TM64YL var kallmerki YL DX-leiðangurs sem var QRV frá eyjunni Noirmoutier í Frakklandi 25.-31. ágúst s.l.

Þær Anna Henriksdóttir, TF3VB og Vala Dröfn Hauksdóttir, TF3VD voru hluti af 14 kvenna hópi frá Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Íslandi sem virkjuðu IOTA EU-064 að þessu sinni.

Þrátt fyrir óhagstæð skilyrði framan af, hafði hópurinn 5000 QSO.

QSL er í boði gegnum OQRS á Clublog, vefslóð: https://clublog.org/logsearch/TM64YL
Í bígerð er að setja samböndin fljótlega inn á LoTW. Þá má senda kort beint á Christine Carreau, F4GDI, 13 Chemin aux Boeufs, F72230, Guecelard, France.

Félagsstöðin okkar, TF3IRA, hafði samband við leiðangurinn. Það var Óskar, TF3DC, sem talaði við þær á morsi.

Hamingjuóskir til Önnu og Völu Drafnar með vel heppnaða ferð.

YL hópurinn sem starfrækti TM64YL frá Noirmoutier í Frakklandi dagana 25.-31. ágúst 2018. Ljósmynd: QRZ.COM

Laugardagsopnum var í Skeljanesi 1. september. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti á staðinn með sérhæfð mælitæki og búnað.

Að þessu sinni voru skoðaðar 19 VHF og/eða VHF/UHF handstöðvar og 2 VHF bílstöðvar. Áhersla var lögð á sendigæði, þ.m.t. yfirsveiflur. Jón G. Guðmundsson, TF3LM, aðstoðaði Ara með skráningu upplýsinga. Gerð verður grein fyrir mælingum í 3. tbl. CQ TF sem kemur út þann 7. október n.k.

Mæting var góð, alls 20 manns. Á milli mælinga var í boði Gevalia kaffi og vínarbrauðslengjur frá Bakarameistaranum, auk Baklava hunangshnetukonfekts. Bestu þakkir til Ara, TF1A, fyrir áhugaverðan laugardag í félagsaðstöðunni.

Mæliaðstaðan gerð klár. Frá vinstri: Óskar Sverrisson TF3DC, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Jón G. Guðmundsson TF3LM.

Hver segir að mælingar séu ekki skemmtilegt verkefni? Frá vinstri: Arnþór Wilhelm Sigurðsson TF8AWS, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Elín Sigurðardóttir TF2EQ, Jón Björnsson TF3PW og Þórður Adolfsson TF3DT og Jón G. Guðmundsson TF3LM (snúa baki í myndavélina).

Skeggrætt um mælingarnar. Frá vinstri: Jón Björnsson TF3PW, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Jón G. Guðmundsson TF3LM, Heimir Konráðsson TF1EIN, Arnór Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Mathías Hagvaag TF3MH og Einar Þór Ívarsson TF3PON. Ljósmyndir: Jónas Bjarnason TF3JB.

Sven-Torstein Gigler, DL1MHJ og XYL Doris, DH4GIG, komu í heimsókn í félagsaðstöðuna í Skeljanesi 30. ágúst. Hjónin eru „OM-YL team“ frá München í Þýskalandi.

Torstein er áhugamaður um þátttöku í alþjóðlegum keppnum frá eigin stöð, en hefur einnig tekið þátt í keppnum m.a. frá DK65DARC / DL65DARC og DKØMN, klúbbstöð radíóamatöra í „Ortsverband München-Nord C12.“ Hann segist eiga sambönd við a.m.k. 20 TF stöðvar í dagbókinni.

Hjónin eru mikið áhugafólk um Ísland og segja að náttúrufegurðin hér sé einstök og eru þegar farin að skipuleggja næstu ferð.

Í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Sigurður Óskar TF2WIN, Óskar TF3DC, Þórður TF3DT (við stöðina) og Sven-Torsten DL1MHJ.

Skeggrætt m.a. um alþjóðlegar keppnir. Sven-Torsten DL1MHJ, Þórður TF3DT (við stöðina), Doris DH4GIG og Óskar TF3DC. Ljósmyndir: TF3JB.

Opið verður í Skeljanesi laugardaginn 1. september frá kl. 13:30. TF1A mætir á staðinn með mælitækin.

Ari ætlar að þessu sinni að skoða sendigæði VHF/UHF handstöðva og gera „grófa“ tegundarprófun. Stenst stöðin CE kröfur?

Menn eru velkomnir með VHF/UHF handstöðvar og fá fullvissu um gæðin. Bent er á að hafa þær fullhlaðnar og taka með SMA-tengi.

Lavazza kaffi og meðlæti frá Björnsbakaríi verður í boði á milli mælinga.

P.s. Menn eru líka velkomnir til að koma og fylgjast með.

Jón G. Guðmundsson TF3LM, Ólafur Örn Sigurðsson TF1OL og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A. Myndin var tekin á mælingalaugardegi þann 30. júní s.l. Ljósmynd: TF3JB.

Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri ÍRA, lauk við uppfærslu á merkingum QSL kassa kortastofunnar sunnudaginn 26. ágúst. Hann lét þess getið, að eftir að tiltekt lauk á efri hæðinni fyrr í mánuðinum, hafi hann ekki getað láti sitt eftir liggja og drifið í að uppfæra merkingarnar.

Alls eiga 107 kallmerki/hlustmerki nú merkt hólf hjá kortastofunni. Mathías sagðist vilja geta þess að kallmerki fái sérmerkt hólf um leið og kort byrja að berast. Pósthólf ÍRA væri tæmt vikulega (á miðvikudögum) og eru sendingar flokkaðar strax sama dag.

