Á aðalfundi félagsins 23. maí s.l. kom fram áskorun þess efnis að félagið færðist í hendur það verkefni að gefa út þýðingu Vilhjálms Sigurjónssonar, TF3VS, á bók þeirra ON4UN og ON4WW: „Ethics and operating procedures for the radio amateur”. Á stjórnarfundi þann 7. júlí var samþykkt að ráðast í verkefnið og að undangengnu útboði var gengið til samninga við Prentsmiðjuna Odda.

Prentun lauk 13. ágúst s.l. og sama dag tók Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, á móti fyrsta eintaki bókarinnar „Siðfræði og samskiptareglur radíóamatöra” fyrir hönd félagsins. Ljósmyndin er tekin við það tækifæri í prentsmiðjusal Odda. Það er Jón Orri Guðmundsson viðskiptastjóri Odda sem afhendir Vilhjálmi fyrsta eintakið í viðvist nokkurra stjórnarmanna. Bókin er í alla staða hin glæsilegasta og alls 72 bls. að stærð. Ákveðið hefur verið að bókin verði félagsmönnum til afhendingar, þeim að kostnaðarlausu.

Reykjavík ÍRA TF, Siðfræði og samskiptasiðir Amatöra.
Guðmundur Sveinsson, Jón Orri guðmundsson hjá Odda, Vilhjálmur Sigurjónsson Þýðandi, Jónas Bjarnason og Erling Guðnason.

Reykjavík ÍRA TF, Siðfræði og samskiptasiðir Amatöra.
Guðmundur Sveinsson, Jón Orri guðmundsson hjá Odda, Vilhjálmur Sigurjónsson Þýðandi, Jónas Bjarnason og Erling Guðnason.

 

TF3JB

Á aðalfundi félagsins þann 23. maí s.l. kom fram áskorun þess efnis að félagið færðist í hendur það verkefni að gefa út þýðingu Vilhjálms Sigurjónssonar, TF3VS, á bók þeirra ON4UN og ON4WW: „Ethics and operating procedures for the radio amateur”. Á stjórnarfundi 7. júlí var samþykkt að ráðast í verkefnið og að undangengnu útboði var gengið til samninga við Prentsmiðjuna Odda.

Prentun lauk 13. ágúst s.l. og sama dag tók Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, á móti fyrsta eintaki bókarinnar fyrir hönd félagsins. Heiti bókarinnar á á íslensku er: „Siðfræði og samskiptareglur radíóamatöra”. Ljósmyndin er tekin við það tækifæri í prentsmiðjusal Odda. Það er Jón Orri Guðmundsson viðskiptastjóri Odda sem afhendir Vilhjálmi fyrsta eintakið í viðvist nokkurra stjórnarmanna. Bókin er í alla staða hin glæsilegasta og alls 72 bls. að stærð. Ákveðið hefur verið að bókin verði félagsmönnum til afhendingar, þeim að kostnaðarlausu; einnig að hún notist sem námsefni á námskeiðum til amatörprófs.

Reykjavík ÍRA TF, Siðfræði og samskiptasiðir Amatöra.
Guðmundur Sveinsson, Jón Orri guðmundsson hjá Odda, Vilhjálmur Sigurjónsson Þýðandi, Jónas Bjarnason og Erling Guðnason.

Alþjóðlega Vita og vitaskipa helgin
(International Lighthouse/ Lightship Weekend)
er næstu helgi, eins og seinustu ár verður
TF1IRA starfrækt frá Knarrarósvita austan Stokkseyri

verður þar sett upp stórt tjald, stöð og loftnet til afnota
fyrir félagsmenn og gesti. Nóg plás er fyrir fleiri tjöld
eða húsbíla. Þarna er lika stærðar svæði til prófana á radio
búnaði og loftnetum

Mætum öll á Knarrarósvita 15-16 ágúst

p.s. Biðjum við þá félaga sem ætla að koma að láta vita með tölvupósti
(tf3sn at simnet.is) sérstaklega ef áætlað er að setja upp loftnet
svo við höfum grófa hugmynd um fjölda og skipulagningu
loftneta.

