Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 15. ágúst.

Opin málaskrá, nýjustu tímaritin og góður félagsskapur. Kaffi, te, létt kolsýrt vatn og meðlæti.

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Á góðri stundu í Skeljanesi. Kristján Benediktsson TF3KB og Ágúst H. Bjarnason TF3OM. Myndin var tekin 2.5.2019. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Í dag, 10. ágúst, bættist við 5. innanlandsviðtækið til hlustunar yfir netið. Það er sömu tegundar og þau fyrri, þ.e. af KiwiSDR gerð, staðsett á Raufarhöfn. Viðtækið hefur afnot af svokölluðu T-loftneti, sem er lóðréttur vír (topplódaður) og var fyrir á staðnum.

KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 MHz. Hægt er að hlusta á AM, FM, SSB og CW sendingar og má velja bandbreidd sem hentar hverri mótun. Allt að átta notendur geta verið skráðir inn á viðtækið samtímis. Georg Kulp, TF3GZ og Árni Helgason, TF4-Ø11, stóðu að uppsetningu tækisins í dag, auk þess sem Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, veitti tæknilega aðstoð.

Slóðin er:  http://raufarhofn.utvarp.com  eða  http://r.utvarp.com

Sjá nánari upplýsingar, m.a. um önnur KiwiSDR viðtæki hérlendis í fróðlegri grein Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A, sem birtist í 3. tbl. CQ TF 2018 (bls. 44-46). Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/10/cqtf_32arg_2018_03tbl.pdf

Stjórn ÍRA þakkar viðkomandi fyrir verðmætt framlag. Hér um að ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Raufarhöfn 10. ágúst. Yfirlitsmyndin sýnir turnana sem halda uppi lóðrétta T-loftnetinu sem er tengt við KiwiSDR viðtækið og er stasett í skúrnum hægra megin vð bifreiðina. Ljósmynd: TF3GZ / TF4-TF4-Ø11.
Geog Kulp TF3GZ mátar fæðinguna á loftnetinu við postulínseinangrarann á skúrnum sem hýsir KiwiSDR viðtækið. Ljósmynd: TF3GZ / TF4-Ø11.
Verkinu lokið. Nýja KiwiSDR viðtækið komið í hús á Raufarhöfn, tengt við loftnet og internet og allt virkar vel. Árni Helgason TF4-Ø11 og Georg Kulp, TF3GZ.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri félagsins og Georg Kulp, TF3GZ, mættu í Skeljanes fimmtudaginn 8. ágúst eftir vinnu og settu upp loftnetsbúnað fyrir Es’Hail-2/P4A/ Oscar 100 gervitunglið. Veðuraðstæður voru eins góðar og hugsast getur, sólskin, 18°C hiti og passleg gola.

Sett var upp öflug veggfesting og 85cm loftnetsdiskur á austurhlið hússins í Skeljanesi. Verkið gekk vel og tókst að ganga frá köplum og stilla loftnetið áður en kom að opnun félagsaðstöðunnar kl. 20.

Þegar tími gefst á næstunni, er hugmyndin að ljúka tengingum og frágangi innanhúss, en Kenwood TS-2000 stöð félagsins mun notast við sértækan búnað frá PE1CMO sem kom til landsins í síðasta mánuði. Það styttist því í að TF3IRA verði QRV um nýja gervitunglið.

Stjórn félagsins þakkar þeim félögum gott framlag.

Georg Kulp TF3GZ borar fyrir múrboltum fyrir veggfestinguna fyrir loftnetsdiskinn. LJósmynd: TF3JB.
Georg Kulp TF3GZ og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A ganga frá köplum og LNB. Ljósmynd TF3JB.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A stillir loftnetsdiskinn. Slíkt getur verið vandasamt og tímafrekt, en Ari kom með vandað mælitæki og því kláraðist verkefnið á tiltölulega skömmum tíma. Ljósmynd: TF3JB.
Afstöðumyndin sýnir staðsetningu gervihnattadisksins á húsinu. Fjarskiptaherbergi TF3IRA er í hornkvistinum beint fyrir ofan diskinn. Ljósmynd: TF3JB.

