Einnig er lagt til að tíðnitöflunni í viðauka reglugerðarinnar verði breytt. Bætt er við þeim tíðnisviðum sem hafa verið alþjóðlega samþykkt.

… af vef Samgönguráðuneytis:

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að breytingum á reglugerð um radíóáhugamenn til umsagnar

Til umsagnar eru hjá ráðuneytinu drög að breytingum á reglugerð um radíóáhugamenn. Er lagt til að uppbyggingu kallmerkja radíóáhugamanna verði breytt. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 23. nóvember næstkomandi á netfangið postur@srn.is.

Ráðuneytinu hafa borist ábendingar frá félaginu Íslenskir radíóamatörar, ÍRA, um að þörf sé á að reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna, nr. 348/2004, verði breytt. Lagt er til að uppbyggingu kallmerkja radíóáhugamanna verði breytt. Hver radíóáhugamaður hefur eigið kallmerki sem samanstendur af bókstöfum og tölum en hvert kallmerki er einstakt. Alþjóða fjarskiptastofnunin, ITU, úthlutar hverju ríki sérstöku forskeyti kallmerkja og byrja t.d. íslensk kallmerki á TF og norsk á LA. Kallmerki samanstanda af forskeyti og 1-3 persónubundnum bókstöfum og eru þeir yfirleitt 4-6 stafir.

Bókstafurinn N bætist aftan við viðskeytið í kallmerki ef viðkomandi er með N-leyfi. Leyfi radíóáhugamanna eru aðgreind í N- og G-leyfi en munurinn er sá að í prófum sem standast þarf til að fá N-leyfi er prófað úr þekkingu á grunnatriðum fræðinnar og helstu lögum og reglum en G-prófið er þyngra þar sem prófað er úr fleiri atriðum og auknar kröfur gerðar. Þegar N-leyfishafar standast próf til G-leyfisins fellur stafurinn N brott úr kallmerki þeirra.

Í breytingartillögunni felst fyrst og fremst að 8. gr. reglugerðarinnar verði breytt á þá leið að aukinn verði sveigjanleiki varðandi kallmerki radíóáhugamanna og að ákvæðinu verði breytt á þann hátt að ekki verði lengur gerð krafa um að N-leyfishafar þurfi að hafa N í lok kallmerkis síns. ÍRA telur núverandi fyrirkomulag vera mismunun sem fella þurfi úr gildi. Einnig verði kallmerki ekki lengur aðgreind eftir landsvæðum því það sé að vissu leyti mismunun og óþarft að skipta  um kallmerki við flutning innan lands. Við breytinguna myndi mögulegur fjöldi kallmerkja margfaldast.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur veitt jákvæða umsögn um breytingartillöguna og telur hana í samræmi við framkvæmd á Norðurlöndunum. Póst- og fjarskiptastofnun leggur einnig til að tíðnitöflunni í viðauka reglugerðarinnar verði breytt á þann hátt að fleiri tíðnisviðum verði bætt við sem hafa verið alþjóðlega samþykkt.

Reglugerðarbreyting.

Á aðalfundi ársins var samþykkt að sækja um breytingu á reglugerð varðandi kallmerki:

Tillögur um breytingar á 8. grein í „Reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna, 348/2004“ 12. mars 2017 / TF3EK

Fyrsta málsgrein verði svo hljóðandi:
Póst- og fjarskiptastofnun úthlutar leyfishöfum kallmerki sem nota skal í öllum viðskiptum. Íslensk kallmerki hefjast á bókstöfunum TF en á eftir fylgir tölustafur og síðan einn til þrír bókstafir. Póst- og fjarskiptastofnun getur úthlutað sérstöku kallmerki vegna reksturs sameiginlegrar stöðvar jafnvel þó að þeir sem að slíkum rekstri standa hafi sitt eigið kallmerki.

Þriðja málsgrein verði svohljóðandi:
Leyfishafar sem nota far- eða burðarstöðvar skulu bæta aftan við kallmerki sitt skástriki og bókstafnum M eða P eftir því hvort um far- eða burðarstöð er að ræða.

Í símtali í morgun staðfesti starfsmaður Samgönguráðuneytisins að reglugerðarbreytingin væri í vinnslu og yrði á allra næstu dögum sett inná vef Stjórnarráðsins til umsagnar.

