Ari Þór Jóhannesson TF1A kemur með mælitækin í Skeljanes á morgun, laugardag 5. janúar.

Hugmyndin er að skoða útsendingargæði nokkurra amatörstöðva; m.a. að skipta út hljóðnemum og skoða tíðnisvörun og hvernig má varast að nota of mikla mögnun.

Húsið opnar kl. 14. Kaffi á könnunni.


Nú hafa öll blöð gefin út af amatörfélögum á norðurlöndunum verið sett á netið frá síðasta ári. Svíarnir virðast vera hvað duglegastir og er fyrsta tölublað 2019 SSA komið á netið.

Í valmynd má finna blöðin hér: Félagið -> Fréttablöð -> Norðurlandablöð NRAU.

Við minnum á að félagar þurfa að vera skráðir inn til að geta skoðað blöðin. Síðan sem hýsir blöðin verður ekki sýnileg fyrr en búið er að skrá sig inn.

Hér má finna síðu The Nordic Radio Amateur Union: https://www.nrau.net/

Nú styttist í janúarhefti CQ TF.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið – frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Skilafrestur efnis er til sunnudags 13. janúar n.k. Netfang er: tf3sb@ox.is

73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF.

Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, ritstjóri CQ TF.

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra farsældar á nýju ári.

Myndin er tekin í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Mathías Hagvaag QSL stjóri TF ÍRA QSL Bureau. Ljósmynd: TF3JB.

Áramótaútsending korta frá TF ÍRA QSL Bureau (kortastofu) fer að þessu sinni fram mánudaginn 14. janúar 2019. Áramótaútsending er í raun, þegar nánast öll kort sem safnast hafa upp hjá stofunni, (t.d. til smærri staða) eru “hreinsuð upp” og póstlögð til systurstofnana landsfélaga radíóamatörfélaga um allan heim.

Síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2018/19 er fimmtudagskvöldið 3. janúar 2019. Þau kort sem berast í QSL kassann í Skeljanesi það kvöld verða örugg með að komast í flokkun og til útsendingar í janúar.

Reykjavík 29. desember 2018.

Mathías Hagvaag, TF3MH,
QSL stjóri ÍRA.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 27. desember 2018.

Húsið verður næst opið fimmtudaginn 3. janúar 2019 kl. 20-22.

Jóla- og áramótaóskir til félagsmanna og fjölskyldna þeirra.

Stjórn ÍRA.

 

 

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári 2019.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður næst opin fimmtudaginn 3. janúar 2019.

Jólakaffi ÍRA 2018 var haldið í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 20. desember og var það síðasta opnunarkvöld í Skeljanesi á þessu ári.

Í boði voru rjómatertur frá Reyni bakara, stundum kenndar við Hressingarskálann í Reykjavík (Hressó) og af dönskum uppruna. Síðan voru flatkökur frá Kökugerð HP á Selfossi með taðreyktu hangiáleggi frá Kjarnafæði á Svalbarðseyri, brúnar og hvítar lagkökur og jóla hringkökur frá Brauðgerð Kr. Jónssonar í Hrísalundi á Akureyri. Loks voru jólapiparkökur frá Kexverksmiðjunni Frón í Reykjavík.

Kvöldið heppnaðist vel. Alls mættu 24 félagsmenn og 1 gestur í Skeljanes þetta friðsæla fimmtudagskvöld í Reykjavík.

Jólakaffi ÍRA í Skeljanesi 20. desember. Jón G. Guðmundsson TF3LM velur veitingar.

Garðar Vilberg Sveinsson TF8YY og Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN.

Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Sigmundur Karlsson TF3VE og Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK.

Sigmundur Karlsson TF3VE, Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Þórður Adolfsson TF3DT.

Hrafnkell Sigurðsson TF8KY og Jón Björnsson TF3PW.

Guttormur Guðmundsson VE8TF og Guðmundur Sigurðsson TF3GS.

Georg Kulp TF3GZ, Jón G. Guðmundsson TF3LM, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Guttormur Guðmundsson VE8TF (snýr baki í myndavél), Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Jón Björnsson TF3PW.

Jón Björnsson TF3PW, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Jón Svavarsson TF3JON og Garðar Vilberg Sveinsson TF8YY

Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Óskar Sverrisson TF3DC.

Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN skoðar ICOM ID-31E handstöð Guðmundar TF3AK.

Ljósmyndir: TF3JB.

Síðasti viðburður á vetrardagskrá ÍRA er jólakaffi félagsins sem haldið verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 20. desember.

Veglegar kaffiveitingar. Húsið verður opnað kl. 20:00 að venju.

Þetta verður jafnframt síðasta opnun félagsaðstöðunnar á þessu ári en hún verður næst opin fimmtudaginn 3. janúar 2019.

Líkt og fram kom í lok APRS erindis Guðmundur Sigurðssonar TF3GS, s.l. fimmtudagskvöld, bauðst Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A til að lána strax, búnað til að gera félagsstöðina QRV á APRS.

Og í dag, laugardaginn 15. desember varð sambyggð stafavarpa- og internetgátt fyrir skilaboða- og ferilvöktunarkerfið APRS (e. Automatic Packet Reporting System) QRV frá fjarskiptaaðstöðu ÍRA kl. 15:10.

Búnaður er af gerðinni GW-1000 APRS Total Solution frá CG-Antenna og sendi-/móttökustöð er Icom IC-208H; sendiafl, 15W. Loftnet er J-póll, smíðaður af Vilhjálmi Í. Sigurjónssyni, TF3VS. Kerfið hefur verið prófað og vinnur vel. Kallmerki er TF3IRA-1Ø.

Dagurinn var jafnframt notaður til að endurnýja húsfestingu fyrir Diamond SX-200N VHF/UHF stangarloftnet TF3IRA, sem sett var upp 29. september s.l. – en ekki vannst tími til að endurnýja þá. Georg Kulp TF3GZ gaf félaginu nýja öfluga festingu og gekk frá uppsetningu.

Stjórn ÍRA þakkar þeim Ara Þórólfi Jóhannessyni TF3A, Guðmundi Sigurðssyni TF3GS og Georg Kulp TF3GZ fyrir verðmætt framlag þeirra í efni og vinnu þennan frábæra laugardag.

Aðrir á staðnum: Jónas Bjarnason TF3JB og Mathías Hagvaag TF3MH.

Guðmundur TF3GS og Ari Þórólfur TF1A tengja nýja APRS búnaðinn í fjarskiptaaðstöðunni í Skeljanesi.

Allt á fullu í fjarskiptaherberginu. Guðmundur TF3GS, Georg TF3GZ og Mathías TF3MH skrúfa sundur Diamond loftnetið. Á meðan uppfærir Ari Þórólfur TF1A APRS hugbúnaðinn.

Georg TF3GZ og Mathías TF3MH skrúfa aftur saman Diamond loftnetið eftir skoðun. Niðurstaða: Loftnetið er í góðu lagi.

Diamond loftnetið komið upp á nýja festingu og TF3IRA QRV á VHF/UHF. Loftnetið hægra megin er J-póllinn sem notast fyrir APRS stafvarpann.

Verkefninu lokið. APRS búnaðurinn er staðsettur vinstra megin á borðinu, til hliðar við Yaesu FT-7900 VHF/UHF stöð félagsins.