Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 16. júní.

Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Sérstakur gestur okkar var Alex, UT4EK frá Úkraínu. Hann flutti til landsins í síðasta mánuði og á von á að dvelja hér á landi í allt að eitt ár. Hann er DX-maður og áhugasamur um keppnir og er m.a. félagi í Ukrainian Contest Club (UCC). Alex var mjög hrifinn af aðstöðu félagsins í Skeljanesi og sagðist vera ánægður með að hitta svo marga íslenskra leyfishafa.

Mikið var rætt um skilyrðin, bæði á HF og á 4 og 6 metrum. Menn voru einnig áhugasamir um VHF/UHF leikana sem fara fram helgina 1.-3. júlí n.k.  Þá var rætt um Ham Radio sýninguna í Friedrichshafen sem nálgast, en hún verður haldin 24.-26. júní. Benedikt Sveinsson, TF3T færði okkur tvö Kathrein VHF húsloftnet sem stoppuðu stutt við.

Vel heppnað fimmtudagskvöld í sumarveðri í vesturbænum í Reykjavík. Alls 26 félagar og 4 gestir í húsi.

Stjórn ÍRA.

Óskar Sverrisson TF3DC og Björgvin Víglundsson TF3BOI í fjarskiptaherbergi TF3IRA.
Benedikt Sveinsson TF3T og Alex Senchurov UT4EK.
Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB og Bernhard M. Svavarsson TF3BS.
Kristján Benediktsson TF3KB, Yngvi Harðarson TF3Y, Benedikt Guðnason TF3TNT og Guðjón Egilsson TF3WO. Ljósmyndir: TF3JB.

Jónas Bjarnson, TF3JB hefur fengið í hendur 5 banda Worked All Zones (5BWAZ) viðurkenningarskjal frá CQ tímaritinu. Töluverður dráttur varð á afgreiðslu skjalsins, en hann hafði sent inn umsókn í lok árs 2020 þegar hann náði tilskildum lágmarksfjölda staðfestra svæða (e. zones), eða alls 150.

Til að geta sótt um 5BWAZ þurfa menn að hafa áður sótt um og fengið, a.m.k. eitt WAZ viðurkenningarskjal. 5BWAZ viðurkenningin þykir með þeim erfiðari sem radíóamatörar geta unnið að.

Miðað við 1. júní 2022 eru eftirfarandi TF leyfishafar handhafar 5BWAZ:

Þorvaldur Stefánsson, TF4M (skjal nr. 1718; 188 svæði).
Óskar Sverrisson, TF3DC (skjal nr. 1964; 165 svæði).
Brynjólfur Jónsson, TF5B (skjal nr. 2053; 160 svæði).
Jónas Bjarnason, TF3JB (skjal nr. 2257; 154 svæði).

Hamingjuóskir til TF3JB.

Stjórn ÍRA.

Til fróðleiks: Vefslóð á glærur frá erindi um viðurkenningar radíóamatöra sem flutt var í Skeljanesi 17.11.2019.

https://drive.google.com/file/d/1xVpo8UxpBLv3_29oyLQ48Z6ePAKmuOO1/view

63. All Asian DX keppnin – morshluti, verður haldinn helgina 18.-19. júní.

Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð í keppninni eru RST+aldur. Ef þátttakandi er t.d. 25 ára eru skilaboðin: 59925 o.s.frv.

Flestir QSO punktar eru fyrir sambönd á lægri böndum en margfaldarar ráðast af fjölda stöðva sem haft er sambönd við á meginlandi Asíu (alls 44 einingar; sami listi er notaður til viðmiðunar og er í CQ WPX keppnum).

Sjá keppnisreglur á þessari vefslóð:

https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-3_Contests/2022AA_rule.htm

JARL, landsfélag radíóamatöra í Japan stendur fyrir keppninni.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Sýnishornið af viðurkenningu í keppninni er fengið að láni frá PD1DX.

Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 16. júní kl. 20-22. Félagsmenn og gestir eru velkomnir. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi. Mathías Hagvaag, QSL stjóri kortastofunnar verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða Íslenskra radíóamatöra er í þessu húsi í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.

Skilafrestur á efni í nýja blaðið er til mánudagsins 20. júní.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið – frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is

73 – Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB,
ritstjóri CQ TF.

CQ TF er ávallt vinsælt umræðuefni. Frá vinstri: Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Kjartan H. Bjarnason TF3BJ og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA. Ljósmynd: TF3JB.

KiwiSDR viðtækin yfir netið á Bjargtöngum, Galtastöðum og Raufarhöfn eru í góðu lagi. En Airspy R2 SDR viðtækið Perlunni er úti. Unnið er að viðgerð.

Unnið var að uppsetningu KiwiSDR viðtækis til prufu í fjarskiptaherbergi ÍRA í vikunni, sbr. ljósmyndir. Þess er að vænta að það verði QRV á næstunni.

Bjargtangar. KiwiSDR (10 Khz – 30 MHz): http://bjarg.utvarp.com
Galtastaðir í Flóa. KiwiSDR (10 kHz – 30 MHz): http://floi.utvarp.com/
Perlan.  Airspy R2 SDR (24 MHz til 1800 MHz). http://perlan.utvarp.com
Raufarhöfn. KiwiSDR (10 kHz – 30 MHz):  http://raufarhofn.utvarp.com

Stjórn ÍRA.

Georg Kulp TF3GZ og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A í fjarskiptaherbergi ÍRA. KiwiSDR viðtækið er í litla járnlitaða kassanum á borðinu með VHF/UHF stöðvunum.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A sækir hugbúnað fyrir KiwiSDR viðtækið á netinu. Ljósmyndir: TF3JB.

Drifið var í að mála langa bárujárnsvegginn við húsið í Skeljanesi fimmtudaginn 9. júní. „Þetta er svipað og í fyrra“ sagði Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 sem hefur fylgst með umhverfinu hjá okkur og séð um að mála yfir ósómann.

Baldi átti ekki heimangengt í dag, en var með í ráðum þegar TF1JI og TF3JB mættu á staðinn eftir hádegið og unnu gott verk, samanber meðfylgjandi ljósmyndir.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 9.6. Bárujárnsveggurinn áður en hafist var handa við yfirmálun.
Skeljanesi 9.6. Verkefninu lokið. Mun snyrtilegra að líta yfir vegginn. Ljósmyndir: TF3JB.

Næsta tölublað CQ TF, 3. tölublað ársins kemur út 3. júlí n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Nýjung er, að félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Skilafrestur efnis er til 20. júní n.k. Netfang: tf3sb@ox.is

Félagskveðjur og 73,
TF3SB, ritstjóri CQ TF.

Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 9. júní. frá kl. 20:00. Félagsmenn og gestir eru velkomnir. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Búið verður að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Myund úr fundarsal.
Vel fór út af radíódóti s.l. fimmtudag. Mynd af radíódóti í boði í fundarsal. Ljósmyndir: TF3JB.

Ákveðið hefur verið að fresta flóamarkaði félagsins sem halda átti í Skeljanesi 12. júní n.k. Ný dagsetning er 11. september.

Í ljós hefur komið að þessi dagsetning hentar ekki vel. Margir hafa haft samband við félagið og óskað eftir að dagsetning verði endurskoðuð þar sem þeir og fjölskyldur þeirra verða erlendis eða á ferðalagi innanlands á þessum tíma. 

Stjórn félagsins hefur ákveðið að verða við þessum ábendingum og hefur ný dagsetning flóamarkaðar verið ákveðin sunnudaginn 11. september. Viðburðinum verður einnig streymt yfir netið og verður notkun ZOOM forritsins kynnt með góðum fyrirvara.

Stjórn ÍRA.