Entries by TF3JB

,

TF8APA STAFVARPINN UPPFÆRÐUR

Gengið hefur verið frá uppfærslu APRS stafvarpans TF8APA á fjallinu Þorbirni við Grindavík, sem er í 244 metra hæð yfir sjávarmáli. Skipt var m.a. um loftnet, sem nú er af gerðinni Diamond BC 103 sem er 125cm VHF húsloftnet. Annar búnaður er óbreyttur; Motorola GM-300 VHF stöð, Microsat WX3in1 Mini APRS Digipeater/I-gate og PLXDigi – […]

,

VITA- OG VITASKIPAHELGIN 2021 NÁLGAST

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin 2021 fer fram helgina 21.-22. ágúst n.k. Um er að ræða tveggja sólarhringa viðburð, en miðað er við að flestir sem koma til dvalar í vita, á vitaskipi eða í nágrenni hafi komið sér fyrir upp úr hádegi á laugardag. Að jafnaði eru yfir 500 tilgreind kallmerki starfrækt þessa helgi frá […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI 12. ÁGÚST

Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 12. ágúst kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti. Grímuskylda verður í húsnæðinu í ljósi reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna faraldurs. Fjarskiptaherbergi verður opið (mest 3 félagar samtímis) og QSL stofa (mest 1 félagi). Takmörkun á fjölda í herbergjum ræðst af stærð. Kaffiveitingar verða ekki í […]

,

NÝR APRS STAFVARPI TF1SS-1

APRS stafvarpinn TF1SS-1 fór í loftið í dag, sunnudaginn 8. ágúst. QTH er Úlfljótsvatnsfjall, 248 metra yfir sjávarmáli. Nýi stafvarpinn er viðbót við APRS-IS kerfið. Guðmundur Sigurðsson TF3GS sá um uppsetningu. Búnaður er Motorola GM-300 VHF stöð (sendiafl 25W), Microsat WX3in1 Mini APRS Digipeater/I-gate og Diamond BC-103 VHF/UHF loftnet. Hamingjuóskir til APRS hópsins með ósk […]

,

ÁGÆT MÆTING Í SKELJANES.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 5. ágúst. Heldur minni mæting var en undir venjulegum kringumstæðum. Margir leyfishafar halda sé til hlés frá mannamótum þar sem Covid-19 faraldurinn hamlar með tilheyrandi grímuskyldu og fjarlægðarmörkum. Kaffiveitingar voru ekki í boði í félagsaðstöðunni. Að venju höfðu menn um nóg að ræða, sækja kort til QSL stofu […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI 5. ÁGÚST

Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 5. ágúst kl. 20-22. Í ljósi reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna faraldurs, verður grímuskylda í húsnæðinu. Kaffiveitingar verða ekki í boði, en fjarskiptaherbergi TF3IRA verður opið (mest 3 félagar samtímis) og QSL stofa (mest 1 félagi hverju sinni). Takmörkun á fjölda í herbergjum ræðst af […]

,

SENDI-/MÓTTÖKUSTÖÐ TF3IRA UPPFÆRÐ

Við vinnu í fjarskiptaherbergi TF3IRA 30. maí s.l., þegar þeir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ mættu í Skeljanes til að aðstoða við undirbúning opnunar fjarskiptaherbergis félagsins (sem þá hafði verið meira og minna lokað í heilt ár vegna Covid-19 faraldursins) kom í ljós, að nýr hugbúnaður var fáanlegur til uppfærslu á ICOM […]

,

TF3IRA Í TF ÚTILEIKUNUM 2021

Félagsstöðin TF3IRA var virk alla þrjá dagana í TF útileikunum. Þegar þetta er skrifað (um hádegi á mánudag) eru leikarnir enn í fullum gangi og lýkur í raun ekki fyrr en á miðnætti. Skilyrðin innanlands voru ekki sérstaklega góð þessa þrjá daga og t.d. mikið QSB. Samt höfðu menn mörg skemmtileg sambönd. Sem dæmi, voru […]

,

ÚTVARPSÞÆTTIR Á RÚV RÁS 1

Í fyrramálið, sunnudaginn 1. ágúst kl. 09:05, verður fluttur þáttur á Rás 1 um mors og þátt morsfjarskipta í menningu okkar. Þátturinn ber nafnið: „Stutt langt stutt“. Síðari hluti verður síðan fluttur á Rás 1 á mánudagsmorgun 2. ágúst kl. 09:03. Í síðari hlutanum (á mánudag) er meginumfjöllunin um íslenska radíóamatöra, sem enn nota mors […]

,

TF ÚTILEIKARNIR ERU BYRJAÐIR

TF útileikarnir byrjuðu í dag (31. júlí) og standa yfir fram á mánudag (2. ágúst). Félagsstöðin, TF3IRA var virkjuð í dag, 31. júlí, frá kl. 13-16. Wilhelm Sigurðsson, TF3AWS var við hljóðnemann. Skilyrði innanlands voru ekki góð fram af. Hafa má samband í leikunum alla dagana, en til að þétta þátttökuna er miðað við þessi […]