Rétt uppúr átta í gærkvöldi mátti heyra TF3IRA í morsesambandi við TF3DX/M. Á lyklinum í Skeljanesi var Paul, W0AIH. Að loknu sambandinu sagði Paul kankvís ” I am not a keysqueezer” sem allir morsarar vita hvað þýðir. Eftirá sagði Villi, TF3DX að þetta hefði verið alger tilviljun að á leiðinni í Skeljanes var hann með tækið stillt á sömu tíðni og TF3IRA þegar Paul sendi út CQ á lágu afli rétt til að prófa lykilinn. Paul og Mary kona hans voru í stuttu stoppi á Íslandi á leið sinni til Evrópu að áeggjan TF3Y, TF3SA og fleiri amatöra sem haft hafa samband við hann gegnum árin. Paul er mikill keppnismaður og hefur á nokkrum áratugum byggt upp með hjálp fjöldra góðra vina mikla keppnisstöð í Wisconsin, USA. Hann var með mjög skemmtilega kynningu vestur í ÍRA í gærkvöldi þar sem hann rakti sögu sína og stöðvarinnar, W0AIH, og kom oftlega inná mikilvægi mannlega þáttarins og tilfinninga í öllu starfi. Paul er lútherskur prestur.

1992 skrifaði Mary í CQ

‘Twas the night of “the Contest” and all through the house…
All the Creatures were stirring, including the mouse…

TF3VS varð á orði eftir kynninguna “það er merkilegt og gaman að sjá hvað er hægt að gera af eljusemi, útsjónarsemi og með góðri hjálp vina án þess að vera milljónamæringur”.

…og verður með kynningu á sinni frábæru keppnisstöð ásamt því að fræða okkur um keppnir almennt.

meiri upplýsingar eru á http://www.qth.com/w0aih/ og https://www.dropbox.com/s/peh69p0xyloatb0/W0AIH_W0DXCC_2011.ppt

TF3AM, Andrés og Paul, W0AIH á góðri stundu. Myndina tók TF3SA, Stefán Arndal

TF3ML segir rétt í þessu frá því á fésbókinn frá því að fyrsti D-Star endurvarpinn á Íslandi hafi verið settur í loftið í dag:

“D-Star endurvarpinn Kominn í loftið. Þakkir til Ara (TF3ARI)

de TF3ML”

Endurvarpinn sem er á tíðniparinu Tx 439,950 – Rx 434,950 MHz er í eigu TF3ML en TF3ARI sá um uppsettningu.

Meira verður sagt frá þessu þegar nánari fréttir hafa borist.

myndina tók TF3ARI

Þá er keppnishelgin að baki.  TF2R gerðu gott, skv skortöflu á http://cqcontest.net/view/readscore.php  eru þeir í 9. sæti yfir heiminn í sínum flokki með 3,9M stig sem er í heimsklassa.  Vel gert, strákar!  Ég sat einnig við, 1900q og 1,9M stig en það lækkar nokkuð þegar búið er að taka frá villur.  Þetta var mjög gaman.

73, Andrés TF3AM

Paul Bittner, WØAIH

Fyrir Paul er CQWW keppnin!

Eftir því sem best verður séð eru þáttakendur frá Íslandi stöðvarnar TF2R sem eru íslensku Refirnir, Tango Fox Radio Foxes þeir TF3AO, TF3FIN, TF3HP, TF3IG. TF3GB og TF3PPN, stöðin TF3AM og kannski TF3AO.

Fyrir helgina birtist eftirfarandi frétt frá TF3AO á írarabbinu:

Sælir félagar, nú um komandi helgi fer fram CQ WW RTTY keppnin. Á síðasta ári gerðum við það bara nokkuð gott, enduðum í 11. sæti í Evrópu og í 13. sæti á heimsvísu í okkar flokki, sem TF2RR. Nú er stefnan að gera enn betur, og nú er kallmerkið heldur styttra, eða TF2R. Sem og í fyrra notum við stöð og búnað Georgs, TF2LL. Með von um að loftskilyrðin verði okkur hliðholl. Þeir sem verða á lyklaborðinu eru: TF3AO, TF3HP, TF3IG, TF3PPN, TF3FIN og TF3GB.

