Frá Knarrarósi, TF3HP í skjóli við vitann í sólinni og rokinu í dag, Mynd TF3AO

Við Knarrarós eru þeir TF3AO, TF3HP, TF3FIN og í heimsókn hafa komið, TF3GB, TF1GC, TF3VS, TF3GS og TF3PPN. Að sögn TF3AO eru skilyrðin frekar slöpp en þeir hafa náð um 200 samböndum, mest á SSB. TF3GB sem var hjá þeim í gærkvöldi og hafði drjúgan slatta af samböndum á Morse.

Skammt frá Knarrarósi við suðurströndina er TF3ML með sinn fjarskiptabíl,

Í myndasafni ÍRA er að finna þessar líka fínu myndir af þeim TF3HP .TF3ML saman í CQWWSSB keppninni á árinu 1999. Á seinni myndinni sjást betur þeir félagarnir TF3WO, TF3VG, TF3RJ og TF3AO sem voru þá reyndar allir með T í endanum á sínu kallmerki.

TF3FK, Friðrik Kristjánsson lést fyrir nokkrum dögum í Reykjavík. Friðrik var virkur radíóamatör í mörg ár og hafði verið sæmdur silfurmerki ÍRA vegna félagsstarfa og einstaklega góðrar viðkynningar. Friðrik var mjög virkur og ötull við að fylgjast með amatörum á ferðalögum um landið, á tuttugu ára tímabili var alltaf hægt að treysta á sked við Friðrik hvort sem var á HF eða VHF. Friðrik var ötull við fjarskipti um gervitungl radíóamatöra og hafði komið sér upp góðum búnaði og loftnetum í Einarsnesi til þess. Friðrik fæddist í Svendborg í Danmörku og kom til Íslands með Margréti konu sinn á seint síðustu öld. Friðrik var yfirvélstjóri á togaranum Sigurði. Einn vina Friðriks, TF2LL segir svo frá um þeirra samskipti: “Ég átti mörg skemmtileg samtöl við Friðrik, blessuð sé minning hans, á 2 m beint úr Norðtungu og í Skerjafjörðinn, án endurvarpa. Heiman frá mér liggur þetta einhvernvegin opið þangað.”

TF3FK á miðri mynd í hópi vina sinna 1999

Vitahelgin er hafin og rétt að taka fram að í þetta skiptið verður engin sameiginleg kjötsúpa og hver og einn sér um sinn bita…

Margt var um manninn í afmæliskaffinu í gærkvöldi og verða fleiri myndir sem teknar voru þar birtar fljótlega.

TF3JON ljósmyndari ÍRA, TF3MHN QSL manager og TF3HP formaður

góðir félagar og aðrir sem þetta lesa, annað kvöld verður sérbakað meðlæti með fimmtudagskaffinu í tilefni af afmæli félagsins og kannski sitthvað fleira. Húsið verður opnað klukkan átta og félagar eru hvattir til að taka með sér gesti.

Eins og áður hefur komið fram hefur verið á döfinni að flikka uppá útlit húss og girðingar í Skeljanesi. Búið er að endurnýja þakrennur og gera við þakjárnið á aðalhúsinu en nú er komið að girðingunni. Ágætis notað þakjárn verður í næstu viku flutt á staðinn og í framhaldi af því er hugmyndin að gera tilraun til að safna kröftum og endurnýja bárujárnsgirðinguna. Nánar verður sagt frá þessu þegar nær dregur og vonast er til að sem flestir félagar hafi tækifæri til að koma og taka þátt í vinnunni sem unnin verður í samráði við aðra sem hafa aðstöðu í Skeljanesi.

Framundan er Vitahelgin og útlit var fyrir að félagar ÍRA mundu vera á tveimur stöðum, Knarrarósi og Garðskaga. Samkvæmt síðustu fréttum virðast þeir sem taka þátt ætla að koma sér fyrir við Knarrarós. Á laugardeginum verður grillað sameiginlega klukkan 18 og Alþjóða fjarskiptasveitin kemur í heimsókn að Knarrarósi á sunnudagsmorgni og setur upp sinn búnað. Þar gefst tækifæri til að sjá hvaða loftnet hafa reynst þeim best yfir bæði stuttar og langar vegalengdir. Hver veit nema Fjarskiptasveitarmenn geti lært eitthvað af þeim þaulvönu radíóamatörum sem boðað hafa komu sína að Knarrarósi. Hvernig væri að gleyma ati líðandi stundar og skreppa í grill austur í Knarrarós?

Hér er að finna fróðleik um aðgang þeirra sem hafa áhuga á fjarskiptum, en eru ekki komnir með sendileyfi að tækjum amatöra í Danmörku. Aðgangur lærlinga hefur verið í okkar reglugerð frá því laust eftir síðustu aldamót. Nú geta Danir leyft þeim sem hafa áhugann en ekki sendileyfi að taka í stöð, t.d. í klúbbstöð, stöð á skátamóti, námskeiðum,  sýningum og viðburðum á vegum klúbba og félaga radíóamatöra. Athygli vekur að notkun einkastöðva í þessum tilgangi er ekki leyfð.

