,

Tiltekt í Skeljanesi og fleira um helgina

sælir allir radíóáhugamenn,

hreinsun og tiltekt í Skeljanesi heldur áfram og aðeins mjakaðist verkið um helgina. TF3CE og TF3ID komu í gær og losuðu okkur við ljósritunarhlunkinn sem lengi hefur upptekið eitt aðalhornið í félagsaðstöðunni. Til þess að koma vélinni út urðu þeir að klippa hlunkinn í tvennt. Tveir félagar sóttust eftir VHF endurvarpaskápunum sem búið var að setja út fyrir dyragættina og úr varð að þeir áhugasömu semdu sjálfir um hvernig góssinu yrði skipt á milli þeirra.

Markmiðið er að ljúka sem fyrst verkinu við sjakkinn, sem hófst fyrir mart löngu, að geta verið þar með tvær keppnishæfar stöðvar í gangi samtímis ásamt VHF/UHF Kenwood-stöðinni.

Félagið festi kaup á ICOM 7610 stöð í lok síðasta árs og ætlunin að sú stöð verði aðalstöð en ICOM 7300 verði stöð númer tvö. Benni TF3T hefur lagt fram tillögu að uppbyggingu sem verður kynnt fljótlega.

TF3NH, Njáll Hilmar Hilmarsson, kom í Skeljanes um helgina og tók með sér til baka eina gamla CB-stöð og gamlan Marconi stuttbylgju tíðnigjafa eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.

Njáll tók amatörprófið 2015 en hefur ekki mikið farið í loftið, hann á eina VHF-stöð og hefur prófað að kalla en ekki fengið svar. Hann ætlar að prófa að kalla á einhverjum endurvarpanum við fyrsta tækifæri. Njáll er rafeindavirki og er núna í framhaldsnámi í hugbúnaðarverkfræði í HR. Njáll vinnur hjá Brimrún við ýmiskonar tölvu- og fjarskiptaverkefni.

,

Hreinsun í Skeljanesi klukkan 13 í dag

Þessu og fleiru verður fargað klukkan 13 í dag …

 

fh stjórnar ÍRA 73 de TF3JA

 

,

160 m keppnin um helgina

Um helgina er CQ WW DX 160 m CW keppnin og þið sem viljið nota tíðnisviðið 1850 – 1900 kHz verðið að muna eftir að endurnýja sérleyfið með því að senda póst á Pfs ef þið hafið ekki þegar gert það.

fh stjórnar ÍRA 73 de TF3JA

Hér er listi yfir 160 metra keppnir ársins.

EUCW 160 m Contest                                             Frá 6. jan kl 20-23 og 7. jan kl. 4-7

CQ   World Wide 160 m CW                                  Frá 26. jan kl 22 til 28. jan kl 22

ARRL International DX Contest, SSB                     Frá 17. febrúar kl. 00 til 18. feb kl. 24

CQ  160 m SSB                                                         Frá 23. feb kl 22 til 25. febrúar kl 22

CQ WW WPX Contest, SSB                                      Frá 24. mars kl. 00 til 25. mars kl. 24

CQ WW WPX Contest, CW                                      Frá 26. maí kl 00 til 27. maí kl kl. 24

IARU HF World Championship, CW/SSB               Frá 14. júlí kl. 12 til 15. júlí kl 12

European HF Championship, CW/SSB                   Frá 4. ágúst kl 12 til kl 24

CQ WW DX Contest, SSB                                          Frá 27. okt kl. 00 til 28. okt kl. 24

CQ WW DX Contest, CW                                          Frá 24. nóv kl. 00 til 25. nóv kl. 24

ARRL 160 m Contest, CW                                         Frá 30. nóv kl. 22 til 2. des kl 16

Stew Perry Topband Challenge keppnir eru fjórar á árinu:

Spring Stew – 10/11. mars

Summer Stew – 16/17. júní

Pre-Stew – 20/21. október

Big Stew – 29/30. desember

,

Opið hús og tiltekt í Skeljanesi í kvöld

sælir félagar nú er farið að styttast í aðalfund og okkur langar til að ljúka þeirri tiltekt sem hófst í Skeljanesi fyrir mart löngu eins vel og aðstæður leyfa fyrir aðalfundinn. Við ætlum þess vegna að taka til í húsnæðinu í kvöld og vonumst til að þið mætið sem flestir og aðstoðið okkur við það. Einnig þarf að taka til hendinni við stöð félagsins og ekki væri verra ef einhverjir ykkar tækju að sér verkefni uppi í sjakk í kvöld. Gott væri að menn tækju með sér einhver verkfæri sem nýtast við þá vinnu. Eitthvað er til af verkfærum í Skeljanesi.