Umsagnarvefur Stjórnarráðsins.

 

Kynningarleyfi til að tala í fjarskiptastöð radíóamatörs.

Að beiðni stjórnar ÍRA staðfesti Póst- og fjarskiptastofnun nýlega eftirfarandi kynningarleyfi:

Einar, TF3EK var í Skeljanesi í gærkvöldi með hátæknilegt erindi um DSP. Þrettán radíóáhugamenn hlustuðu á Einar og spurðu margra spurninga jafnvel bættu við en menn komu hvergi að tómum kofa hjá Einari. Einar sagði frá því hvernig hann kynntist fyrst stafsetningu upplýsinga í sinni vinnu við jarðskjálftamæla Veðurstofunnar á síðustu öld. Hann var spurður hvort hægt væri að spá fyrir um gos með einhverjum fyrirvara en tæknin er tæplega komin á það stig ennþá. Þekkt er að einu sinni taldi starfsmaður sem staddur var við jarðskjálftamælirit sig sjá að gos var í aðsigi 15 mínútum áður en vart varð við gosið í byggð sem reyndist rétt. En með betri og hraðvirkari úrvinnslu upplýsinga frá jarðskjálftamælum er von til þess að hægt verði að spá með meiri nákvæmni um líkur á jarðskjálftum og gosum. Einnig kom fram í gærkvöldi að menn nota svipaða stærðfræði til að spá fyrir um framvindu ýmissa hagfræðilegra þátta enda álíka dyntótt fyrirbæri og jarðskjálftar eða gos. Ekki væri ónýtt að geta verið með í fartölvunni sinni rauntíma úrvinnslu á líkindum gengisbreytinga og verðbólgu eða bensínverði.

Stafsetning=digitalisation

Kaffi og meðlæti að hætti Ölvis brást ekki framar venju.

Hér á eftir koma glærurnar sem Einar sýndi í gærkvöldi:

Á opnu húsi fimmtudagskvöldið 2. nóvember ætlar Einar Kjartansson, TF3EK, að fara yfir helstu atriðin sem talin eru upp í HAREC og varða stafræna merkjavinnslu.

Í reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna er vísað í skjal, CEPT 61-02, HAREC, varðandi prófkröfur. Þar er gert ráð fyfir að undirstöðuatriði í stafrænni merkjavinnslu sé kennd. Þetta er eðlilegt þar sem öll farsímakrefi og sjónvarpsútsendingar eru nú á stafræmu formi og flestir nýir HF-móttakar radíoamatöra byggja að miklu eða öllu leiti á stafrænni meðhöndlun merkisins.

Úr HAREC:

1.10 Digital Signal Processing (DSP)

– sampling and quantization;

– minimum sampling rate (Nyquist frequency);

– convolution (time domain / frequency domain, graphical presentation);

– anti-aliasing filtering, reconstruction filtering;

– ADC / DAC.

3.8 Digital signal processing (DSP systems)

– FIR and IIR filter topologies;

– Fourier Transformation (DFT; FFT, graphical presentation);

– Direct Digital Synthesis.

 

Eftir því sem best er vitað verða tvær stöðvar í gangi á Vatnsenda, TF3CW á 40 metrum og TF3JB á 80 metrum. TF2LL á 40 metrum í Borgarfirðinum og TF3T í Grímsnesi. Eflaust verða fleiri í loftinu. Ef einhverjir hafa áhuga þá er félagsstöðin í ágætu standi og tilbúin í keppnina. Áhugasamir geta haft samband við einhvern úr stjórn og fengið lánaðan lykil ásamt leiðbeiningum.

Allar upplýsingar um keppnina á nýrri skemmtilegri heimasíðu, CQ WW DX.

Vel búin keppnisstöð og besta log forritið

Einn tugur radíóamatöra mættu í Skeljanes í gærkvöldi og hlustuðu á áhugaverða kynningu Yngva Harðarsonar, TF3Y, á vel búnum keppnisstöðvum og hugmyndir um leiðir til að styrkja félagstöð ÍRA þannig að áhugaverðara væri fyrir félagsmenn að koma og taka þátt í að virkja stöðina. Fjörugar umræður urðu að lokinni kynningu Yngva og lauk ekki fyrr en um klukkan 23.

