Entries by TF3JB

,

AF ENDURVÖRPUM OG VIÐTÆKJUM YFIR NETIÐ

Endurvarparnir í Bláfjöllum eru úti vegna bilunar í dreifikerfi rafmagns á staðnum. Ekki vitað hvenær rafmagn kemst á. TF1RPB (145.650 MHz). TF3RPI (439.950 MHz). TF3RPL (1297.000 MHz) Viðtækin yfir netið á Bjargtöngum og í Perlunni eru einnig úti vegna bilana en KiwiSDR viðtækin í Flóanum og á Raufarhöfn virka vel. Stjórn ÍRA.

,

CQ WPX RTTY keppnin 2022

CQ WPX RTTY keppnin 2022 fór fram 12.-13. febrúar. Frestur rann út 18. febrúar til innsendingar gagna. Keppnisgögn voru send inn fyrir alls 8 TF kallmerki: Andrés Þórarinsson,  TF1AM.Ársæll Óskarsson, TF3AO.Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY.Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN.Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN.Sigmundur Karlsson, TF3VE.Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS.Ægir Þór Ólafsson, TF2CT. Alls bárust 3417 dagbækur til keppnisstjórnar. Til samanburðar […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 24. FEBRÚAR

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin 24. febrúar fyrir félagsmenn og gesti kl. 20-22:00. Í ljósi tilslakana stjórnvalda dags. 12.2.2022 verður grímunotkun valkvæð. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa verða opin. QSL stjóri verður búinn að flokka nýjustu kortasendingarnar. Nýjustu amatörtímaritin liggja frammi í fundarsal. Kaffiveitingar. Þess er farið á leit, að félagar sem hafa hug […]

,

ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR ÍRA 2021/22

Aðalfundur ÍRA árið 2022 var haldinn 20. febrúar s.l. í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Meðal gagna sem lögð voru fram á fundinum var skýrsla formanns um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. Skýrslan var lögð fram á prentuðu formi. Hún skiptist í 15 kafla og tvo viðauka, auk formála og efnisyfirlits. Hún er alls […]

,

FRÉTTIR FRÁ AÐALFUNDI 2022

Aðalfundur ÍRA árið 2022 var haldinn 20. febrúar í fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, fundarstjóri og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, fundarritari. Alls sóttu 21 félagi fundinn. Eftirtaldir skipa stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2022/23: Jónas Bjarnason, TF3JB, […]

,

AÐALFUNDUR 2022 Á SUNNUDAG

Aðalfundur ÍRA 2022 verður haldinn sunnudaginn 20. febrúar í innri fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga. Í ljósi gildandi tilslakana stjórnvalda vegna Covid-19 faraldursins verður grímunotkun valkvæð þar sem uppsetning í fundarsal miðast við a.m.k. 1 metra fjarlægð á milli félagsmanna. Afhending verðlauna […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 17. FEBRÚAR

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 17. febrúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00. Í ljósi tilslakana stjórnvalda dags. 12.2.2022 vegna Covid-19 faraldursins verður grímunotkun valkvæð. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa verða opin. Nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að flokka nýjar kortasendingar. Kaffiveitingar. Þess er farið á leit, að félagar […]

,

AF VIÐTÆKUM YFIR NETIÐ

Þrjú af fjórum viðtækjum yfir netið voru úti í morgun (12. febrúar). Ástæður eru ýmsar fyrir bilunum, en unnið er að því að koma þeim aftur í samband. Nýja KiwiSDR viðtækið að Galtastöðum í Flóa er í góðu lagi. Vefslóð: http://floi.utvarp.com/ Stjórn ÍRA. NÝ FRÉTT 13.2.2022. Viðtækið á Raufarhöfn komst í lag síðdegis í dag, […]

,

GÓÐ MÆTING Í SKELJANES

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 10. febrúar. Þetta var annað opnunarkvöldið á nýju ári 2022, en hafa þurfti aðstöðuna lokaða allan janúarmánuð vegna farldursins. Góðar umræður og ágætt opnunarkvöld, enda næg umræðuefni þegar áhugamálið er annars vegar. Opið á báðum hæðum og kaffiveitingar. Sérstakur gestur félagsins þetta fimmtudagskvöld var Helge-Jörgen Lammers, […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 10. FEBRÚAR

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 10. febrúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22:00. Í ljósi nýlegrar tilslökunar stjórnvalda vegna Covid-19 faraldursins verður grímunotkun valkvæð. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa verða opin. Nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar. Þess er farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti […]