Í dag, 15. nóvember 2015, sagði TF3ABN, Svanur Hjálmarsson, varaformaður ÍRA, sig úr stjórn með tölvupósti.

Við þökkum Svani fyrir hans störf í þágu ÍRA.

Fh. stjórnar ÍRA, TF3JA

SAC CW keppnin er um næstu helgi 20 – 21 september. Keppnin varir í 24 klst, hefst á hádegi laugardagsins.

Það eru nokkrar breytingar á reglum, sjá hér:
http://www.sactest.net/

Félagsmaður ÍRA (TF8KY Keli) og kollegi SA6MIW, amatör frá Svíþjóð, en búsettur í Dubai (A65DC Martin) settu upp fjarskiptastöð í hótelherbergi á 7. hæð í Stokkhólmi í síðustu viku. Þeir notuðu gamlar og góðar stöðvar, ICOM IC-735 og Kenwood TS140S. Þetta eru litlar stöðvar u.þ.b 5 kg. hvor sem auðvelt er að hafa með í ferðatösku. Skilyrðin voru slæm flesta dagana. Þó opnuðust böndin á fimmtudagskvöldið 10. sept. og u.þ.b. 30 QSO náðust á SSB og PSK63 á þeim stutta tíma sem til aflögu var eftir langan vinnudag. QSO voru tekin samtímis á 20m og 15m án vandræða þó ekki væri nema um 3 metrar á milli loftneta, enda báðar stöðvar með bandpass-síur (heimatilbúnar) á fæðilínum. Engin tuner var til staðar en báðar stöðvarnar voru tengdar telescopic loftnetum á svölum hótelherbergisins með jörð í svalahandriðinu. Lengd loftnetanna var aðlöguð að hvoru bandi fyrir sig með hjálp RigExpert. 5/9 report fengust frá flestum stöðvum víðsvegar í heiminum, þar á meðal frá Brasilíu og Falklandseyjum. Þessar myndir eru kannski frekar dimmar en ljósin í hótelherberginu voru höfð slökkt því þarna voru led ljós sem ullu a.m.k. +2 s-einingum af óæskilegu suði.

QTH Stokkhólmi, TF8KY.

QTH Stokkhólmi, SA6MIW.

QTH Stokkhólmi, SA6MIW.

QTH Stokkhólmi, SA6MIW.

QTH Stokkhólmi, TF8KY.

QTH Stokkhólmi., TF8KY.

TF3SA við nýju félagsstöðina í Skeljanesi á 70 ára afmæli ÍRA

Einn af okkar allra traustustu félögum, Stefán Arndal TF3SA er 85 ára í dag. Stefán hefur stutt ÍRA með ráðum og dáð svo lengi sem við munum. Hann hefur alveg sérstaklega stutt keppnislið félagsins framan af með góðum ráðum og stuðningi á ýmsan hátt. Síðustu árin hefur hann einnig tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum fjarskiptakeppnum með félögunum. Stefán fer þar fremstur meðal jafningja – “harður operator” – eins og kapparnir orða það – en hugljúfur félagi sem menn njóta þess að vinna með að sameiginlegu markmiði. Stjórn ÍRA fyrir hönd félagsins færir Stefáni og fjölskyldu hans árnaðaróskir á afmælinu og þakkar honum trygglyndi og vináttu í gegnum árin.

Afmælið var 14. ágúst, félagsheimilið var opið og stöð félagsins í loftinu frá hádegi sunnudagsins. Boðið var uppá kaffi og meðlæti frá klukkan 14 og klukkan 15 sagði fyrrverandi formaður félagsins til margra ára TF8HP, Haraldur Þórðarson frá ýmsu úr sögu félagsins. Einn stofnfélagi frá 1946 mætti í kaffið, TF3MX Ólafur Guðjónsson.

Úr viðtali við fyrsta formann ÍRA, Einar Pálsson. Viðtalið birtist í Útvarpstíðindum 1946.

