/– QRM.

73, Villi       Sent úr Samsung-spjaldi

 

TF15MOOT er í loftinu á 14.289 SSB.

 

 

[ultimatemember_password]