Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 29. ágúst.

Nýjustu tímaritin og góður félagsskapur. Í boði: Kaffi, te, létt kolsýrt vatn og meðlæti frá Björnsbakaríi.

Meðal góðra gesta sem eru væntanlegir: Elín TF2EQ, RoseMarie N1DSP og Tom KE1R.

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Skemmtilegar umræður í Skeljanesi. Frá vinstri: Ölvir Styrr Sveinsson TF3WZ, Óskar Sverrisson TF3DC, Þórður Adolfsson TF3DT, Elín Sigurðardóttir TF2LQ og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS (með bak í myndavél). Myndin var tekin í félagaðstöðunni 18.10.2018. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, VHF stjóri félagsins og Georg Kulp TF3GZ, mættu í Skeljanes í morgun (laugardaginn 24. ágúst) til góðra verka í þágu félagsstöðvarinnar.

Skipt var um m.a. um fæðilínu fyrir 2400 MHz merkið frá transverter‘num. Þar með varð standbylgja í lagi og styrkur merkis batnaði um 3dB. Ennfremur voru gerðar nauðsynlegar stillingar á stöð og búnaði. Þegar tíðindamaður þurfti að yfirgefa staðinn laust fyrir kl. 13 var lokið vinnu utanhúss og strákarnir að færa sig inn í fjarskiptaherbergið.

Ari Þórólfur segir, að það styttist í að TF3IRA verði almennt QRV fyrir Es’Hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið.

Stjórn ÍRA þakkar þeim félögum.

Skeljanesi 24. ágúst. Georg Kulp TF3GZ og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A vinna við að skipta út 2,4 GHz fæðilínunni. Mynd: TF3JB.
Nýja fæðilínan kominn inn í fjarskiptaherbergið. Georg Kulp TF3GZ festir niður og gengur frá kaplinum. Ljósmynd: TF3JB.
Skeljanesi fimmtudagskvöldið 22. ágúst. Ari Þórófur Jóhannesson TF1A undirbýr framkvæmdir laugardagsins. Á myndinni má m.a. sjá vinnuborðið sem skipt var út fyrir stærra (sem sýnt er á næstu mynd). Ljósmynd: TF3JB.
Þótt ekki sé endanlega búið að koma fyrir Kenwood TS-2000 stöðinni og búnaði til fjarskipta um OSCAR 100 gervitunglið er myndin birt, til að sýna nýtt vinnuborð sem félagið fékk að gjöf fimmtudaginn (22. ágúst) og þeir Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Baldvin Þórarinsson TF3-033 og Gunnar B. Helgason TF3-017 gerðu klárt í sameiningu þá um kvöldið. Þar með eru öll fjarskiptaborðin þrjú í fjarskiptaherbergi TF3IRA sömu stærðar, þ.e. 150x75cm. Ljósmynd: TF3JB.

Athygli stjórnarmanna ÍRA hefur verið vakin á ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 17/2019 er varðar fjarskiptatruflanir af völdum talstöðvarnotkunar, dagsett 16. júlí 2019, sem nú hefur verið birt á heimasíðu stofnunarinnar.

Kynning ákvörðunar PFS er eftirfarandi:

Póst- og fjarskiptastofnun barst kvörtun frá neytanda vegna truflana á fjarskiptum. Í erindinu kom fram að talstöðvarnotkun nágrannans, sem að væri radíóáhugamaður, truflaði sjónvarpsmóttöku og gæði nettengingar kvartanda. Krafa kvartanda laut að því að framkvæmd yrði úttekt og lausn yrði fundin á málinu. Í kjölfar athugunar PFS var það ótvírætt álit stofnunarinnar að radíóútsendingar á tilteknum tíðnisviðum úr sendistöð nágrannans yllu fjarskiptatruflunum á VDSL línu kvartanda. Radíóáhugamaður taldi ekki sýnt fram á að búnaður hans væri bilaður og að útsendingar hans væru innan þeirra tíðnisviða sem að honum væru heimilaðar skv. leyfisbréfi.

