Entries by TF3JB

,

AMATÖRPRÓF PFS ER Á LAUGARDAG

Próf Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis verður haldið í félagsaðstöðu ÍRA við Skeljanes laugardaginn 5. júní 2021 samkvæmt eftirfarandi: 10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni.13:00 – 15:00 Reglur og viðskipti.15:30 – Prófsýning. Almenn skráning í prófið fer fram með tölvupósti, sem senda skal á bæði þessi netföng hjá Póst- og fjarskiptastofnun: hrh hjá pfs.is og […]

,

SUNNUDAGUR Í SKELJANESI

Fjarskiptaherbergi TF3IRA var opnað á ný s.l. fimmtudag eftir að hafa verið lokað í tæpt 1 ár vegna Covid-19. Það var því ekki seinna vænna að gera „sjakkinn“ kláran (þótt aðeins þrír félagar megi vera þar samtímis…a.m.k. um sinn). Það var vaskur hópur sem mætti til verka eftir hádegið á sunnudag: Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A; […]

,

AUKNAR AFLHEIMILDIR Á 50 MHZ

Póst- og fjarskiptastofnun veitir íslenskum radíóamatörum auknar aflheimildir í 50-50,5 MHz tíðnisviðinu á 6 metrum, frá og með 1. júní 2021. Gildistími er 3 mánuðir eða til 31. ágúst n.k. G-leyfishafar fá heimild til að nota allt að 1kW og N-leyfishafar allt að 100W. Eftirfarandi skilyrði eru lögð til grundvallar: (1) Hámarks bandbreidd sendinga er […]

,

CARL J. LILLIENDAHL TF3KJ ER LÁTINN

Carl Jóhann Lilliendahl, TF3KJ, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Samkvæmt upplýsingum frá syni hans, Karli R. Lilliendahl til félagsins í dag lést hann á hjartadeild Landspítalans í Reykjavík. Hann var á 75. aldursári; handhafi leyfisbréfs nr. 94. Um leið og við minnumst Carls með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans […]

,

PRÓF PFS TIL AMATÖRLEYFIS 5. JÚNÍ

Amatörpróf Póst- og fjarskiptastofnunar verða haldin í félagsaðstöðu ÍRA við Skeljanes í Reykjavík laugardaginn 5. júní 2021 sem hér segir: 10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni.13:00 – 15:00 Reglur og viðskipti.15:30 – Prófsýning. Almenn skráning í prófið fer fram með tölvupósti, sem senda skal á bæði þessi netföng hjá Póst- og fjarskiptastofnun: hrh hjá pfs.is […]

,

GÓÐ STEMNING Í SKELJANESI

Það var ágæt mæting og létt yfir mannskapnum í félagsaðstöðunni á báðum hæðum í Skeljanesi fimmtudaginn 27. maí. Fjarskiptaherbergi TF3IRA var opið í fyrsta skipti í tæpt ár (vegna Covid-19) en mest 3 félagar máttu vera í húsnæðinu þar samtímis en 2 félagar í herbergi QSL stofunnar. Mikið var rætt um loftnet og skilyrðin almennt […]

,

FÉLAGSAÐSTAÐAN OPIN 27. MAÍ

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 27. maí. Með tilliti til tilslakana í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra, verða kaffiveitingar í boði auk þess sem fjarskiptaherberi TF3IRA verður opið (mest 3 félagar samtímis) og QSL stofa (mest 2 félagar samtímis). Takmörkun á fjölda í þessum herbergjum ræðst af stærð þeirra. Ath. að grímuskylda er […]

,

CQ WW WPX CW KEPPNIN 2021

Morshluti CQ World Wide WPX keppninnar fer fram 29.-30. maí. Markmiðið er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörg forskeyti (e. prefixes) og mögulegt er á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Þetta er 48 klst. keppni, en einmenningsstöðvar mega mest taka þátt í 36 klst. Á þátttökutímanum má taka eins mörg […]

,

NÝR RADÍÓVITI Á 40 MHZ

Nýr radíóviti, EI1CAH, varð virkur 17. maí á 40.016 MHz á 8 metra bandi. Hann sendir út á morsi og PI4 (Pharuslgnis4) stafrænni tegund útgeislunar (MGM). Sendiafl er 25W og loftnet er láréttur tvípóll. QTH er skammt frá Galway á Vestur-Írlandi. Í fróðlegri grein Guðmundar Sigurðssonar, TF3GS, í 1. tbl. CQ TF 2021, bls. 41, […]

,

ENDURNÝJUN 70 MHZ HEIMILDAR

Mikilvægt er að leyfishafar sem hafa áhuga á að stunda fjarskipti í 70.000-70.250 MHz tíðnisviðinu (á 4 metrum) sendi beiðni þess efnis til Póst- og fjarskiptastofnunar áður en sendingar eru hafnar. Póstfang er:  hrh hjá pfs.is  eða pfs hjá pfs.is  Tilgreina skal, að sótt sé um heimild fyrir nýtt tímabil, 1.1.2021.-31.12.2022. Eftirfarandi skilyrði eru lögð […]