TF4X keppnisstöðin í Otradal tók þátt í CQ WW SSB 2014 og var stjórnað með fjaraðgangi frá Reykjavík.   TF3SG sem operator með K3 frá Elecraft og tilheyrandi fjaraðgangsbúnað tók þátt í flokkinum SOSB 160m High Power.

CQ WW SSB keppnin í ár fór af stað rétt eftir kröftugasta sólgos sem orðið hefur í 24 ár.

Nú til dags eru öflug hlustunarnet og öflugt sendinet og allt sem því fylgir á 160m um margt forréttindi.  Það er aldrei ljósar en í miðju kröftugu sólgosi hvað stöðin er öflug.  Veikustu merkin voru læsileg alveg niður í suð.  Það verður ekki við ráðið ef merkin ná ekki í gegn vegna norðurljósa.  Vandamálið hér á landi er ekki endilega að heyra veikustu merkin, miklu frekar að þeir sem kalla heyra ekki merkið frá TF4X vegna QRM þeirra megin.  Við sólgosið tók bandið dýfu en jafnaði sig að nokkru leiti á nokkrum klukkutímum.  Fyrir mig var þetta ein skemmtilegasta og lærdómsríkasta keppni fram til þessa. Allur búnaður var hnökralaus. Fjöldi sambanda var rétt rúmlega 260, 8 CQ og DXC 44. Takk fyrir mig Þorvaldur.

73

Guðmundur, TF3SG

staðan á DXWATCH.COM stuttu eftir lok keppninnar..

KD4PXY

TF2LL

14263

59 nc

0003z 27 Oct

N6DBF

TF2LL

14263

2359z 26 Oct

9A7A

TF4X

1832.5

2353z 26 Oct

CN2AA

TF4X

1832.4

2342z 26 Oct

K6ST

TF2LL

14263

2338z 26 Oct

K6ST

TF3CY

14232.6

2331z 26 Oct

K7RL

TF3CY

14232.6

USB

2320z 26 Oct

K7RL

TF2LL

14263

USB

2320z 26 Oct

DB3MA

TF4X

1832.4

5914 73 harald

2320z 26 Oct

GM4AFF

TF4X

1832.4

2315z 26 Oct

NW3H

TF2LL

14263

40

2311z 26 Oct

N2FF

TF2LL

14263

2304z 26 Oct

AA7V

TF3CY

14232.6

2304z 26 Oct

TF2MSN

TF3CY

14232.5

CQ TEST

2252z 26 Oct

N2TX

TF3CY

14232.6

USB

2248z 26 Oct

seinni hluta sunnudags kom TF3CY aftur inn í keppnina af mikilum krafti á 10 metrunum, TF4X vaknaði aftur til lífsins á fjarstýringu frá TF3SG í Reykjavík og TF2LL hélt sínu striki á 20 og 80 metrunum …þegar klukkan er langt gengin í tíu hefur TF3IG bæst á listann á dxwatch.com… klukkan er orðin rúmlega níu og einn mesti keppnismaður íslenskra radíóamatöra, TF3CW, kominn á fulla ferð í keppninni, hér er staðan á DXWATCH.COM:

Einu heimildirnar um þáttöku íslenskra stöðva í CQ WW DX SSB keppninni um helgina eru listinn á DXWATCH.COM og símtal frá TF3SG í gær sem sagðist vera í loftinu á TF4X fjarstýrðri frá Reykjavík á 160 metrunum. Þetta er staðan núna klukkan 6 á sunnudagsmorgni í eins stigs frosti og vindleysu, allt bendir til sólríks sunnudags og lítil hætta á að loftnetaskelfirinn leysist úr læðingi. En hver á þetta skemmtilega kallmerki TF0HQ? sem bendir til þess að stjórn ÍRA hafi skroppið á gossvæðið í nótt. Kallmerkið HQ er venjulega frátekið fyrir “head quarter” stöðvar.

SAC SSB um næstu helgi

frétt frá keppnisnefnd SAC via SM5AJV

“The Scandinavian Activity Contest on SSB 11-12 October 1200-1159 UTC. All Scandinavias are excited to hear your voices with or without the Aurora flutter.”

Munið að lesa reglurnar. Nokkrum keppnisflokkum hefur verið bætt við, verðlaunaskildir í boði ýmissa aðila og skilafrestur logga hefur verið styttur í 7 daga. Vinsamlega sendið loggana strax að lokinni keppni.

Norðurljósin eru fögur, en geta skemmt fyrir HF fjarskiftum í Scandinaviu sem gerir SAC að sérstöku ævintýri. Verða Norðurljós eða ekki?

Skoðið þetta fallega myndskeið frá Hannu Hoffrén í Finnlandi:

73 SAC Contest Committee

þýtt og endursagt í boði TF3JA

SAC keppnin, Morse-hlutinn er í næsta mánuði. Gerðar hafa verið breytingar á reglum keppninnar, þar sem nýir flokkar koma til sögunnar, “assisted” og “low band” flokkar. “National Team Contesting” flokkurinn er aflagður. Skilafrestur á loggum er færður niður í 7 daga.

Breytingarnar er að finna hér:  http://www.sactest.net/blog/

Heildarreglurnar eru hér:   http://www.sactest.net/blog/rules/

73 de TF3GB

Nú eru 36. TF-útileikarnir framundan og vonast er eftir góðri þátttöku.

Leikarnir fara fram 2. til 4. ágúst.

