Entries by TF3JB

,

NÝTT TÖLUBLAÐ CQ TF ER KOMIÐ

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 2. tbl. CQ TF 2021 sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni. Þakkir til félagsmanna fyrir innsent efni og ekki síst þakkir til Vilhjálms Í. Sigurjónssonar TF3VS fyrir glæsilegt umbrot blaðsins. 73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF. Vefslóð á nýja blaðið: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/04/cqtf_35arg_2021_02tbl.pdf

,

HANDBÓKIN Á TILBOÐSVERÐI

„Handbókin“ þ.e. ARRL Handbook 2021 er boðin á tilboðsverði þessa helgi (24.-25. apríl). Innkaupsverð er $35 í stað $49.95. Bókin er alls 1280 blaðsíður að stærð. Nota þarf kóðann: HB21 þegar kaup eru gerð. Vefslóð: http://www.arrl.org/shop/ARRL-Handbook-2021-Softcover/

,

TRUFLUNUM SPÁÐ Í SEGULSVIÐINU

Spáð er truflunum í segulsviðinu frá og með sunndeginum 25. apríl. Búast má við að áhrif á skilyrði til fjarskipta á HF verði töluverð með tilheyrandi norðurljósavirkni. Aftur á móti er möguleiki á opnun á 50 MHz og hugsanlega hærri tíðnisviðum. Spár eru þess efnis að truflanir muni eitthvað halda áfram og ójafnvægis muni gæta […]

,

NEYÐARFJARSKIPTI Á 40 METRUM

ÍRA hafa borist upplýsingar um 40 metra tíðni sem hefur verið tekin til notkunar fyrir neyðarfjarskipti  eftir að eldgos hófst á eyjunni St. Vincent í Karíbahafi. Gos hefur staðið með hléum síðan 29. desember í eldfjallinu  La Soufrière, en það veldur enn vandræðum á eyjunni, þar sem mikil öskugos (sprengingar) hafa verið í þessum mánuði […]

,

KIWISDR VIÐTÆKI FLYTUR

KIWISDR VIÐTÆKI FLYTUR Ákveðið var í gær, 18. apríl, að flytja KiwiSDR viðtækið sem hefur verið vistað í fjarskiptaaðstöðu ÍRA í Skeljanesi frá 12. desember s.l. Nýtt QTH er hjá Erling Guðnasyni, TF3E, í Álftamýri í Reykjavík. Loftnet: Cushcraft MA6V stangarloftnet (14-54 MHz). Viðtækið verður vistað þar í nokkurn tíma uns það verður flutt á […]

,

LOKAÐ Á SUMARDAGINN FYRSTA

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 22. apríl sem er sumardagurinn fyrsti. Næsti opnunardagur er fimmtudagurinn 29. apríl. Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.

,

TF3WARD QRV Á ALÞJÓÐADAGINN

Kallmerki ÍRA, TF3WARD, var virkjað í annað skipti á Alþjóðadag radíóamatöra sunnudaginn 18. apríl. Viðskeytið stendur fyrir World Amateur Radio Day. Haldið er upp á stofndag alþjóðasamtaka landsfélaga radíóamatöra, IARU, sem var 18. apríl árið 1925. TF3WARD var QRV á morsi og tali á HF böndunum og um gervihnöttinn OSCAR 100 til DX fjarskipta og […]

,

ALÞJÓÐADAGURINN OG TF3WARD

Alþjóðadagur radíóamatöra er á morgun, sunnudaginn 18. apríl. ÍRA mun halda upp á daginn með því að virkja sérstakt kallmerki félagsins TF3WARD (World Amateur Radio Day). Kallmerkið verður virkjað frá hádegi.   Stöðin verður QRV á tali (SSB) og morsi (CW), en vegna sóttvarnaákvæða er mest hægt að koma fyrir tveimur leyfishöfum samtímis í fjarskiptaherbergi […]

,

SKELJANES OPNAÐ Á NÝ 15 APRÍL

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opnuð á ný fimmtudaginn 15. apríl. Þá voru liðnar 4 vikur frá því síðast var opið, 18. mars s.l. Að venju voru umræðuefni næg og var m.a. rætt um böndin, skilyrðin, tækin, loftnet og loftnetsturna, tæknina og heimasmíðar. Einnig var rætt um mismunandi gerðir/tegundir HF loftneta, m.a. frá ZeroFive, Fritzel, […]

,

OPIÐ Á NÝ Í SKELJANESI 15. APRÍL

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 15. apríl frá kl. 20:00. Ákvörðunin um opnun er tekin í ljósi nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um tilslökun á  tímabundnum takmörkunum á samkomuhaldi á tímabilinu frá 15. apríl til 5. maí n.k. Grímuskylda verður í húsnæðinu ásamt þeirri kvöð að leitast verði við að halda 2 metra nálægðarmörkum. Aðgangur að […]