Entries by TF3JB

,

8 milljónir stiga í CQ World-Wide WPX keppninni

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, tók þátt í CQ Word-Wide WPX keppninni (SSB hluta) helgina 26.-27. mars og gekk framúrskarandi vel. Niðurstaðan var: 3.285 QSO og 1170 forskeyti eða alls 8.085.560 stig. Sigurður notaði hámarks leyfilegan þátttökutíma í keppninni, eða 36 klst. en miðað er við 12 klst. lágmarkshvíld keppenda. Sigurður var að jafnaði með 91,4 […]

,

TF3HRY verður með fimmtudagserindið

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 31. mars n.k., kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Fyrirlesari kvöldsins er Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY, og nefnist erindið Loftnet og útgeislun á lægri böndum. Henry mun einkum fjalla um amatörböndin frá 500 kHz og neðar. Hugmyndin er, að velta fyrir sér “praktískum” lausnum á því hvað […]

,

Fróðlegur “EchoLink” fimmtudagur í Skeljanesi

Þór Þórisson, TF3GW, flutti áhugavert og fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 24. mars. Erindið nefndi hann Reynslan af rekstri EchoLink á Íslandi. Þór er mikill áhugamaður um fyrirbærið og setti m.a. upp tengingu fyrir “EchoLink” hér á landi þegar árið 2006. Hann er ábyrgðar- og rekstrar aðili “EchoLink” þjónustu sem er í boði til […]

,

Afar vel heppnað fimmtudagserindi Vilhjálms, TF3DX

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, flutti síðari hluta erindis síns um Sendiloftnet á 160 metrum; sjónarmið við hönnun fimmtudagskvöldið 17. mars s.l. Þeir sem lögðu leið sína í Skeljanesið urðu ekki fyrir vonbrigðum frekar en þegar fyrri hluti erindisins var fluttur þann 24. febrúar s.l. Vilhjálmur fór á kostum og beinlínis fangaði hugi viðstaddra með faglegri […]

,

Góður árangur TF3W í RDXC keppninni 2011

Alls náðust 1,783 QSO frá TF3W í Russian DX Contest 2011 (RDXC) keppninni sem lauk kl. 11:59 í dag, 20. mars. Samkvæmt þessari niðurstöðu er áætlaður heildarárangur um 3 milljónir punkta. Að sögn Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW sem skipulagði keppnina er þessi niðurstaða mjög ásættanleg miðað við skilyrðin og í annan stað, að um var […]

,

TF3GW verður með fimmtudagserindið

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 24. mars n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Þór Þórisson, TF3GW, og nefnist erindið Reynslan af rekstri “EchoLink” á Íslandi. Þór er mikill áhugamaður um “EchoLink” verkefnið og setti m.a. fyrst upp tengingu fyrir “EchoLink” hér á landi árið 2006. Þór er ábyrgðar- og rekstraraðili “EchoLink” þjónustu […]

,

TF3CW og TF4M í 4. og 7. sæti yfir heiminn

Úrslit í ARRL International DX Contest – CW hlutanum 2010 – hafa verið birt. Alls sendu sex TF-stöðvar inn keppnisdagbækur að þessu sinni, í fimm keppnisflokkum. Tveir íslenskir leyfishafar náðu afburða árangri í keppninni. Það eru þeir Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, sem náði 4. sæti yfir heiminn í einmenningsflokki á 14 MHz, hámarksafli; hann var […]

,

TF3DX verður með fimmtudagserindið

Næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 17. mars n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, og mun hann nú flytja okkur síðari hluta erindisins “Sendiloftnet TF4M á 160 metrum; sjónarmið við hönnun” en fyrri hlutinn var fluttur fyrir þremur vikum. Vilhjálmur segir sjálfur, að sem áður muni hann leitast við […]

,

TF3W verður QRV í RDXC keppninni 19.-20. mars

Ákveðið hefur verið að félagsstöðin verði virkjuð í The Russian DX Contest 2011 (RDXC) sem verður haldin um helgina, 19. til 20. mars. Um verður að ræða æfingar- og kynningarkeppni fyrir félagsmenn sem vilja kynnast og fá leiðbeiningar um þátttöku í alþjóðlegum keppnum. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, mun leiðbeina og verða til aðstoðar. RDXC er […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3AM

Andrés Þórarinsson, TF3AM, flutti áhugavert og skemmtilegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 10. mars. Erindið nefndi hann Loftnet sem allir geta smíðað. Hann fjallaði m.a. um einfaldar og ódýrar lausnir út frá hönnun tvípóla og einsbands og tveggja banda lóðréttra stanga (e. verticals). Þá kynnti hann EZNEC loftnetsforritið frá W7EL (sem sækja má ókeypis á […]