Bókaskápurinn eins og hann lítur út eftir breytingu. Hvert tímarit hefur nú sína eigin hillu.
Nýlega bárust félaginu að gjöf 40 vandaðar innstungumöppur úr harðplasti. Í tilefni þess, brettu stjórnarmenn upp ermar um nýliðna helgi og var komið á skipulagi og nýrri uppröðun tímaritaeignar félagsins í bókaskáp í samkomusal á 1. hæð í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.
Eftir breytingu, hefur hvert tímarit eigin hillu sem er merkt með nafni þess. Árgangar tímaritanna CQ DL, QST, RadCom og norrænu tímaritanna OZ, Amatør Radio og QTC liggja frammi fyrir árin 2008-2012, en tímaritin Radioamatööri, Radio REF og Radio Rivista liggja frammi fyrir árin 2010-2012. Eldri áragangar hafa verið fluttir í geymslu. Sjá nánar lista yfir tímaritin hér á eftir:
Tímarit |
Útgefandi |
Tungumál |
Útgáfutíðni |
---|---|---|---|
CQ TF | ÍRA, Íslenskir radíóamatörar | Íslenska | Ársfjórðungslega |
OZ | EDR, Experimenterende Danske Radioamatører | Danska | Mánaðarlega |
Amatør Radio | NRRL, Norsk Radio Relæ Liga | Norska | Mánaðarlega |
QTC | SSA, Föreningen Sveriges Sändareamatörer | Sænska | Mánaðarlega |
Radioamatööri | SRAL, Suomen Radioamatööriliitoo OY | Finnska | Mánaðarlega |
QST | ARRL, American Radio Relay League | Enska | Mánaðarlega |
RadCom | RSGB, Radio Society of Great Britain | Enska | Mánaðarlega |
CQ DL | DARC, Deutscher Amateur-Radio-Club e.V. | Þýska | Mánaðarlega |
Radio REF | REF Réseau des Émetteurs Français | Franska | Mánaðarlega |
Radio Rivista | ARI, Associazone Radioamatori Italiani | Ítalska | Mánaðarlega |
Hver hylla er sérmerkt viðkomandi tímariti, sem auðveldar aðgengi. Hver mappa inniheldur heilan árgang.
Þessi breyting gerir tímaritin aðgengilegri, auk þess sem merkingar eru samræmdar. Líkt og fram kemur í töflunni að ofan, eru það alls 9 erlend tímarit sem félaginu berast reglulega í hverjum mánuði. Í þessu felast verðmæti sem er ánægjulegt að félagsmenn geti nýtt sem best.
Benda má á, að ljósritunarvél félagsins er í góðu lagi og gefst mönnum kostur á að taka ljósrit upp úr tímaritunum frítt, m.a. í stærðinni A3 sem nær til dæmis að taka heila opnu í QST á eitt blað.
Sérhver innstungumappa rúmar heilan árgang og eru þær vel merktar eins og sjá má á myndinni.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!