Virka svæðið AR 12192 á sólinni gaus fyrst 24. október með mikilli eldtungu…

AR 12192 er búinn að fá nýtt nafn og heitir núna, þegar bletturinn er kominn aftur í ljós, AR 12209. Bletturinn er ennþá stór og 10 jarðir kæmust fyrir í honum. Bletturinn er 33. að stærð frá því byrjað var að halda skrá um sólbletti á árinu 1874. Á því herrans ári kom Kristján níundi til Íslands og afhenti okkur nýja stjórnarskrá.

TF3EO skrifar í morgun:

Þessi sólblettur kom fram “vinstra megin” á sólardisknum og er búinn að fara næstum  einn hring á sólinni. Hann er nýkominn fram “jarðarmegin” á sólinni aftur og styttist í að hann miði þráðbeint á jörðu. Hann hefur ekki framkallað neitt ennþá en það hlýtur að vera tímaspursmál, en vonum það besta.

vísun á umfjöllun risasólblettur og önnur umfjöllun

Eftirtaldar íslenskar stöðvar sendu inn upplýsingar um þáttöku í CQ WW DX CW keppninni sem var síðustu helgina í nóvember:

 Stöð Flokkur  Aðstoð Bönd Afl QSO Lönd Zone  Skor
TF3CW SOP NA öll H 3464 287 94*  2.814.066
TF3DC SOP A öll L 499 276 91*  383.418
TF3DX/M SOP A öll L 437 181 86*  244.305
TF3EO SOP NA ROOKIE 10 m L 179  12.466
TF3GB SOP NA öll L 1886  91  27  1.089.918
TF3JB SOP NA öll L  26.000
TF3SG SOP NA 80 m H 688 64 17  88.954
TF3VS CL ·0 ·0 0 0 0 0  0
TF4M CL  0  0 0 0 0 0  0
TF8GX SOP  NA CLASSIC  öll  L  5.251

og TF8HP hafði eitt samband í keppninni.

*zonemargfaldari, heildarfjöldi zones á okkar jörð er 40.

 

TF3EO sagði:

Ég náði aðeins  179 QSO samtals, 4 QSO á 15M, restina á 10M og ákvað því að senda inn fyrir 10M eingöngu. Eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá mér því mér gékk erfiðlega að tjúna á öðru en 10M bandinu og netið datt alveg niður kl 1630 á sunnudeginum. Fann ekki út úr því áður en ég þurfti að mæta til vinnu. Náði aðeins að vinna 9 tíma alls og öll QSOin voru í EU og USA. Netið er 39M vír upp í tré tengdur við 1:1 currentbalun sem tengdur er við atu út í garði (ekki sami vírinn og á myndinni) Yaesu FT-767GX

Sendi gamlar myndir enda staddur í Edmonton í Canada.

Egill Ibsen TF3EO

Egill Ibsen, TF3EO

TF3EO – Loftnet

 

 

 

 

 

 

 

 

 

TF3DX/M Loftskeytaklefinn, tjúnerinn til hægri er liprari á hærri böndunum. Milli sætanna eru Kent spaðar, Winkeyer og spýtulykill TF3DX á hliðinni vegna plássleysis!  FT-900 er aftan við farþegasætið með framstykkið fyrir ofan spegilinn. Farþeginn er heimshornaflakkarinn Nigel, G3TXF. Starfræki alla jafna, líka í CQWW 2014, sitjandi í ökumannssætinu. Myndina tók Ian, G3WVG.

TF3DX segir frá keppninni

 

 

 

 

 

 

TF3SG var á suðurströndinni: það gekk bara fínt, var SOSB á 80HP.  QTH Reynisfjara.  vildi hafa þetta fyrir mig, var ekkert að auglýsa QTH, 73 Guðmundur, TF3SG.

Vísun á frásögn Guðmundar af sinni keppnisþáttöku á 3830scores .

Keppnisfrásögn TF3GB:

Hjá mér voru þetta 1886 sambönd sem dreifðust þannig:

10M = 297

15M = 302

20M = 602

40M = 685

Frá dragast 6 sambönd sem ekki gáfu stig en gáfu margfaldara eða ekkert. „Claimed-score“  1.076.400,- Loftnet: vaff á hvolfi á 7 MHz og Cobwebb fyrir hærri tíðnir. Sendiviðtæki: Kenwood TS830S, 100 w útafl. Viðvera samtals um 38 tímar. 73, TF3GB

Keppnisfrásögn TF3CW:

Gekk bara vel. 3464 QSO. 2,8 milljónir punkta. SOAB HP flokkur, hægt að sjá skil á : CQWW logs , Sjak CW

Vísun á frásögn Sigga á 3830scores

Sælir félagar.

Þann 18.apríl 2013, skilaði nefnd ÍRA um fjaraðgang af sér skýrslu um, sem nefnd var áfangaskýrsla, þar sem hún fjallaði einvörðungu um fjarstýringu íslenskra leyfishafa á eigin stöð eða stöð annars radíóamatörs hér á landi. Stjórn ÍRA hafði áður beðið þá Vilhjálm Kjartansson, TF3DX,  Kristján Benediktsson, TF3KB og Yngva Harðarson, TF3Y að vinna í málinu. Í greinargerð til stjórnar  ÍRA, mæltu  nefndarmenn með því að skýrslan yrði kynnt PFS. Skýrslan var send þangað 21.11. 2014.

