TF1VHF QRV

Radíóvitarnir TF1VHF fóru í loftið í dag, 12. maí 2018. QRG er 50.457 MHz á 6 metrum og 70.057 MHz á 4 metrum. QTH er Mýrar í Borgarfirði.

Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, fjármagnaði og stóð straum af kostnaði við verkefnið. TF1A, TF3SUT og TF3-Ø33 aðstoðuðu Ólaf við uppsetningu og frágang.

Fljótlega verður skýrt frekar frá málinu á þessum vettvangi, en Ólafur segir að í bígerð sé ennfremur uppsetning á radíóvita á 2 metrum.

Ljóst er, að hér hefur verið unnið stórvirki á vettvangi áhugamáls okkar. Stjórn ÍRA óskar Ólafi og félögum til hamingju með daginn.

(Ljósmynd: TF1A).

 

 

Félagsaðstaða ÍRA verður lokuð fimmtudaginn 10. maí sem er uppstigningardagur.

Næsti opnunardagur í Skeljanesi er fimmtudagurinn 17. maí.

F.h. stjórnar,

Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður.

Mér veitist sú ánægja að tilkynna ykkur um útkomu 1. tölublaðs CQ TF 2018. Það kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni. Blaðið kemur nú út á ný eftir 5 ára hlé.

Mestan heiður af blaðinu eiga þeir Jónas formaður og Vilhjálmur uppsetningarmaður, TF3JB og TF3VS. Þeim vil ég þakka sérstaklega mikla vinnu við blaðið. Einnig þakka ég öllum höfundum efnis í blaðið.

CQ TF er að þessu sinni 42 blaðsíður að stærð.

73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF.

Smella má á vefslóðina hér fyrir neðan:
http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/04/cqtf_32arg_2018_01tbl.pdf

Sigurbjörn Þór, TF3SB, ritstjóri CQ TF.

Frestur til að skila efni í 1. tbl. CQ TF 2018 var til 19. apríl.

Bestu þakkir til félagsmanna fyrir mjög góð viðbrögð.

Stefnt er að blaði sem er 48 bls. að stærð.

Það kemur út 29. apríl n.k.

73 de TF3SB.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 19. apríl

sem er sumardagurinn fyrsti.

Næsti opnunardagur er fimmtudagurinn 26. maí.

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.

Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.

Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl. Þann mánaðardag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra (International Amateur Radio Union, IARU) stofnuð fyrir 93 árum.

Einkunnarorðin eru að þessu sinni: „Celebrating Amateur Radio‘s Contribution to Society“.

Aðildarfélög IARU eru í dag starfandi í 164 löndum heims með nær 5 milljónir leyfishafa.

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum til hamingju með daginn.

 

Bestu þakkir til þeirra sem þegar hafa sent efni í CQ TF.

Áfram verður tekið á móti efni til fimmtudagsins 19. apríl en blaðið kemur út 29. apríl.

Efni sem berst eftir 19. apríl verður til birtingar í 2. tbl. sem kemur út í júlímánuði.

73, TF3SB, ritstjóri CQ TF.

Starfsemi Yahoo póstlista félagins hefur verið flutt á „groups.io“. Nýi póstlistinn er irapostur@groups.io og var opnað fyrir notkun 9. apríl. Félagsmenn (skráðir á eldri listann) eiga að hafa fengið boð um að skrá sig á groups.io

Ákvörðun um breytinguna var tekin á stjórnarfundi í ÍRA þann 4. apríl í ljósi ábendingar frá TF3AO, sem vakti athygli á hnignun þjónustu Yahoo listans. Stjórn félagsins þakkar Sæla gott frumkvæði svo og fyrir að annast flutning listans í nýtt umhverfi.

Yahoo listinn sem nú hefur verið lokað hafði gagnast félaginu í nær 16 ár, en var upphaflega stofnaður af TF5B í október 2002.

Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, ritstjóri CQ TF.

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar ÍRA þann 4. apríl var ákveðið að hefja á ný útgáfu félagsblaðsins CQ TF. Á fundinum var Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, skipaður ritstjóri, en Doddi hefur áður komið að útgáfu blaðsins sem slíkur. Miðað er við útgáfu 4 tölublaða á starfsárinu.

Félagsmenn eru hvattir til að leggja til efni, annað hvort með því að skrifa sjálfir, senda ritstjóra línu eða slá á þráðinn. Skilafrestur efnis er til 19. apríl n.k. Netfang: tf3sb@ox.is; GSM 894-0098.

CQ TF mun koma út 29. apríl n.k. á stafrænu formi á heimasíðu félagsins.

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, kynnti úrslit.

Viðburðurinn fór fram í Skeljanesi 5. apríl. Dagskrá var tvískipt, kynning á úrslitum í Páskaleikunum og afhending verðlauna.

Hrafnkell Sigurðsson, TF3KY, umsjónarmaður leikanna flutti stutta kynningu. Þar kom m.a. fram, að 24 stöðvar skiluðu inn gögnum, samanborið við 17 í VHF leikunum í fyrra. Færslur voru alls 1026 í gagnagrunni, þar af 26 hlustarafærslur. QSO voru 500 í heildina.

Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður félagsins flutti stuttan inngang. Hann þakkaði TF8KY og TF2MSN vinnu við undirbúning svo og TF3ML sem var bakhjarl leikanna og gaf m.a. glæsileg verðlaun.

Úrslit fyrir fjögur efstu sætin og verðlaun:

1. sæti Valgeir Pétursson, TF3VP, 1.307.188 stig. Verðlaun: Alinco DJ-G7T handstöð á 2 metrum, 70 cm og 23 cm.
2. sæti, Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, 1.287.706 stig. Verðlaun: Yaesu FTM-3200DRE/E bílstöð á 2 metrum.
3. sæti, Jón Óskarsson, TF1JI, 1.207.659 stig. Verðlaun: Páskaegg frá Nóa.
4. sæti, Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN, 862.653 stig. Verðlaun: Páskaegg frá Nóa.

(Að ósk Ólafs, skipti hann á verðlaunum við TF1JI, þannig að TF3ML fékk páskaegg en TF1JI fékk Yaesu bílstöðina).

Formaður þakkaði vel heppnaðan viðburð, góða þátttöku í páskaleikunum og góða mætingu í Skeljanes og bauð viðstöddum að njóta kaffiveitinga. Í boði voru veglegar hnallþórur (svokallaðar Skálatertur) frá Konditorí Reynis bakara í Kópavogi.

TF3JB afhendir TF3VP 1. verðlaun.

Alls mættu 26 félagar í Skeljanes.

Lengstu QSO vegalengdir eftir böndum (tíðnisviðum) í Páskaleikunum 2018:

23 cm (1240 MHz) = 118 km; TF1JI / TF3ML

70 cm (430 MHz) = 258 km; TF1JI / TF3ML
2 metrar (144 MHz) = 259 km; TF3AK / TF3EK
6 metrar (50 MHz) = 128 km; TF2LL / TF3EK
80 metrar (3,6 MHz) = 281 km; TF1JI / TF3VP

Niðurstöðum verða gerð ítarlegri skil í 1. tbl. CQ TF sem kemur út þann 29. apríl n.k.

Þakkir til TF3SB fyrir ljósmyndir.

Verðaunahafarnir TF3VP, TF2MSN, TF1JI, TF3ML ásamt TF8KY og TF3JB.