Með bráðabirgðaákvörðun þessari takmarkar PFS heimild radíóáhugamanns við útsendingar á tilteknum tíðnisviðum. Stofnunin vísar til þeirrar undirstöðuregla að fjarskiptavirki nýtur forgangs þegar kemur að því að notkun þess og annars tækis eða hlutar er ósamrýmanleg á sama stað á sömu stundu. Undir slíkum kringumstæðum og ef um skaðlega truflun er að ræða ber að gera viðeigandi ráðstafanir varðandi hinn hlutinn, þ.e. truflunarvaldinn, þannig að honum sé breytt, hann færður úr stað eða fjarlægður, sbr. 64. gr. fjarskiptalaga.

Radíóáhugamanni var því gert að takmarka útgeislað afl sendistöðvar sinnar á tilteknum tíðnisviðum. Með tilliti til sjónarmiða um meðalhóf þótti stofnuninni rétt að láta þau fyrirmæli gilda tímabundið, svo að hægt væri að nota sendibúnaðinn og radíóáhugamanni gæfist ráðrúm til að gera ráðstafanir sem að leystu truflanavandann.

Vefslóð á skýrslu PFS: https://www.pfs.is/urlausnir/akvardanir-pfs/

Stjórn ÍRA mun kynna sér málið samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.

Jónas Bjarnason, TF3JB 
formaður

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 29. ágúst.

Nýjustu tímaritin og góður félagsskapur. Í boði: Kaffi, te, létt kolsýrt vatn og meðlæti frá Björnsbakaríi.

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Skemmtilegar umræður í Skeljanesi. Frá vinstri: Ölvir Styrr Sveinsson TF3WZ, Óskar Sverrisson TF3DC, Þórður Adolfsson TF3DT, Elín Sigurðardóttir TF2LQ og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS (með bak í myndavél). Myndin var tekin í félagaðstöðunni 18.10.2018. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, VHF stjóri ÍRA, vann í dag (20. ágúst) við uppsetningu og tengingu búnaðar TF3IRA innanhúss fyrir Es’Hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið í Skeljanesi.

Þótt frágangi sé ekki lokið, var haft fyrsta QSO‘ið frá TF3IRA með nýjum búnaði félagsins. Það var við G8DVR í Manchester á Englandi, kl. 20:40. Merki voru R/S 5-9 báðar leiðir.

Notaður var nýi transverter‘inn frá PE1CMO, sem bæði er fyrir „up“ og „down link“ á 70 cm, auk annars búnaðar.  Hann er tengdur beint inn á Kenwood TS-2000 stöð félagsins. Eitt af því skemmtilega við TS-2000 stöðina er, að aflestur á stjórnborði sýnir vinnutíðnina á 10 GHz beint.

Stefnt er að því að ljúka vinnu við verkefnið á næstu dögum.

Skeljanesi 20. ágúst. Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, VHF stjóri félagsins, tekur fyrsta sambandið frá TF3IRA á eigin búnaði félagsins um Es’Hail-2/P4A / Oscar 100. QSO’ið var við G8DVR. Ljósmynd: TF3JB.
Kenwood TS-2000 stöð félagsins býður upp á beinan tíðniaflestur á stjórnborði þegar notaður er transverter sem er til mikilla þæginda. Ljósmynd: TF3JB.
Þótt PE1CMO transverterinn komi í vatns- og rakaþéttum kassa verður hann hafður á fjarskiptaborðinu við hlið Kenwood TS-2000 stöðvarinnar. Ljósmynd: TF1A.

APRS hópurinn hefur staðið fyrir áframhaldandi uppbyggingu á kerfinu af dugnaði. Guðmundur Sigurðsson, TF3GS; Magnús Ragnarsson, TF1MT; Samúel Þór Guðjónsson, TF3SUT og Árni Þór Ómarsson, TF3CE hafa einkum verið í forsvari.

