Ársæll Óskarsson, TF3AO

Í júlíhefti CQ tímaritsins eru birtar niðurstöður úr CQ WPX RTTY DX keppninni sem fram fór dagana 12.-13. febrúar 2011. Alls sendu fjórar TF stöðvar inn keppnisdagbækur. Ársæll Óskarsson, TF3AO, var með bestan árangur af TF stöðvum, bæði í sínum keppnisflokki (einsbands, 14 MHz, hámarks útgangsafl) og í heild, eða 933,500 stig. Að baki þeim árangri voru alls 844 QSO og 500 forskeyti. Þess má geta, að Ársæll var líka með bestan árangur af TF stöðvum í keppninni fyrra (2010). Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG, var einnig með mjög góðan árangur og bestan í sínum keppnisflokki (öll bönd, hámarks útgangsafl) eða 885,705 stig. Aðrir þátttakendur voru jafnframt með ágætan árangur í sínum keppnisflokkum, sbr. meðfylgjandi töflu.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Heildarárangur (stig)

QSO (fjöldi)

Forskeyti (fjöldi)

14 MHz, hámarks útgangsafl
Unknown macro: {center}TF3AO*

Unknown macro: {center}933,500

Unknown macro: {center}844

Unknown macro: {center}500

14 MHz, mest 100W útgangsafl
Unknown macro: {center}TF3PPN*

Unknown macro: {center}413,971

Unknown macro: {center}549

Unknown macro: {center}347

Öll bönd, hámarks útgangsafl
Unknown macro: {center}TF3IG*

Unknown macro: {center}885,705

Unknown macro: {center}861

Unknown macro: {center}411

Öll bönd, hámarks útgangsafl
Unknown macro: {center}TF1AM

Unknown macro: {center}355,014

Unknown macro: {center}493

Unknown macro: {center}326

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.

Guðmundur I. Hjálmtýsson, TF3IG

Stjórn Í.R.A. óskar þátttakendum til hamingju með árangurinn.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, tók þátt í CQ Word-Wide WPX keppninni (SSB hluta) helgina 26.-27. mars 2011 og gekk
framúrskarandi vel. Bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) liggja nú fyrir og náði Sigurður 2. sæti yfir heiminn í
einmenningsflokki, hámarksafli, á 14 MHz. Heildarniðurstaða hans var 8,050,468 stig. Þessi árangur tryggir honum jafnframt
1. sætið í Evrópu í sínum keppnisflokki.

Sigurður notaði hámarks leyfilegan þátttökutíma í keppninni, eða 36 klst. en miðað er við 12 klst. lágmarkshvíld keppenda.
Hann var að jafnaði með 91,4 QSO á klst., sem samsvarar að meðaltali 1,8 samböndum á mínútu – allan þátttökutímann;
enda voru skilyrðin góð. Til marks um það má nefna, að hann gat haldið sömu vinnutíðni í 10 klst. samfleytt (QRG 14,154 MHz).
Sigurður notaði 4 staka ZX einbands Yagi loftnet í 20 metra hæð.

Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði til hamingju með framúrskarandi góðan árangur.

Morshluti CQ World-Wide WPX keppninnar fer fram helgina 28.-30. maí n.k. Keppnin er tveggja sólahringa keppni og hefst kl. 00:00
laugardaginn 28. maí og lýkur kl. 23:59 sunnudaginn 30. maí. Keppnin fer fram á eftirtöldum böndum: 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.
Í boði eru fjórir keppnisflokkar:

Keppnisflokkur

Undirflokkar

Annað

Einmenningsflokkur (a) Allt að 1500W; (b) allt að 100W; og (c) allt að 5W Sjá skýringar í keppnisreglum
Einmenningsflokkur, aðstoð (a) Allt að 1500W; og (b) allt að 100W Sjá skýringar í keppnisreglum
Einmenningsflokkur, “overlay” (a) “Tribander/single element” og (b) “Rookie” Sjá skýringar í keppnisreglum
Fleirmenningsflokkur (a) Einn sendir; (b) tveir sendar; og (c) enginn hámarksfjöldi senda Sjá skýringar í keppnisreglum

