Entries by TF3JB

,

Vetraráætlun 2010, vel heppnuð námskeið 12. og 18. október

Smíðanámskeið-II var haldið í gær mánudaginn 18. október í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Verkefni kvöldsins var að setja saman viðmót (e. interface) til notkunar á milli tölvu og sendi-/móttökustöðvar, m.a. til fjarskipta á PSK31, RTTY og SSTV tegundum útgeislunar. Leiðbeinandi var (sem fyrr) Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS. Mikill áhugi var í smíðahópnum og stóðu menn ekki […]

,

Síðasti skiladagur í CW hluta SAC 2010 er á morgun, 19. október

Athygli er vakin á því að á morgun, 19. október 2010 er síðasti skiladagur keppnisdagbóka í CW hluta Scandinavian Activity Contest (SAC) 2010. Nánari upplýsingar á heimasíðu SAC: http://www.sactest.net/ Í dag, mánudaginn 18. október kl. 15:00 var staðan eftirfarandi fyrir TF stöðvar, samkvæmt fjölda innsendra dagbóka (“Clamed scores): Keppnisflokkur Kallmerki Árangur, punktar Keppandi Sæti Öll […]

,

Viðurkenningar og erindisflutningur s.l. fimmtudagskvöld

Dagskrá fimmtudagskvöldsins 14. október var tvískipt. Annars vegar kynnti Kristinn Andersen, TF3KX, niðurstöður TF útileikana 2010. Alls tóku 22 stöðvar þátt í viðburðinum og hlutu 11 þeirra viðurkenningar og verðlaun. Kristinn Andersen, TF3KX, reyndist sigurvegari útileikanna árið 2010 með 424,320 heildarstig og hlaut hann ágrafinn verðlaunaplatta. Brynjólfur Jónsson, TF5B, afhenti Kristni verðlaunin og sérstakt viðurkenningarskjal. […]

,

Jamboree-on-the-air verður haldið um helgina…

JOTA, eða Jamboree-on-the-air verður haldið um helgina, 16.-17. október. Árið 2010 er 53. árið sem þessi viðburður er haldinn. Þessa helgi standa radíóskátar um allan heim fyrir virkni á amatörböndunum og geta ungliðar í skátahreyfingunni fengið að tala í amatörstöðvar við aðra um heiminn undir stjórn radíóamatöra. Á Íslandi stendur skátafélagið Radíóskátar fyrir viðburðinum. Hér […]

,

Tvennt á dagskrá í Skeljanesi fimmtudaginn, 14. október n.k.

Samkvæmt áður kynntri vetrardagskrá Í.R.A. eru tveir viðburðir á dagskrá fimmtudagskvöldið 14. október n.k.: (1) Kl. 20:00-20:30. Afhending viðurkenninga fyrir þátttöku í TF Útileikunum 2010. Verkefni í höndum Kristins Andersen, TF3KX og Brynjólfs Jónssonar, TF5B. (2) Kl. 20:30-22:00 (kaffihlé kl. 21:15). Uppbygging endurvarpsstöðva í metrabylgjusviðinu (VHF); erindi Sigurðar Harðarsonar, TF3WS. Kaffiveitingar í boði félagsins. Félagar […]

,

Vel heppnaður flóamarkaður í Skeljanesi

Flóamarkaður Í.R.A. að hausti fór fram í dag, sunnudaginn 10. október 2010. Alls mættu yfir 30 manns á viðburðinn sem hófst stundvíslega kl. 11:00 árdegis og stóð yfir til kl. 16 síðdegis. Framboð var ágætt, m.a. notaðar UHF talstöðvar (í magni), mikið af smíðaefni, þ.e. íhlutum og vandaðir kassar til smíða, ýmis mælitæki m.a. 50 […]

Flóamarkaðurinn er á morgun, sunnudag

Flóamarkaður Í.R.A. að hausti verður haldinn á morgun, sunnudaginn 10. október í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Húsið verður opnað kl. 11:00. Nýjung að þessu sinni er uppboðið sem verður haldið kl. 14:30. Þeir félagsmenn sem óska að selja eða gefa hluti geta t.d. komið með þá í dag (laugardag) á milli kl. 16 og 18 – […]

,

SAC SSB keppnin 9.-10. október n.k.

Scandinavian Activity Contest 2010 SSB hluti SAC 2010 keppninnar verður haldinn um næstu helgi. SSB-keppnin er sólarhringskeppni líkt og morskeppnin og hefst kl. 12 á hádegi laugardaginn 9. október og lýkur sunnudaginn 10. október á hádegi. Líkt og áður hefur komið fram, er markmiðið að hafa sambönd við aðrar stöðvar um heiminn heldur en í […]

,

Skráning á námskeið í “Win-Test” keppnisforritinu hafin

Í.R.A. gengst fyrir hraðnámskeiði til kynningar á “Win-Test” keppnisdagbókarforritinu þriðjudaginn 12. október kl. 19:30-22:00. Námskeiðið verður haldið í fjarskiptaaðstöðu TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Leiðbeinandi verður Yngvi Harðarson, TF3Y. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sem fyrst sig þar sem takmarkaður fjöldi kemst að á hverju námskeiði. Aths. 10. október: Námskeiðið er fullt. Ath. skráningu […]

,

Flóamarkaður að hausti á sunnudag, 10. október

Ljósmyndirnar voru teknar á flóamarkaðnum á Ham Radio sýningunni í Friedrichshafen 2008. Ljósmyndir: TF2JB Flóamarkaður að hausti verður haldinn í félagsaðstöðunni við Skeljanes næstkomandi sunnudag, 10. október . Húsið veður opnað kl. 11:00 og verður opið til kl. 16:00. Í ráði er að halda í fyrsta skipti uppboð á völdum hlutum sem hefst nákvæmlega kl. […]