Entries by TF3JB

,

FJARSKIPTASTOFA BYRJAR 1. JÚLÍ

Í dag, 1. júlí 2021, taka gildi ný lög um Fjarskiptastofu. Leysa þau af hólmi eldri lög um Póst- og fjarskiptastofnun (sem tók til starfa 1. apríl 1997).  Helstu nýmæli laganna eru nýtt nafn á stofnunina, ákvæði um netöryggissveitina, ákvæði er varða öryggi og almannavarnir, skýrari heimildir til að greina stöðu fjarskiptaneta og gera útbreiðsluspár […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 1. JÚLÍ

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 1. júlí frá kl. 20:00. Fjarskiptaherbergi TF3IRA verður opið og QSL stofan á 2. hæð. Nýjustu tímaritin liggja frammi og kaffiveitingar verða í boði. Ennfremur liggur mikið frammi af radíódóti. Velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA. . . .

,

10. VHF/UHF LEIKARNIR 9.-11. JÚLÍ

Sælir kæru félagar! VHF/UHF leikjahelgin er að renna upp. Þetta verður hrikalega gaman! Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar. Eða bara láta fara vel um sig heima í sjakknum. Frábært tækifæri til að prófa nýja dótið…eða gamla dótið. Það besta er, það þarf ekki að vera með rándýrar græjur. […]

,

LOFTNETAVINNA Í SKELJANESI

Georg Kulp, TF3GZ átti tíma aflögu laugardaginn 26. júní, kom við í Skeljanesi og setti upp loftnet fyrir TF3IRA á 160 metrum. Loftnetið er 78 metra langt vírnet; endafædd hálfbylgja. Það var keypt tilbúið frá HEC fyrirtækinu, gerð „HyEndFed 160 Meter Monoband“. Loftnetið er lagt frá húsinu út í turninn og fer þaðan í 45° […]

,

GÓÐ MÆTING Í SKELJANES Á FIMMTUDAG.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 24. júní. Þetta var fyrsta opnunarkvöldið eftir að radíódóti úr dánarbúi TF3GB hafði verið raðað á borðin í salnum, en félagsmenn geta haft með sér úr húsi allt að þrjá hluti á hverju opnunarkvöldi. Vinnu lauk endanlega við flokkun dótsins 24. júní. Verkefnið var búið að standa yfir frá […]

,

RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI

Næsta tölublað CQ TF, 3. tölublað þessa árs, kemur út sunnudaginn 18. júlí n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Skilafrestur er til 8. júlí n.k. Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is Sumarkveðjur og 73,TF3SB, ritstjóri CQ TF. .

,

ALÞJÓÐLEG KEPPNI Í NAFNI HANS HÁTIGNAR

Landsfélag radíóamatöra á Spáni, La Unión de Radioaficionados Españoles URE, býður til alþjóðlegrar keppni í nafni hans hátignar, Filipe IV. Spánarkonungs, helgina 26-27. júní. Þetta er 24 klst. keppni á SSB sem hefst kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 26. júní og lýkur á sama tíma á hádegi sunnudag 27. júní. Keppnin er opin radíóamatörum um […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI 17.-23. JÚNÍ

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 17.-23. júní 2021. Samskonar samantektir voru gerðar í janúar, febrúar, apríl og maí á þessu ári. Alls fengu 18 TF kallmerki skráningu að þessu sinni. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW) og […]

,

SKELJANES FIMMTUDAGINN 24. JÚNÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 24. júní fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22. Fjarskiptaherbergi verður opið (fyrir mest 3 samtímis) og QSL herbergi (fyrir mest 2 samtímis). Grímunotkun í húsnæðinu er valkvæð, samanber núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra til 29. þ.m. um takmörkun á samkomum vegna faraldurs. Vegna Covid-19 er þess farið á leit, […]

,

GLEÐILEGAN ÞJÓÐHÁTÍÐARDAG

Íslenski þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur 17. júní ár hvert. 17. júní var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar, sem var helsti leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Til þess að minnast hans var fæðingardagurinn valinn sem þjóðhátíðardagur Íslendinga þegar lýðveldið Ísland var stofnað þann 17. júní árið 1944. Hátíðarkveðjur til félagsmanna og fjölskyldna þeirra á þjóðhátíðardaginn 2021. […]