Morsnámskeiðið sem verið hefur í haust heldur áfram á fimmtudögum kl. 19.00 í vetur. Þetta er kjörið tækifæri einnig fyrir þá sem eitthvað kunna og vilja gjarnan auka við hraðann. Axel Sölvason er óþreyttur að halda áfram. Næsti tími er á fimmtudaginn 29. október í félagsheimili ÍRA og ef þáttaka verður góð eru hugmyndir uppi um að bæta við öðrum tíma. 73Guðmundur, TF3SG
Afhending viðurkenninga fyrir TF útileikana 2009. Fimmtudaginn 24. september 2009.
Fimmtudaginn 24. september nk. verða afhentar viðurkenningar fyrir þátttöku í TF útileikunum 2009. Kristinn, TF3KX, mun fara yfir þátttöku og stigagjöf útileikanna. Stigahæstu mönnum verða afhentar viðurkenningar og að auki fá allir þátttakendur sem skiluðu inn radíódagbókum viðurkenningar fyrir þátttökuna. Fundurinn verður í félagsheimili ÍRA og hefst kl. 20.00.
73
Guðmundur, TF3SG