Entries by TF3JB

,

OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 1. JÚLÍ

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 1. júlí frá kl. 20:00. Fjarskiptaherbergi TF3IRA verður opið og QSL stofan á 2. hæð. Nýjustu tímaritin liggja frammi og kaffiveitingar verða í boði. Ennfremur liggur mikið frammi af radíódóti. Velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA. . . .

,

10. VHF/UHF LEIKARNIR 9.-11. JÚLÍ

Sælir kæru félagar! VHF/UHF leikjahelgin er að renna upp. Þetta verður hrikalega gaman! Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar. Eða bara láta fara vel um sig heima í sjakknum. Frábært tækifæri til að prófa nýja dótið…eða gamla dótið. Það besta er, það þarf ekki að vera með rándýrar græjur. […]

,

LOFTNETAVINNA Í SKELJANESI

Georg Kulp, TF3GZ átti tíma aflögu laugardaginn 26. júní, kom við í Skeljanesi og setti upp loftnet fyrir TF3IRA á 160 metrum. Loftnetið er 78 metra langt vírnet; endafædd hálfbylgja. Það var keypt tilbúið frá HEC fyrirtækinu, gerð „HyEndFed 160 Meter Monoband“. Loftnetið er lagt frá húsinu út í turninn og fer þaðan í 45° […]

,

GÓÐ MÆTING Í SKELJANES Á FIMMTUDAG.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 24. júní. Þetta var fyrsta opnunarkvöldið eftir að radíódóti úr dánarbúi TF3GB hafði verið raðað á borðin í salnum, en félagsmenn geta haft með sér úr húsi allt að þrjá hluti á hverju opnunarkvöldi. Vinnu lauk endanlega við flokkun dótsins 24. júní. Verkefnið var búið að standa yfir frá […]

,

RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI

Næsta tölublað CQ TF, 3. tölublað þessa árs, kemur út sunnudaginn 18. júlí n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Skilafrestur er til 8. júlí n.k. Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is Sumarkveðjur og 73,TF3SB, ritstjóri CQ TF. .

,

ALÞJÓÐLEG KEPPNI Í NAFNI HANS HÁTIGNAR

Landsfélag radíóamatöra á Spáni, La Unión de Radioaficionados Españoles URE, býður til alþjóðlegrar keppni í nafni hans hátignar, Filipe IV. Spánarkonungs, helgina 26-27. júní. Þetta er 24 klst. keppni á SSB sem hefst kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 26. júní og lýkur á sama tíma á hádegi sunnudag 27. júní. Keppnin er opin radíóamatörum um […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI 17.-23. JÚNÍ

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 17.-23. júní 2021. Samskonar samantektir voru gerðar í janúar, febrúar, apríl og maí á þessu ári. Alls fengu 18 TF kallmerki skráningu að þessu sinni. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW) og […]

,

SKELJANES FIMMTUDAGINN 24. JÚNÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 24. júní fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22. Fjarskiptaherbergi verður opið (fyrir mest 3 samtímis) og QSL herbergi (fyrir mest 2 samtímis). Grímunotkun í húsnæðinu er valkvæð, samanber núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra til 29. þ.m. um takmörkun á samkomum vegna faraldurs. Vegna Covid-19 er þess farið á leit, […]

,

GLEÐILEGAN ÞJÓÐHÁTÍÐARDAG

Íslenski þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur 17. júní ár hvert. 17. júní var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar, sem var helsti leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Til þess að minnast hans var fæðingardagurinn valinn sem þjóðhátíðardagur Íslendinga þegar lýðveldið Ísland var stofnað þann 17. júní árið 1944. Hátíðarkveðjur til félagsmanna og fjölskyldna þeirra á þjóðhátíðardaginn 2021. […]

,

RADÍÓDÓT ÚR DÁNARBÚI TF3GB

Ársæll Óskarsson, TF3AO, Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN og Þór Þórisson, TF1GW mættu í Skeljanes laugardaginn 12. júní. Erindið var að færa í hús síðari sendingu af radíódóti úr dánarbúi Bjarna Sverrissonar, TF3GB. Þór Þórisson, TF1GW, hafði áður fært félaginu radíódót úr búinu þann 16. febrúar s.l. Að þessu sinni var um töluvert meira magn að […]