Þótt reglur útileikanna séu óbreyttar frá því 2017, þá hefur orðið breyting á heimildum íslenskra radíóamatöra á 60 m bandinu. Áður var hægt að sækja um heimild til Póst og Fjarskiptastofnunar til þess að senda með allt að 100 W afli. Nú þarf ekki að sækja sérstaklega um heimild til þess að nota 60 m bandið, en tíðnisviðið er þrengra en áður og hámarks sendiafl er nú 15 W. Tíðnin 5350 sem oft hefur verið notuð, er t.d. ekki lengur innan þess bands leyfilegt er að senda á, en það er frá 5351.5 til 5366.5 kHz.

Eftir taldar tíðnir má nota á Útileikunum:

160 m 1845 kHz LSB
80 m 3637 kHz LSB
60 m 5363 kHz USB
40 m 7120 kHz LSB

Reglur útileikanna eru á vef ÍRA.
Vefsíða sem nota má til að slá inn logga er hér.
Frekari upplýsingar má finna á glærum frá kynningu í Skeljanesi þann 26. júlí s.l..

TF útileikarnir 2018 verða haldnir um verslunarmannahelgina, 4.-6. ágúst.

Hafa má sambönd á 4 böndum: 160 m, 80 m, 60 m og 40 m. Sambönd á hærri tíðnum teljast eins og sambönd á 40 m.

Tilgreind tímabil hér að neðan eru einungis til að þétta virknina en sambönd utan þeirra skrást jafnt til stiga. Þátttökutímabil:

 17-19 laugardag
 09-12 sunnudag
 21-24 sunnudag
 08-10 mánudag

Dagbækur má senda í tölvupósti eða skila með því að fylla út eyðublað á netinu (eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar). Frestur til að ganga frá dagbókum rennur út á miðnætti næsta mánudag eftir verslunarmannahelgi.

Nánari upplýsingar í 2. tbl. CQ TF, bls. 44.

Stjórn ÍRA hvetur félagsmenn til þátttöku og óskar þeim góðs gengis.

Margir hafa haft samband eftir að 2. tbl. CQ TF kom út og þakkað fyrir blaðið.

Gjarnan er um leið spurt um vefslóð á 1. tbl. sem kom í apríl, og er hún birt neðar á síðunni.

Næsta CQ TF (3. tbl. 2018) kemur út þann 7. október n.k. og er síðasti skiladagur efnis 22. september.

Stjórn ÍRA er hvatning að finna fyrir þessum jákvæðu viðbrögðum og þakkar stuðninginn.

Við munum halda áfram að gera okkar besta.

73, Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður.

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/04/cqtf_32arg_2018_01tbl.pdf

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/07/cqtf_32arg_2018_02tbl.pdf

 

Laugardagsopnum var í Skeljanesi 28. júlí. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti á staðinn með mælitæki. Byrjað var á að rannsaka skemmdan kóaxkapal. Með því að nota Rigexpert AA-1400 loftnetsgreini tókst fljótt að staðsetja bilunina. Þá voru sérstaklega tekin til skoðunar loftnet á VHF/UHF handstöðvum. Í ljós kom að loftnet handstöðva frá þekktum framleiðendum reyndust í lagi, en loftnet á kínverskum handstöðvum þörfnuðust styttingar við og beitti Ari klippunum af nákvæmi. Ávinningur af klippingunni var staðreyndur með samanburðarmælingum – fyrir og eftir.

TF3LM lýsti þessu ágætlega á FB í dag: „Besta (styttra) loftnetið fyrir Baofeng stöðina á amatörtíðni er sem fyrr Kenwood loftnet en ef lengd er ekki vandamál er það Nagoya 771. Á 4X4 rásunum með Standard Horizon HX400 stöðinni var silfurlita Nagoya 701 best og „original“ loftnetið kom næst, 2 dB neðar. „Original“ netið var langbest á endurvarparásunum. Það var upp og ofan hvað gerðist ef maður setti lausan míkrófón á stöðvarnar. Á Baofeng stöðinnni jókst aflið út um 1-2 dB en á HX400 töpuðust stundum allt að 3 dB. Þessar mælingar voru staðfestar í dag niðri í Skeljanesi hjá ÍRA. Þar var notuð ICOM IC-9100 heimastöð og var notast við hugbúnað frá ICOM, RS-BA1 með fjarstýringu frá heimastöðinni sem var staðsett í Breiðholti. Svo var sent frá Skeljanesi, en það eru 6,7 Km á milli staða“.

Mæting var annars góð, alls 19 félagar. Viðburðurinn hafði verið  auglýstur frá kl. 14 en þeir fyrstu mættu upp úr kl. 13 og var staðurinn yfirgefinn kl. 17. Á milli mælinga var í boði ilmandi Lavazza kaffi og vínarbrauðslengjur frá Björnsbakaríi. Því miður hafði sá sem þetta ritar gleymt að hlaða myndavélarrafhlöðuna þannig að myndir fylgja af færri en fleirum að þessu sinni. Bestu þakkir til Ara, TF1A, fyrir áhugaverðan laugardag í Skeljanesi.

Frá vinstri (sitjandi): TF3MH, TF1A og TF3DT. Frá vinstri (standandi): TF3PW, TF3LM, TF3-Ø33, TF1OL og TF3EE. Ljósmynd: TF3JB.

Opið verður í Skeljanesi laugardaginn 28. júlí frá kl. 14:00. TF1A mætir á staðinn með mælitækin.

Menn eru velkomnir með VHF/UHF handstöðvar og fá mælingu til fullvissu um gæðin.

