Félagsmaður okkar, Gunnar Leifur Guðmundsson, TF3LG, lést á Skírdag þann 1. apríl s.l. Fregnir þessa efnis bárust félaginu frá bróðursyni hans, Guðmundi Gunnarssyni, TF3GG. Leifur varð tæplega 82 ára að aldri.

Leifur var handhafi leyfisbréfs nr. 17 og félagsmaður í Í.R.A. um áratuga skeið. Hann starfaði fyrir félagið og sat m.a. í prófnefnd Í.R.A. í nær tvo áratugi, þ.e. frá 1979-1997. Þá sat í varastjórn félagsins í tvö tímabil, þ.e. frá 1979-1980 og 1980-1981. Leifur var virkur radíóamatör þar til síðustu ár er heilsa hans leyfði ekki virka þátttöku.

Stjórn Í.R.A. sendir fjölskyldu hans hugheilar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans.

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður Í.R.A.

Með tilvísan til 16. gr. félagslaga er hér með boðað til aðalfundar Í.R.A. laugardaginn 22. maí 2010. Fundurinn verður haldinn í Yale fundarsal Radisson Blu hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 18. gr. félagslaga.

Bent er á, að samkvæmt ákvæði í 26. gr. laganna þurfa tillögur að lagabreytingum að berast stjórn félagsins fyrir 15. apríl n.k. Með tillögum að breytingum skal fylgja skrifleg greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ástæðum tillagnanna og væntanlegum áhrifum þeirra

Fyrir hönd stjórnar,

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður Í.R.A.

Félagið Íslenskir Radíóamatörar heldur í samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun próf til amatörréttinda laugardaginn 10. apríl. Haldið verður bæði próf í rafmagns- og radíótækni svo og viðskiptaháttum- og reglum.

Prófið verður haldið í Flensborgarskóla og hefst kl. 10:00 að morgni. Fyrst verður rafmagns- og radíótæknihlutinn lagður fyrir svo prófið í viðskiptaháttum- og reglum.

Áhugsamir eru beðnir um að láta Hrafnkel TF3HR (he@klaki.net) vita af væntanlegri þátttöku sinni.

 TF4M

Í aprílhefti tímaritsins “CQ Ham Radio Japan” 2010 er 4 blaðsíðna umfjöllun um Vilhjálm Þór Kjartansson, TF3DX og virkni hans á 160 metrunum, m.a. um virkni sem TF3DX/M og mynd af QSL korti til JA7FUJ sem Vilhjálmur sendi til staðfestingar sambandi þeirra sem hann hafði úr bílnum. Greinin er að stofni til lík þeirri sem birtist í 1. tbl. CQ TF 2010, en ljósmyndir eru fleiri ásamt mynd af XYL; Guðrúnu, TF3GD.

Þar á eftir fylgir samantekt (eftir Vilhjálm) sem skýrir hversu erfitt er í raun að hafa samband á milli TF og JA á 160 metrunum.

TF2JB

Minni á morsnámskeið í kvöld klukkan 19.00 með Axel Sölvasyni, TF3AX. Áherslan er á að hlusta og taka á móti morsi og skrifa niður stafi. Námskeiði er hugsað fyrir þá sem eru að byrja að læra mors og fyrir þá sem vilja ná færni í að taka á móti morsi og skrifa niður. Námskeiðið er öllum opið.

73
Guðmundur, TF3SG

Skilafrestur efnis í aprílhefti CQ TF er nk. sunnudag, 28. marz.  Lesendur blaðsins eru hvattir til að senda greinar, myndir eða ábendingar um áhugavert efni til ritstjóra.

73 – Kristinn Andersen, TF3KX – ritstjóri CQ TF
Austurgötu 42, 220 Hafnarfjörður

E-mail: tf3kx@simnet.is.  GSM: 825-8130.

Í samráði við Axel Sölvason, TF3AX hefur verið ákveðið að framlengja og halda áfram með morsnámskeið.  Áherslan verður á að hlusta og skrifa niður stafina og hefst fyrsta kenslu-stundin næstkomandi fimmtudag 25. mars, klukkan 19.00.  Námskeiðið er öllum opið og verður sniðið að þeim sem mæta, fullt tillit verður tekið til byrjenda og þeim veitt kennsla og leiðsögn.  Þeir byrjendur sem þess óska geta fengið lánaða æfingalykla.  Gert er ráð fyrir að kennsla fari fram sunnudagsmorgna.

73

Guðmundur, TF3SG

Myndin er frá vinnu við SteppIR loftnet félagsins 1. nóvember s.l. Ljósm. TF2JB.

Laugardaginn 20. mars 2010 kl. 10 árdegis var mættur hópur félagsmanna í félagsaðstöðuna við Skeljanes. Verkefni dagsins var að koma upp á ný SteppIR Yagi loftneti félagsins eftir viðgerð, en eins og menn muna brotnuðu festingar loftnetsins og það féll til jarðar þann 20. janúar s.l. Þessir voru mættir: Ársæll TF3AO, Bjarni TF3BG, Óskar TF3DC, Benedikt TF3CY, Erling TF3EE, Halldór TF3GC, Guðlaugur TF8GX, Haraldur TF3HP, Guðmundur Ingi TF3IG, Jón Þóroddur TF3JA, Jónas TF2JB, Jón Gunnar TF3PPN, Guðmundur TF3SG og Sveinn Bragi TF3SNN. Vinnan við samsetningu loftnetsins og uppsetningu gekk að óskum (en alltaf eru náttúrlega einhver smáatriði sem tefja…). Það flýtti þó verulega fyrir að Gulli, TF8GX, fékk lánaðan lyftubíl. Loftnetið var komið upp, tengt og tilbúið til notkunar klukkan 12:50. Bestu þakkir til allra sem lögðu hönd á plóginn.

Frá vinstri: TF3CY, TF3SNN og TF3PPN.

Frá vinstri: TF3GC, TF3DC, TF3PPN og TF8GX auk TF3AO.

Frá vinstri: TF3DC, TF3GB, TF3GC, TF3CY, TF3PPN, TF3AO og TF3SNN.

loftnetið á leið á sinn stað upp á turninum.

TF3PPN og TF8GX veifa til marks um að allt sé í góðu gengi.

Tengingarvinnan tók nokkurn tíma.

Loftnetið klárt, verkefninu lokið og karfan á leið niður. Þá var klukkan 12:50.

TF2JB

Fyrstu SteppIR elementin til lagfæringar. Elementið lengst til vinstri er mest skaddað af þessum. Ljósmynd: TF3SNN.

Það staðfestist hér með að farið verður í uppsetningu á SteppIR Yagi-loftneti félagsins laugardaginn, 20. mars, kl. 10 árdegis. Veðurspáin virðist vera nokkuð góð – við gætum átt von á skúrum – en á móti kemur verkið verður léttara en á horfðist vegna þess að við munum fá körfubíl á staðinn.

Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, hefur nú lokið við viðgerð loftnetsins og hann verður klár með nýjar festingar og það sem til þarf. Þeir félagsmenn sem áhuga hafa á að hjálpa til eru velkomnir. Heitt verður á könnunni og eins og áður hefur komið fram verða ný vínarbrauð frá Geirabakaríi í Borgarnesi á borðum.

TF2JB

Af tilefni ferðar 4×4 klúbbsins þvert yfir hálendi Íslands hef ég sett upp vefhlustun á tíðninni 3,637MHz. Viðtækið er statt í Grímsnesinu og sendir móttekna hljóðið yfir 3G nettengingu út á Internetið.

Sjá nánar á síðunni Vefradíó

73 de TF3HRafnkell