,

Benedikt, TF3CY, verður með fimmtudagserindið

Benedikt Sveinsson, TF3CY. Myndin er tekin í Skeljanesi 31. júlí s.l.

Næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá Í.R.A. verður haldið fimmtudaginn 28. október kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins verður Benedikt Sveinsson, TF3CY, og mun hann m.a. svara spurningunni: Hvernig hefur maður EME QSO á 50 MHz?

Benedikt hafði fyrstu EME samböndin sem höfð hafa verið frá Íslandi á 50 MHz þann 12. júlí s.l. við W7GJ annnars vegar og W1JJ hins vegar. QTH var við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi (nærri Gróttu), sendiafl var 100W og tegund útgeislunar var JT65A. Nokkru síðar, þ.e. 11. ágúst hafði Benedikt síðan fyrsta EME sambandið sem haft hefur verið frá Íslandi við ZL á 50 MHz. Það var við ZL3NW. QTH var jörðin Hliðsnes á Álftanesi. Hann notaði Kenwood TS-570D sendi-/móttökustöð, heimasmíðaðan 600W RF-magnara (en Benedikt fékk sérstaka heimild PFS til að nota QRO afl á 50 MHz til EME-tilrauna). Tegund útgeislunar var sem áður, JT65A. Hann notaði heimasmíðað 10 stika Yagi loftnet á 15,5 metra langri bómu.

Samkvæmt framangreindu hefur Benedikt frá mörgu áhugaverðu að segja. Mætum stundvíslega. Kaffiveitingar verða í boði félagsins í fundarhléi kl. 21:15.

 TF2JB
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen − 7 =