TF VHF-leikarnir eru hugarfóstur áhugamanna um langdræg VHF-fjarskipti, en draga dám af sambærilegum leikum sem mikilla vinsælda njóta í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar. VHF-leikarnir eru leikar en ekki keppni, þótt stigafjöldi geti vissulega verið mælikvarði á ástundun, búnað, útsjónarsemi og heppni! … segir í inngangi að reglum um leikana sem eru á þessum hlekk: http://www.ira.is/vhf-leikar/

VHF leikarnir eru uppátæki grasrótar í félaginu og verða ekki að veruleika nema einstakir eða hópar radíóamatöra taki sig til og byrji. Stjórn félagsins styður framtakið af heilum hug og hvetur félaga að taka þátt.

Hafa má sambönd frá kl. 06 að morgni föstudags til kl 06 að morgni mánudags, en sex þriggja klukkustunda löng aðalþátttökutímabil “níu til tólf” eru alla dagana sem hér segir:

  • föstudag kl 0900-1200 og 2100-2400
  • laugardag kl 0900-1200 og 2100-2400
  • sunnudag kl 0900-1200 og 2100-2400

Þó má hafa samband hvenær sem er innan tímaramma keppninnar og engin takmörk eru á lengd þátttökutíma miðað við höfð QSO.

TF3GL tekur við loggum að lokinni helginni og vinnur úr þeim eins og áður.

Útileikarnir verða síðan um verslunarmannahelgina að venju og verður nánar fjallað um þá þegar nær dregur.

…hvað gerðist eiginlega?…

RSGB IOTA-keppnin verður haldin 26. og 27. júlí. Keppt er bæði á SSB og CW.

Nánari upplýsingar er að finna undir tenglinum hér fyrir neðan.

http://www.rsgbcc.org/hf/rules/2014/riota.shtml

Bjarni, TF3GB

RSGB IOTA-keppnin verður haldin 26. og 27. júlí. Keppt er bæði á SSB og CW.
Nánari upplýsingar er að finna undir tenglinum hér fyrir neðan.

http://www.rsgbcc.org/hf/rules/2014/riota.shtml

Bjarni, TF3GB

IARU HF-keppnin verður haldin 12. og 13. júlí . keppt er bæði á SSB og CW.

Nánari upplýsingar um keppnina er að finna undir tenglinum hér fyrir neðan

http://www.arrl.org/iaru-hf-championship/

Bjarni, TF3GB.

Samkvæmt spánni leikur veðrið við þá sem verða sunnan heiða um helgina…

Að venju verður opið hús í Skeljanesi næsta fimmtudagskvöld og ekki úr vegi að ræða um komandi helgi en gleyma heldur ekki að nú þarf að fara undirbúa sjáfbðaliðavinnu við lýtaaðgerðirnar á höfuðstöðvum íslenskra radíóamatöra, ÍRA.

Sæl öll. Læt það eftir mér, þótt seint sé, að minna á VHF/UHF útileikana, sem haldnir voru fyrstu helgina í júlí, 2012 og 2013. Guðmundur Löve, TF3GL, skrifaði reglurnar í 1. tbl. CQ-TF 2012. Dagsetningin er  5. og 6. júlí í ár.  Guðmundur mun taka við loggum og sjá um útreikning stiga. Læt hér fylgja með grein Guðmundar úr CQ-TF.með reglunum

http://dev.ira.is/wp-content/uploads/2016/09/cqtf_30arg_2012_03tbl.pdf

73 de TF3GB,

Bjarni.

Amatörradíó – 39. alþjóða amatörradíósýningin í Friedrichshafen dagana 27., 28. og 29. júní, í næstu viku dregur til sín sem aldrei fyrr radíóamatöra og aðra rafeindaáhugamenn hvaðanæva úr heiminum. En þetta er ekki bara sýning og kaupráðstefna fyrir amatörgræjur heldur eru þar einnig haldnir áhugaverðir fyrirlestrar á vegum þýska radíóamtörsambandsins og í ár mikil áhersla lögð á amatörútilegu unga fólksins.

Myndirnar sýna unga verðandi radíóamatöra á Friedrichshafen 2011.

Í Friedrichshafen voru í fyrra 200 tækjasýnendur frá 33 löndum. Slagorð DARC, þýska amatörradíósambandsins, var   “Radíóamatörævintýrið: DXpedition.”

Hápúnktarnir í ár – fyrirlestrar og fleira áhugavert:

  • Mottóið 2014: Amatörradíó – gerðu það sjálfur
  • Dagskráin fyrir börn og unglinga samanstendur af keppni og tjaldútilegu
  • Leiðbeiningar og frekari fræðsla fyrir radíóáhugamanninn
  • Á 64ðu Lake Constance DARC-samkomunni verða fleiri en 40 fyrirlestrar og fjöldi smáfunda

upplýsingar og myndir er fengnar af heimasíðu sýningarinnar http://www.hamradio-friedrichshafen.com/ham-en/index.php

 

 

Tækið sem allir loftnetafríkar hafa beðið eftir:

SARK-110 er handhægur loftnetsgreinir fyrir tíðnisviðið 100KHz -230MHz með 3″ TFT-skjá, USB-tengi og opnum hugbúnaði. Tækið verður sýnt og til sölu á sýningunni í Friedrichshafen í næstu viku. Verðið er 360 $ eða um 42 þúsund krónur.

sjá nánari upplýsingar á: http://sark110.ea4frb.eu/

Í byrjun ársins fór í loftið jæja á vefinn ný DX-fréttasíða. Höfundurinn DH1TW segir í kynningu á síðunni: “Á síðustu átta mánuðum hef ég verið að kafa djúpt í vefsíðusmíðar. Árangurinn er – DXHeat.com. Í staðinn fyrir að byggja enn eina “Web DX Cluster”-síðuna reyndi ég að byggja eitthvað frumlegt með nýjum einstökum valkostum og útliti. Sjáðu sjálfur árangurinn og dæmdu!”

DH1TW Tobias

DH1TW Tobias er: Starbucks aðdáandi. Langförull. Forfallinn keppnismaður. Náttúrulegur verkfræðingur. Frumkvöðull. Eldheitur áhugamaður um hönnun og listir.

Vinnupallur risinn við húsið.

Myndin sýnir bakhliðina á girðingunni og hliðið sem kajakmennirnir gerðu á girðinguna. Áform eru um að endurnýja járnið um næstu mánaðamót og þá gefst tækifæri til að lagfæra hliðið. Hugmyndin er að þau félög sem aðstöðu hafa í húsinu sameinist um að taka niður gamla járnið og setja það nýja upp í staðinn.

Myndin sýnir nýja SteppIR vertikalinn. Mastraefninu var komið fyrir við endan á bílskúrahúsinu vinstra megin á myndinni. Leyfi fékkst fyrir allmörgum árum til að koma þar upp allt að 20 metra háu mastri. Það eina sem vantar er kraftur frá félagsmönnum og vilji til að ráðast í verkið, efnið er allt til á staðnum. Viðhaldsvinnunni tókst að koma í gang vegna harðfylgis TF3GB við hreinsunina í portinu við hlið aðalhússins eins og vel sést á efstu myndinni.