 

Innan stjórnar hefur töluvert verið rætt um þá ákvörðun aðalfundar 11. júní 2015 að kjósa laganefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða lög félagsins á starfsárinu í framhaldi af tillögu TF3GB:

„Undirritaður leggur til að framkomnum breytingartillögum á lögum ÍRA verði vísað til 3 manna nefndar sem aðalfundur kýs sér. Nefndin hafi starfstíma til 15. apríl 2016. Nefndin taki við ábendingum og athugasemdum á starfstímanum. Móti tillögur sem verði sendar út með aðalfundarboði 2016. Bjarni Sverrisson TF3GB“

Tillögur komu fram um eftirfarandi félagsmenn í nefndina TF3VS, TF3GL, TF3UA, TF3HM. Gengið var til kosninga og niðurstaðan var sú að TF3VS, TF3UA og TF3HM voru kosnir í nefndina. Innan stjórnar er samhugur um að leggja til við kosna nefndarmenn að þeir bjóði TF3GL að taka þátt í störfum nefndarinnar sem fullgildur nefndarmaður. Álit stjórnarinnar byggir á þeirri hugsun að ÍRA er áhugamannafélag þar sem allar skoðanir eru jafnréttháar og því markmiði að í félagsstörfunum skuli ávalt reynt til þrautar að ná samstöðu án atkvæðagreiðslu.

Og ef haldið er áfram þá hefur komið fram hugmynd um að kosin verði laganefnd á hverjum aðalfundi sem hafi það hlutverk að hlusta á félagsmenn milli aðalfunda og vinna að tillögum um endurskoðun á lögum félagsins í samræmi við óskir og áhuga félagsmanna.

Comment frá TF3GB

Þið í stjórninni verðið að fyrirgefa mér, en ég tel að hvorki formaður félagsins, stjórnin að öðru leyti eða nefndin sem kosin var, geti breytt löglegum gerningi aðalfundarins. Sá sem nú á að þröngva í nefndina, hlaut ekki brautargengi á aðalfundinum í lýðræðislegri kosningu. Eftir það sé ég ekki að hann eigi að vera rétthærri en t.d. TF3KB, sem lika lagði tillögur fyrir aðalfundinn eða hvaða félagsmaður sem er annar til að koma með ábendingar og frekari tillögur. Mér finnst þetta lýsa vantrausti stjórnar og formanns á löglega kjörnum nefndarmönnum.          73, TF3GB

Comment frá TF3LL

Sælir. Þetta gengur ekki upp. Það er ekki hægt að bæta við nefndarmanni í nefnd sem kjörin var á aðalfundi félagsins. Það verður þá sennilega að boða til félags eða auka aðalfundar eigi að gera það en hinsvegar getur nefndin kallað eftir áliti og tillögum frá hvaða félaga sem er og að sjálfsögðu þar á meðal frá TF3GL

73, TF2LL

Á stjórnarfundi í dag, 9. júlí 2015, lét TF3GB, Bjarni Sverrisson, ritari ÍRA, af stjórnarstörfum að eigin ósk og í góðri sátt við sitjandi stjórn. Við ritarastarfinu tók þar til annað verður ákveðið, TF8KY, Sigurður Hrafnkell Sigurðsson, varamaður í stjórn.

Við þökkum Bjarna vel unnin og ósérhlífin störf í þágu ÍRA og bjóðum Hrafnkel velkominn í stjórnina og til ábyrgðarmikilla starfa fyrir félagið.

Fh. stjórnar ÍRA, TF3JA

Kallmerki Grimeton stöðvarinnar er SAQ

Hlustun á netinu

Leiðbeiningar

Í dag eru 150 dagar þar til ITU verður 150 ára, upprunalega “the International Telegraph Union” fylgist með á vef ITU, ITU150.

MORSE er ennþá virkasti og hagkvæmasti fjarskiptahátturinn