Entries by TF3JB

,

RADÍÓDÓT ÚR DÁNARBÚI TF3GB

Ársæll Óskarsson, TF3AO, Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN og Þór Þórisson, TF1GW mættu í Skeljanes laugardaginn 12. júní. Erindið var að færa í hús síðari sendingu af radíódóti úr dánarbúi Bjarna Sverrissonar, TF3GB. Þór Þórisson, TF1GW, hafði áður fært félaginu radíódót úr búinu þann 16. febrúar s.l. Að þessu sinni var um töluvert meira magn að […]

,

NIÐURSTAÐA ÚR PRÓFI TIL AMATÖRLEYFIS

Próf Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis fór fram í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi þann 5. júní. Alls þreyttu fimm prófið. Fjórir náðu fullnægjandi árangri, þar af þrír til G-leyfis og einn til N-leyfis: Arnlaugur Guðmundsson, TF3RD, 101 Reykjavík (G-leyfi).Jón E. Guðmundsson, TF8KW, 230 Reykjanesbæ (N-leyfi).Kjartan Birgisson, TF1ET, 109 Reykjavík (G-leyfi).Pálmi Árnason, 110 Reykjavík (G-leyfi); á […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 10. JÚNÍ

Opið verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 10. júní frá kl. 20:00. Nýir leyfishafar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Fjarskiptaherbergið verður opið (fyrir mest 3 samtímis) og QSL herbergi (fyrir mest 2 samtímis). Kaffiveitingar verða í boði. Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því […]

,

PRÓF PÓST- OG FJARSKIPTASTOFNUNAR

Próf PFS til amatörleyfis fór fram í félagsaðstöðu ÍRA í dag, 5. júní. Alls þreyttu fimm prófið. Fjórir náðu fullnægjandi árangri, þar af þrír til G-leyfis og einn til N-leyfis. Prófnefnd ÍRA annaðist framkvæmd að viðstöddum fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar. Prófað var í raffræði og radíótækni og reglum og viðskiptum. Prófið hófst kl. 10 árdegis […]

,

ÁGÆT MÆTING Í SKELJANES 3. JÚNÍ

Ágæt mæting var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi í gær, 3. júní, þrátt fyrir skertan opnunartíma þar sem salurinn var upptekinn til kl. 21 vegna upprifjunartíma hjá þátttakendum á námskeiði ÍRA til amatörleyfis, en próf Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis verður haldið á morgun, 5. júní. Fjarskiptaherbergi TF3IRA var m.a. opið annan fimmtudaginn í röð, […]

,

SKELJANES 3. JÚNÍ FRÁ KL. 21:00

Opið verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi á morgun, 3. júní, kl. 21:00-22:00. Ástæða þess að ekki er opnað kl. 20 eins og venjulega, er að fimmtudagurinn er síðasti kennsludagurinn á yfirstandandi námskeiði félagsins til amatörleyfis. Grímuskylda er í húsnæðinu. Vegna styttri opnunartíma verða ekki kaffiveitingar, en fjarskiptaherbergi verður opið (fyrir mest 3 samtímis) og QSL […]

,

AMATÖRPRÓF PFS ER Á LAUGARDAG

Próf Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis verður haldið í félagsaðstöðu ÍRA við Skeljanes laugardaginn 5. júní 2021 samkvæmt eftirfarandi: 10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni.13:00 – 15:00 Reglur og viðskipti.15:30 – Prófsýning. Almenn skráning í prófið fer fram með tölvupósti, sem senda skal á bæði þessi netföng hjá Póst- og fjarskiptastofnun: hrh hjá pfs.is og […]

,

SUNNUDAGUR Í SKELJANESI

Fjarskiptaherbergi TF3IRA var opnað á ný s.l. fimmtudag eftir að hafa verið lokað í tæpt 1 ár vegna Covid-19. Það var því ekki seinna vænna að gera „sjakkinn“ kláran (þótt aðeins þrír félagar megi vera þar samtímis…a.m.k. um sinn). Það var vaskur hópur sem mætti til verka eftir hádegið á sunnudag: Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A; […]

,

AUKNAR AFLHEIMILDIR Á 50 MHZ

Póst- og fjarskiptastofnun veitir íslenskum radíóamatörum auknar aflheimildir í 50-50,5 MHz tíðnisviðinu á 6 metrum, frá og með 1. júní 2021. Gildistími er 3 mánuðir eða til 31. ágúst n.k. G-leyfishafar fá heimild til að nota allt að 1kW og N-leyfishafar allt að 100W. Eftirfarandi skilyrði eru lögð til grundvallar: (1) Hámarks bandbreidd sendinga er […]

,

CARL J. LILLIENDAHL TF3KJ ER LÁTINN

Carl Jóhann Lilliendahl, TF3KJ, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Samkvæmt upplýsingum frá syni hans, Karli R. Lilliendahl til félagsins í dag lést hann á hjartadeild Landspítalans í Reykjavík. Hann var á 75. aldursári; handhafi leyfisbréfs nr. 94. Um leið og við minnumst Carls með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans […]