Entries by TF3JB

,

CQ WW SSB 160 METRA KEPPNIN 2021

CQ WORLD-WIDE 160 metra keppnin á SSB fer fram um helgina. Keppnin hefst föstudag 26. febrúar og lýkur á sunnudag 28. febrúar.  Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og unnt er við aðrar stöðvar radíóamatöra um allan heim á keppnistímanum. QSO punktar: QSO við TF stöðvar 2 punktar; innan Evrópu 5 punktar; utan Evrópu […]

,

ÁRAMÓTASENDING – NÝR SKILADAGUR.

Fjölmargir félagsmenn hafa óskað eftir meiri tíma til að ganga frá QSL kortum. Í ljósi þess verður síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar fimmtudagurinn 11. mars 2021. Þau kort sem berast í QSL kassann í Skeljanesi það kvöld verða örugg með að komast í flokkun og til útsendingar fyrir páska. Þá verða öll kort sem borist hafa […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI 25. FEBRÚAR

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 25. febrúar. Grímuskylda er ásamt þeirri kvöð að leitast verði við að halda 2m nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 félaga í einu, en fjarskiptaherbergi verður lokað. Ekki verður boðið upp á veitingar. Félagsaðstaðan verður opin kl. 20-22. Vegna Covid-19 er þess […]

,

CQ WPX RTTY KEPPNIN 2021

CQ WPX RTTY keppnin fór fram helgina 13.-14. febrúar síðastliðinn. Þetta er tveggja sólarhringa keppni og markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt á 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Keppnisdagbækur voru sendar inn fyrir fimm TF kallmerki: TF1AM, […]

,

AÐALFUNDUR ÍRA 2021 – AÐALFUNDARBOÐ

Ágæti félagsmaður! Með tilvísan til 17. gr. félagslaga, er hér með boðað til aðalfundar ÍRA laugardaginn 13. mars 2021. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga. Reykjavík 19. febrúar 2021,fyrir hönd stjórnar ÍRA, Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður.

,

FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR Í SKELJANESI

Félagsaðstaða ÍRA var opin 18. febrúar. Þetta var önnur opnunin eftir samfellda 5 mánaða lokun vegna Covid-19; en fyrsta opnun var s.l. fimmtudag. Allir með andlitsgrímur og allir sprittuðu hendur við inngang  í húsnæðið. Þór Þórisson, TF1GW, kom færandi hendi með radíódót úr dánarbúi TF3GB sem var til boða fyrir viðstadda samkvæmt forsendunni : „fyrstur […]

,

ARRL INTERNATIONAL DX CW KEPPNIN

ARRL International DX keppnin 2021 á morsi (CW) verður haldin 20.-21. febrúar. Þetta er tveggja sólarhringa keppni á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrunum. Markmiðið er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tíma við aðrar amatörstöðvar í Bandaríkjunum og Kanada. Mest er hægt að hafa 63 margfaldara á einu […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI 10.-16. FEBRÚAR

Teknar hafa verið saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) á HF böndunum vikuna 10.-16. febrúar 2021. Tvær fyrri samantektir voru gerðar 3.-9. og 25.-31. janúar s.l. Alls voru 18 TF kallmerki skráð á þyrpingu nú samanborið við 13 síðast. Flestar stöðvar voru virkar á stafrænum mótunum (FT8, FT4), en […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI 18. FEBRÚAR

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 18. febrúar. Grímuskylda verður í húsnæðinu ásamt þeirri kvöð að leitast verði við að halda 2 metra nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 félaga í einu, en fjarskipta-herbergi verður lokað. Ekki verður boðið upp á veitingar. Félagsaðstaðan verður opin á venjulegum opnunartíma, […]

,

SKELJANES OPNAÐI Á NÝ 11. FEBRÚAR

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opnuð á ný fimmtudaginn 11. febrúar. Þá voru liðnir fimm mánuðir frá því síðast var opið, þ.e. um miðjan september 2020. Menn byrjuðu að mæta fljótlega upp úr kl. 20. Allir virtu andlitsgrímuskyldu og við inngöngu í salinn voru menn beðnir um að spritta hendur. Fjörugar umræður byrjuðu fljótlega að […]