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður leikanna flutti stutta kynningu í Skeljanesi fimmtudaginn 8. ágúst. Þar kom m.a. fram, að 18 stöðvar skiluðu inn gögnum í ár, samanborið við 19 í leikunum í fyrra (2018).

Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður ÍRA, þakkaði TF8KY og hópnum frábæra vinnu við undirbúning leikanna. Hann afhenti síðan verðlaun félagsins fyrir 3 efstu sætin:

1. sæti, Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN,  2.408 heildarstig.
2. sæti, Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY,  2.160 heildarstig.
3. sæti, Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, 1.581 heildarstig.

Hrafnkell kynnti að lokum Íslandsmet í drægni á 23cm bandinu sem náðist í leikunum, en þeir TF3ML og TF8YY höfðu QSO á FM mótun á 1294,5 MHz frá fjallinu Búrfelli til Keflavíkur og var vegalengd 134 km. Í lokin ræddi Keli keppnisreglur og kynnti hugsanlegar breytingar, sem verða til þróunar fyrir næsta ár.

Alls mættu 23 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í blíðviðri í Vesturbænum.

(Niðurstöður verða birtar í heild í 4. tbl. CQ TF sem kemur út 30. september n.k.).

Skeljanesi 8. ágúst. Hrafnkell Sigurðsson TF8KY kynnti úrslit í VHF/UHF leikunum 2019. Ljósmynd: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB.
Fremst á mynd: Björn Þór Hrafnkelsson TF8TY. Aftar: Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Sigmundur Karlsson TF3VE. Aftast: Jónas Bjarnason TF3JB, Njáll H. Hilmarsson TF3NH og Þorvaldur Bjarnason TF3TB. Ljósmynd: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB.
Verðlaunarhafar í VHF/UHF leikum ÍRA 2019. Frá vinstri: Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN 1. sæti; Hrafnkell Sigurðsson TF8KY 2. sæti; Ólafur B. Ólafsson TF3ML 3. sæti og Jónas Bjarnason TF3JB formaður ÍRA. Ljósmynd: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB.
Slakað á yfir kaffi og Nóa konfekti. Frá vinstri: Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Ólafur B. Ólafsson TF3ML, Þórður Adolfsson TF3DT, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Baldvin Þórarinsson TF3-033, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A (snýr baki í myndavél), Sigmundur Karlsson TF3VD, Georg Kulp TF3GZ og Mathías Hagvaag TF3MH. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Afhending verðlauna í VHF/UHF leikum ÍRA 2019 fer fram í Skeljanesi, fimmtudaginn 8. ágúst kl. 20:30.

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður leikanna, mun jafnframt fara yfir helstu niðurstöður. Hann mun m.a. skýra frá nýju Íslandsmeti í drægni á 23 cm bandinu sem sett var í leikunum í ár.

Alls voru tæpir tveir tugir leyfishafa skráðir til þátttöku helgina 20.-21. júlí s.l. Það er jafn góð þátttaka og í fyrra (2018) – sem var besta þátttaka frá upphafi (2012).

Félagar, mætum tímanlega, kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

Útileikar ársins eru u.þ.b. hálfnaðir þegar þetta er skrifað, eftir hádegi sunnudaginn 4. ágúst. Ágæt þátttaka hefur verið það sem af er – en framundan eru tvö tímabil:

  • Kl. 21-24 í kvöld (sunnudag); og
  • Kl. 08-10 í fyrramálið (mánudag).

Meðfylgjandi mynd var tekin í fjarskiptaherbergi TF3IRA í morgun (sunnudag), en félagsstöðin er að sjálfsögðu QRV í leikunum.