Keppnisreglur (á ensku): http://www.cqwpx.com/rules.htm

Tilkynningar um þátttöku: http://www.his.com/~wfeidt/Misc/wpxc2011.html

Í maíhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ WW RTTY DX keppninni sem fram fór dagana 25.-26. september 2010.
Ágæt þáttaka var frá TF, en alls sendu fimm stöðvar inn keppnisdagbækur.

Andrés Þórarinsson, TF3AM, var með bestan árangur, bæði í sínum keppnisflokki og í heild, eða 647,752 stig.
Að baki þeim árangri voru alls 1,122 QSO, 165 DXCC einingar (e. entities); 43 svæði (e. zones) og 61 fylki/ríki í USA og Kanada.
Þeir Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG og Ársæll Óskarsson, TF3AO, voru einnig með mjög góðan árangur.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur, stig

QSO

DXCC

Svæði

US/VE

Skýringar

Öll bönd TF3AM*

Unknown macro: {center}647,752

Unknown macro: {center}1,122

Unknown macro: {center}165

Unknown macro: {center}43

Unknown macro: {center}61

Hámarks útgangsafl
Öll bönd TF3IG

Unknown macro: {center}496,052

Unknown macro: {center}948

Unknown macro: {center}155

Unknown macro: {center}44

Unknown macro: {center}45

Hámarks útgangsafl
Öll bönd TF8SM

Unknown macro: {center}314,703

Unknown macro: {center}634

Unknown macro: {center}127

Unknown macro: {center}38

Unknown macro: {center}54

Hámarks útgangsafl
Öll bönd (A) TF3AO*

Unknown macro: {center}405,328

Unknown macro: {center}952

Unknown macro: {center}118

Unknown macro: {center}33

Unknown macro: {center}45

Hámarks útgangsafl, aðstoð
Öll bönd (A) TF3PPN

Unknown macro: {center}252,822

Unknown macro: {center}687

Unknown macro: {center}112

Unknown macro: {center}31

Unknown macro: {center}31

Mest 100W útgangsafl, aðstoð

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.

Bestu hamingjuóskir til þátttakenda.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, tók þátt í CQ Word-Wide WPX keppninni (SSB hluta) helgina 26.-27. mars og gekk framúrskarandi vel. Niðurstaðan var: 3.285 QSO og 1170 forskeyti eða alls 8.085.560 stig. Sigurður notaði hámarks leyfilegan þátttökutíma í keppninni, eða 36 klst. en miðað er við 12 klst. lágmarkshvíld keppenda. Sigurður var að jafnaði með 91,4 QSO á klst., sem samsvarar 1,8 QSO á mínútu – allan þátttökutímann; enda voru skilyrðin mjög góð. Til marks um það má nefna að hann gat haldið sömu vinnutíðni í 10 klst. samfleytt (QRG 14,154 MHz). Sigurður keppti í einmenningsflokki, hámarksafli, á 14 MHz. Hann notaði 4 staka ZX einbands Yagi loftnet í 20 metra hæð.

Stjórn félagsins óskar Sigurði til hamingju með þennan frábæra árangur.

TF2JB

TF3SG lánaði 21 m. háa stöng fyrir 80 metrana. Ljósm.: TF2JB.
(Myndin var tekin 6.12.2009).

Alls náðust 1,783 QSO frá TF3W í Russian DX Contest 2011 (RDXC) keppninni sem lauk kl. 11:59 í dag, 20. mars. Samkvæmt þessari niðurstöðu er áætlaður heildarárangur um 3 milljónir punkta. Að sögn Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW sem skipulagði keppnina er þessi niðurstaða mjög ásættanleg miðað við skilyrðin og í annan stað, að um var að ræða æfingar- og kynningarkeppni fyrir félagsmenn sem vildu kynnast þátttöku í alþjóðlegum keppnum. Sigurður gat þess einnig, að þrátt fyrir allt, hafi heildarárangurinn sem stefnt var að, þ.e. 2,000 QSO, verið í sjónmáli. Þátttaka var bæði á CW og SSB.

