Námskeið til radíóamatörprófs hefst á föstudag 10. mars klukkan 19 í Skeljanesi. Námskeiðið stendur yfir um tæplega tveggja mánaða skeið.

Allar upplýsingar eru á heimasíðu ÍRA, http://www.ira.is/dagskra-namskeids-2017/

Þáttaka tilkynnist til félagsins á póstfangið ira@ira.is

F5LBD á Morse-lyklinum

Áhugaverð grein um H-Pól loftnet.

Hér er linkur á umfjöllunina. H-pól fjölbanda loftnet

H-Pól Loftnet

Núna fyrir stuttu hóaði Jón Þóroddur (TF3JA) í mig og bað mig að aðstoða Lucy (KD2MFV) með að senda myndir með SSTV til bandaríkjanna.

Þar sem ég er frekar grænn í radíó amatör heiminum hafði ég ekki hugmynd um hvað hann var að tala. SSTV? Ég gúglaði svolítið áður en ég mætti niður í Skeljanes og þóttist vita helling þegar þangað var komið.

Eftir að hafa rætt svolítið við Lucy kom í ljós hvað hún var að spekúlera með SSTV. Lucy er radíó amatör, ljósmyndari og listamaður. Hún var hér að taka myndir af snjó/ís. Myndirnar gerir hún svart hvítar og líta þær út eins og halastjörnur. Hennar hugsun var að senda myndirnar í gegnum SSTV og fá sama “effect” og þegar NASA sendir myndir frá tunglinu á sínum tíma.

Hér er heimasíðan hennar Lucy, http://www.lucyhelton.com/

Eftir smá æfingar með tölvuna hennar tengdum við hana við iCom 7300 stöðina og gerðum prufu sendingu. Við sendinguna notuðum við Ham Radio Deluxe. Prufu sendingin fór ekki langt. Við sendum á 0 wöttum og fór merkið heila 10 metra yfir í næsta loftnet og tókum við á móti með Yaesu stöðinni, þar notuðum við MMSSTV. Virkað flott.

Á laugardeginum var ætlunin að senda mynd til BNA. Við reyndum á 17 og 30 metrunum sem virkuðu ekki en 20 metrarnir voru hinsvegar álitlegir nema að það var keppni í gangi og allt troðið. Við ákváðum að vera ekki að trufla keppendur og ætla ég að prufa að senda henni myndina við betra tækifæri.

Hér er mynd af Jóni (TF3JA) og Lucy (KD2MFV) með einn af úrvals safngripunum okkar sem er í fullu fjöri. Jón er að sýna Lucy hvernig merkið leit út. Það sést reyndar ekki á myndinni en þarna var ægilega falleg bylgja sem við dáðumst að meðan stöðin sendi út myndina frá Lucy.

Hér er Ölvir (TF3WZ), Lucy (KD2MFV) og Jón (TF3LM) að spekulera í stöðlum sem hægt er að nota til að senda myndina. Hvaða forrit henntar best o.s.frv.

Hér er ein af myndunum sem Lucy tók. (Birt með leyfi Lucy)

Ölvir S. Sveinsson, TF3WZ

Lucy ætlar að halda áfram tilraunum með SSTV sendingar með aðstoð tveggja íslenskra radíóamatöra.

Ölvir, Lucy og Radíó Hundurinn!

Allir radíóáhugamenn eru velkomnir í heimsókn þó ekki væri nema til að spjalla og fá sér kaffi með kleinu. Tilvalið væri að prófa hljóðnema eða grípa í lykil og prófa félagsstöðina.

Einnig verða einhverjir við málningu og tiltekt í aðstöðu ÍRA, öll hjálp er velþegin.

stjórn ÍRA

Myndin sýnir hluta af þeim tækjum sem finna má í geymslum félagsins í Skeljanesi og nú er verið að taka fram og skoða.

Kaffi, kleinur og rabb á jákvæðum nótum.

Kaffi og kleinur og kannski eitthvað meira.

Ágæti félagi.

Boðað er til aðalfundar sunnudaginn 12. mars 2017, kl. 10.00, í félagsheimili ÍRA í Skeljanesi með fyrirvara um fundarstað.

