Áður auglýst erindi Ágústs H. Bjarnasonar, TF3OM um „Fjarstýringu á amatörstöð yfir netið“ sem vera átti í kvöld, fimmtudag 27. október frestast vegna bilunar í búnaði. Ný dagsetning verður auglýst fljótlega.

Þess í stað verður opið hús í Skeljanesi í kvöld frá kl. 20 til 22. Tillaga að umræðuefni: CQ WW SSB DX keppnin um helgina.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthóf félagsins og raða innkomnum kortum fyrir kvöldið. Nýjustu amatörblöðin liggja frammi og veglegar kaffiveitingar.

Beðist er velvirðingar á þessar breytingu.

Stjórn ÍRA.

Mynd af TF3OM í „sjakknum“ við sumarhúsið skammt frá Geysi í Haukadal. Hann notar Kenwood TS-480 stöð og tengibúnað frá RemoteRig. Stöðin er með laustengdu stjórnborði, þannig að RF hlutinn er hafður í sumarhúsinu og stjórnborðið heima. Kosturinn við þetta fyrirkomulag er, að ekki þarf sérstaka tölvu í sveitinni. Sambærilegt fyrirkomulag sé í boði fyrir fleiri gerðir af stöðvum sem eru með laustengd stjórnborð, t.d. Icom IC-7100. Hefðbundnar stöðvar þurfa hins vegar flestar tölvur á báðum endum. Ljósmynd: TF3OM.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fourteen − 10 =