Entries by TF3JB

,

Fimmtudagserindi TF3ARI um QSO yfir internetið

Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI, flutti erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. 28. janúar s.l. þar sem hann kynnti hvernig fjarstýra má HF stöð milli heimsálfa yfir netið. Hann sýndi m.a. hvernig stjórna má tíðnum og hafa QSO á SSB, PSK o.fl. Hann kynnti einnig hvaða forrit henta og hvernig fyrirkomulag af þessu tagi er sett upp. Góð […]

,

TF3IRA í CQWW 160 metra CW keppninni

Á myndinni má sjá “inverted L” loftnetið sem notað var í 160m keppninni frá TF3IRA um helgina. Ef glöggt er skoðað, má sjá þráðinn sem liggur frá toppi 20 metra hárrar loftnetsstangarinnar yfir í áttina að loftnetsturni félagsins. Það var Guðmundur, TF3SG, sem lánaði félaginu stöngina (sem er heimasmíðuð), kerruna og radíalana. Sveinn, TF3T, lánaði […]

,

PFS heimilar notkun 1850-1900 kHz í keppnum

Félaginu barst eftirfarandi erindi frá Póst- og fjarskiptastofnuninni (PFS) í dag, 25. janúar 2009, sem hér með er komið á framfæri við félagsmenn. Texti þess er svohljóðandi: “Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) heimilar íslenskum radíóáhugamönnum hér með, notkun tíðnisviðsins 1850-1900 kHz vegna alþjóðlegra keppna radíóáhugamanna árið 2010. Heimildin er veitt með fullu samþykki Vaktstöðvar siglinga sem […]

,

Embætti Í.R.A. QSL Manager er laust.

Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN, hefur óskað eftir að hætta sem QSL Manager Í.R.A. Embættið er því laust og leitar félagið eftir áhugasömum félagsmanni til að sinna kortastofunni. Hafa má samband við TF2JB, formann (GSM 898-0559) eða TF3SG, varaformann (GSM 896-0814). TF2JB

,

Amatörprófið 23. janúar – frábær árangur!

Námskeið til amatörprófs sem hófst í október s.l. undir skólastjórn Hrafnkels Eiríkssonar, TF3HR, lauk nýlega og var prófið haldið í dag (23. janúar) í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Alls þreyttu prófið 21 nemandi og af þeim náðu 18 nemendur fullnægjandi árangri ýmist til N- eða G-leyfis. Stjórn Í.R.A. færir Hrafnkeli, TF3HR og leiðbeinendum á námskeiðinu kærar […]

,

Nýtt erindi Í.R.A. til Póst- og fjarskiptastofnunar.

Stjórn Í.R.A. hefur sent erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar með ósk um aðgang íslenskra leyfishafa að tíðnum á bilinu 1850-1900 kHz í alþjóðlegum keppnum radíóamatöra. Sótt er um tímabundna heimild til eins árs (2010). PFS hefur áður veitt tímabundnar heimildir af þessu tagi, þ.e. fyrir árið 2007 annarsvegar og árið 2008 hinsvegar. Meginforsenda umsóknarinnar er […]

,

Eggert Steinsen, TF3AS, er látinn.

Eggert Steinsen, TF3AS, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað, RST 000. Undirrituðum bárust þessi tíðindi frá Stefáni Þórhallssyni, TF3S, nú í kvöld. Eggert var á 85. aldursári, leyfishafi nr. 22 og heiðursfélagi í Í.R.A. Um leið og við minnumst Eggerts með þökk og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd […]

,

Erindi Í.R.A. til Póst- og fjarskiptastofnunar.

Stjórn Í.R.A. hefur sent erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar með ósk um aðgang íslenskra leyfishafa að þremur nýjum böndum, þ.e. að 500 kHz, 5 MHz og 70 MHz. Undanfarin misseri hefur töluvert hefur verið um úthlutun aukinna tíðniheimilda til radíóamatöra í nágrannalöndunum m.a. í þessum tíðnisviðum. Sem dæmi, þá eru radíóamatörar á öðrum Norðurlöndum, þ.e. […]

,

Neyðarfjarskiptaumferð á 20, 40 og 80 metrunum

Radíóamatörar um allan heim eru beðnir um að taka tillit til neyðarfjarskiptaumferðar á tíðnunum 14245, 14300, 7045 og 3720 kHz í dag og næstu daga. Þetta er vegna jarðskjálftanna á Haiti. Sjá nánar meðfylgjandi upplýsingar: “Amateur Radio operators should be made aware that emergency traffic pertaining to the Haitian earthquake is expected on 14265 kHz. […]

,

TF3RPC QRV á ný á 145.775 MHz…

TF3RPC er kominn í loftið á ný – reiðubúinn til þjónustu! Endurvarpinn hefur jafnframt fengið nýja tíðni sem er 25 kHz ofar í bandinu heldur en sú eldri. Nýja tíðnin er: 145.775 MHz (eldri tíðni var 145.750 MHz). Nýja tíðnin var í hlustun allan desembermánuð fram í byrjun þessa mánaðar. Síðan hefur stöðin verið prufukeyrð […]