Dagskrá fundarins verður samkvæmt 19. grein félagslaga ÍRA.

Tvær tillögur að lagabreytingum bárust:

  1. Ábending frá Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra
  2. Tillaga frá stjórn ÍRA um innheimtu félagsgjalda.

Stjórn ÍRA

Aðalfundarboð 2017

Halldór, TF3GC kom til Íslands með Rannveigu móður sinni á árinu 1945 í stríðslok þá 16 ára gamall. Radíóáhuginn kviknaði hjá Halldóri einhverntíma  á áttunda áratug síðustu aldar og var hann í nokkur ár virkur og þekktur í loftinu á kallmerkinu FR1922. Halldór tók amatörpróf 1980 og valdi sér kallmerkið TF3GC. Halldór var mjög fær á Morse og virkur félagi í ÍRA. Það var sama hvað Halldór tók sér fyrir hendur það lék allt í höndunum á honum.

Halldór spilaði á gítar, málaði og teiknaði myndir eins hér má sjá dæmi um.

Halldór var í mörg ár virkur félagi í björgunarsveit Garðabæjar með sína leitarhunda Cesar og Thor. Hundarnir voru báðir undan Lady, Sheffertík sem kom til landsins á sínu eigin vegabréfi með mynd uppúr 1980. Halldór flutti með sína stóru fjölskyldu á Móaflöt í Garðabæ um svipað leyti og hann tók amatörprófið. Þar setti hann upp 12 metra hátt mastur og stórt loftnet, loftnetsgreiðu fyrir stuttbylgju sem ekki fór fram hjá neinum og oftlega kom fyrir að erlendir ferðamenn bönkuðu uppá til að forvitnast um hvað þetta undarlega mannvirki eiginlega væri.

Góður náinn vinur Halldórs segir á fésbók, “Halldór, eða “Gammel Carlsberg” eins og hann kallaði sig oft, var mjög virkur á sínum tíma með góð loftnet í Garðabænum. Þá tók hann virkan þátt í félaginu og var tilbúinn “til að halda í spotta” eins og hann kallaði það, þegar framkvæmdir voru í gangi. Sjálfur minnist ég góðra stunda sem við áttum saman, og þakka samfylgdina. 73 Sæli TF3AO”

Nýir radíóvitar á 6 og 4 metrum, verkefnið kynnt á Grand hótel á fimmtudag.

Enn einu sinni ætlar Óli, TF3ML að leggja samfélagi radíóáhugamanna lið og leggur nú til tvo radíóvita sem settir verða upp í nágrenni Reykjavíkur. Annar sendir út á 4 m bandinu en hinn á 6 m bandinu. Kærar þakkir Óli.

Næstkomandi fimmtudagskvöld 16/2 verða Óli, TF3ML og Bo, OZ2M með kynningu á verkefninu. Sendarnir tveir verða til sýnis og skoðunar á kynningunni sem hefst kl. 19:00. Þeir félagar munu kynna verkefnið og svara fyrirspurnum.

Kynningin verður á Grand hóteli kl. 19 á 13. hæð í sal sem heitir Útgarður. Léttar veitingar í boði TF3ML.

Fjölmennum og fögnum þessu frábæra framtaki. Munið kl. 19:00

ÍRA ætlar að hafa lokað í félagsheimilinu þetta kvöld en hvetur félagsmenn til að mæta á Grand hótel.

stjórn ÍRA

Nokkrir eðal hexarar hittust í Kiwanishúsinu í Mosfellsbæ í gær á laugardegi og settu saman loftnet.Georg TF3LL sagðist svo frá: Þetta tók lengri tíma en ég ætlaði í upphafi. Ætlaði bara að skjótast á milli mjalta en tímanum var vel varið í góðra vina hópi. Það tók smá tíma að koma upp loftnetinu hans TF3IG með stöng alles en eftir prufur með Icom 7100 verður ekki annað séð en að loftnetið virki vel. Sem fyrr segir fínn dagur og mikið uppskorið. Takk fyrir þetta.
73 Georg.