Snorri Ingimarsson er í forsvari fyrir hóp sem hefur áhuga á að endurvekja fjarskipti fjallaferðamanna á stuttbylgju og nýlega fékk hópurinn leyfi til að nota stuttbylgjutíðnir Landsbjargar. Þetta hefur verið í undirbúningi síðan í sumar en er nú endanlega komið í höfn.

Tíðnir Landsbjargar í kHz eru:

2912
3815
3835
4752
5752
6771

Snorri og félagar hafa prófað þessar tíðnir talsvert í sumar og niðurstaðan er í samræmi við eldri prófanir sem bentu til þess að 3815 væri heppileg sem aðaltíðni hér á landi. Lítið suð er á 3815 og mun minna heldur en á gömlu góðu 2790. 5752 hefur líka komið vel út og stundum heyrist mjög vel á 6771. Bylgjulengdin á 3815 er um 80 metrar en 108 metrar á 2790. þetta þýðir að hægt er að komast af með meðfærilegri og mjög góð loftnet fyrir þá sem geta notað gömlu Gufunesstangirnar, breyttar fyrir 3815.

Hér eru nokkrar tilvitnanir í minnisblað sem skýra þetta fyrirkomulag með tíðniheimildirnar betur:

” Slysavarnafélagið, SL heldur utan um úthlutun notkunarleyfa til einstaklinga á þessum tíðnum á sama hátt og leyfi fyrir notkun þriðja aðila á VHF tíðnum félagsins. Þeir sem óska þess að nýta tíðnirnar senda tölvupóst með nafni, kennitölu og netfangi til SL sem sendir til baka leyfi fyrir viðkomandi til að nota tíðnirnar. Leyfinu fylgir það skilyrði að viðkomandi víkur þegar Landsbjörg notar tíðnirnar í björgunaraðgerðum.”

“Hagur SL verður að upp byggist meðal almennings þekking, reynsla og búnaður til notkunar stuttbylgjufjarskipta. Komi upp sú staða að önnur fjarskiptakerfi verði óvirk gæti þessi hópur komið að notum til að koma á neyðarfjarskiptum auk þess sem einingar innan SL munu nýta þessar tíðnir sjálfar og hefðu þá bæði búnað og þekkingu tiltæka.”

Búið er að finna löglegar CE merktar HF stöðvar og ein er þegar komin til landsins. Einnig er til eitthvað af gömlum Yaesu FT-180A stöðvum með þessum tíðnum.”

Kynning Snorra hefst klukkan 20:15.

Nokkur fjöldi erlendra gesta heimsækir félagsheimili ÍRA og félagsstöðina á hverju ári. Eftir atvikum hafa þeir sambönd frá félagsstöðinni. Fjöldi radíóamatöra sem kemur til landsins hefur trúlega margfaldast líkt og fjöldi ferðamanna almennt. Mike, ON2MVH, leit við á laugardaginn nýkomin af Kringlufundi TF3ARI og félaga. Mike hafði komið áður til landsins í sumar og meðal annars tekið þátt í hátíð á Garðskagavita og eignast vini þar. Nefndi Inga, TF3IG og TF3ML sem hefði treyst sér fullkomlega fyrir stöðinni sinni. Í þetta sinn er Mike hér vegna Iceland Airwaves hátíðarinnar. Hann hefur tekið ástfóstri við landið og er staðráðinn í að kom aftur fljótlega.

ON2MVH heimsækir ÍRA

ON2MVH heimsækir ÍRA

ON2MVH heimsækir ÍRA

ON2MVH heimsækir ÍRA

BRATS

BRATS

BRATS eða Bredhurts Receiving and Transmitting Society.

BRATS eru með áhugaverða síðu með ýmiskonar kennsluefni.

Stjórn Danskra Radíóamatöra

Stjórn Danskra Radíóamatöra – Myndin sýnir síðustu fimm formenn EDR. Sá nýjasti lengst til vinstri og síðan í tímaröð frá vinstri til hægri.

OZ1AHV, Finn Madsen, – OZ5HZ, Finn Johansen, – OZ3MC, Martin Mortensen, – OZ7S, Sven Lundbech og OZ1IKW, Niels Krogh Hansen.

