Entries by TF3JB

,

OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 20. MAÍ

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 20. maí frá kl. 20:00. Ákvörðun um opnun byggir á heimild í reglugerð heilbrigðisráðherra um tilslökun á samkomuhaldi á tímabilinu 10.-26. maí n.k. Grímuskylda er í húsnæðinu ásamt þeirri kvöð að leitast verði við að halda nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI 9.-15. MAÍ

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 9.-15. maí 2021. Samskonar samantektir voru gerðar í janúar, febrúar og apríl. Alls fengu 16 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW), tali (SSB) og fjarvélritun (RTTY) á 4, 6, […]

,

GÓÐ SKILYRÐI Á HF OG HÆRRA

Áhugaverð skilyrði hafa verið undanfarna daga á HF böndunum og ofar. Sólblettafjöldi stendur í 24 í dag og flux‘inn er 74 þegar þetta er skrifað 14. maí. TF stöðvar hafa haft mikið af góðum DX samböndum á HF og var Kyrrahafið t.d. galopið snemma í morgun á 14 MHz, auk þess sem Evrópa hefur meira […]

,

ICOM IC-7300 Í FIMM ÁR Á MARKAÐI

Í síðasta mánuði (apríl) voru liðin 5 ár frá því ICOM setti IC-7300 stöðina fyrst á markað. Samkvæmt upplýsingum á netinu er hún nú mest selda HF sendi-/móttökustöðin fyrir radíóamatöra í heiminum í dag. Stöðin er einnig mest selda HF stöðin frá upphafi hér á landi, en a.m.k. 129 eintök af þessari gerð hafa verið […]

,

LOKAÐ Á UPPSTIGNINGARDAG

Félagsaðstaða ÍRA verður lokuð fimmtudaginn 13. maí sem er uppstigningardagur. Næsti opnunardagur í Skeljanesi verður fimmtudaginn 20. maí n.k. Stjórn ÍRA.

,

ÞRJÁR YOTA KEPPNIR 2021

Vinnuhópur ungra radíóamatöra innan IARU Svæðis 1 hefur kynnt nýjung í ungmennastarfinu. Um er að ræða sérstakar 12 klst. „YOTA keppnir” sem verða haldnar í maí, júlí og desember ár hvert og eru opnar öllum radíóamatörum. Fyrsta keppnin verður haldin laugardaginn 22. maí n.k. frá kl. 08:00-19:59 á morsi (CW) og tali (SSB) á 80, […]

,

PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 5. JÚNÍ

Námskeið ÍRA til amatörprófs hófst 22. mars s.l. Vegna samkomutakmarkana þurfti fljótlega að fresta kennslu. Hins vegar [að öllu óbreyttu] hefst kennsla aftur mánudaginn 10. maí n.k. samkvæmt uppfærðri dagskrá. Að beiðni ÍRA, hefur Póst- og fjarskiptastofnun fallist á að fresta prófdegi til laugardagsins 5. júní n.k. Líkt og verið hefur frá árinu 2013 mun […]

,

50 MHZ TÍÐNISVIÐIÐ BYRJAÐ AÐ LIFNA

Heimir Konráðsson TF1EIN var QRV á 6 metrum í hádeginu í dag, 5. maí. Hann var þá nýbúinn að setja upp nýtt sambyggt stefnuvirkt loftnet fyrir 50 MHz og 70 MHz, þegar skilyrðin opnuðust á 6 metrum niður til Evrópu. Loftnetið er 9 elementa Yagi frá EAntenna, gerð 5070-OWA9. Það er 4 el. á 6 […]

,

TF3E QRV UM QA-100 GERVITUNGLIÐ

Erling Guðnason TF3E varð QRV um Es‘hail 2 / Oscar 100 gervitunglið í lok apríl. TF3E er fjórða íslenska kallmerkið sem er virkjað til að vinna um gervitunglið, en fyrir eru TF1A, TF3VP og TF3IRA. Erling notar Adalm-Pluto SDR 10 mW sendi-/viðtæki fyrir 60 MHz til 3,8 GHz. Hann notar tvo RF magnara þar fyrir […]

,

FIMMTUDAGSOPNUN OG NÁMSKEIÐ Í GANG

Í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildistíma reglugerða um takmarkanir á samkomum og skólastarfi til 12. maí n.k., verður félagsaðstaðan í Skeljanesi opin fimmtudaginn 6. maí kl. 20-22. Þá verður námskeiði ÍRA til amatörprófs framhaldið mánudaginn 10. maí n.k. samkvæmt uppfærðri dagskrá. Grímuskylda er í húsnæðinu ásamt þeirri kvöð að leitast verði […]