Entries by TF3JB

,

BRÁÐABIRGÐAVIÐGERÐ LOKIÐ

Vaskur hópur félagsmanna mætti í Skeljanes í birtingu í morgun (13. janúar) til að treysta loftnetsvirki TF3IRA og var aðgerðum lokið kl. 15. Það hefur nú verið tryggt til bráðabirgða. Verkefninu verður síðan lokið við fyrsta tækifæri. Georg Kulp, TF3GZ byrjaði fyrstur og rauf op í bárujárnsvegginn (sjávarmegin) á lóðinni til að opna aðgang að […]

,

LOFTNETSVANDRÆÐI Í SKELJANESI

Um kl. 14 í dag, 12. janúar, uppgötvaðist að einn af þremur fótum turnsins sem heldur uppi 4 staka OptiBeam YAGI loftneti TF3IRA hafði brotnað í veðrinu en mjög hvasst hefur verið í Skeljanesi sem og annarsstaðar á landinu undanfarið. Annar fótur turnsins virðist einnig vera laskaður. Vegna þessa hallar turninn sjáanlega, sbr. meðfylgjandi ljósmyndir. […]

,

LOKAÐ Í SKEJANESI 13. JANÚAR

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð fimmtudaginn 13. janúar. Ákvörðunin byggir á gildandi tilskipun heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, en sér í lagi vegna ríkjandi óvissu í ljósi mikillar útbreiðsla faraldursins í þjóðfélaginu, þar sem ríkislögreglustjóri lýsti í gær, 11. janúar, yfir neyðarstigi almannavarna vegna Covid-19 í samráði við […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) í síðustu viku ársins 2021; 26.-31. desember. Alls fengu 19 íslenskir radíóamatörar skráningu að þessu sinni. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), RTTY og tali (SSB) á 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40, 60, 80 og  160 […]

,

TRYGGVI G. VALGEIRSSON TF3TI ER LÁTINN

Tryggvi Garðar Valgeirsson, TF3TI hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Samkvæmt upplýsingum frá Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF1A og Hans Konrad Kristjánssyni, TF3FG andaðist hann á hjartadeild Landspítalans í gær, 5. janúar. Tryggvi Garðar var á 57. aldursári; handhafi leyfisbréfs nr. 280. Um leið og við minnumst Tryggva með þökkum og virðingu færum […]

,

RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI

Næsta tölublað CQ TF, 1. tölublað 2021, kemur út 28. janúar n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Nýjung er, að félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu. Skilafrestur […]

,

NRAU-BALTIC KEPPNIN 9. JANÚAR

Samtök norrænna landsfélaga radíóamatöra (Nordisk Radio Amatør Union, NRAU) gengst fyrir tveimur virknikeppnum sunnudaginn 9. janúar. Þetta er 2 klst. viðburðir, hvor – á 80 og 40 metrum. SSB keppnin fer fram kl. 06:30-08:30; ogCW keppnin fer fram 09:00-11:00. Þetta er keppnir á milli Norðurlandanna (JW, JX, LA, OH, OH0, OJ0, OX, OY, OZ, SM, […]

,

NÝTT KYNNINGAREFNI

Nýtt kynningarefni um amatör radíó og félagið er tilbúið. Verkefnið var unnið af stjórn en umbrot var í höndum Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS. Efnið verður til birtingar á heimasíðu ÍRA en útgáfuform er opna í stærðinni A4 (fjórar blaðsíur) sem eru prentaðar í lit. Við undirbúning og vinnslu var m.a. haft til hliðsjónar hvernig önnur […]

,

TF5B MEÐ YFIR 25.000 QSO 2021

Brynjólfur Jónsson, TF5B hafði alls 25.237 QSO á árinu 2021. Samböndin voru höfð á FT8 samskiptareglum undir MFSK mótun. Þetta eru heldur færri sambönd en árið á undan (2020) þegar hann rauf 30 þúsund sambanda múrinn. Fjöldi DXCC eininga: 154.Fjöldi CQ svæða: 39 (vantaði svæði 36).87.5% sambanda voru höfð á 17, 20, 30 og 40 […]