Niðurstaða frá kvöldinu var helst sú að mikilvægt næsta skref væri að byggja betur upp loftnet félagsins.

 

 

 

TF3Y, Yngvi Harðarson ætlar að koma í Skeljanes á fimmtudagskvöld og vera með kynningu eða tillögu að uppbyggingu tveggja sendiviðtækja keppnisstöð. Yngvi byrjar klukkan 20 og að lokinni kynningu Yngva verður á boðstólunum kaffi og eitthvað gott meðlæti.

Að loknu kaffihléi verða umræður um kynningu Yngva og undir lokin verður kannaður vilji félagsmanna til þess að félagið leggi í þá vinnu og kostnað sem er samfara því að gera stöð félagsins að virkilegri tveggja sendiviðtækja keppnisstöð.

Við hvetjum félagsmenn og aðra radíóáhugamenn að koma í Skeljanes í kvöld og hlusta á þá Hrafnkel, TF8KY og Einar, TF3EK fara yfir tvo skemmtilega atburði úr starfi radíóáhugamanna á liðnu sumri.

VHF-leikar, þátttakendur:

 

Útileikar, þátttakendur:

Kaffi á tveimur könnum og eitthvað gott meðlæti að skapi Ölvis.

stjórn ÍRA

 

TF8KY og TF8TY á skólabekk

Í lok apríl s.l. var haldið amatörpróf. Að prófi loknu kom í ljós að yngsti íslenski radíóamatörinn hafði lokið prófi með sæmd og hlotið G-leyfi. Sá ungi maður, Björn Þór Hrafnkelsson var á þeim tíma aðeins 11 ára. Hann valdi sér síðar kallmerkið TF8TY.
Það er sagt að ég hafi átt hugmyndina af að verðlauna fyrir árangurinn, enda alveg sérstakt tilefni. Kom ég hugmyndinni á framfæri, og var henni vel tekið af formanni og fleirum. Niðurstaðan var sú að keypt yrði handstöð af úrvals gerð og varð fyrir valinu ICOM ID-51A PLUS 2. Stöðin er bæði VHF og UHF, með D-Star, GPS ofl. ofl.
Jón Þóroddur keypti stöðina í Friedrichshafen s.l. sumar og afhenti hana stuttu eftir heimkomu. Því er hér aðeins um formlega afhendingu að ræða, en við vonum að gripurinn hafi reynst vel og sé hvatning til frekari afreka á sviði fjarskiptatækninnar.

Gefendur eru eftirtaldir:

TF2LL Georg Magnússon
TF3AB Svanur Hjálmarsson
TF3AO Ársæll Óskarsson
TF3DX Vilhjálmur Þór Kjartansson
TF3EK Einar Kjartansson
TF3GB Bjarni Sverrisson
TF3IO Egill Ibsen Óskarsson
TF3JA Jón Þóroddur Jónsson
TF3KB Kristján Benediktsson
TF3KX Kristinn Andersen
TF3ML Ólafur B. Ólafsson
TF3NE Jóhannes Hermannsson
TF3PPN Jón Gunnar Harðarson
TF3VS Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson
TF3WX Jóhann Friðriksson
TF3WZ Ölvir Styrr Sveinsson
TF3Y Yngvi Harðarson
TF8GX Guðlaugur Kristinn Jónsson
TF8KY Sigurður Hrafnkell Sigurðsson

Óskum við Birni innilega til hamingju, njóttu vel og heyrumst í loftinu.
73 de TF3AO

Opið hús í kvöld í Skeljanesi, yngsti íslenski amatörinn kemur í heimsókn og sýnir okkur gjöf sem hópur gamalreyndra amatöra gaf honum.

Bjössi, TF8TY, hreykinn með G-leyfið

Kaffi á könnunni og tilvalið að ræða um SAC keppnina sem er um helgina. Hugmyndin er að gera tilraun til að manna félagsstöðina og eru allir velkomnir í heimsókn um helgina hvort sem er tila að fylgjast með keppninni eða sem væri enn betra að manna stöðina í lengri eða styttri tíma.

SAC

SAC á fésbókinni