Entries by TF3JB

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 22.-28. janúar s.l. Alls fengu 16 íslensk kallmerki skráningu að þessu sinni. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), RTTY og tali (SSB) á 15, 17, 20, 30, 40, 60, 80 og  160 metrum, auk QO-100 gervitunglsins. Upplýsingarnar […]

,

SAC SSB 2021 KEPPNIN, ÚRSLIT

Niðurstöður liggja fyrir í Scandinavian Activity keppninni  2021 – SSB hluta sem fram fór 9.-10. október s.l. TF3T – einm.fl. – 20 metrar – háafl – 209.856 punktar.  1. sæti.TF3AO – einm.fl. – 20 metrar – háafl – 4.212 punktar.  18. sæti.TF2MSN – einm.fl. – öll bönd – lágafl – 12.972 punktar. 27. sæti.TF8KY – […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 3. FEBRÚAR

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 3. febrúar frá kl. 20:00. Í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem gildir til 24. febrúar n.k., hafa verið gerðar tilslakanir. Almennar fjöldatakmarkanir miðast nú við 50 manns og er ekki skylt að nota andlitsgrímur þar sem hægt er að viðhafa a.m.k. eins metra nándarreglu. Í ljósi þessa verður grímunotkun […]

,

KIWISDR VIÐTÆKI SETT UPP Í FLÓANUM

Síðdegis Í dag, 29. janúar, var KiwiSDR viðtækið [sem var í Vík í Mýrdal] flutt og sett upp að Galtastöðum í Flóahreppi. Viðtækið hefur afnot af tveimur T-loftnetum sem eru strengd á milli sex 15 metra hárra tréstaura þar á staðnum. KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 MHz. Hægt er að hlusta […]

,

FRÉTTIR FRÁ VÍK Í MÝRDAL OG ÚR BLÁFJÖLLUM

KiwiSDR viðtækin í Bláfjöllum og Vík í Mýrdal hafa verið teknir niður. Viðtækið sem var í Vík verður sett upp á næstunni á nýjum stað fyrir austan fjall. Georg Kulp, TF3GZ fór í Bláfjöll í dag (29. janúar) og sótti KiwiSDR viðtækið. Að sögn Georgs er leitað að nýrri staðsetningu. Í sömu ferð var stafrænn […]

,

AÐALFUNDUR ÍRA 2022 – AÐALFUNDARBOÐ

Ágæti félagsmaður! Með tilvísan til 17. gr. félagslaga, er hér með boðað til aðalfundar ÍRA sunnudaginn 20. febrúar 2022. Fundurinn verður haldinn í sérstökum fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga. Afhending verðlauna og viðurkenninga vegna fjarskiptaviðburða ársins 2021 fer fram í fundarhléi. Reykjavík […]

,

NÝTT CQ TF KOMIÐ ÚT

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar, CQ TF. 1. tbl. 2022, sem kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni. 73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF. Vefslóð á nýja blaðið: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/01/2022-1.pdf

,

SIGURÐUR KOLBEINSSON TF8TN ER LÁTINN

Sigurður Kolbeinsson, TF8TN hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Samkvæmt minningargrein sem birtist í Mbl. í dag, 25. janúar lést hann 22. desember 2021 og hefur útförin farið fram. Hann var á 57. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 478. Um leið og við minnumst Sigurðar með þökkum og virðingu færum við […]

,

ÁFRAM LOKAÐ Í SKEJANESI 27. JANÚAR

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði áfram lokuð fimmtudaginn 27. janúar. Ákvörðunin byggir á reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem gildir til 2. febrúar n.k. þar sem fjöldatakmarkanir miðast nú við mest 10 manns. Og ennfremur á yfirlýsingu ríkislögreglustjóra frá 11. þ.m. janúar, um neyðarstig almannavarna vegna Covid-19. Ákvörðunin […]