73 de TF3SNN

Það er óhætt að segja að útileikar tókust með ágætum.  Lauslega tekið saman sýnist mér að allt að 25 hafi verið með í ár og verður fróðlegt að fylgjast með úrvinnslu þegar þar að kemur.

Fyrir hönd stjórnar vil ég nota þetta tækifæri og þakka öllum fyrir frábæra útileika.

Þáttakendur eru vinsamlegast minntir á að skilafrestur fyrir logga er fyrr en áður hefur verið, þ.e. fyrir lok ágústmánaðar.   Þar skal skráð kallmerki, tími, dagsetning, band, punktar, margfaldarar og skilaboð, bæði send og móttekin. Með þessu skal fylgja samantektarblað, sem sýnir fjölda punkta á hverju bandi, flokk, kallmerki, nafn, heimilisfang og lokaárangur. Ummæli eða álit á leikunum eru vel þegin.

Sjá einnig nánar tengil á heimasíðu um TF útileika.

73

Guðmundur, TF3SG

Comment frá TF3KX – Kristinn Andersen:

Nokkrar ábendingar, til áréttingar – sbr. fyrri tilkynningar hér á vefnum og í CQ TF:

  • Skilafrestur fyrir logga í ár er FYRIR LOK ÞESSA MÁNAÐAR (ÁGÚST).
  • Ekki þarf að skila stigatalningu, NÓG ER AÐ SKILA LOGGNUM.
  • Logga á að senda mér á netfangið tf3kx (at) simnet.is

eða heim til mín…

Kristinn Andersen
Austurgötu 42
220 Hafnarfjörður

Auðvitað eru myndir og frásagnir alltaf vel þegnar, m.a. fyrir CQ TF.

73 – Kiddi, TF3KX (GSM 825-8130)

TF ÚTILEIKARNIR UM VERZLUNARMANNAHELGINA

Minnt er á hina árlegu TF útileika, sem fara fram um verzlunarmannahelgina 1-3. ágúst, eftir viku.  Undanfarin ár hafa 20-30 mismunandi TF-kallmerki heyrzt í loftinu yfir útileikahelgina og gaman væri að gera enn betur í ár!  Í fyrra náði TF2LL flestum stigum og hlaut sérstakan viðurkenningarskjöld fyrir, en árið áður var TF3HR í fyrsta sætinu.  Hvort sem menn taka þátt í anda keppni eða einfaldlega til þess að spjalla milli landshluta eða milli húsa, þá eru öll QSO vel þegin.

Þátttökureglur eru á vef ÍRA (http://www.ira.is/tf-utileikar/) og þær voru einnig birtar í síðasta hefti CQ TF (júní 2009).  Í stuttu máli eru hér rifjuð upp meginatriðin:

– Menn eru hvattir til að hafa sambönd hvenær sem er yfir helgina, en aðalþátttökutímabil eru kl. 17-19 lau, 09-12 sun, 21-24 sun og 08-10 mán.
– Nóg er að skiptast á RS(T) og QSO númeri, en fleiri stig fást fyrir að skiptast á: RS(T), QSO-númer, QTH, loftnet, afl og RA/ER (RAfveita/EkkiRafveita).
– Allir sem skila inn logg fá senda sérstaka viðurkenningu fyrir þátttöku – jafnvel þótt ekki sé nema eitt QSO skráð!