Svohljóðandi svar barst 03.12.2014:

Sæll Bjarni

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur farið yfir áfangaskýrslu 1 frá nefnd ÍRA um stefnumótun í fjaraðgangsmálum dags 18.4.2013. PFS er sammála niðurstöðum nefndarinnar í skýrslunni að öllu leyti og er radíóáhugamönnum því hér með heimilað að starfa skv. niðurstöðum skýrslunnar.

Með kveðju,

Skýrsla nefndar um fjaraðgang má finna á http://www.ira.is/itarefni/

Á sama stað má finna staðfestingarbréf frá PFS.

Um næstu helgi er ARRL 160 m keppni og svo skemmtilega hittist á að tunglið er fullt er á sama tíma. Hvernig væri að sannreyna að góð skilyrði á lægri böndunum fylgja fullu tungli? Sjá: Tilgáta um skýringu á því að lágbandaskilyrði fylgja fullu tungli.

Tvær vísanir á tímatal fyrir tunglið: tungldagatal / annað tungldagatal .

Vísun á upplýsingar um lágbandafjarskipti .

Keppnin byrjar klukkan 22:00 UTC á föstudeginum, og endar klukkan 16:00 UTC á sunnudeginum um næstu helgi  5-7 desember. Keppnin er 42 tveggja tíma keppni án tímatakmarkana.

Eftirfarandi barst frá Sigurbirni, TF3SB:
Heinz George Stroebel, TF3XG / WA9UZM, Leyfi nr. 238, sem var mörgum íslenskum amatörum af góðu kunnur, er látinn. George var fæddur í Þýskalandi 18. ágúst 1931. Hann lést 17. nóvember 2014. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Eftirlifandi er eiginkona hans Ásdís Lillý Snorradóttir, TF3LST. Við vottum Ásdísi og aðstandendum okkar dýpstu samúð.
Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

Frá QSL-stjóra hafa borist þau skilaboð að fyrir dyrum standi árleg hreinsun, þegar öll kort sem þá verða í buroinu verða send út. Félagar eru hvattir til að koma syndunum frá og koma kortunum í buroið eigi síðar en fimmtudaginn 8. janúar 2015.
73, TF3GB

ÍRA hefur sótt um og fengið framlengt sérheimildum íslenskra radíóamatöra til notkunar eftirtalinna tíðnisviða:

1850 – 1900 KHz    til notkunar í tilgreindum alþjóðlegum keppnum samkvæmt töflu undir liðnum “Tíðnisvið radíóamatöra” á heimasíðunni. Gildir til 31.12. 2015.

5260 – 5410 KHz    60 m bandið. Gildir til 31.12. 2016.

70 – 70,2 MHz         4m bandið.  Gildir til 31.12. 2016.

Skilmálar eru þeir sömu og áður, en þá má sjá undir liðnum: “Félagið/Tíðnisvið radíóamatöra” á heimasíðunni.

Þeir sem hyggjast nýta sér heimildirnar þurfa að sækj um til PFS fyrir nýja tímabilið.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

M0XER er örlítill loftbelgur sem settur var á loft frá Englandi í byrjun júlímánaðar og hefur farið nokkrar ferðir umhverfis jörðina..

Vísun á DX SUMMIT

frá formanni MDXSF,

MDXS lyftir DX SUMMIT upp í nýjar hæðir er bæði notendavænna og aðgengilegra. Samvirknin við VOACAP er sérstaklega skemmtileg og með henni hefur MDXS áunnið sér fastan sess á stjórnborði minnar tölvu í radíókytrunni – loftskeytaklefanum. Hamingjuóskir til RADIO ARCALA teymisins og víðsýnna áhangenda þeirra.”
-Tom, ND2T

Marlon Brando.   KE6PZH og FO5GJ  lést 1. júlí 2004. Leikarinn Marlon Brando var þekktur meðal amatöra um allan heim sem KE6PZH og FO5GJ, Brando er skráður í gagnagrunni FCC  sem Martin Brandeaux.Hann var oftlega í loftinu á FO5-kallmerkinu frá eyjunni sinni  í franska Pólynesíu eyjaklasanum.

…upplýsingar af Wikipediu:

La ora na e maeva!

Frægasta eyjan er Tahítí. Árið 1946 voru eyjarnar gerðar að frönsku yfirráðasvæði og íbúar fengu franskan ríkisborgararétt. Frakkar stunduðu tilraunir með kjarnorkusprengjur á eyjunum frá 1962. Árið 1977 fengu eyjarnar takmarkaða heimastjórn. Þótt eyjarnar séu með eigið þing og ríkisstjórn eru þær ekki í frjálsu sambandi við Frakkland líkt og Cookseyjar. Frakkland hefur yfirumsjón með dómskerfi, menntakerfi, lögreglu og vörnum eyjanna. Helsta útflutningsvara eyjanna er svört perla.

Eyjarnar eru í miðju Kyrrahafinu og fjarlægðir til meginlandanna mælast í þúsundum kílómetra. Franska Polynesísa spannar gríðarstórt svæði á stærð við alla Evrópu og samanstendur af alls 118 eyjum sem mynda 5 eyjaklasa, hvern með sínum sérkennum.

Til samanburðar getum við skoðað Azores-eyjar úti í Atlantshafi og sjáum þá hvers vegna amatörar sækjast eftir að fara til eyjanna í forskeytasöfnunarferðir.