Á netsíðunni http://cqcontest.net/view/readscore.php má sjá í rauntíma stöðuna í keppninni á þeim stöðvum sem ská sinn logg beint á netið. 

… Þessa stundina er TF2R í sjötta sæti í sínum keppnisflokki.

Bein útsending verður frá landsmóti breskra radíóamatöra sem haldið er um helgina í Newark, Englandi í boði Lincoln Shortwave Club. Á landsmótinu sýna allir helstu framleiðendur radíomatörbúnaðar það nýjasta úr sinni framleiðslu og einnig er í gangi flóamarkaður fyrir notuð tæki.

 

  • Friday, Sept 27: 0900 UTC (3:00 AM CT) – 1600 UTC (10;00 AM CT)
  • Saturday, Sept 28:  0900 UTC (3:00 AM CT) – 1600 UTC (10:00 AM CT)

Enn meiri upplýsingar eru á http://www.nationalhamfest.org.uk/
Útsendingin er á netsíðunni http://W5KUB.com  og einnig er í gangi grúppa á fésbókinni  https://www.facebook.com/groups/w5kub/ .

Útsendingarstjórinn erTom Medlin, W5KUB    http://w5kub.com en hann er þekktur fyrir að senda út í beinni á netinu frá ýmsum sýningum og viðburðum radíóamatöra víða um heim.Það er líka hægt að rabba við hann á hans eigin rabbsvæði á W5KUB.com .

Ýmsir góðir gestir hafa í dag heimsótt ÍRA í Fífunni í dag og hér er Stefán, TF3SA, sestur við lykilinn. Neðri myndin sýnir nokkra amatöra sem mættir voru með risavertikal á VHF/UHF á staðinn stilla sér upp að lokninni uppsetningu. Vertikallinn var sumarloftnetið á Bláfjallaendurvarpanum og sést í neðsta hluta loftnetsins milli þeirra Ara, TF3ARI og Guðjóns, TF3WO, lengst til vinstri er Svanur, TF3FIN og síðan Árni, TF3CE. Árni er í fjarskiptanefnd Ferðafélagsins 4×4.

ÍRA er í einu horninu á Fífunni í Kópavogi með HF stöð í loftinu um helgina og þar við hliðina sýningu á gömlum fjarskiftabúnaði í samvinnu við fjarskiptahóp 4×4 og radíóskáta. TF3BR, Bragi Reynisson er þar í tjaldi félagsins með stöðina sína og ekki var að heyra annað en að skilyrðin væru góð í gær og mikill áhugi sýningargesta á að forvitnast um þessi einkennilegu hljóð sem bárust úr tjaldinu. Einhverjir radíóamatörar höfðu heimsótt hann um daginn og haft á orði að lykillinn væri fyrir örfhenta…því var snarlega reddað sem formaður ÍRA, TF3SG staðfesti og tók aðeins í lykilinn. Á fyrstu myndinni er Bragi sitjandi við stöðina og er allur að koma til eftir mikil veikindi. Hann hafði það á orði að gott væri að vera búinn að snúa lyklinum því hann væri að byrja að æfa aftur lykilhreyfingarnar og engu máli skipti hverju hann hafði vanist fyrir veikindin.

…og fréttir eru óljósar en svo virðist sem hann hafi hætt við að halda áfram og á þessari síðu er frásögn með ótrúlegum myndum af undirbúningi að og af sjálfu flugtakinu..

http://www.dailymail.co.uk/news/article-2418598/Jonathan-Trappe-IT-manager-attempts-cross-Atlantic-simply-clinging-helium-BALLOONS.html