Loggið samböndin með venjulegum hætti, á blað eða í tölvu, og ekki er nauðsynlegt að skila inn neinum stigaútreikningum.  TF3KX og TF5B annast umsjón útileikanna í ár og annast stigagjöf, en til að fá viðurkenningu fyrir þátttöku þarf að senda afrit af loggnum FYRIR LOK ÁGÚSTMÁNAÐAR til TF3KX, sem veitir einnig allar upplýsingar:

Kristinn Andersen, TF3KX
Austurgötu 42, 220 Hafnarfjörður
Netfang: tf3kx@simnet.is
GSM: 825-8130

73´

TF3KX, TF5B, TF3SG

Ákveðið hefur verið að skipta um innanlandstíðni og er nýja tíðnin 4 kHz hærri, eða 3.637 MHz frá og með deginum í dag, þ.e. föstudeginum 24. júlí 2009. Félagsmenn eru beðnir um að láta þessar upplýsingar berast.

Með góðri kveðju,

TF2JB.

Ágætu félagar!

Hugmyndin var núna eftir helgina að skipta innanlandstíðninni 3.633 MHz út fyrir 3.640 MHz, þ.e. í tíma fyrir Útileikana. Þá kom í ljós á síðustu stundu, að RSGB (þ.e. hið breska ígildi ÍRA) er með QTC sendingar á þessari tíðni alla sunnudagsmorgna fram yfir hádegi all árið um kring og þær sendingar heyrast mjög vel um allt land.

Nú er því til skoðunar tíðnin 3.637 kHz. Það reyndi verulega á hana í gærkvöldi þegar tónmótuðu truflanirnar (stundum kallaðar “kínverska pípuorgelið”) voru ítrekað mjög sterkar á 3633 – þá var 3637 t.d. hrein og truflanalaus miðað við 2.4 kHz bandbreidd viðtækis hér í Borgarfirði.

Ef ekkert kemur upp sem er andstætt þessari tíðni, er hugmyndin að 3.637 MHz taki við sem innanlandstíðni frá og með föstudeginum 24. júlí n.k.

73 de TF2JB.

Nýlega var gerð breyting á uppröðun húsgagna í félagsaðstöðunni (þ.e. niðri). Hægindastólarnir voru færðir í stærra rýmið og stólarnir sem þar voru í hitt rýmið.

Á myndinni má sjá að mun rýmra er um húsgögnin eftir breytinguna.

Hugmyndin er síðan í framhaldi að færa tússtöfluna á “sjávarsíðuvegginn” þannig að hún blasi einnig við þeim sem sitja í rýminu þar sem bókaskápurinn er. Með þessu móti fást aukin þægindi og fleiri geta séð á töfluna, t.d. á fundum. Meðfylgjandi ljósmyndir sýna breytinguna, en eftir á að hengja upp myndir á veggina þegar lokið verður að mála aðstöðuna.

Sveinn, TF3SNN, stöðvarstjóri ÍRA við bókaskápinn.

Ljósmyndir og frétt: TF2JB

 

Axel Sölvason, TF3AX mun halda morsnámskeið og er ætlunin að fara af stað með námskeiðið í september.  Fyrir okkur sem enn erum að læra er þetta gleðistund og mikið tilhlökkunarefni.  Það verður sagt nánar frá útfærslu námskeiðsins þegar nær dregur.

Til þess að kanna áhugann eru áhugasamir vinsamlegast beðnir að senda mér póst á dn@hive.is

73

Guðmundur, TF3SG

Gulli, TF8GX sem er ARRL Card Checker á Íslandi, hefur boðist til að koma eitt fimmtudagskvöld í félagsheimili ÍRA til þess að menn geti komið með QSL kortin sín til skráningar.  Gulli mun taka við kortunum í félagsheimili ÍRA og skila þeim viku síðar.

Til þess að auðvelda þetta þarf að fylla út skráningarblað (ég held að það kallist DXCC Record sheet and DXCC Award Application)  telja kortin og skrá niður fjölda þeirra, og um hversu mörg staðfest sambönd er að ræða, og raða kortunum.

Skráningarblaðið mun liggja frammi á næsta fimmtudag í félagsheimili ÍRA.

Skiladagur og móttaka korta verður auglýst fljótlega þar á eftir.

73

Guðmundur, TF3SG