Verkefnið er, að komast að því fyrir hvaða tíðni það loftnet er sem fylgir með stöðinni. Sumum kínverskum handstöðvum fylgja t.d. loftnet sem eru merkt 136-174 MHz. Það þýðir yfirleitt að þau þarf að „klippa“ fyrir amatörbandið vegna þess að þau koma stillt fyrir lægstu tíðnina (136 MHz). TF1A verður með sérstakan búnað til að klippa loftnetin, auk þess að gera tæknilegar mælingar á stöðvunum.

Heitt verður á könnunni.

 

Mynd frá vel heppnuðum mælingadegi í Skeljanesi 30. júní s.l. Á myndinni eru þeir TF3LM, TF1OL og TF1A, sem stjórnaði aðgerðum. Ljósmynd: TF3JB.

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, mætti í félagsaðstöðuna í Skeljanesi 26. júlí og kynnti reglurnar, en TF útileikarnir verða haldnir um verslunarmannahelgina, 4.-6. ágúst n.k.

Hann fór vel yfir reglurnar sem voru uppfærðar fyrir leikana í fyrra. Hann útskýrði m.a. stigagjöf og margfaldara, en margfaldararnir (e. Maidenhead locator) eru notaðir til að reikna endanlegan stigafjölda. Þá kynnti Einar loftnetalausnir sem henta vel fyrir lægri böndin í útileikunum og sýndi myndir af hentugum loftnetum sem hann hefur sjálfur notað í leikunum.

Hann benti á, að dagbækur má senda í tölvupósti eða skila með því að fylla út eyðublað á netinu (eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar). Frestur til að ganga frá dagbókum rennur út á miðnætti næsta mánudag eftir verslunarmannahelgi.

Töluverðar umræður urðu eftir kynninguna og svaraði Einar greiðlega framkomnum spurningum. Þeim félögum sem ekki áttu heimangengt á kynninguna er bent á grein hans í 2. tbl. CQ TF 2018 (bls. 44).

 

Einar Kjartansson, TF3EK, útskýrir reglur TF útileikana í Skeljanesi 26. júlí. Arnþór Wilhelm Sigurðsson, TF3AWS, fylgist með af áhuga. Ljósmynd: TF3JB.

TF útileikarnir 2018 verða haldnir um verslunarmannahelgina, 4.-6. ágúst n.k.

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, mætir í félagsaðstöðuna í Skeljanesi fimmtudaginn 26. júlí og kynnir reglurnar og segir frá loftnetum sem henta fyrir útileika.

Einn af kostum þess að vera /P er að þá eru betri aðstæður fyrir loftnet sem henta á lægri böndunum en flestir hafa heima. Loftnet þurfa ekki að vera flókin, 20 m langur vír með bíl sem mótvægi virkar ágætlega á 80m.

Erindi Einars hefst kl. 20:30.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna.

Kaffiveitingar.

Ágætu félagar!

Mér veitist sú ánægja að tilkynna ykkur um útkomu 2. tbl. CQ TF 2018. Blaðið kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni.

Ég vil þakka höfundum efnis og TF3VS sem annaðist uppsetningu.

CQ TF er að þessu sinni 50 blaðsíður að stærð.

73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF.

Hér má finna PDF útgáfu af blaðinu:
http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/07/cqtf_32arg_2018_02tbl.pdf

Forsíða CQ TF – 32. árg. 2018, 2. tbl

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður leikanna flutti stutta kynningu í Skeljanesi fimmtudaginn 12. júlí. Þar kom m.a. fram, að 19 stöðvar skiluðu inn gögnum, samanborið við 17 í leikunum í fyrra. Færslur voru alls 772 í gagnagrunni og 386 QSO í heildina.

Óskar Sverrisson, TF3DC, varaformaður félagsins flutti stuttan inngang. Hann þakkaði TF8KY og hópnum vinnu við undirbúning svo og TF3ML sem var bakhjarl leikanna og gaf glæsileg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Í verðlaun voru gjafabréf á máltíðir á VOX Restaurant á Hótel Hilton.

Úrslit fyrir fjögur efstu sætin:

1. sæti, Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, 1.022.091 stig.
2. sæti, Jón I. Óskarsson, TF1JI, 499.715 stig.
3. sæti, Georg Kulp, TF3GZ, 393.671 stig.
4. sæti, Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, 372.630 stig.

Ólafur, TF3ML, gaf eftir eigin verðlaun, þannig að verðlaunahafarnir færðust hver upp um eitt sæti.

Óskar þakkaði vel heppnaðan viðburð og góða þátttöku í VHF/UHF leikum ÍRA 2018. Í framhaldi var viðstöddum boðið að njóta kaffiveitinga.

(Niðurstöður verða birtar í heild í 3. tbl. CQ TF).

Mynd af QTH TF3ML á Fróðárheiði í VHF/UHF leikunum. Eins og sjá má var mikil þoka. Ljósmynd: TF3ML.

Afhending verðlauna í VHF/UHF leikum ÍRA 2018 fer fram í Skeljanesi, fimmtudaginn 12. júlí n.k. kl. 20:30.

Alls tóku tæpir tveir tugir leyfishafa þátt í leiknum sem fram fóru helgina 7.-8. júlí og er þetta besta þátttaka frá upphafi (árið 2012).

Að sögn Hrafnkels, TF8KY, verður vefsíða leikanna opin til hádegis á fimmtudag (12. júlí) fyrir þá sem eiga eftir að setja inn sambönd eða leiðrétta upplýsingar.

Kaffiveitingar.

Verðlaun verða veitt fyrir bestan árangur. Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, gefur verðlaunin.