Hafa má sambönd á 4 böndum: 160 m, 80 m, 60 m og 40 m. Sambönd á hærri tíðnum teljast eins og sambönd á 40 m. Tilgreind tímabil (að ofan) eru einungis hugsuð til að þétta virknina, en heimilt er að hafa sambönd alla verslunarmannahelgina.

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 4. ágúst. Wilhelm Sigurðsson TF3AWS á hljóðnemanum frá TF3IRA í TF útileikunum 2019. Ljósmynd: TF3JB.

TF útileikarnir verða haldnir um verslunarmannahelgina, dagana 3–5. ágúst og verða þá 40 ár síðan þeir voru fyrst haldnir.

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, mætti í félagsaðstöðuna í Skeljanesi fimmtudaginn 1. ágúst, flutti stutta kynningu og fór yfir helstu atriði.

Hafa má sambönd á 4 böndum: 160 m, 80 m, 60 m og 40 m. Sambönd á hærri tíðnum teljast eins og sambönd á 40 m. Tilgreind tímabil hér að neðan eru einungis hugsuð til að þétta virknina, en sambönd utan þeirra skrást jafnt til stiga. Þátttökutímabil:

  • 17-19 laugardag
  • 09-12 sunnudag
  • 21-24 sunnudag
  • 08-10 mánudag

Dagbækur má senda í tölvupósti eða skila með því að fylla út eyðublað á netinu, vefslóð er: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar

Frestur til að ganga frá dagbókum rennur út á miðnætti næsta mánudag eftir verslunarmannahelgi. Nánari upplýsingar í 3. tbl. CQ TF 2019, bls. 37-38. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/06/cqtf_33arg_2019_03tbl.pdf

Stjórn ÍRA hvetur félagsmenn til þátttöku og óskar þeim góðs gengis.

Skeljanesi 1. ágúst 2019. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, mætti í félagsaðstöðu ÍRA fimmtudaginn 1. ágúst og flutti áhugaverða kynningu um TF útileikana og svaraði spurningum. Alls mættu 14 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta sumarkvöld. Ljósmynd: Jónas Bjarnaosn TF3JB.

TF útileikarnir 2019 verða haldnir um verslunarmannahelgina, 3.-5. ágúst n.k., en 40 ár eru síðan fyrstu leikarnir voru haldnir, árið 1979.

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, mætir í félagsaðstöðuna í Skeljanesi fimmtudaginn 1. ágúst flytur stutta kynningu og svarar spurningum.

Erindi Einars hefst stundvíslega kl. 20:30.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

Áður auglýst úrslit og verðlaunaafhending í VHF/UHF leikunum 2019 verður fimmtudaginn 8. ágúst en ekki fimmtudag 1. ágúst.

Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.

Stjórn ÍRA.

Úrslit í VHF/UHF leikunum 2019 verða kynnt í Skeljanesi, fimmtudaginn 8. ágúst, kl. 20:30, en ekki 1. ágúst eins og áður var auglýst.

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður leikanna, mun fara yfir helstu niðurstöður. Hann mun m.a. skýra frá nýju Íslandsmeti í drægni á 23 cm bandinu sem sett var að þessu sinni.

Alls voru tæpir tveir tugir leyfishafa skráðir til þátttöku í leikunum sem fram fóru helgina 20.-21. júlí s.l. Það er jafn góð þátttaka og í fyrra (2018) – sem var besta þátttaka frá upphafi (2012).

Leikjasíðan verður opin til miðnættis Í kvöld (sunnudagskvöld) 28. júlí.  Til þess tíma verður hægt að leiðrétta innsláttarvillur. Eftir það liggja úrslit fyrir og mun verðlaunaafhending fara fram í Skeljanesi, fimmtudaginn 1. ágúst.

Félagar, mætum tímanlega, veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

Hrafnkell Sigurðsson TF8KY á fullu í VHF/UHF leikunum 2019. Ljósmynd: Björn Þór Hrafnkelsson TF8TY.