Entries by TF3JB

,

ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR ÍRA 2020/21

Aðalfundur ÍRA árið 2021 var haldinn 13. mars s.l. í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Meðal gagna sem lögð voru fram á fundinum var skýrsla formanns um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. Skýrslan var lögð fram á prentuðu formi. Hún skiptist í 12 kafla og tvo viðauka, auk formála og efnisyfirlits. Hún er alls […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 18. MARS

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 18. mars n.k. Grímuskylda er ásamt nálægðarmörkum. Aðgangur að QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 félaga í einu og fjarskiptaherbergi verður áfram lokað. Að höfðu samráði við sóttvarnaryfirvöld, verður á ný boðið upp á kaffiveitingar í sal. Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar […]

,

FRÉTTIR FRÁ AÐALFUNDI ÍRA 2021

Aðalfundur ÍRA árið 2021 var haldinn 13. mars í fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, fundarstjóri og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, fundarritari. Alls sóttu 30 félagar fundinn, þar af veitti gjaldkeri viðtöku árgjalda tveggja félaga við upphaf […]

,

SKELJANES FIMMTUDAG 11. MARS

Ágæt mæting var og létt yfir mönnum í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 11. mars. Menn færðu kort í hús, en seinkuð áramótahreinsun hjá QSL stofu félagsins vegna Covid-19 faraldursins gerði það að verkum, að frestur hafði verið framlengdur til 11. mars. Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri félagsins, sagðist vilja árétta að kort félagsmanna væru send […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 11. MARS

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 11. mars. Grímuskylda er ásamt 1m nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 félaga í einu, en fjarskiptaherbergi verður lokað. Ekki verður boðið upp á veitingar. Félagsaðstaðan verður opin kl. 20-22. Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug […]

,

AÐALFUNDUR 2021 Á LAUGARDAG

Aðalfundur ÍRA 2021 verður haldinn laugardaginn 13. mars í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga. Fyrir hönd stjórnar, Jónas Bjarnason, TF3JB,formaður. (Ath. áskilið er að nota andlitsgrímur. Aðgangur verður að handsótthreinsi við inngang).

,

ÁGÆT MÆTING Í SKELJANES 4. MARS

Það var ágæt mæting og létt yfir mannskapnum í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 4. mars. Daggeir Pálsson, TF7DHP, félagsmaður okkar frá Akureyri var sérstakur gestur. Þá kom Hans Konrad Kristjánsson, TF3FG færandi hendi með radíódót, auk þess sem menn sóttu og komu með kort til útsendingar til QSL stofunnar. Mikið var rætt um loftnet og […]

,

ARRL INTERNATIONAL DX SSB KEPPNIN

ARRL International DX keppnin 2021 á SSB verður haldin helgina 6.-7. mars. Þetta er tveggja sólarhringa keppni á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrunum. Markmiðið er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tíma við aðrar amatörstöðvar í Bandaríkjunum og Kanada. Mest er hægt að hafa 63 margfaldara á einu […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 4. MARS

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 4. mars. Grímuskylda er ásamt 1m nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 félaga í einu, en fjarskiptaherbergi verður lokað. Ekki verður boðið upp á veitingar. Félagsaðstaðan verður opin kl. 20-22. Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug […]

,

GÓÐ MÆTING Í SKELJANES 25. FEBRÚAR

Það var góð mæting og létt yfir mannskapnum fimmtudagskvöldið  25. febrúar í Skeljanesi.  Umræður voru í hverju horni og áhugamálið í brennidepli. Mikið var rætt um loftnet, viðhald þeirra og uppsetningu enda vortilfinning  eftir léttan vetur og milt veður hingað til. Margir voru að skila af sér kortum eða sækja innkomin kort og voru að […]