Krækja á upplýsingar um aðalfund EDR sem haldinn var 20 október.

 

Við innganginn að aðalfundi EDR var þess skemmtilegi kassi:

Stjórn danskra radíóamatöra

Stjórn danskra radíóamatöra

DENMARK Experimenterende Danske Radioamatoerer [EDR]
Address: Klokkestöbervej 11, DK-5230 Odense M
Tel: +45 66156511 <HQ>
Fax: +45 66156598 <HQ>
Email: kontor@edr.dk  , ,
Web: http://www.edr.dk
President: Finn Madsen, OZ1AHV – , oz1ahv@edr.dk
Vice President: Joergen Roemming, OZ0J – oz0j@edr.dk
Secretary: Kjeld Majland, OZ5KM – oz5km@edr.dk
NRAU/IARU Liaison:  Ivan Stauning, OZ7IS – oz7is@edr.dk
Last updated:  1-nov-2016

 

Tímarit iðnaðarmanna 1969.

30 ár milli mynda, þekkiði mennina, Eggert, Friðrik og Ólaf? hver situr hvar á myndunum?

Félag útvarpsvirkja 30 ára

Félag útvarpsvirkja 30 ára

 

Rafeindavirkjun í 70 ár

Rafeindavirkjun í 70 ár

Úkraníukeppnin sem er haldinn á vegum UCC, keppnisklúbbur Úkraníu, hefst á hádegi laugardags og stendur til hádegis á sunnudeginum.

Krækja á reglur keppninnar.

ukraniancontestclub

Witches On The Air á morgun mánudag 31. október 2016 frá 10:30 PM  UTC til 5 AM UTC.

Á eftirfarandi tíðnum:
3.765 +/- (80m)
7.130 +/-(40m)
14.125 +/-(20m)

nornir

Yls eru hvattar til að taka þátt og hræra í pottinum á böndunum.
Verið í nornafötunum við stöðina og sendið myndir, frumlegasta og skelfilegasta myndin verður valin..

Ölvir, TF3WZN ætlar í kvöld að segja frá nýrri heimasíðu ÍRA sem hann er með í smíðum. Félagar eru hvattir til að mæta og eiga skoðanaskifti við Ölvi.

sjá: dev.ira.is

Kaffi og kex.

Námskeiðið hefst laugardaginn 12. nóvember. Áætlað er að halda radíóamatörpróf þann 19. nóvember.

Um helgina 12.-13. nóvember er áætlað að kenna í 6 – 7 tíma hvorn dag og síðan frá klukkan 19 til 22 á hverju kvöldi frá mánudegi til föstudags. Prófið hefst klukkan 10 á laugardagsmorgni og lýkur klukkan 14. Námskeiðsgjald er 20 þkr. fyrir nýja nemendur en nemendur sem áður hafa sótt námskeið hjá ÍRA greiða ekki námskeiðsgjald en greiða kostnaðarverð fyrir námsgögn ef þeir eiga þau ekki til frá fyrri námskeiðum. Námskeiðskynning verður þann 3. nóvember í Skeljanesi og hefst klukkan 20:15.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt skrái sig á námskeiðið með tölvupósti á ira@ira.is eða með símtali í 8633399.

Stjórn ÍRA hélt samráðsfund með Prófnefnd félagsins 19. október þar sem farið var yfir ýmis mál og námskeiðið kynnt. Fundargerð frá fundinum er hér á heimasíðunni undir Félagið – Fundargerðir stjórnar ÍRA. Hér er krækja á fundargerðina: Samráðsfundur Stjórnar ÍRA með Prófnefnd.

f.h. stjórnar ÍRA, 73 de TF3JA

TF3AM fjallar um loftnet á opnu húsi í Skeljanesi annað kvöld klukkan 20:15.

TF3AM

TF3AM

Staðlaráð Íslands hefur gefið út í íslenskri þýðingu staðalinn ÍST EN 50522, Jarðbinding háspennuvirkja. Staðalinn kemur í stað ÍST 170 Háspennuvirki fyrir riðspennu yfir 1 kV, ásamt staðlinum ÍST EN 61936-1 Power installations exceeding 1 kV a.c. – Part 1: Common rules.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Staðlaráðs Íslands: Smellið hér