Þann 15. ágúst var gengið frá uppfærslu APRS búnaðar TF8APA á fjallinu Þorbirni við Grindavík. Notuð var ein af Motorola GM-300 VHF stöðvunum sem hópurinn fékk nýlega gefins, ásamt Microsat WX3in1 Mini APRS Digipeater/I-gate og PLXDigi – APRS Digipeater búnaðinum frá Póllandi, en félagssjóður ÍRA fjármagnaði tvö slík sett fyrr í sumar.

Að sögn þeirra TF1MT og TF3GS mun uppfærsla búnaðarins á Þorbirni þétta kerfið, auka gæði og notkunarmöguleika. Fyrirhugað er, að næsta verkefni hópsins verði uppsetning APRS I-gate á Akureyri.

Stjórn ÍRA þakkar hópnum.

Nýr APRS búnaður kominn á sinn stað og frágenginn á Þorbirni. Ljósmynd: Guðmundur Sigurðsson TF3GS.
Microsat WX3in1 Mini APRS Digipeater/I-gate og PLXDigi – APRS Digipeater búnaðinum gerður klár til uppsetningar. Ljósmynd: Magnús Ragnarsson TF1MT.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 22. ágúst.

Nýjustu tímaritin og góður félagsskapur. Kaffi, te, létt kolsýrt vatn og meðlæti.

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Skemmtilegar umræður í Skeljanesi. Frá vinstri: Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Sigmundur Karlsson TF3VE og Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK. Myndin var tekin 20.12.2018. LJósmynd: TF3JB.

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin fer fram um næstkomandi helgi, 17.-18. ágúst og er tveggja sólarhringa viðburður. Miðað er við, að flestir sem koma til dvalar í vita, á vitaskipi eða í nágrenni vita hafi komið sér fyrir upp úr hádegi á laugardag.

Þegar þetta er skrifað (í lok dags, þann 14. ágúst) hefur einn íslenskur viti verið skráður á heimasíðu www.illw.net/  Knarrarósviti (ÍS-0001), sem er í um 5 km fjarlægð frá Stokkseyri. Kallmerkið TF1IRA verður notað.

Í tölvupósti til félagsins segir Sæli TF3AO m.a.: „Við, þessir sem hafa stundað Knarrarósvita í fjöldamörg ár, verðum á laugardeginum á sama stað og venjulega…gerum ráð fyrir að verða komnir um hádegi og að verða eitthvað fram á kvöldið. Auðvitað allir velkomnir í spjall og fara í loftið ef skilyrði leyfa. Ekki víst að við verðum með veglegar kaffiveitingar, en kannski kaffilögg í bolla verði í boði. Svanur, TF3AB, er svona forkólfur og getur veitt mönnum upplýsingar, símleiðis eða á Facebook“.

Stjórn ÍRA óskar þeim félögum góðs gengis.

9. sumarbúðamót YOTA (Youngsters On The Air) ungra radíóamatöra hófst í gær (sunnudag) og stendur til 17. ágúst. Mótið er haldið í bænum Bankya (Банкя) í útjaðri höfuðborgarinnar, Sófíu. Ungmennafulltrúi ÍRA, Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, er á staðnum.

Að sögn Elínar, eru þátttakendur yfir 80 talsins m.a. frá öðrum Norðurlöndum og víðsvegar að úr Evrópu. BFRA, landsfélag radíóamatöra í Búlgaríu, stendur fyrir mótinu. Elín segir, að dagskrá BFRA sé mjög vönduð og vel að öllu staðið, bæði í gistingu og mat sem er í boði félagsins.

Hún verður m.a. með kynningu um ÍRA og Ísland og ætlar að vera QRV frá sameiginlegri stöð á staðnum, LZ19YOTA og segir, að það væri gaman að hafa QSO heim.

Stjórn ÍRA þakkar Elínu og sendir sumarkveðjur til Bankya.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 15. ágúst.

Opin málaskrá, nýjustu tímaritin og góður félagsskapur. Kaffi, te, létt kolsýrt vatn og meðlæti.

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Á góðri stundu í Skeljanesi. Kristján Benediktsson TF3KB og Ágúst H. Bjarnason TF3OM. Myndin var tekin 2.5.2019. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.