Entries by TF3JB

Flóamarkaðurinn er á morgun, sunnudag

Flóamarkaður Í.R.A. að hausti verður haldinn á morgun, sunnudaginn 10. október í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Húsið verður opnað kl. 11:00. Nýjung að þessu sinni er uppboðið sem verður haldið kl. 14:30. Þeir félagsmenn sem óska að selja eða gefa hluti geta t.d. komið með þá í dag (laugardag) á milli kl. 16 og 18 – […]

,

SAC SSB keppnin 9.-10. október n.k.

Scandinavian Activity Contest 2010 SSB hluti SAC 2010 keppninnar verður haldinn um næstu helgi. SSB-keppnin er sólarhringskeppni líkt og morskeppnin og hefst kl. 12 á hádegi laugardaginn 9. október og lýkur sunnudaginn 10. október á hádegi. Líkt og áður hefur komið fram, er markmiðið að hafa sambönd við aðrar stöðvar um heiminn heldur en í […]

,

Skráning á námskeið í “Win-Test” keppnisforritinu hafin

Í.R.A. gengst fyrir hraðnámskeiði til kynningar á “Win-Test” keppnisdagbókarforritinu þriðjudaginn 12. október kl. 19:30-22:00. Námskeiðið verður haldið í fjarskiptaaðstöðu TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Leiðbeinandi verður Yngvi Harðarson, TF3Y. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sem fyrst sig þar sem takmarkaður fjöldi kemst að á hverju námskeiði. Aths. 10. október: Námskeiðið er fullt. Ath. skráningu […]

,

Flóamarkaður að hausti á sunnudag, 10. október

Ljósmyndirnar voru teknar á flóamarkaðnum á Ham Radio sýningunni í Friedrichshafen 2008. Ljósmyndir: TF2JB Flóamarkaður að hausti verður haldinn í félagsaðstöðunni við Skeljanes næstkomandi sunnudag, 10. október . Húsið veður opnað kl. 11:00 og verður opið til kl. 16:00. Í ráði er að halda í fyrsta skipti uppboð á völdum hlutum sem hefst nákvæmlega kl. […]

,

TF1RPB verður QRT í nokkra daga

Sigurður Harðarson, TF3WS, gerði ferð í Bláfjöll um hádegisbilið í dag (mánudaginn 4. október) og tók niður endurvarpann og flutti með sér til Reykjavíkur. Hugmyndin er annars vegar að tengja sérstaka rás við tækið sem sendir út auðkenni á morsi (“ID”) og hins vegar, að endurstilla núverandi útsendingartakmörkun (“time-out”) sem er aðeins um 1-1,5 mínútur. […]

,

Fjórar nýjar DXCC einingar (tvær hverfa)

“Hollensku Antilleseyjar” sem áður voru nefndar “Hollensku Vestur-Indíur” (e. Netherlands Antilles) munu mynda sjálfstætt ríki þann 10. október n.k. Frá þeim degi heyra Hollensku Antilleseyjar sögunni til. St. Maarten og Curacao verða sjálfstætt ríki í ríkjasambandi við Holland og munu njóta sömu stöðu og Aruba nýtur í dag innan Hollands (en Aruba lýsti yfir sjálfstæði […]

,

Lagfæring á loftneti TF1RPE á Búrfelli

Guðmundur Sigurðsson, TF3GS. Ljósmyndir: TF3JA. Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA og Guðmundur Sigurðsson, TF3GS lögðu á fjallið Búrfell á Suðurlandi í morgun. Erindi ferðarinnar var að skipta út loftneti endurvarpans TF1RPE (Búra) og höfðu þeir nýtt loftnet meðferðis. Í ljós kom, að þess þurfti ekki með. Hins vegar hafði efri hluti netsins losnað upp og var […]

,

Frábær árangur frá TF3W í SAC CW keppninni

Um tugur íslenskra stöðva tók þátt í morshluta Scandinavian Activity Contest (SAC) helgina 18.-19. september. Upplýsingar liggja þegar fyrir um glæsilegan árangur Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW, sem starfrækti kallmerkið TF3W frá félagsstöðinni í Skeljanesi. Sigurður hafði alls 2.038 QSO og er áætlaður heildarárangur um 951.000 punktar. Viðvera í keppninni var um 22 klst., sem gerir […]

,

Fundur um SAC keppnirnar 2010 á fimmtudagskvöld

Áhugahópur um þátttöku frá TF í Scandinavian Activity Contest (SAC) mun hittast í félagsaðstöðunni í Skeljanesi í Reykjavík fimmtudaginn 16. september kl. 21:00. Morsehluti keppninnar verður haldinn helgina 18.-19. september n.k. og SSB hlutinn verður haldinn helgina 9.-10. október n.k. SAC keppnirnar eru sólarhringskeppnir, þ.e. þær hefjast á hádegi á laugardegi og þeim lýkur á […]

,

Smíðakvöld í október

Í október verður haldið tvö smíðakvöld þann 4 og 11 og verða þau haldinn í félagsaðstöðu I.R.A. á mánudagskvöldum undir stjórn Vilhjálm Í. Sigurjónssonar, TF3VS. Smíðakvöld 1 (4. okt.)               Verkefni kvöldsins verður spennumælir sem TF3VS smíðaði og skrifað var um í 2 tbl CQTF 2010. Smíðakvöld 2 (11. […]