Entries by TF3JB

,

FÉLAGSAÐSTAÐAN OPIN 27. MAÍ

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 27. maí. Með tilliti til tilslakana í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra, verða kaffiveitingar í boði auk þess sem fjarskiptaherberi TF3IRA verður opið (mest 3 félagar samtímis) og QSL stofa (mest 2 félagar samtímis). Takmörkun á fjölda í þessum herbergjum ræðst af stærð þeirra. Ath. að grímuskylda er […]

,

CQ WW WPX CW KEPPNIN 2021

Morshluti CQ World Wide WPX keppninnar fer fram 29.-30. maí. Markmiðið er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörg forskeyti (e. prefixes) og mögulegt er á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Þetta er 48 klst. keppni, en einmenningsstöðvar mega mest taka þátt í 36 klst. Á þátttökutímanum má taka eins mörg […]

,

NÝR RADÍÓVITI Á 40 MHZ

Nýr radíóviti, EI1CAH, varð virkur 17. maí á 40.016 MHz á 8 metra bandi. Hann sendir út á morsi og PI4 (Pharuslgnis4) stafrænni tegund útgeislunar (MGM). Sendiafl er 25W og loftnet er láréttur tvípóll. QTH er skammt frá Galway á Vestur-Írlandi. Í fróðlegri grein Guðmundar Sigurðssonar, TF3GS, í 1. tbl. CQ TF 2021, bls. 41, […]

,

ENDURNÝJUN 70 MHZ HEIMILDAR

Mikilvægt er að leyfishafar sem hafa áhuga á að stunda fjarskipti í 70.000-70.250 MHz tíðnisviðinu (á 4 metrum) sendi beiðni þess efnis til Póst- og fjarskiptastofnunar áður en sendingar eru hafnar. Póstfang er:  hrh hjá pfs.is  eða pfs hjá pfs.is  Tilgreina skal, að sótt sé um heimild fyrir nýtt tímabil, 1.1.2021.-31.12.2022. Eftirfarandi skilyrði eru lögð […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 20. MAÍ

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 20. maí frá kl. 20:00. Ákvörðun um opnun byggir á heimild í reglugerð heilbrigðisráðherra um tilslökun á samkomuhaldi á tímabilinu 10.-26. maí n.k. Grímuskylda er í húsnæðinu ásamt þeirri kvöð að leitast verði við að halda nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI 9.-15. MAÍ

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 9.-15. maí 2021. Samskonar samantektir voru gerðar í janúar, febrúar og apríl. Alls fengu 16 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW), tali (SSB) og fjarvélritun (RTTY) á 4, 6, […]

,

GÓÐ SKILYRÐI Á HF OG HÆRRA

Áhugaverð skilyrði hafa verið undanfarna daga á HF böndunum og ofar. Sólblettafjöldi stendur í 24 í dag og flux‘inn er 74 þegar þetta er skrifað 14. maí. TF stöðvar hafa haft mikið af góðum DX samböndum á HF og var Kyrrahafið t.d. galopið snemma í morgun á 14 MHz, auk þess sem Evrópa hefur meira […]

,

ICOM IC-7300 Í FIMM ÁR Á MARKAÐI

Í síðasta mánuði (apríl) voru liðin 5 ár frá því ICOM setti IC-7300 stöðina fyrst á markað. Samkvæmt upplýsingum á netinu er hún nú mest selda HF sendi-/móttökustöðin fyrir radíóamatöra í heiminum í dag. Stöðin er einnig mest selda HF stöðin frá upphafi hér á landi, en a.m.k. 129 eintök af þessari gerð hafa verið […]

,

LOKAÐ Á UPPSTIGNINGARDAG

Félagsaðstaða ÍRA verður lokuð fimmtudaginn 13. maí sem er uppstigningardagur. Næsti opnunardagur í Skeljanesi verður fimmtudaginn 20. maí n.k. Stjórn ÍRA.

,

ÞRJÁR YOTA KEPPNIR 2021

Vinnuhópur ungra radíóamatöra innan IARU Svæðis 1 hefur kynnt nýjung í ungmennastarfinu. Um er að ræða sérstakar 12 klst. „YOTA keppnir” sem verða haldnar í maí, júlí og desember ár hvert og eru opnar öllum radíóamatörum. Fyrsta keppnin verður haldin laugardaginn 22. maí n.k. frá kl. 08:00-19:59 á morsi (CW) og tali (SSB) á 80, […]