Entries by TF3JB

,

SNYRT TIL VIÐ SKELJANES

Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 og Mathías Hagvaag, TF3MH mættu í Skeljanes upp úr hádeginu þann 22. júlí. Á dagskrá var að árlegt sumarverkefni á staðnum, að slá, hreinsa til og gera snyrtilegt við húsið og innganginn. Verkið gekk hratt og fljótt fyrir sig og síðdegis var orðið boðlegt fyrir félagsmenn og gesti að heimsækja staðinn. Leigumarkaður […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI 22. JÚLÍ

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 22. júlí frá kl. 20 til 22. Tillaga að umræðutema: TF útileikarnir um verslunarmannahelgina, 31. júlí til 2. ágúst. n.k     Kaffi og meðlæti í fundarsal. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð veða opin. Sendingar af QSL kortum hafa borist frá Evrópu og verið […]

,

NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 3. tbl. CQ TF 2021 sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni. 73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF. Vefslóð á nýja blaðið:  http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/07/CQTF2021-3.pdf

,

STEFNT AÐ NÁMSKEIÐI Í OKTÓBER

Fram kemur í nýju tölublaði CQ TF (3. tbl. 2021) að stefnt verði að námskeiði ÍRA til amatörleyfis í október n.k. Nýja blaðið kemur út á sunnudag 18. júlí hér á heimasíðunni. Stjórn ÍRA gerði eftirfarandi samþykkt á fundi sínum 22. júní s.l.: „Finna þarf heppilegra fyrirkomulag á námskeiðshaldi. Stefna skal að fundi með prófnefnd. […]

,

SKELJANES FIMMTUDAG 15. JÚLÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 15. júlí frá kl. 20-22. Fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin og fundarsalur á 1. hæð. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Ennfremur verður kaffi og meðlæti ásamt því að félagsmönnum býðst að skoða gott framboð af radíódóti sem stendur til boða. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn […]

,

VEL HEPPNAÐIR SUMARLEIKAR

VHF/UHF leikum ÍRA lauk í dag, 11. júlí, kl. 18:00. Samkvæmt gagnagrunni leikanna voru 24 skráðir, en tveir til viðbótar höfðu QSO og eiga eftir að skrá sig inn og senda gögn, sem gerir alls 26 skráða sem er met skráningarfjöldi frá upphafi árið 2012. Félagsstöðin TF3IRA var virk hluta tímans frá Skeljanesi og hafði […]

,

TF3IRA í VHF/UHF LEIKUNUM

TF3IRA var QRV í VHF/UHF leikunum í dag, laugardag. Mörg skemmtileg sambönd, m.a. við TF1OL á Kleifaheiði, beint á 145.500 MHz (FM). Fjarlægðin er 173 km. Styrkbreytingar voru á merkjum í báðar áttir. Aðrir töluðu einnig við Ólaf á föstudag beint á 2 metrum þegar hann var staddur á Látrabjargi. Einnig QSO við TF1MT beint […]

,

VHF/UHF LEIKARNIR Í FULLUM GANGI

10. VHF/UHF leikarnir byrjuðu í gær kl. 18. Aðaldagur leikanna er í dag, laugardag. Viðburðurinn verður í gangi fram á morgundaginn, sunnudag kl. 18:00. 22 kallmerki eru skráð til þátttöku þegar þetta er skrifað (á laugardag kl. 11:45), en hægt er að skrá sig hvenær sem er! Félagsstöðin, TF3IRA, verður QRV frá Skeljanesi frá kl. […]

,

SKELJANES: GÓÐIR GESTIR, GÓÐ STEMNING

Góð mæting var í Skeljanes í gær, 8. júlí og margt góðra gesta. Heimir Þór Sverrisson, TF3ANT (W1ANT) heilsaði upp á mannskapinn, en hann er búsettur í Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. Hann hrósaði starfi félagsins (fylgist með á netinu) og sagðist alltaf hlakka til að lesa nýtt CQ TF. Ólafur Vignir Sigurðsson, TF3OV mætti […]

,

SUMAR OG VHF/UHF LEIKARNIR 2021

10. VHF/UHF leikarnir verða haldnir um helgina, 9.-11. júlí. Þessi skemmtilegi viðburður hefst á föstudag kl. 18:00 og lýkur á sunnudag kl. 18:00. Hrafnkell, TF8KY umsjónarmaður leikanna, býður okkur upp á sérstakan leikjavef þar sem sjá má m.a. reglur og leiðbeiningar. Vefslóð: http://leikar.ira.is/2021  Þar er hægt að skrá sig strax…þarf ekki að bíða fram á […]