Entries by TF3JB

,

CQ WPX RTTY KEPPNIN 2021

CQ WPX World Wide RTTY keppnin verður haldin helgina 13.-14. febrúar. Þetta er tveggja sólarhringa keppni og markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt á 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Keppnin hefst á 00:00 á laugardag og lýkur […]

,

SKELJANES OPNAR Á NÝ 11. FEBRÚAR

Með tilvísan til nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tók gildi 8. febrúar og gildir til 3. mars n.k. og í ljósi þess að sóttvarnalæknir telur í lagi að ráðast í varfærnar tilslakanir, hefur stjórn ÍRA ákveðið, að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði opnuð á ný fimmtudaginn 11. febrúar. Grímuskylda verður í […]

,

CQ WW DX CW KEPPNIN Á 160M

Keppnisgögn voru send fyrir þrjú íslensk kallmerki í morshluta CQ WW DX 160 metra keppninnar 2021 sem fram fór 29.-31. janúar s.l. Íslensku stöðvarnar skiptust á þrjá keppnisflokka: TF1AM –  einmenningsflokkur , aðstoð, háafl. TF3SG – einmenningsflokkur, háafl.          TF3Y – einmenningsflokkur, lágafl. Lokaniðurstöður verða birtar í ágústhefti CQ tímaritsins 2021.    https://www.cq160.com/logs_received_cw.htm

,

AUKIN BJARTSÝNI UM OPNUN 18 FEBRÚAR

Eftirfarandi upplýsingar komu fram í fjölmiðlum í dag, 4. febrúar: „Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að hann myndi senda minnisblað á heilbrigðisráðuneytið öðrum hvorum megin við helgi um vægar tilslakanir á sóttvarnalögum. Að öðru leyti vildi Þórólfur ekki tjá sig um með hvaða hætti þær tilslakanir yrðu“ Heimild: https://www.mbl.is/frettir/ Þessar upplýsingar vekja aukna […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI-II

Nýlega voru teknar saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 3.-9. janúar 2021. Til fróðleiks var gerð ný samantekt (VIRKNI-II) fyrir vikuna 25-31. janúar. Alls voru 13 TF kallmerki skráð á þyrpingu nú samanborið við 14 kallmerki áður. Flestar stöðvar voru virkar á stafrænum mótunum (FT8, FT4), en einnig […]

,

FUNDARGERÐIR STJÓRNAR OG AÐALFUNDA

Heimasíða félagsins er til uppfærslu um þessar mundir. Byrjað er að uppfæra  undirsíður sem halda utan um fundargerðir stjórnarfunda og aðalfunda á tímabilinu 2018-2020. Þar til vinnunni er lokið má finna gögnin samkvæmt neðangreindum upplýsingum. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda. Stjórn ÍRA. FUNDARGERÐIR STJÓRNARFUNDA 2018-2020:Frá: 20.3.2018 til 16.1.2019; bls. 91-122 […]

,

FERÐ Í BLÁFJÖLL 29. JANÚAR

. . Georg Kulp, TF3GZ gerði góða ferð í Bláfjöll í dag, 29. janúar. Verkefnið var að hækka og snúa loftneti VHF endurvarpans TF3RPB, til að reyna að losna við truflanir sem hafa komið inn á stöðina að undanförnu, en mikið RF svið er á fjallinu og þegar ísing er mikil ber meira á truflunum. […]

,

CQ WW DX MORSKEPPNIN Á 160M

CQ WW DX morskeppnin 2021 fer fram um helgina. Keppnin hefst á föstudag 29. janúar kl. 22:00 og lýkur á sunnudag 31. janúar kl. 22:00. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og unnt er við aðrar stöðvar radíóamatöra um allan heim á keppnistímanum. QSO punktar. QSO við TF stöðvar 2 punktar; innan Evrópu 5 […]

,

UMSÓKNIR/ENDURNÝJUN SÉRHEIMILDA

ÍRA bárust jákvæð svör frá Póst- og fjarskiptastofnun (PSF) í desember s.l. við ósk félagsins um endurnýjun heimilda á 160 metrum og 4 metrum. Um er að ræða tíðnisviðið 1850-1900 kHz í tilgreindum alþjóðlegum keppnum. Gildistími er til eins árs; 1.1. til 31.12.2021. Og hins vegar tíðnisviðið 70.000-70.250 MHz. Gildistími er til tveggja ára, 1.1.2021 […]

,

HERMANN KARLSSON TF3KC ER LÁTINN

Hermann Georg Karlsson, TF3KC, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Samkvæmt upplýsingum frá Frímanni Birgi Baldurssyni, TF1TB, andaðist hann í Landsspítalanum í Fossvogi þann 3. nóvember s.l. Hermann var á 78. aldursári; handhafi leyfisbréfs nr. 137. Um leið og við minnumst Hermanns með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. […]