Flest sambönd voru höfð á 20 metrunum í gær (laugardag) en í morgun (sunnudag) þegar opnaðist á 15 metrunum, komu þeir vel inn. Tæplega 200 QSO náðust á 80 metrunum, sem er góður árangur miðað við skilyrðin, en mjög gott loftnet var til ráðstöfunar í keppninni (lánað af TF3SG).

Þátttakendur voru: Benedikt Sveinsson, TF3CY; Guðmundur Sveinsson, TF3SG; Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; Óskar Sverrisson, TF3DC; Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN; Stefán Arndal, TF3SA; Sveinn Guðmundsson, TF3T; og Yngvi Harðarson, TF3Y. Margir félagsmenn lögðu leið sína í Skeljanesið og fylgdust með “okkar mönnum” í keppninni um helgina.

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.

TF2JB

Frá vinstri: TF3SA, TF3DC, TF3JA og TF3CW ræða um sérstöðu RDXC keppninnar. Ljósmynd: TF3LMN.

Ákveðið hefur verið að félagsstöðin verði virkjuð í The Russian DX Contest 2011 (RDXC) sem verður haldin um helgina, 19. til 20. mars. Um verður að ræða æfingar- og kynningarkeppni fyrir félagsmenn sem vilja kynnast og fá leiðbeiningar um þátttöku í alþjóðlegum keppnum. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, mun leiðbeina og verða til aðstoðar. RDXC er heppileg sem „æfinga- og kynningarkeppni” þar sem hún er sólarhringskeppni (stendur yfir í 24 klst.) og keppt er bæði á CW og SSB, auk þess sem er þægilegt að hún hefst kl. 12 á hádegi á laugardegi og lýkur á sama tíma á sunnudegi.

Sigurður, TF3CW, gerir uppkast að viðverutöflu fyrir þátttakendur í keppninni. Ljósmynd: TF3LMN.

Verkefnið hefur verið til umræðu og í mótun á meðal áhugasamra sem hafa mætt í félagsaðstöðuna nokkra undanfarna fimmtudaga og var nánar til kynningar að afloknu erindi TF3AM í Skeljanesinu s.l. fimmtudag (10. mars). Þá var settur upp þátttökulisti og er þegar fullbókað í keppnina. Fyrirhugað er, að hópurinn hittist á laugardag kl. 09:00 í Skeljanesi og mun Sigurður undirbúa hópinn fyrir keppnina. Þótt fullbókað sé í keppnina, er áhugasömum félagsmönnum velkomið að mæta og fylgjast með. Þrátt fyrir að um æfinga- og kynningarkeppni sé að ræða, er markið sett hátt, eða á a.m.k. 2000 QSO. Kallmerkið TF3W verður notað í keppninni.

SteppIR 3E Yagi loftnet félagsins verður m.a. notað í RDXC keppninni. Ljósmynd: TF2JB.

Sjá nánar: http://www.rdxc.org/asp/pages/rulesg.asp

TF2JB

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, starfrækti TF3W frá félagsstöð Í.R.A. 18.-19. september. Ljósmynd: TF3LMN.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, mun starfrækja stöð félagsins í ARRL DX Phone keppninni 5.-6. mars n.k. og nota kallmerkið TF3W. Keppnin hefst kl. 00:00 laugardaginn 5. mars og lýkur kl. 23:59 sunnudaginn 6. mars. Sigurður mun keppa í einmenningsflokki á 14 MHz á hámarksafli (1kW).