Að sjálfsögðu verður einnig nægur tími til að ræða málin, fá sér kaffibolla og kleinu með og skiptast á skoðunum um hvaðeina sem snertir áhugamálið. Eitt mál þarf að ræða vel fyrir aðalfund en það er hvernig stjórn ÍRA verður uppálagt að veita umsögn til Pfs um umsóknir manna um leyfi og kallmerki. TF3EK lagði fram á síðasta fimmtudagskvöldi tillögu varðandi einsbókstafs viðskeytin sem gengur út á að mæla með að slík kallmerki verði að mestu einungis úthlutað tímabundið, hver er skoðun ykkar á þeirri tillögu? Ýmislegt fleira væri hægt að telja upp en við geymum það til kvölds.

fh stjórnar ÍRA 73 de TF3JA

TF3EK og TF3GB reistu SteppIR prjóninn aftur í vikunni

,

Kallmerki í Skeljanesi 18. janúar 2018

TF3EK kynnti breytingu á reglugerð og tillögu að verklagi stjórnar ÍRA við umsagnir til PFS við leyfisveitingum á opnu húsi í Skeljanesi í gærkvöldi. Samkvæmt tillögunum fá menn varanleg kallmerki með tveimur eða þremur stöfum í viðskeyti og eiga kost á auka kallmerki með einum bókstaf í viðskeyti  tímabundið. Almenna reglan er að áður úthlutuðum kallmerkjum er ekki úthlutað aftur meðan úr nógu er að velja sem er staðan í dag eftir nýju reglugerðarbreytinguna. Á myndunum má einnig sjá nýja stöð félagsins, IC-7610, sem kom í kassa vestur í Skeljanes rétt fyrir fund í gærkvöldi. Stöðin verður kynnt félagsmönnum og öðrum radíóáhugamönnum sem heimsækja ÍRA næsta fimmtudagskvöld í Skeljanesi. Í símtali í dag staðfesti PFS að aflheimildin á 7.100 – 7.200 kHz sé 1 kW fyrir G-leyfishafa og verður listinn í reglugerðinni lagfærður fljótlega.

iCom 7610

,

Amatörnámskeið og próf

5. gr. Próf og prófkröfur.

Póst- og fjarskiptastofnun heldur próf fyrir radíóáhugamenn að jafnaði að vori og hausti. Væntanlegir þátttakendur skulu tilkynna sig til Póst- og fjarskiptastofnunar annaðhvort skriflega eða með tölvupósti eigi síðar en viku fyrir próf en próf falla niður ef fyrirhuguð þátttaka réttlætir ekki að þau séu haldin. Póst- og fjarskiptastofnun getur falið samtökum radíóáhugamanna að hafa umsjón með prófum og taka þátt í gerð prófgagna. Stofnunin getur einnig falið samtökum radíóáhugamanna að annast próf enda sé tilnefndur ábyrgðarmaður af hálfu samtakanna. Samtök radíóáhugamanna bera sjálf kostnað af þátttöku sinni í prófhaldi.

Póst- og fjarskiptastofnun gefur út ef þess er óskað prófskírteini sem eru í samræmi við
tilmæli CEPT 61-02 (Harmonised Amateur Radio Examination Certificate, HAREC). Prófkröfur taka mið af sömu tilmælum eftir því sem við á og eru eftirfarandi:

a) N-próf
1. Grunnatriði í rafmagns- og radíófræði.
2. Innlendar og alþjóðlegar reglur og aðferðir í viðskiptum.
3. Helstu atriði í lögum um fjarskipti og reglugerð um radíóáhugamenn.

b) G-próf
1. Tækni:
Raf-, rafsegul- og radíófræði.
Íhlutir.
Rásir.
Viðtæki.
Sendar.
Loftnet og sendilínur.
Útbreiðsla rafsegulbylgna.
Mælingar.
Truflanir og truflanavernd.
Öryggismál í sambandi við rafmagn.
2. Innlendar og alþjóðlegar reglur um viðskipti og aðferðir:
Stöfun með orðum.
Q-skammstafanir.
Skammstafanir sem eru notaðar í viðskiptum.
Alþjóðleg neyðarmerki, neyðarköll og fjarskipti í náttúruhamförum.
Kallmerki.
Skipulag alþjóðlegu radíóáhugamannasamtakanna (IARU) á tíðnisviðum radíóáhugamanna.
3. Innlendar og alþjóðlegar reglur um þráðlaus fjarskipti áhugamanna:
Radíóreglugerð ITU.
Reglur CEPT.
Innlend löggjöf, reglugerðir og leyfisskilyrði.

Póst- og fjarskiptastofnun setur nánari reglur um efni til prófs í samræmi við tilmæli CEPT.
Próf skulu vera skrifleg en heimilt er að bregða út af því er aðstæður réttlæta. Póst- og fjarskiptastofnun skipar prófdómara nema samtökum radíóáhugamanna hafi verið falið að annast próf.