Félagsmenn geti því gengið að því sem vísu að þegar þeir koma í félagsaðstöðuna á fimmtudagskvöldi, að hafi borist kortasending daginn áður, þá bíði þeirra ný kort á staðnum.

Aðspurður, sagðist Mathías vera mjög ánægður með viðbrögð félagsmanna við grein hans í 2. tbl. CQ TF 2018, sem fjallaði almennt um QSL Bureau og kortastofu ÍRA og þá þjónustu þar er í boði til félagsmanna.
Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri kortastofu ÍRA. Myndin var tekin í Skeljanesi sunnudaginn 26. ágúst þegar vinnu við uppfærslu merkinga var lokið. Ljósmynd: TF3JB.

Írskir radíóamatörar hafa fengið tíðnisviðin 30-49 MHz (8 metra) og 54-69.9 MHz (5 metra) til afnota. Heimildin miðast við 50W og er á víkjandi grundvelli. Engar skorður eru settar við tegund útgeislunar.

Landsfélag radíóamatöra á Írlandi, IRTS, hefur sett upp sérstakt bandplan fyrir þessi nýju bönd.

Stjórn ÍRA ræddi þróun tíðnimála hér á landi og á Írlandi á fundi sínum þann 8. ágúst og var m.a. samþykkt að fylgjast náið með þróun mála hjá Írunum.

Sjá nánar upplýsingar um nýju böndin í IARU Region 1 VHF-UHF-µW Newsletter; 16. júlí 2018. Vefslóð:

https://www.iaru-r1.org/images/VHF/newsletters/Newsletter_78.pdf

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin verður haldin 18.-19. ágúst. Hún er tveggja sólarhringa viðburður og er haldin á vegum Ayr Amateur Radio Group í Skotlandi. Miðað er við að flestir sem ætla að verða QRV frá (eða í nálægð við) vita, hafi komið sér fyrir upp úr hádegi á laugardag.

ÍRA stendur ekki fyrir þátttöku í Vitahelginni en hefur stutt við félagsmenn sem vilja starfrækja stöð frá tilteknum vita. Sjá nánari upplýsingar um Vitahelgina í 2. tbl. CQ TF 2018, bls. 45.


Knarrarósviti austan við Stokkseyri. Hópur leyfishafa mun starfrækja stöð þaðan helgina 18.-19. ágúst.

Ný reglugerð tók gildi í Noregi þann 10. ágúst. Meðal breytinga er heimild til norskra radíóamatöra fyrir allt að 1kW á 50 MHz. Jafnframt breytist aðgangur þeirra að tíðnisviðinu í ríkjandi úr víkjandi. Þeir fá ennfremur heimild til að nota allt að 1kW í EME og MS vinnu á 2 metra, 70 cm og 23 cm böndunum.

ÍRA hefur fylgst náið með breytingunum í Noregi og fagnar árangri NRRL. Samþykkt var á fundi stjórnar félagsins þann 8. ágúst að undirbúið verði erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar um samsvarandi uppfærslu íslensku reglugerðarinnar (og fleira) hið fyrsta.

Félagsmenn verða upplýstir um málið jafn óðum.

Um verslunarmannahelgina var haldið áfram við að bæta félagsaðstöðuna í Skeljanesi, á milli þess sem TF3IRA var starfrækt í TF útileikunum.

Lokið hefur verið við tiltekt í herbergi á 2. hæð sem sem notast fyrir kortastofu félagsins, vísi að smíðaaðstöðu og bókaskápa fyrir handbækur ÍRA. Félagar hafa á ný góðan aðgang að QSL skáp kortastofunnar.

Þá hefur Yaesu FT-7900E VHF/UHF stöð félagsins hefur verið tengd á ný. Ari Þór Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri ÍRA, tengdi stöðina um helgina og uppfærði tíðnir í minnum hennar. TF3IRA er nú QRV á ný á 2 metrum og 70 sentímetrum, en stöðin hafði ekki verið tengd s.l. þrjú ár.

Stjórn félagsins þakkar framlag þeirra TF1A, TF3MH, TF3SB og stjórnarmanna við þessa vinnu og óskar félagsmönnum til hamingju með bætta aðstöðu.


TF1A, VHF stjóri ÍRA, stimplar inn tíðnir í Yaesu FT-7900 stöð félagsins. TF3MH fylgist með.


Aðgangur að QSL skáp kortastofunnar og bókaskápum er mjög góður á ný.


Vísir að smíðaaðstöðu. Takið eftir lóðboltanum lengst til hægri á borðinu.

Þótt reglur útileikanna séu óbreyttar frá því 2017, þá hefur orðið breyting á heimildum íslenskra radíóamatöra á 60 m bandinu. Áður var hægt að sækja um heimild til Póst og Fjarskiptastofnunar til þess að senda með allt að 100 W afli. Nú þarf ekki að sækja sérstaklega um heimild til þess að nota 60 m bandið, en tíðnisviðið er þrengra en áður og hámarks sendiafl er nú 15 W. Tíðnin 5350 sem oft hefur verið notuð, er t.d. ekki lengur innan þess bands leyfilegt er að senda á, en það er frá 5351.5 til 5366.5 kHz.

Eftir taldar tíðnir má nota á Útileikunum:

160 m 1845 kHz LSB
80 m 3637 kHz LSB
60 m 5363 kHz USB
40 m 7120 kHz LSB

Reglur útileikanna eru á vef ÍRA.
Vefsíða sem nota má til að slá inn logga er hér.
Frekari upplýsingar má finna á glærum frá kynningu í Skeljanesi þann 26. júlí s.l..