Aðgangur lærlinga hefur verið í okkar reglugerð frá því laust eftir síðustu aldamót.Nú geta Danir leyft þeim sem hafa áhugann en ekki sendileyfi að taka í stöð, t.d. í klúbbstöð, stöð á skátamóti, námskeiðum,  sýningum og viðburðum á vegum klúbba og félaga radíóamatöra. Athyglivert er að notkun einkastöðva í þessum tilgangi er ekki leyfð. Vonandi vefst danskan ekki fyrir mönnum.

73 de TF3GB

Eftirfarandi póstur barst til TF3GW frá Werner Hasemann DJ9KH bróður DB5MH:

I am the brother of Michael and would like to thank You also in the name of his family beeing with us in these hours of hope and sadness. You did a good job, the police in Greenland did a great job. They kept us informed and got all necessary informations from us to be successful in their search and rescue actions. They tried it 3 times by helicopter, they flew the route and beside the route, they looked into the glaciers, they landed several times. They also met fishermen, hunters and a trecking-group, they published photos and informed the newspapers. But not a footstep of Michael. So, we have to wait for a miracle……Thank You all Werner DJ9KH

Eftir því sem næst verður komist tóku eftirfarandi amatörar þátt í útileikunum um verslunarmannahelgina. TF3DX/3, TF3HP/1, TF1JA, TF2WIN, TF2AO, TF3GB, TF3SG/5, TF8GX, TF3JB, TF3CY/1. Ef þið vitið um einhvern eða einhverja sem vantar á listann vinsamlega látið vita af því. Oft hafa fleiri amatörar eða amatörstöðvar tekið þátt en oft hafa líka færri verið með og kannski má með sanni segja að mátt hefði minna betur á útileikana og hafa í frammi meiri hvatningu til þátttöku hér á síðunni og rabbinu. En munum að hvatning og þáttökuefling á ekki bara að koma frá stjórn félagsins allir ættu að taka þátt í að peppa upp þáttökuna. Peppa upp er kannski ekki besta íslenskan og íslensku orðin “hressa við” og “lífga uppá” mætti að ósekju nota í staðinn. Sögnin peppa mun hafa verið til frá byrjun seinna stríðs í málinu og líkast til áhrif frá ensku “pep up”. Þáttakendur eru hvattir til að senda inn sína logga sem fyrst og ekki síðar en um næstu mánaðamót til TF3GB. Athyglisvert var að svo virðist sem fleiri CW sambönd en talsambönd hafi verið í loftinu í þetta skiptið.

Ágætu félagar,

fimmtudagskvöldið 13. ágúst verður afmæliskaffi í félagsheimilinu kl.20:30. Daginn eftir, 14.ágúst, verða 69 ár liðin frá því að félagið var stofnað.

Nýrri fréttir … Þess má geta að Grænlensk yfirvöld hafa hafið leit að honum þannig að málið lítur ekki of vel út.

Sæl allir.

Ég var beðinn að koma áfram þeim skilaboðum að  þjóðverji sem hefur verið á ferð á Grænlandi og ætlaði að vera farinn heim skilaði sér ekki í flug.  Hann hefur kallmerkið OX/DB5MH og heitir Michael, síðast heyrðist frá honum þann 16. júlí, hann er á svæðinu norður af Nuuk.  Þess er óskað að íslenzkir radioamatörar hlusti eftir honum næstu kvöld kl. 21:00 GMT á tíðninni 14260 KHz þar sem óvíst er hvort eitthvað hafi komið fyrir hann en hann ætlaði að vera í sambandi daglega kl. 21:00 á þessari tíðni.

73 de TF3GW

Daddi

Póstur barst frá G6UIM um loftbelg M0XER-4 sem er að ljúka flugi umhverfis jörðina… einhverntíma á næstu tveimur sólarhringum gætu APRS merki frá honum heyrst hér á Íslandi á tíðninni 434,5 MHz. Þeir sem eiga góð loftnet fyrir 70 cm og setja upp APRS hugbúnað eða DL-Fldigi HAB hugbúnaðinn á tölvu tengdri móttakaranum gætu náð einhverjum merkjum.

“For those of you in the SW UK if you have the capability of putting a receive system on 434.500MHz or can use Contestia on 434.500MHz please do over the next couple of days. Either use a standard APRS system or download DL-Fldigi HAB, I can help with setup. M0XER-4 was launched from the UKon July 12th and so far has flown over Europe,Russia andNorth America. It’s predicted back over theUK in the next couple of days. This is a first, Leo M0XER has done a fantastic job

Steve G6UIM”