Markmið keppninnar er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tveimur sólarhringum við aðrar amatörstöðvar í W/VE. Mest er hægt að hafa 63 margfaldara á einu bandi. Hvert ríki í Bandaríkjunum og hvert fylki í Kanada telja. Öll ríki í Bandaríkjunum gilda þannig sem margfaldarar nema KH6 og KL7 en “District of Columbia, DC” kemur inn sem margfaldari í keppninni. Í Kanada gilda fylkin: NB (VE1, 9); NS (VE1); QC (VE2); ON (VE3); MB (VE4); SK (VE5); AB (VE6); BC (VE7); NWT (VE8); NF (VO1); LB (VO2); NU (VYØ); YT (VY1); og PEI (VY2).

TF2JB

Í janúarhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ WW WPX keppninni árið 2010, en SSB-hluti hennar fór fram helgina 30.-31. október s.l. Alls sendu fjórar TF-stöðvar inn keppnisdagbækur að þessu sinni. Keppt var í tveimur flokkum, þ.e. einmenningsflokki, öllum böndum á hámarksafli og í einmenningsflokki á 7 MHz á hámarksafli. Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX, var með bestan árangur í fyrri flokknum, eða 601,869 punkta og Sigurður R. Jakobsson, TF1CW, var með 383,088 punkta í þeim síðari.

Niðurstöður í keppninni fyrir TF-stöðvar urðu að öðru leyti samkvæmt eftirfarandi:

Keppnisflokkur Kallmerki Árangur, punktar QSO Forskeyti
Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl TF8GX*
Unknown macro: {center}601,869

Unknown macro: {center}874

Unknown macro: {center}457

Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl TF3AO
Unknown macro: {center}280,847

Unknown macro: {center}540

Unknown macro: {center}371

Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl TF3SG
Unknown macro: {center}101,790

Unknown macro: {center}218

Unknown macro: {center}174

Einmenningsflokkur, 7 MHz, hámarksafl TF1CW*
Unknown macro: {center}323,088

Unknown macro: {center}440

Unknown macro: {center}318

*Viðkomandi stöð fær heiðursskjal frá CQ Magazine fyrir bestan árangur í sínum keppnisflokki.

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.

Þrjátíu árum eftir góða útkomu í CQ WW DX Phone keppninni árið 1980 frá TF3IRA hittust fjórmenningarnir á ný í fjarskiptaherbergi Í.R.A.: Yngvi Harðarson, TF3Y, Jónas Bjarnason, TF2JB, Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Óskar Sverrisson, TF3DC. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3MLN.

Fjórir félagsmenn, sem mönnuðu TF3IRA í CQ WW DX Phone keppninni árið 1980, færðu félaginu að gjöf, innrammaða ljósmynd af hópnum sem tekin var af TF3AC (sk) eftir keppnina í þáverandi fjarskiptaherbergi félagsins við Dugguvog í Reykjavík. Í grein um niðurstöður keppninnar, sem birtist í CQ tímaritinu árið 1981, birtist ljósmynd af fjórmenningunum á forsíðu. Ljósmyndin af hópnum hefur nú verið stækkuð og römmuð inn ásamt ljósriti af greininni í CQ tímaritinu og upplýsingum um heildarárangur TF3IRA í keppninni árið 1980, sem var: 2.778.117 punktar, þ.e. 3.642 QSO, 92 svæði og 301 DXCC eining.

Í tilefni þessa, hittust þeir TF3CW, TF3DC, TF2JB og TF3Y ásamt Jóni Svavarssyni, TF3LMN, ljósmyndara, í fjarskiptaherbergi Í.R.A. þann 16. desember og var tekin ljósmynd í tilefni þess að í október s.l. voru liðin 30 ár frá viðburðinum og að metið hefur staðið óhaggað (innan TF) í öll þessi ár. Gjöfinni var formlega veitt viðtaka á stjórnarfundi í Í.R.A. þann 17. desember og verður henni fundinn staður í fjarskiptaherbergi félagsins í samráði við stöðvarstjóra.