Aðalþátttökutímabilin eru :
1700 til 1900 á laugardag
0900 til 1200 á sunnudag
2100 til 2400 á sunnudag
0800 til 1000 á mánudag

Heildarþátttökutími má mestur verða 9 klukkust. samtals. Reglur útileikanna eru hér undir þessum tengli: FLUTT – Útileikarnir Þar eru einnig stöðluð dagbókarblöð, kallsvæðaskipting o. fl. Á dagbókarblöðunum koma fram þær upplýsingar sem þarf til að fá sem flesta punkta út úr hverju sambandi. Radíódagbækur sendist til TF3GB.

Heyrumst !

RSGB IOTA-keppnin verður haldin 26. og 27. júlí. Keppt er bæði á SSB og CW.

Nánari upplýsingar er að finna undir tenglinum hér fyrir neðan.

http://www.rsgbcc.org/hf/rules/2014/riota.shtml

Bjarni, TF3GB

IARU HF-keppnin verður haldin 12. og 13. júlí . keppt er bæði á SSB og CW.

Nánari upplýsingar um keppnina er að finna undir tenglinum hér fyrir neðan

http://www.arrl.org/iaru-hf-championship/

Bjarni, TF3GB.

Um helgina er CQ World-Wide WPX CW keppnin. Keppnin byrjar klukkan 00:00 á laugardegi og endar klukkan 24:00 á sunnudegi. Einyrkjar mega mest vera 36 klukkutíma í loftinu og verða að taka hlé sem hvert um sig er að lágmarki ein klukkustund. Fjölmönnuð stöð má vera samfleytt alla 48 klukkkutímana í loftinu. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og eins mögum löndum og unnt er. Keppendur er áminntir um að virða án undantekninga tíðninotkunarreglur IARU og ekki síst halda sig frá neyðarfjarskiptatíðnunum.

Hver keppandi og hvert keppnislið verða að vera við stöðina eða á einum stað ef stöðin er fjarstýrð. Fjarstýrð stöð verður að vera öll, viðtæki, sendir og loftnet, á einum stað. Keppnisþátttaka um fjarstýrða stöð verður að hlíta öllum stöðvarleyfum, keppendaleyfum og öðrum takmörkunum sem settar hafa verið í leyfisbréfi keppanda og stöðvarleyfi. Fjarstýrð viðtæki utan stöðvar eru ekki leyfð.

Nánari reglur eru á: http://www.cqwpx.com/rules.htm og keppnin er á fésbók: http://www.facebook.com/cqwpx

Félagar sem hafa áhuga á að taka þátt í keppninni á stöð ÍRA í Skeljanesi hafi samband við formann ÍRA.

TF3Y var rétt áðan að setja inná írapóstinn upplýsingar um Baltic-keppnina sem fer fram um næstu helgi. Eitt af aðalsmerkjum radíóamatöra er að vera góður keppnismaður og taka þátt. Aðalatriðið er ekki að vinna heldur vera með, vera hluti af amatörsamfélaginu.

Baltic keppnin á 50 ára afmæli á þessu ári og er haldin næstu helgi á undan WPX CW keppninni. Í tilefni af afmælinu eru vegleg verðlaun í boði og keppt er í mörgum flokkum sem eykur líkindin á að ná til verðlaunasætis.

Lauslega þýddur póstur frá Mindis LY4L:

Kæri félagi,

Veistu af mörgum keppnum fyrir fimmtíu ára og eldri? ein slík er Baltic keppnin, með mikla virkni á 80 metrum.  Með nokkurra klukkutíma þátttöku á laugardagskvöld og nótt áttu gott tækifæri til að ná í einhvern af hinum mörgu minjagripum í tilefni af fimmtíu ára afmæli Baltic keppninnar.

Til viðbótar venjulegum verðlaunum hefur Lithuanian Radio Sport Federation gefið sérstök  50 ára Baltic keppnis verðlaun og minjagripi fyrir þáttakendur sem hafa:

– 100 QSO samanlagt við LY, YL og ES stöðvar;

– 50 QSO við LY stöðvar;

– 500 QSO;

– 50 QSO við LY, 50 QSO við YL stöðvar  og 50 QSO við ES stöðvar;

– til þeirra sem eru nákvæmlega  50 ára, hvorki meira né minna og ná flestum  QSOum;

– sem ná besta síðasta klukkutíma skorinu eða flestum QSOum á síðasta klukkutíma keppninnar.

Vona að sem flestir taki þátt um næstu helgi frá klukkan 21 á laugardagskvöldinu og alla 5 klukkutímana.

CU um næstu helgi, Baltic keppnisnefndin.

Með bestu 73 kveðju!

Mindis LY4L

…………………………………………………………………………………………..

Nánari upplýsingar um keppnina eru á: http://www.lrsf.lt/bcontest/english/rules_html.htm

og hér er vísun á aðdáendanetsíðu keppninnar:  http://ua9qcq.com/en/contestinfo.php?lang=&t_id=145&mo=5&Year=2013

… keppnin er tilvalið tækifæri til allskonar loftnetatilrauna og útiveru í góða veðrinu..sumarið er að koma og ekki seinna vænna að hita upp fyrir útileikana, 80 metrarnir eru sérstaklega velnýttir í þessari keppni og gott tækifæri til að ná nýjum löndum og svæðum..

EU6NN Nina

Upplýsingar um “claimed” skor TF3W í international ARRL dX keppni 2014. Aðrar íslenskar stöðvar sem vitað er um að þátt tóku í keppninni eru TF3CY.

73

Guðmundur