,

Reglugerð og kallmerki á fimmtudagskvöld í Skeljanesi

Einar Kjartansson, TF3EK, ætlar að fara yfir þá reglugerð sem við radíóamatörar störfum eftir á opnu húsi í Skeljanesi núna á fimmtudagskvöld kl 20 til 22 og fjalla sérstaklega um breytinguna sem varð á reglugerðinni og tók gildi í vikunni.

Eins og fram kemur í reglugerðinni þá biður Póst- og fjarskiptastofnun ÍRA um umsögn um allar leyfisveitingar og þar með talið öll kallmerki sem veitt er leyfi fyrir. Einar ætlar að kynna drög að tillögu um verklag við umsagnir ÍRA við beiðnum  um eins, tveggja og þriggja stafa viðskeyti.

3. gr.
Leyfi radíóáhugamanna.
Póst- og fjarskiptastofnun gefur út leyfi radíóáhugamanna að fengnum umsóknum. Stofnunin skal leita umsagnar félagsins Íslenskir radíóamatörar áður en leyfi er gefið út. Íslenskir ríkisborgarar geta sótt um leyfi radíóáhugamanna og sömuleiðis erlendir ríkisborgarar sem dvelja hér á landi langdvölum. Erlendir ríkisborgarar geta einnig sótt um leyfi samkvæmt 9. gr., þegar við á. Leyfi radíóáhugamanna skulu aðgreind í G- og N-leyfi. Áður en leyfi er gefið út skal umsækjandi standast próf sem staðfestir hæfni hans til að starfa sem radíóáhugamaður á sviði þráðlausra fjarskipta og rafeindatækni. Póst- og fjarskiptastofnun er heimilt að taka gilt sem prófvottorð fyrir G-leyfi skírteini loftskeytamanns.

fh stjórnar ÍRA, 73 de TF3JA

,

Lagabreytingar

Í lögum félagsins segir:

GILDISTAKA OG BREYTINGAR
29. gr.
Félagslögum verður aðeins breytt á aðalfundi, enda hafi frumvarp að nýjum eða breyttum greinum borist stjórn félagsins fyrir 15. janúar og verið dreift með aðalfundarboði. Þó getur aðalfundur samþykkt breytingar á félagslögum, sem fram koma á fundinum, séu a.m.k. 88% fundarmanna samþykkir. Breytingartillögur sem fram koma á aðalfundi skulu einungis varða þær tillögur er þar liggja fyrir og nauðsynlegar afleiðingar þeirra. Með tillögum að breytingum skal fylgja skrifleg greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ástæðum tillagnanna og væntum áhrifum þeirra. Sé ætlunin að lagabreyting hafi víðtækari áhrif en eingöngu á félagslögin sjálf, svo sem ógildi sérstakar aðalfundarályktanir eða sérstakar samþykktir fyrri aðalfunda skal sérstaklega vísað til þeirra í viðkomandi breytingartillögu og greinargerð.

Ein tillaga að lagabreytingum hefur borist og verður tillagan kynnt með aðalfundarboði.

fh stjórnar ÍRA

73 de TF3JA

,

Gervihnöttur í Skeljanesi á fimmtudagskvöld 11. janúar

Kaffi og kleinur frá 20 – 22

Á fimmtudagskvöld kemur til okkar TF3ARI með síðasta hlutann af sinni kynningu á VHF/UHF/SHF fjarskiptum og gervihnöttum. Ari ætlar að sýna okkur módel af gervihnetti og lýsa smíði og uppskoti gervihnattar.

TF3ARI

Spútnik, fyrsta heimasmíðaða fylgitungl jarðarinnar var skotið á loft frá Kazakhstan í suðurhluta fyrrum Sovétríkjanna. Þvermál hnattarins var rúmur hálfur metri og þyngdin rúm 80 kíló. Tunglið hringsólaði um jörðina í fjóra mánuði en brann upp 4. janúar 1958 fyrir réttri hálfri öld. Tunglið var sýnilegt frá jörðu og var búið fjarskiptabúnaði.

Spútnik

 

Hvað þýðir spútnik?

Orðið spútnik er rússneska og þýðir förunautur eða fylgdarmaður. Í hugum flestra tengist þó orðið spútnik gervitunglum sem Rússar komu á braut um jörð fyrstir manna og mörkuðu upphafið að geimferðakapphlaupi Rússa og Bandaríkjamanna.
af vísindavef

og…

Egill Ibsen sendi okkur póst:

Sælir herramenn og HNY, aldrei þessu vant þá kemst ég í Skeljanesið næsta fimmtudagskvöld. Mig langar til þess að koma með RS-918 (mcHF klón) og Chameleon F/P loop-net og sýna þeim sem hafa áhuga, tel að það séu nokkrir.

 

 

 

© 2016 | Íslenskir Radíóamatörar