Entries by TF3JB

,

VEL HEPPNAÐIR ÚTILEIKAR UM HELGINA

Ágæt þátttaka var í útileikunum um verslunarmannahelgina. Stöðvar voru virkar m.a. frá Þverárfjalli (við Sauðarkrók), Hofsósi og Húsavík (TF1OL), frá Búrfellsvirkjun, Grímsnesi og Eyrarbakka (TF3DT), Stokkseyri (TF1BT), frá Hveragerði (TF1EIN), frá Vogum og Djúpavatni (TF8KY), frá Borgarfirði (TF2LL og TF3GZ), frá Kleifarvatni og Hveravöllum (TF3EK), frá Reykjavík og nágrenni: TF1A, TF1EM, TF3DX/P, TF3EK, TF3IRA, TF3JB, […]

,

GJÖF MÓTTEKIN Í FJARSKIPTAHERBERGI TF3IRA

Stjórn félagsins tók á móti góðri gjöf til TF3IRA í dag, 2. ágúst. Um er að ræða YAESU SMB-201, sem er sérhönnuð borðfesting með innbyggðri viftu og notast við ICOM IC-208H VHF/UHF APRS stöð félagsins, TF3IRA-1Ø. SMB-201 þarf ekki að skrúfa niður í borðplötuna því hún er búin sérstökum gúmmífótum, sem gerir stöð og festingu […]

,

TF3IRA QRV Í ÚTILEiKUNUM 2020

TF3IRA var QRV frá Skeljanesi í dag 1. ágúst í TF útileikunum. Þetta var fyrsti dagurinn af þremur, en leikarnir halda áfram á morgun (sunnudag) og lýkur mánudaginn 3. ágúst. Hafa má samband hvenær sem er sólarhringsins þessa þrjá daga, en aðalþátttökutímabil eru: Laugardag kl. 17:00-19:00; Sunnudag kl. 09:00-12:00; Sunnudag kl. 21:00-24:00; og Mánudag kl. […]

,

SKRÁNING UPPFÆRÐ FYRIR TF ÚTILEIKANA

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður TF útileikanna, hefur uppfært heimasíðuna fyrir útileikana. Vefslóðin er þessi: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar Fram kemur m.a. hnappur á tölvuskjánum til að skrá QSO í leikunum, þ.e. einskonar QSO eyðublað. Stjórn ÍRA hvetur félaga til að taka þátt um verslunarmannahelgina.

,

VEL HEPPNAÐ FIMMTUDAGSKVÖLD

Góð mæting var í félagsaðstöðuna í Skeljanesi 30. júlí. Fjörugar umræður voru yfir kaffinu og margir að sækja bunka af QSL kortum, enda hafa tíðar og stóra sendingar borist til félagsins að undanförnu. Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður TF útileikanna mætti á staðinn og upplýsti um leikana um verslunarmannahelgina, 1.-3. ágúst n.k. Guðmundur Sigurðsson, TF3GS klifraði […]

,

TF3RPK QRV Á NÝ FRÁ SKÁLAFELLI

Endurvarpinn TF3RPK er QRV á ný frá Skálafelli eftir uppsetningu bráðabirgðaloftnets. Þeir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ lögðu á fjallið upp úr hádeginu í dag, 30. júlí. TF3RPK hafði verið úti frá því um páska þegar mikil ísing skemmdi fæðilínuna í VHF loftnetið (en UHF hlekkurinn var í lagi). Ari sagði, að […]

,

SKELJANES Á MORGUN, 30. JÚLÍ

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 30. júlí. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti. QSL stjóri tæmir pósthólfið í dag, miðvikudag, og verður búinn að flokka innkomin kort. Framundan eru TF útileikarnir um verslunarmannahelgina, 1.-3. ágúst. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, verður á staðnum og svarar spurningum, auk þess sem […]

,

VELKOMIN Í SKELJANES 30. JÚLÍ

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 30. júlí. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti. QSL stjóri félagsins tæmir pósthólfið á miðvikudag og verður búinn að flokka innkomin kort. Síðast bárust 8 kg…og því ekki ólíklegt að svipað magn berist þessa vikuna þar sem QSL stofur um allan heim eru komnar […]

,

FRÁBÆRAR FRÉTTIR, TF3RPE ER QRV

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A; Georg Kulp, TF3GZ og Árni Þór Ómarsson, TF3CE gerðu góða ferð á fjallið Búrfell síðdegis í dag, sunnudaginn 26. júlí. Og nákvæmlega kl. 20:00 varð TF3RPE, Búri, QRV á ný. Þetta eru frábærar fréttir. Þegar þetta er skrifað er endurvarpinn búinn að vera rúmt korter í loftinu og menn eru að […]

,

GÓÐAR FRÉTTIR, TF3RPE QRV BRÁÐLEGA

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ gerðu góða ferð í Bláfjöll að morgni fimmtudagsins 23. júlí og skiptu um loftnet við endurvarpann TF3RPE. Nýja Kathrein loftnetið hefur komið mjög vel út. Að því verkefni loknu, héldu þeir félagar ferðinni áfram að fjallinu Búrfelli, þar sem endurvarpinn TF3RPE (Búri) er staðsettur, en hann hafði […]